Morgunblaðið - 19.04.1997, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
ERLEIMT
Farið að hitna undir í bresku kosningabaráttunni
Saka Ihaldsflokk-
ínn um skítkast
London. Reuter.
LABOUR'S POSITION
ON EUROPE.
Reuter
AUGLÝSINGIN, sem íhaldsflokkurinn birti í bresku blöðunum.
Belgía
Fleiri lík-
amshlutar
finnast
Brussel. Reuter.
SAKSÓKNARI í Belgíu skýrði frá
því í gær að lögreglan, sem leitar
að raðmorðingja, hafi fundið þijá
plastpoka með líkamshlutum ná-
lægt borginni Mons.
Pokarnir fundust í þorpinu
Havre. Áður hafði lögreglan fundið
plastpoka með líkamshlutum að
minnsta kosti fjögurra kvenna í
grennd við Mons.
Höfuð og fótur konu fundust í
tveimur plastpokum við veg í Havre
á laugardag. Lögreglumaður fann
einnig tíu poka með líkamshluta
fyrir tilviljun í þorpinu Cuesmes
nálægt Mons í liðnum mánuði.
Saksóknarinn í Mons sagði að
talið væri að raðmorðingi hefði
myrt konurnar því líkamshlutarnir
hefðu allir verið skornir með sama
hætti. Grunur leikur á að sami
maður hafi myrt fimmtu konuna,
sem fannst aflimuð á sama svæði
í júlí í fyrra.
----------------
Lá við
árekstri yfir
Los Angeles
Los Angeles. Reuter.
LITLU munaði að tvær breiðþotur
skyllu saman við Los Angeles síð-
degis á miðvikudag að staðartíma,
samkvæmt upplýsingum banda-
ríska loftferðaeftirlitsins, sem rann-
sakar atvikið.
Þotumar vom báðar á leið til Los
Angeles með um 350 manns innan-
borðs. Um var að ræða MD-11 þotu
frá brasilíska flugfélaginu VASP
og Boeing-747 þotu hollenska flug-
félagsins KLM.
Flugmenn brasilísku þotunnar
breyttu stefnu vélar sinnar og
skeyttu síðan ekki um fyrirmæli
flugumferðarstjóra. Urðu flugmenn
hollensku þotunnar sveigja af leið
til að koma í veg fyrir árekstur.
Báðar þoturnar lentu síðan heilu
og höldnu á vellinum í Los Angel-
es. Hermt er að flugstjóri brasilísku
þotunnar hafi gefið þá skýringu á
framferði sínu, að sjálfstýring þot-
unnar hafi ekki starfað í samræmi
við þær flugupplýsingar sem tölva
hennar hefði verið mötuð á.
ÓEIRÐALÖGREGLA í Suður-
Kóreu ræðst gegn mótmælend-
um með kylfum og stálrörum við
Hanyang-háskólann í höfuðborg-
inni Seoul í gær. Til átakanna
kom er námsmenn efndu til mót-
mæla til að krefjast afsagnar
AUGLÝSING eða kosningaáróður,
sem breski íhaldsflokkurinn hefur
birt í blöðum, hefur vakið hörð við-
brögð hjá stjórnarandstöðunni, eink-
um Verkamannaflokknum, enda
beinist áróðurinn gegn honum. Sýn-
ir hún Tony Blair, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, sem búktalara-
brúðu í kjöltunni á Helmut Kohl,
kanslara Þýskalands. Yfirskriftin er:
„Afstaða Verkamannaflokksins til
Evrópu."
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að auglýsing-
in ætti að sýna hve Blair væri fús
til að fórna breskum hagsmunum í
samningum við Evrópusambandið,
ESB, en væri á engan hátt niðrandi
fyrir Kohl. Um var að ræða heilsíðu-
auglýsingu í öllum stóru, bresku
blöðunum.
„Ekki drengstaula“
Undir myndinni af þeim Kohl og
Blair er vitnað til ESB-fundarins í
júní þar sem rætt verður um mynt-
bandalagið og þar segir m.a.: „Á
næstu vikum og mánuðum mun
reyna á þá hæfustu samningamenn,
sem Bretland hefur á að skipa. Lát-
um ekki drengstaula axla ábyrgð
fullorðins manns.“
Gordon Brown, kosningastjóri
Verkamannaflokksins, sagði í gær,
að auglýsingin sýndi niður á hvaða
plan Ihaldsflokkurinn væri kominn.
