Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i&'íAK
JQNSSYNI
t;-v 1 r' <• s - i /.ju- -:-L r - ' ^ ifjpgr' v agsK^SgaasasrSfr- r*7
ll . ; * * * *
VIGUO Or ii nitíð Ymi.i a bakinu.
VIGGÓ og blaðamaður mæta í Háskólabíó upp úr hálf
níu. Þegar í sælgætíssöluna kemur þiggur Viggó
popp og kók. Hann er spurður hvort hann vilji ekki
borga tíkalli meira fyrir þrennuna, sem er tilboð á poppi,
kóki og súkkulaðistykki. Viggó lítur spumaraugum á blaða-
mann, sem kinkar kolli. Jú, Morgunblaðið heíúr efni á því.
Eftir sýningu myndarinnar, þriggja stunda stanslausa
keyrslu, setjast þeir niður og spjalla saman.
Viggó Öm var sex ára þegar hann fór með foreldrum sín-
um á myndina, í Nýja bíói árið 1982. „Ég man nú mest lítið
eftir þessari bíóferð. Það er einna helst að mig rámi í loka-
atriðið, þegar Logi geimgengill berst við Svarthöfða. Ég hef
hins vegar séð alla trílógíuna mörgum sinnum síðan, enda á
bróðir minn hana á myndböndum," segir Viggó Öm.
Vildi helst vera Han Sala
Hvaða persóna myndarinnar myndi Viggó helst vilja
vera? „Ég held það hljóti að vera Han Solo, frekar en Logi
geimgengili. Han fær dömuna í lokin og er bara á allan
máta svalur náungi. Logi aftur á móti missir höndina, þótt
mátturinn sé vissulega hans megin. Yoda vildi ég ekki vera,
hann er frekar ógeðfelld týpa.“
Önnur mynd Stjörnustríðstrílógí-
unnar, „The Empire Strikes
Back“, var fyrsta myndin sem
Viggó Orn Jónsson sá í bíó, fyrir
15 árum. Honum leiddist ekki þá
og ennþá síður þegar hann fór á
endurgerðina með ívari Páli Jdns-
syni núna árið 1997.
Uppáhaldsatriði Viggós er byrjunaratriðið, mikil snjóbar-
dagasena. „Þeir notuðu mikið af gömlum tökum sem greini-
lega höfðu verið klipptar úr upprunalegu útgáfunni. Annars
er töluverður munur á þessari endurgerð og frumgerðinni,
aðallega hvað varðar hljóðið. Myndimar vom allar endur-
hljóðblandaðar, auk þess sem allar tæknibrellur voru endur-
unnar. Viðbætumar hafa farið misjafnlega í fólk, enda era
menn kröfuharðir þegar um slík stórvirki kvikmyndasög-
unnar er að ræða.“
Trúir á máttinn
Trúir Viggó á máttinn? „Já, að sjálfsögðu. Hann hjálpaði
mér mikið í stúdentsprófunum. Kennararnir era sjálfsagt á
þeirri skoðun að ég hafi beitt myrkri hlið máttarins, eins og
Svarthöfði, en ég er sjálfur á þeirri skoðun að ég sé sálufé-
lagi Loga geimgengils," segir hann og hlær.
Viggó Öm segir að sagan sé sígilt ævintýri. „Jú jú, þarna
era allar persónur sem era ómissandi í ævintýranum:
prinsessan, bóndasonurinn, galdramaðurinn, keisarinn og
sjóræninginn. Mátturinn er kannski einna helst viðbót, en
ég held að á bak við hann liggi einhverjar nýaldarpælingar
hjá George gamla Lucas.“ Aðspurður segir Viggó boðskap
myndarinnar vera frekar einfaldan. „Barátta góðs og ills
eins og í öllum góðum ævintýram."
Eftir að hafa kvatt blaðamann með virktum hverfur hann
út í næturmyrkrið. Megi mátturinn vera með honum.
