Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Herzog kvaddur CHAIM Herzog, fyrrverandi forseti ísraels, var borinn til grafar í gær í Jerúsalem en hann lést sl. fimmtudag 78 ára að aldri. Hann var fæddur á Irlandi og kom víða við um dagana. Hann barðist með breska hernum, tók þátt í inn- rásinni í Normandí og var meðal fyrstu hermannanna, sem sóttu yfir Rín. Að stríðinu loknu var Herzog sérstakur fulltrúi Bernard Montgomerys hershöfðingja á ráðstefnu um flóttafólk í Evrópu en fluttist til Palestínu áður en Ísraelsríki var stofnað 1948. í æsku stund- aði hann hnefaleika en auk þess las hann lög og skrifaði bækur. í Sex-daga-stríðinu 1967 var Herzog hershöfðingi í varaliðinu og fékk þá það verk að ræða við þjóðina í út- varpi um stríðsátökin og gang þeirra. Var til þess tekið hve vel honum gekk að sefa ótta landa sinna. Herzog var sjötti forseti ísraels og gegndi emb- ættinu í áratug fram til 1993 þegar Ezer Weizman tók við af honum. Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra ísraels, flutti ræðu við útför Herzogs í gær og sagði, að fáir hefðu skilið hina ísraelsku þjóðarsál jafn vel og hann. Fremstur á myndinni er Shimon Peres, Reuter leiðtogi Verkamannaflokksins, en fjær eru þau Netanyahu og kona hans, Sarah. Skoðanakannanir um Netanyahu Ákæra eða dóm- ur ráði afsögn Jerúsalem. Reuter. MEIRIHLUTI ísraela telur, að Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra landsins, eigi að segja af sér emb- ætti verði hann ákærður eða dæmdur fyrir spillingu. Net- anyahu lýsti yfir í fyrradag, að hann hygðist ekki láta af embætti. í Gallup-könnun fyrir dagblaðið Maariv kom fram, að 52,6% töldu Netanyahu eiga að segja af sér, yrði hann ákærður en 39,3% sögðu, að hann ætti að bíða eftir endanlegri niður- stöðu í málinu. Lögreglan hefur lagt til, að Netanyahu og þrír sam- starfsmenn hans verði ákærðir fyr- ir að hafa skipað mann, sem al- mennt var talinn óhæfur, í emb- ætti ríkissaksóknara í janúar sl. Var hann ekki í embætti nema í nokkrar klukkustundir að vísu en sagt er, að hann hafi átt að greiða fyrir embættið með því að fella niður ákærur á formann eins af stuðningsflokkum rík- isstjórnarinnar. Ákvörðun á sunnudag? í annarri könnun fyrir dagblaðið Dahaf sögðu 52%, að Net- anyahu ætti því aðeins að segja af sér, að hann yrði dæmdur en 25% vildu afsögn hans nú þegar. 20% sögðu, að yrði hann ákærður, ætti hann að segja af sér. Saksóknarar hafa legið yfir lögreglu- skýrslunni síðustu daga og jafnvel er búist við, að þeir taki ákvörðun um framhaldið á morgun, sunnudag. Yehuda Harel, einn fjögurra þingmanna lítils flokks, sem styður stjórn Netanyahus, sagði í gær, að kæmi í ljós, að forsætisráðherr- ann hefði brugðið út af viður- kenndum, lýðræðislegum leikregl- um, gæti flokkurinn ekki stutt hann áfram. Skipti þá engu máli hvort hann yrði ákærður eður ei. Benjamin Netanyahu OPIÐ HÚS SUÐURVANGUR 2 - HAFNARFIRÐI HAGSTÆTT VERÐ Til sölu rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er 94 fm að stærð og skiptist í góða stofu, rúmgott hol (sjónvarpshol) og eldhú m. borðkrók. Sér þvottahús og búr inn af eldhúsi. Þá eru einnig 2 svefnherb. og bað á sérgangi. Góðar svalir, snyrtileg sameign. Lækkað verð, nú aðeins 6,3 millj. Ibúðin er í mjög góðu ástandi og laus nú þegar. Til sýnis í dag laugardag kl. 12-15. Gjörið svo vel og lítið inn. Dyrabjalla merkt opið hús. Eignasalan, Ingólfsstræti 12, sími 551-9540. r FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 íbúðir SÖLUSÝNING Til sýnis eru í dag, laugardag , milli kl. 13.00 og 16.00, nýjar og vandaðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Garðatorg í Garðabæ. íbúðirnar eru allt frá 100 til 140 fm að stærð. Bílastæði eru í bílageymslu. Sölumenn okkar á staðnum. Verið velkomin. