Morgunblaðið - 19.04.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Hvað kostar
bakarísbrauðið?
Miðbæjarbakarí Bridde
Háaleitisbraut 58-60, Rvk.
Reynis bakarí
Dalvegi 4, Kópav.
Kökubankinn
Iðnbúð 2, Garðabæ
Bakaríið Austurver
Háaleitisbraut 68, Rvk.
Myllan
Hagkaup, Kringlan, Rvk.
Heildsölubakarfið
Suðurlandsbraut 32, Rvk.
Bakarameistarinn Suðurveri
Stigahlíð 45-47, Rvk.
Sveinsbakarí
Arnarbakka 4-6, Rvk.
Björnsbakarí
Austurströnd 14, Seltj.n.
Bernhöftsbakarí
Bergstaðastr. 13, Rvk.
Bakarí G. Ólafsson & Sandholt
Laugavegi 36, Rvk.
*o
a
SS
-o
'<0
3
1
*o
-2
i
co
Q>
£
I
c/5
4S
-2
co
a
co
O
o>
c:
iro
O j
I.
1
1
íg
o
5 éS
'3
m
cn
Sa
O)
E
■a.
I
■e
co
,C
S
E
o
£
88 120
90
80 95
79
79
63
12
88
199
55 180
60 180
97
115
55
45
182
185
74
95
Hlutfajlslegur munur á, hæsta
og lægsta verði_________________
5
0
10
0
54
70
80 80 48
82
78
84
40%
106 49
108 48
138
199
175
295
250
271
275
2
68
55
m
.c
œ
3
I
S
tj
C
'2
JS
<3
55 60 48 55
50
50
60 43 55
58 54 50
285 58 44
214
285
48
36
45
32
55
45
50
43
$
O l
E
03
Ö3
■g
3
.£
a>
*
75
75
'3
(O
CO !
O)
•o
O)
E
■£
:0
£
290
220
70 ^ 295
co
■s
§
■8
:§
78
87
37
36
69 285
69 286 89
i
236
53
66 48
66
58
213
177 262
228
209
62% 56% 51%
56
60
70
179
303
42%
55
42
42
45 45
59
46
48 41
44
49
46 77
331
40 75 234
44 38
48 39
41 80
67
83
46% 64% 106% 57% 53% 57% 50% 39% 38%
74
85
85
85
85
89
74
310
99
85
95
234 103
280
99
80
95
85
78 72
Brauð og kökur hafa
hækkað um 5-10%
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 21
Allt að 106%
verðmunur
milli bakaría
VERÐMUNUR er mikill milli
bakaría og nam allt að 106% í
lauslegri verðkönnun sem
Morgunblaðið gerði síðastliðinn
fimmtudag. Mestur var verð-
munurinn á kókoskúlum en
minnstur á tebollum.
Farið var í ellefu bakarí í
Reykjavík, Kópavogi og
Garðabæ og verð kannað á ýms-
um vörum sem algengt er að
neytendur kaupi þar dags dag-
lega. Varast var að athuga verð
á mismunandi brauðtegundum
þar sem úrvalið er mjög fjöl-
breytt og ómögulegt að segja til
um mismunandi þyngd þeirra
og innihald. Einungis þriggja
korna brauð varð fyrir valinu
og þyngdin kann að vera mis-
munandi frá einum stað til ann-
ars svo og innihald.
Reynt var að velja vöruteg-
undir sem eru líkar að útliti.
Þó verður að taka fram að ostas-
laufur voru t.d. mjög mismun-
andi að stærð. Hinsvegar var
það alls ekki reglan að þær
stærstu væru dýrastar.
Þetta er langt í frá að vera
tæmandi verðkönnun í bakar-
íum því á höfuðborgarsvæðinu
eru á fimmta tug bakaría. I flest-
um tilfellum höfðu bakarar ný-
lega hækkað vörur sínar. I þess-
ari verðkönnun er ekkert tillit
tekið til þeirra hráefna sem not-
uð eru í bakstur bakaríanna né
til þeirrar þjónustu sem í boði
er á hverjum stað.
ÚTIVISTARBÚÐIN
við.UmlerðarmixIstððfaa,
aími 551 9800
UNDANFARIÐ hafa bakarí hækkað
brauð og kaffimeðlæti við dræmar
undirtektir neytenda. Stefán Sand-
holt formaður Landssambands bak-
arameistara segist ekki hafa ná-
kvæmar tölur um hækkunina al-
mennt en telur ekki ólíklegt. að hún
nemi frá 4-5% og upp í 10%. „Sum-
ir bakarar hafa ekki hækkað fram-
leiðslu sína undanfarin tvö ár og
láta núna til skarar skríða. Undan-
farin ár hefur hráefni til baksturs
hækkað mjög mikið, hveiti, sykur
og sulta svo dæmi séu tekin.
