Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 26

Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 26
26 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIUDAR GREINAR Yerkfræðingafélag Islands 85 ára HVÍTÁRBRÚ í Borgarfirði. Brúin er tveir steinbogar, 51 m hvor að lengd. Höfundur Árni Pálsson yfirverkfræðingur. Myndin er tekin 28. október 1928 þegar fyrstu bílarnir aka yfir brúna. Sigri hrósandi brúarsmiðir veifa til hönnuðarins, en hann tók myndina. IÐNBYLTINGIN og sigurför tækninnar hófst í Norðurálfu upp úr miðri 18. öld. Næstu manns- aldrana rak hvert tækniundrið annað, skipaskurðir, járnbrautir, sporvagnar, loftför, rafljós, loftskeyti og þannig án enda. Fátt virtist mönnum um megn. Alla 19. öldina var véltæknin óðum að breyta gamla heiminum í nýjan heim framfara og vel- megunar. Island í byrjun aldar Heil öld leið áður en ómurinn af hinum stór- stígu framförum bær- ist heim til íslands. í nýútkominni ævisögu dr. Benjamíns Eiríks- sonar segir m.a.: „í byijun 20. aldar var ísland sem ónumið land. Þetta land með öll stóru fljótin var í raun án brúa. Varla nokkurs staðar vegarspotti, engin hafnarmannvirki sem hafskip gætu lagst að, rakir og kaldir bæir úr torfi, gijóti og tré, eldað við hlóð- ir, ekkert kranavatn, ekkert raf- magn, ekkert heitt vatn, lítill eldi- viður, mest mór og þang, frumstæð áhöld til allra verka...“ Fyrstu íslensku verkfræðingarnir Það lék vorgola um landið í upp- hafi þessarar aldar. Mönnum var orðinn ljós aflægishátturinn sem ríkti á flestum sviðum og voru gagnteknir þeirri ósk að bæta þar úr. Ungir eldhugar hófu að bijótast til náms í fjöllistum, eins og verk- fræðin var þá nefnd, hófu að nema þann svarta galdur vísindalegrar þekkingar sem umbylt hafði Evrópu á rúmum mannsaldri. Þann 8. september 1891 var brú- in yfir Ölfusá vígð, fyrsta stóra mannvirkið hér á landi og tákn þess að nýir tímar, tímar stórhugar og framkvæmda voru að renna upp. Þetta sama ár lauk fyrsti íslend- ingurinn verkfræðin- ámi við Fjöllistaskól- ann í Kaupmannahöfn. Þessi frumheiji ís- lenskra verkfræðinga var Sigurður Thor- oddsen, sonur Jóns Thoroddsen skálds og sýslumanns og Kristín- ar Þorvaldsdóttur. Sigurður Thorodds- en sneri heim árið 1893 og gerðist þá Lands- verkfræðingur. Starfið reyndist engan veginn auðvelt, erfíð ferðalög og útbreiddir hleypidómar gagnvart hinum nýju fræðum. í kjölfar Sigurðar útskrifuðust með stuttu millibili þeir Sigurður Péturs- son, Knud Zimsen, Thorvald Krabbe og Jón Þorláksson. Verkfræðingafélag íslands Árið 1912 höfðu 10 manns lokið háskólaprófi í verkfræði. Lands- verkfræðingarnir Jón Þorláksson og Thorvald Krabbe ákváðu þá að kanna skilyrði þess að stofna félag verkfróðra manna. Boðað var til stofnfundar föstudaginn 19. apríl 1912 á Hótel Reykjavík. Á stofn- fund mætti 13 manns, íslensku verkfræðingarnir allir en auk þeirra Rögnvaldur Ólafsson bygginga- meistari, Olav Forberg landsíma- stjóri, M.E. Jessen vélfræðikennari og Paul Smith símaverkfræðingur. Hinu nýstofnaða félagi var gefið nafnið Verkfræðingaféiag íslands. Félagsmenn gátu orðið þeir sem lokið höfðu prófi í verklegum fræð- um við æðri menntastofnanir, svo og aðrir fjölvirkjar, er félagið