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540- Samgöngur lamast vegna sprenginga Viðræðum kóresku ríkjanna seinkar Seoul. Reuter. KRAFA Norður-Kóreumanna um matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu kom í veg fyrir að samkomulag næðist um þátt- töku Norður-Kóreu í friðarviðræð- um, að sögn suður-kóreskra emb- ættismanna í gær. Viðræðurnar áttu að halda áfram í gær en var seinkað um óákveðinn tíma að beiðni Norður-Kóreumanna. Háttsettir embættismenn frá löndunum þremur ræddust við í New York á miðvikudag um hvort Norður-Kóreumenn væru reiðu- búnir að ganga til viðræðna við landa sína í suðri, með þátttöku Bandaríkjamanna og Kínverja. Aðstoð skilyrði fyrir viðræðum Suður-Kóreumenn segja Norður- Kóreumenn hafa gert matvælaað- stoð að skilyrði fyrir viðræðum. Þeir fyrrnefndu eru hins vegar ákveðnir í því að tryggja ekki neina aðstoð fyrr en fyrir liggur vilyrði Norður-Kóreumanna um þátttöku í viðræðunum. Bandaríkjamenn og Suður- Kóreumenn lögðu fyrst fram tillögu um viðræðurnar fyrir ári en þær miða að því að ná friðarsamkomu- lagi, sem leysi vopnahléssamkomu- lagið sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953, af hólmi. TVÆR sprengingar og fjöldi viðvarana um yfirvofandi sprengjutilræði af hálfu írska lýðveldishersins (IRA) varð til þess að bifreiða- og járn- brautasamgöngur lömuðust í norðurhluta Englands i gær. Virðist sem um sé að ræða enn eina tilraun IRA til þess að valda usla fyrir þingkosning- arnar í Bretlandi 1. maí nk. Sprengjurnar sem sprungu á lestarstöðvum í Leeds og Doncaster voru ekki öflugar en lögreglan í Leeds lokaði þó miðborgina af í öryggisskyni eftir tilræðið því engin viðvör- un var gefin og óttast að fleiri sprengjur kynnu að leynast í stöðinni. Lögreglan sprengdi einnig grunsamlegan pakka sem fannst í lestastöð í Stoke í norð- vesturhluta landsins. Þá var ákveðið að loka þjóðvegi, sem tengir suður- og norðvestur- hluta landsins, vegna sprengjuhótunar. Vegurinn er nálægt íþróttaleikvangi þar sem John Major forsætisráð- herra hugðist flylja kosninga- ræðu í dag. Á myndinni kanna lögreglu- menn brautarteina eftir sprenginguna í lestastöðinni í Leeds. Skólastjóra vantar að Grunnskólanum í Grindavík í eitt ár, þar sem skólastjórinn hefur fengið eins árs leyfi frá störfum. Undirritaður mun veita nánari upplýsingar um starfið, m.a. um sérstök kjör, sem gílda fyrir kennara og skólastjóra í Grindavík. Umsóknarfrestur (framlengdur) er til 6. maí 1997. Grindavík, 17. apríl 1997, Bæjarstjórinn í Grindavík. írska stjórnin missir fylgi ÍRSKA stjórnin varð fyrir áfalli í vikunni þegar birt var skoðana- könnun sem bendir til þess að fylgi eins stjórnarflokkanna, Verkamannaflokksins, hafi minnkað um tæpan helming í Dublin. Fréttaskýrendur segja að kjós- endur í höfuðborginni geti ráðið úrslitum um hvort stjórn Fine Gael, Verkamannaflokksins, og Lýðræðislegra vinstrimanna haldi velli í þingkosningunum sem verða síðar á árinu. Kjör- tímabilinu lýkur í nóvember en líklegt hefur verið talið að John Bruton forsætisráðherra boði til kosninga 23. maí. i I I \ ) I > í i i l t i t I L I í í r f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.