Er hægt að losna við húðflúr og hrukkur?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Er einhver mögu-
leiki að ná húðflúri af húðinni?
Ef svo er, hvemig er það gert,
hvar er það gert og er það
dýrt?
Svar: Það er bara til eitt gott
ráð við húðflúri eða tattóver-
ingu; að láta aldrei setja svoleið-
is á sig. Mjög margir af þeim
sem láta húðflúra sig sjá eftir
því fyrr eða síðar og gildir það
sérstaklega um ungar konur
sem stundum gera þau mistök
að láta húðflúra sig á áberandi
stöðum, jafnvel í andliti. Húðflúr
byggist á því að litarefnum er
sprautað inn í húðina þar sem
þau sitja það sem eftir er æv-
innar. Ekki er til nein góð að-
ferð til þess að fjarlægja húðflúr
og alltaf kemur ör eftir slíka að-
gerð. Ef húðflúrið er lítið er
möguleiki að skera allt stykkið
burt og sauma barmana saman.
Ef þetta er ekki mögulegt vegna
stærðar eða staðsetningar húð-
flúrsins er um nokkrar aðferðir
að ræða en þær skilja allar eftir
sig ör sem líkist öri eftir brana-
sár. Stundum er heppilegast að
beita húðhefli og skafa húðina
niður þar til litarefnin hafa verið
fjarlægð. Það nýjasta er að
beita leysigeislum en þeirri
tækni hefur fleygt fram á und-
anfórnum árum. Verið er að
þróa ýmiss konar leysitæki með
mismunandi bylgjulengd sem
hita og brenna vefi á mismun-
andi dýpi í húðinni. Menn hafa
t.d. náð undraverðum árangri í
að fjarlægja valbrá með sér-
stakri tegund leysigeisla. Húð-
flúr er hægt að fjarlægja með
slíkri tækni en hún skilur einnig
eftir sig ör. Best er að snúa sér
til lýtalæknis, en nokkrir læknar
með þessa sérgrein era starf-
andi hér á landi. Lýtalæknirinn
getur sagt til um hvernig heppi-
legast sé að fjarlægja húðflúrið
og hvað slík aðgerð muni kosta.
Rétt er að taka fram að sjúkra-
tryggingakerfið tekur ekki þátt í
að greiða kostnað við aðgerðir
sem eru einungis til fegrunar en
hafa ekki lækningalega þýðingu.
Spurning: Mig langar að vita
hvort hægt sé að slétta hrakkur
fyrir ofan efri vörina, og ef svo
er, hvar er það gert?
Hrukkur
Svar: Hrukkur í andliti er alltaf
hægt að laga a.m.k. að einhverju
marki en slíkar aðgerðir eru
ekki hættulausar og skilja alltaf
eftir sig einhver ör. Einkum
koma þrjár aðferðir til greina,
leysigeislameðferð, húðslípun
eða brani með sýra. Leysigeisl-
ar valda annars stigs bruna og
skilja alltaf eftir sig einhverja
örmyndun. Þessi tækni er í mik-
illi þróun og stöðugt eru að
koma fram nýjungar og endur-
bætur. Húðslípun kemur einnig
til greina en einnig er hætt við
að hún skilji eftir sig ör. Hægt
er að nota ýmiss konar sýrur,
m.a. ávaxtasýrur, tíl að mýkja
og jafnvel leysa upp húðina og
undirlag hennar. Ef vel tekst til
getur slík sýrumeðferð sléttað
hrakkur en hún getur einnig
valdið alvarlegum húðskemmd-
um og verður að fara mjög var-
lega með slík efni. Ailtaf er tals-
vert auglýst af efnum og aðferð-
um til að slétta hrakkur og er
best að trúa varlega því sem þar
er sagt. Ýmsir geta gefið ráð og
veitt meðferð við hrukkum og
má þar nefna snyrtifræðinga,
heilsugæslulækna, húðsjúkdóma-
lækna og lýtalækna.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spumingum á
virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréf-
um merkt: Vikulok, Fax 5691222.