taldi til þess hæfa. Þetta fámenna félag setti sér það mark að kynna þjóð- gagn vísindalegrar tæknimenntun- ar og efla samstöðu og kynni verk- fróðra manna. Jón Þorláksson var kjörinn fyrsti formaður félagsins, en aðrir stjórnarmenn voru Thor- vald Krabbe, Paul Smith og Rögn- valdur Olafsson. Menntun verkfræðinga Fyrstu íslensku verkfræðingarnir voru allir menntaðir við Fjöllista- skólann í Kaupmannahöfn. Á næstu tveim áratugum hófu stúdentar einnig að sækja á aðrar slóðir til verkfræðináms, einkum til Noregs og Þýskalands en í minna mæli til engilsaxneskra landa. Þegar heimsstyijöldin síðari braust út, lokuðust allar Ieiðir til meginlands Evrópu. Varð þá að ráði að hefja kennslu í fyrrihluta verkfræði við Háskóla íslands. Hélst sú skipan allt til ársins 1974. Stúdentar hlutu á þessu tímabili staðgóða undirstöðu við verkfræði- deild Háskóla íslands en héldu síðan utan og luku námi við marga af bestu tækniháskólum heims. Heim sneru þessir stúdentar ekki einung- is með staðgóða tækniþekkingu, heldur og yfirgripsmikla tungu- málakunnáttu og þekkingu á er- lendum þjóðum. Árið 1974 hóf Háskóli íslands að útskrifa verkfræðinga eftir 4 ára nám. Við það kom í fýrstu nokkur afturkippur í framhaldsnám verk- fræðinga erlendis, en fljótlega sótti í sama horfið og í dag ljúka velflest- ir verkfræðistúdentar lokaprófi við erlenda háskóla. íslensk verkfræð- Frá stofnun VFÍ, segir Pétur Stefánsson, hef- ur meira ævintýri átt sér stað hér en annars staö- ar á byggðu bóli. ingastétt er því ekki aðeins vel menntuð, heldur hefur hún og óvenjulega alþjóðlegan bakgrunn sem margir útlendingar undrast og jafnvel öfunda okkur af. Útgáfustarf VFÍ Af heimildum er ljóst að útgáfa tímarits var eitt af því sem vakti fyrir stofnendum VFÍ. Á árinu 1914 kom út Ársrit Verkfræðingafélags íslands fyrir árin 1912-1913 og ári síðar Ársrit 1914. Árið 1916 hóf tímarit Verkfræð- ingafélags íslands göngu sína og kom út samfellt til ársins 1985. Þetta tímarit geymir framkvæmda- sögu íslands á mesta umbreytingar- skeiði íslandssögunnar og þykir nú kjörgripur. í dag á VFÍ aðild að útgáfu fréttablaðsins Verktækni, og gefur út vandaða árbók í sam- vinnu við Tæknifræðingafélag ís- lands.Þannig leitast Verkfræðinga- félag Islands enn í dag við að varð- veita framfara- og framkvæmda- sögu þjóðarinnar. Orðanefndir VFÍ Einn merkasti þátturinn í starf- semi VFÍ er án efa fólginn í starfi orðanefnda félagsins og framlagi þess til varðveislu íslenskrar tungu. Hinir ungu frumheijar sem stóðu að Verkfræðingafélagi íslands skynjuðu þá hættu sem skyndilega steðjaði að tungunni ef ekki yrði að gert. Snemma árs 1919 var fyrsta orðanefnd VFÍ stofnuð. Þessi nefnd starfaði til ársins 1927. Þá varð nokkurt hlé, eða til ársins 1941 að Rafmagnsverkfræðideild VFÍ tók upp þráðinn og hefur nefndin nú starfað samfellt í 56 ár. Orðanefnd Byggingarverkfræði- deildar var stofnuð 1980 og hefur einnig starfað óslitið síðan. Starf þessara nefnda hefur vakið athygli Pétur Stefánsson „Sérstakar samþykktir borgarráðs“ o g útboð á Evrópska efnahagssvæðinu Á FUNDI borgar-- ráðs Reykjavíkur þriðjudaginn 15. apríl 1997 var lagt fram bréf fjármálaráðherra frá 10. þ.m. og álits- gerð kærunefndar