Persónulegt skítkast af þessu tagi
sýndi gjaldþrotið og örvæntinguna,
sem einkenndi nú kosningabaráttu
hans. Paddy Ashdown, leiðtogi
ftjálslyndra demókrata, sagði, að
auglýsingin myndi ekki koma Major
að neinum notum og ekki breskum
stjórnmálum. Hún gerði hins vegar
kosningabaráttuna ómerkilegri en
vera þyrfti.
Talsmaður breskrar stofnunar eða
siðanefndar, sem fjallar um auglýs-
ingar, sagði, að fólk hefði hringt og
kvartað vegna auglýsingarinnar og
yrði hún tekin til athugunar ef skrif-
legar umkvartanir bærust. Stofnun-
in féllst fyrir nokkru á kvartanir
vegna annarrar auglýsingar íhalds-
flokksins, sem sýndi Blair í líki
Kölska, en auglýsingin, sem birtist
í fyrradag, er ekki jafn gróf.
Major hefur átt í erfiðleikum I
eigin flokki vegna glímunnar við
Kim Young-sam, forseta landsins
og handtöku sonar hans. All-
margir aðstoðarmenn forsetans
og pólitískir samherjar sæta nú
rannsókn vegna aðildar að um-
fangsmiklu spillingarmáli,
tengdu Hanbo-samsteypunni.
Evrópuandstæðinga innan hans en
nú hefur hann snúið blaðinu nokkuð
við og nýr Blair því um nasir, að
hann sé hallur undir ESB og reynslu-
laus í milliríkjasamningum.
Roy Jenkins, eini Bretinn, sem
verið hefur formaður framkvæmda-
stjórnar ESB, sagði í gær, að það
væri óskynsamlegt að blanda erlend-
um stjórnmálamönnum inn í bresku
kosningabaráttuna. Sagði hann, að
hver sem ynni kosningarnar 1. maí,
yrði að vinna með Kohl.
Talsmaður þýsku stjórnarinnar,
Peter Hausmann, gerði lítið úr þessu
máli í gær og sagði, að í kosninga-
baráttu ryki oft heilmikið þótt lítill
eldur væri undir.
Peter Hintze, framkvæmdastjóri
Kristilega demókrataflokksins, flokks
Kohls, sagði hins vegar, að breski
íhaldsflokkurinn hefði sýnt ódreng-
HÓPUR sænskra presta hyggst ekki
taka því þegjandi og hljóðalaust að
Svíar fengu í gær fyrsta kvenbiskup-
inn, þegar Christina Odenberg var
kosinn biskup Lundarstiftis með
knöppum meirihluta. Það kemur
reyndar í hlut Maritu Ulvskog
menntamálaráðherra að útnefna
biskupinn, en hún hefur þegar sagst
hlynnt kvenbiskup. Prestarnir
hyggjast ekki samþykkja Odenberg
sem andlegan leiðtoga, heldur aðeins
að líta á hana sem embættismann.
Um fjörutíu ár eru liðin síðan fyrstu
sænsku kvenprestarnir voru vígðir.
Odenberg er 57 ára og í samtali
við sænska útvarpið í gær sagð hún
kosninguna viðurkenningu á að kon-
ur hefðu náð fótfestu í sænsku kirkj-
unni og að embætti hennar væru
opin jafnt konum sem körlum.
Prestarnir andsnúnir kvenbiskup
tilheyra flestir fríprestafélagi
sænsku kirkjunnar og hafa áður
haft í hótunum um að segja sig úr
kirkjunni, ef kona yrði biskup. Þeirri
skap með því að nota mynd af þýska
kanslaranum með þessum hætti.
Fjórðungur óákveðinn
Skoðanakönnun, sem breska blað-
ið The Independent birti í gær, sýn-
ir, að heldur hefur dregið saman
með stóru flokkunum. Fékk Verka-
mannaflokkurinn stuðning 49% kjós-
enda en íhaldsflokkurinn 31%.