Vatns- og heilbrigðisskattur
Flutningsgjöld hafa hækkað um
ca. 15% og ný gjöld hafa bæst við,
þjónustu- og stimpilgjöld. Þá hefur
plast hækkað uppúr öllu valdi og
einn poki utanum brauð kostar í
innkaupi um ijórar krónur.
Auk þessa var í fyrra sérstakt
heilbrigðisgjald lagt _ á bakarí á
Reykjavíkursvæðinu. Árlega þarf að
greiða heilbrigðisgjald upp á 30.000
kr. lágmark fyrir hvert bakarí eða
eftir stærð þess.
Vatnsskatti var fyrir tveimur
árum bætt á atvinnuhúsnæði og um
umtalsverðar íjárhæðir er þar að
ræða. Verðbætur lána hafa ekki
lækkað þó verðbólga sé lág og auk
alls þessa koma líka launahækkanir
til þó ekki sé verið að tala um allra
síðustu launahækkanir, segir Stefán.
Rekstur bakaría gengur illa
Stefán segir að rekstur bakaría
gangi ekki nógu vel um þessar
mundir og hann bendir á að undan-
farið hafi ýmsir hætt rekstri. „Bak-
arinn á horninu var til dæmis með
ein 15 bakarí á höfuðborgarsvæðinu
sem annaðhvort eru hætt eða nýlega
er búið að selja.“
Stefán segir að um 60 bakarí séu
starfandi á landinu og með útibúum
séu þau nálægt hundrað. „Undanfar-
in ár hefur samkeppnin verið mjög
mikil og sífellt fleiri beijast um að
selja brauð og kökur. Jafnvel bensín-
stöðvar eru komnar með bakarí inni
hjá sér. Þó útsölustöðum fjölgi þá
íjölgar ekki að sama skapi fólkinu
sem borðar brauð og kökur.
Þetta er svipuð þróun og varð
með fiskbúðir. Þær voru á hveiju
horni og fólk fór og valdi í soðið hjá
fisksalanum sínum. Þróunin varð sú
að það fór að kaupa soðninguna í
stórmörkuðum en nú virðast fisk-
búðir aftur vera að koma í hverfum
borgarinnar."
Dagsgömul brauð á hálfvirði
- Bakarar tala um mikla rýrnun
á framleiðslu sinni og ýmis bakarí
bjóða núna dagsgamlan bakstur á
hálfvirði.
„Brauð og kaffimeðlæti úr bak-
aríi á ávallt að vera nýbakað og
ferskt og ég er ekki hrifinn af því
að dagsgamall bakstur sé seldur
með þessum hætti. Ferskleiki og
gæði eiga að vera aðalsmerki okkar
sem stöndum að þessum rekstri."
- Er ekki betra að selja vöruna
en henda henni?
„í bakarísrekstri þarf nákvæmni
í áætlanagerð og það er betra að
selja til endurvinnslu eða í fóður það
sem ekki selst samdægurs. Við-
skiptavinurinn á að geta treyst því
að varan sé fersk og fyrsta flokks
hjá okkur.“
Skýringar ekki fullnægjandi
Jóhannes Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtakanna
segir að honum finnist þær skýring-
ar sem bakarar gefa á hækkun
brauða og kaffimeðlætis alls ekki
fullnægjandi. „Því er borið við að
hækkun sé meðal annars vegna
launabreytinga og þetta gengur
þvert á það sem vinnuveitendur hafa
sagt að muni gerast", segir hann.
„Við viljum einnig að bakarar upp-
lýsi hvaðan þeir fá hráefni. Sam-
kvæmt mínum upplýsingum kemur
það að stórum hluta frá Norðurlönd-
unum og þar hefur þróun gjaldmiðla
verið hagstæð."
„Ég hef heyrt að stórar verslanir
hafi knúið fram miklar lækkanir á
brauði frá bökurum og við bætist
að rýrnun er mikil þar sem bakaríin
taka við öllu því sem ekki selst. Ef
þetta er skýringin ættu bakarar og
kaupmenn að taka saman höndum
og finna viðunandi lausn án þess að
láta hana bitna á neytendum.“
Jóhannes segir slæmt ef fyrirtæki
taki núna upp á því að hækka verð
á vörum sínum. „Þá er ég hræddur
um að önnur fyrirtæki fylgi í kjölfar-
ið.“
bllomwll
tveir dagar!
Seljum í dag og á morgun
mikið af leirpottum með
allt að 50% afslætti
Gróðurmold
12 lítrar
kr. 249,-