Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 27
iangt út fyrir landsteina og erlendir
menn gerðu sér ferð hingað til að
kynna sér störf þeirra.
Staðan í dag
Félagar í Verkfræðingafélagi ís-
lands í dag eru liðlega 1000 talsins
og hefur félagið aðsetur í eigin
húsnæði, svonefndu Verkfræðinga-
húsi að Engjateigi 9 í Reykjavík. Á
vegum félagsins er haldið uppi
öflugu félagsstarfi með ráðstefnum,
fundum, kynnisferðum og útgáfu-
starfi. Þung áhersla er lögð á endur-
menntun, og er félagið meðstofn-
andi og aðili að Endurmenntunar-
stofnun Háskólans.
Skrifstofa félagsins er rekin í
samvinnu við Tæknifræðingafélag
Islands en framkvæmdastjóri félag-
anna er Arnbjörg Edda Guðbjörns-
dóttir.
Niðurlag
Á þeim 85 árum sem liðin eru
frá stofnun yFÍ hefur meira ævin-
týri skeð á íslandi en spurnir eru
af annars staðar á byggðu bóli.
Alian þennan tíma hafa ungir
menn sótt til náms við bestu tækni-
háskóla heims og snúið heim með
ómetanlega verkkunnáttu og þekk-
ingu á erlendum þjóðum. Allan
þennan tíma hafa þeir unnið sleitu-
laust að því að breyta köldu og
veglausu landi í hægan bústað fyr-
ir komandi kynslóðir. Á þessum
tíma er til orðið hið nýja ísland, það
ísland sem gjarnan vekur bæði
undrun og aðdáun erlendra manna.
Á þessum tímamótum hlýtur
okkur að verða hugsað til hinna
ungu eldhuga sem fyrir 85 árum
stofnuðu Verkfræðingafélag ís-
lands, mannanna sem litlu síðar
hófu að skrásetja framkvæmdasögu
þjóðarinnar og stofnuðu orðanefnd
til verndar íslenskri tungu. Minn-
ingin um þá er okkur núlifandi verk-
fræðingum sífelld herhvöt til að
skila þessu landi betra í hendur
komandi kynslóða, herhvöt til að
varðveita menningarsögu þjóðar-
innar og herhvöt til að standa vörð
um íslenska tungu.
Höfundur er formaður
Verkfræðingafélags Islands.
anna. ígildisviðskipti stangast á við
grundvallarþætti Rómarsáttmála
Evrópusambandsins um að viðskipti
skuli vera gegnsæ. Þessum þætti
lauk með því að eftir að athuga-
semdir komu fram frá Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA), féll borgin
frá ígildisþættinum. Fjármálaráðu-
neytið þurfti sem stjórnvald í mál-
efnum er lúta að opinberum inn-
kaupum á Evrópska efnahgssvæð-
inu, að hafa milligöngu í málinu á
milli Reykjavikurborgar og ESA.
Aldrei komu fram efasemdir af
hálfu borgarinnar um að málið
væri viðkomandi ráðuneytinu og að
það hefði lögsögu í því, enda var
ágæt samvinna milli ráðuneytis og
borgar um málsmeðferðina. Nú
kveður við annan tón af óskiljanleg-
um ástæðum, sem fæstir botna í.
Seinni afskiptin og það sem nú
er til umfjöllunar, er málsmeðferð
Reykjavíkurborgar í tengslum við
opnun tilboða og viðræðna við bjóð-
endur fram að því að ákveðið var
að ganga til samninga við einn bjóð-
enda. Ekki verður farið í efnisatriði
málsins, enda liggja þau ijós fyrir í
umfjöllun kærunefndar útboðsmála.
Með bókuninni reynir borgarráð
að skjóta sér undan þvf að svara
fyrir mistök sem áttu sér stað við
útboðið. Þess í stað flækir það
málið með lögskýringum. Kjarni
málsins er eftir sem áður sá, að
Innkaupastofnun Reykjavíkur
braut, með hátterni sínu í umræddu
útboði, lög og reglur, er gilda á
þessu sviði, þ.á m. grundvallarregl-
ur tilskipunar Evrópusambandsins
um innkaup stofnana á sviði vatns-
veitu, orkuveitu, flutninga og fjar-
skipta, svo vitnað sé í úrskurðarorð
bréfs íjármálaráðuneytisins til
borgarstjóra frá 10. apríl s.l.
Fiesta^
víngcrðarcfni
Nú loksins fara verð
og gæði saman.
Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á
Norðurlöndum er nú komiðtil íslands.
Verðdæmi: Rósavín 1.700 *
Hvítvín I.700 * Vermouth 1.900
Ath. 30 flöskur úr einni lögn
Höfum einnig víngerðarefni fyriry
rapðvín, sérrí, og púrtví|
Sendum í pósliítoíu
Vínsto
Laugarnesvegi 52,
sími 533 1888, FAX,
£yitÁF£fipt&
Skemmtiferðaskipið Brimrúnl
Bjóðum almennar siglingar um Skerjafjörð og Kollafjörð næstu
laugardaga og sunnudaga kl. 14.00.
".
m
Icelan«jc U/LIMI r
Lagt upp frá Miðbakka í Reykjavík.
2 klst. ferð kr. 1.700 fyrir fuílorðna,
hálft gjald fyrir 14 ára og yngri.
Geruni lilboö í _ . _
ýmsur sérferöir Eyjaferðir
Og veilingar. Upplýsingasími 896 8712.
í tilefni tæknidags, verður opið hús hjá Pósti
og síma í Landssímahúsinu við Austurvöll.
Þar gefst kjörið tækifæri til að kynna sér ýmsar
nýjungar í fjarskiptum og fjarskiptatækni og fá
innsýn í störf og tækniþekkingu hjá Pósti og síma.
Boðið verður upp á veitingar.
Á Tæknideginum verður m.a. kynnt:
Internetþjónusta
Breiðbands-/Ljósleiðaratengingar
Farsíma-/Boðtækissendar
Nýjungar í farsímaþjónustu
Samnet Símans
Myndfundamöguleikar
Nýjungar í notendabúnaði
Tenging símstöðvar við tölvukerfi
Amuse - Gagnvirkt sjónvarp
Cantat 3 sæstrengurinn
hjá Símanum
ÓÖNQUQAfÁ-
SÝNINGAR-
STAÐUR
o p i ö
11-17
í dag
PÓSTUR 06 SlMI HF
Höfundur er ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
i s d m b d n d 1 v 1 ð þ 1 q