Frjálslyndi demókrataflokkurinn var
með 13%. Fram kom, að rúmur fjórð-
ungur kjósenda taldi hugsanlegt, að
hann skipti um skoðun fyrir kjördag
og eru kjósendur íhaldsflokksins
lausari í rásinni en Verkamanna-
flokksins eða 30% á móti 17%. Mest-
ar vomur eru þó á kjósendum Ftjáls-
lynda demókrataflokksins því að
hvorki meira né minna en 45% kjós-
enda hans sögðu ekki útilokað, að
annar flokkur yrði fyrir valinu.
leið hafna þeir nú en sumir hafa
stungið upp á að komið verði á fót
embætti „fljúgandi biskups", líkt og
gert hefði verið í bresku biskupa-
kirkjunni eftir að fyrsti breski kven-
biskupinn var kosinn. Til að prestar
þyrftu ekki að lúta andlegri leiðsögn
hennar var stofnað biskupsembætti
ótengt stað og af því kemur heitið.
Aðrir prestar hafa hvatt til að
fólk leggi ekki pening í kirkjubauk-
inn, heldur sendi fé til andstæðinga
kvenbiskups. Enn aðrir hafa hugleitt
að velja sér einhvers konar „skugga-
biskup“ og leita til hans.
Rök prestanna gegn kvenbiskup
eru að það sé Guðs orð sem gildi,
en ekki ríkjandi skoðun hvers tíma.
Þeir sem eru hlynntir því að bæði
konur og karlar gegni embættum
innan kirkjunnar minna á að það
hafi verið konur, sem fyrstar sögðu
frá upprisu Jesú. Málið stefnir í að
verða hitamál í Svíþjóð líkt og var
í Noregi fyrir nokkru, þegar fyrsti
kvenbiskupinn var kosinn þar.
Kasparov
vill mæta
Karpov
GARRÍ Kasparov, heims-
meistari skáksambands at-
vinnumanna (PCA) sagðist í
gær tilbúinn að mæta til ein-
vígis við Anatólí Karpov,
heimsmeistara FIDE. Sagði
hann að samið hefði verið um
alla þætti slíkrar viðureignar
nema verðlaunaféð. Sagt er
að Kasparov sé ekki til við-
ræðu að tefla nema verðlaunin
nemi a.m.k. einni milljón doll-
ara. Einvígið yrði haldið óháð
PCA og FIDE, að sögn rússn-
esks skákforystumanns. Það
yrði óopinbert og hefði því
enga þýðingu varðandi heims-
meistaratignina.
Hurd fær
lávarðstigTi
DOUGLAS Hurd, fyrrverandi
utanríkisráðherra Breta, tekur
sæti í efri
deild breska
þingsins 1.
maí en þann
dag verður
hann aðlaður
ásamt 21
öldruðum
breskum
stjórnmála-
mönnum
sem hverfa úr neðri deildinni
í vor. Fær Hurd lávarðstign
en sæti í lávarðadeildinni en
meðal þingmanna sem flytjast
upp í deildina úr neðri deild
eru Sir Patrick Mayhew ír-
landsmálaráðherra, Roy Hatt-
ersley, varaformaður Verka-
mannaflokksins 1983-92, Sir
David Steele, fyrrverandi leið-
togi Fijálslyndaflokksins og
Sir James Molyneaux, fyrrver-
andi leiðtogi flokks norður-
írskra sambandssinna.
Prímakov
á sjúkrahúsi
RÚSSNESKI utanríkisráð-
herrann, Jevgení Prímakov,
var fluttur í sjúkrahús í gær
og þarf að gangast undir upp-
skurð vegna gallsteina. Óljóst
er hve lengi hann verður frá
störfum og hvaða afleiðingar
það hefur á viðræður um
stækkun NATO í austurátt.
Sýknaður af
stríðsglæpum
SVISSNESKUR stríðsglæpa-
dómstóll sýknaði í gær Bosníu-
Serba af ákæru um að hafa
myrt og pyntað fjölda múslima
í fangabúðum í Omarska og
Keretrem í norðurhluta Bosníu
1992. Voru honum dæmdar
100 þúsund svissneskra
franka skaðabætur, jafnvirði
4,9 milljóna króna og látinn
laus samstundis.
Missa trú á
réttarkerfið
ALMENNINGUR í Belgíu hef-
ur glatað trúnni á bæði ríkis-
stjórn landsins og réttarkerf-
inu í kjölfar barnaníðings-,
nauðgunar og morðmála og
pólitískra fláræðisverka, sam-
kvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar. Aðeins 3% sögðust
treysta ríkisstjórninni fyllilega
og sama hlutfall bar fullt
traust til réttarfarskerfisins.
Reuter
Kreíj ast afsagnar forsetans
Deilt um sænsk-
an kvenbiskup
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.