út- boðsmála vegna kæru Bræðranna Ormsson ehf. f.h. Sumitomo Corporation gegn Inn- kaupastofnun Reykja- víkurborgar. Er þetta vegna kaupa á gufu- hverflum fyrir Hita- veitu Reykjavíkur eins og alkunna er. I tilefni þess samþykkti borgarráð einstaka bókun sem birst hefur í íjölmiðlum. í bókuninni bregst borgarráð við umfjöllun fjár- málaráðuneytisins um kærumálið með ómálefnalegum hætti. I stað þess að svara ávirðingum um óvönduð vinnubrögð við umrætt útboð Innkaupastofnunar Reykja- víkur, þá snýr ráðið út úr málsmeð- ferðinni og sakar fjármálaráðherra og kærunefnd útboðsmála um dylgjur í garð borgarinnar. Borgar- yfirvöld staðhæfa aftur á móti að í hvívetna hafi verið farið að lögum og reglum og að fjármálaráðherra skorti allar heimildir og efnisástæð- ur til afskipta af málinu. Afstaða borgarráðs virðist fyrst og fremst byggð á álitsgerð borgarlögmanns. Fjármálaráðuneytið telur nauðsyn- legt að um málið sé fjallað og það skýrt með gleggri hætti en borgar- ráð kýs að gera. Ágreiningur fjármálaráðuneytis- ins og Reykjavíkur- borgar er efnislega tví- þættur. Annars vegar hvort ráðuneytið hafi yfir höfuð um málið að segja og hins vegar hvort grundvallarregl- ur laga og reglna um opinber innkaup hafi verið brotnar. Lögsaga fjármálaráðu- neytisins Reykj avíkurborg hefur haft þá afstöðu að lögsaga ráðuneytis- ins takmarkist við þau ákvæði sem tilgreind eru í tilteknum kafla laga nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. í lögunum er meðferð kærumála vegna inn- kaupa útboðsskyldra aðila á Evr- ópska efnahagssvæðinu skýrð. Nokkur atriði eru þar nefnd sér- staklega, þar á meðal skylda til auglýsingar og að ekki megi skipta innkaupum þannig að þau falli und- ir fjárhæðarmörk sem leiða til skyldu til útboðs á Evrópska efna- hgssvæðinu. Fjármálaráðuneytið hefur bent Reykjavíkurborg á það margsinnis að lögsögu sína í málinu sæki ráðu- neytið til laga nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breyt- ingum. í þeim lögum er kveðið á um að sveitarfélög séu útboðsskyld á Evrópska efnahagssvæðinu, séu innkaupin yfir tilteknum fjárhæðar- mörkum. I lögunum segir að telji bjóðandi að stjórnvöld hafi tekið Með bókuninni reynir borgarráð, að mati Magnúsar Pétursson- ar, að skjóta sér undan því að svara fyrir mistök sem urðu við útboðið. ákvörðun í tengslum við fram- kvæmd útboðs eða gerð samnings um innkaup sem felur í sér brot á ákvæðum laga þessara um útboð á Evrópska efnahagssvæðinu geti hann kært þá ákvörðun til fjármála- ráðuneytisins. Um meðferð kær- unnar er síðan vísað til laga nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda. í lögunum um opin- ber innkaup er jafnframt kveðið á um að fjármálaráðherra skuli í reglugerð kveða nánar á um fram- kvæmd laganna, svo sem um efni auglýsinga, útboðsgögn, útboðsað- ferðir, tilboðsfresti, hæfi bjóðenda og val á tilboðum. Þessa skyldu hefur fjármálaráðherra rækt með útgáfu reglugerðar nr. 302/1996. í þeirri reglugerð er fjallað ná- kvæmlega um hvernig standa skuli að útboðum. Eiga þær reglur við útboðsskylda aðila á Evrópska efna- hagssvæðinu og falla sveitarfélögin þar undir. Með það sem að ofan er rakið í huga, er ómöguiegt að sjá hvernig Reykjavíkurborg getur vísað frá afskiptum réttmæts stjórnvalds, þ.e. fjármálaráðuneytisins, með af- dráttarlausum hætti. Af röksemd- um borgarinnar að dæma virðist að það eina sem hægt er að kæra til ráðuneytisins séu skyldur borg- arinnar til að auglýsa innkaupin á Evrópska efnahagssvæðinu. Að öðru leyti geti Reykjavíkurborg háttað útboðum sínum að eigin vild og að ágreining í útboðsmálum skuli útkljá fyrir dómstólum, rísi hann. Aðaltilgangur þess að fela ákveðnu stjórnvaldi hér á landi, fjármála- ráðuneytinu, að fara með úrskurð- arvald í ágreiningsmálum er ein- mitt sá að flýta fyrir lausn ágrein- ingsmála. Ella þyrftu þeir sem á sér telja brotið að leita til dómstóla með ærnum tilkostnaði og töfum sem því fylgir. Meðferð kærumála Fjármálaráðuneytið hefur farið með meðferð kærumála sem varða útboð og innkaup á Evrópska efna- hagssvæðinu frá því að samningur- inn þar um tók gildi hér á landi. Vegna stöðu ráðuneytisins og þeirra fjölbreyttu hagsmuna sem það hefur og þarf að gæta, hefur þótt geta orkað tvímælis að það sé hafið yfir fyllsta hlutleysi í máls- meðferð þegar kærumálum er beint til þess. Má sem dæmi nefna tengsl ráðuneytisins við Ríkiskaup og í því máli sem hér er til umræðu, eru hagsmunir ríkisins eins og Reykja- víkurborgar verulegir, þ.e. að tíma- setningar standist um orkuafhend- ingu til álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Þessi atriði mega undir engum kringumstæðum verða til að borgararnir geti ekki leitað Magnús Pétursson réttar síns og fengið hlutlausa máls- meðferð. Til þess að draga úr aðild ráðuneytisins sem mest, ákvað fjár- málaráðherra að skipa sérstaka kærunefnd útboðsmála sér til ráðu- neytis í ágreiningsmálum. Nefndin starfar á grundvelli reglugerðar nr. 302/1996 um innkaup ríkisins og starfsreglna nr. 517/1996 um kærunefnd útboðsmála. Þessar reglur byggjast á ákvæðum í lögum um opinber innkaup nr. 52/1987. Nefndin fer ekki með endanlegt úrskurðarvald, það gerir fjármála- ráðherra. Frumvarp til breytinga á gildandi lagaákvæðum um meðferð kærumála liggur nú fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að óháðri kærunefnd verði falið það hlutverk að úrskurða í kærumálum er varða útboð, hvort heldur er á Evrópska efnahagssvæðinu eða innanlands. Þar til frumvarpið hefur hlotið af- greiðslu, hefur ráðherra ákveðið að hafa sér til ráðgjafar nefnd sem fjalli um kærumál eins og áður seg- ir, þó svo endanlegur úrskurður sé ráðherrans eins og lög kveða á um. Á það við í máli Reykjavíkurborgar eins og öðrum kærum sem beint er til ráðherra. Kærunefnd útboðs- mála sendi ráðherra álitsgerð sína í máli Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar. Áð lokinni yfirferð í ráðuneytinu var ákveðið að gera álit kæi-unefndarinnar að úrskurði ráðuneytisins, í öllum meginatrið- um, enda um vandaða umfjöllun þriggja sérfróðra og óvilhallra manna að ræða. Afskipti af útboði borgarinnar Fjármálaráðuneytið hefur tvíveg- is haft afskipti af útboði Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar á hverflasamstæðum fyrir Nesja- vallavirkjun. í fyrra skiptið var það vegna ákvæða í útboðslýsingu um svokallaðan ígildisþátt innkaup-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.