Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VAXANDIHAGSÆLD UTREIKNINGAR Þjóðhagsstofnunar á helztu hag- stærðum í kjölfar almennra kjarasamninga sýna, að markmið þeirra um kaupmáttaraukningu næstu þrjú árin munu standast að öllu óbreyttu. Þeir fela í sér 10-12% kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum. Spáð er, að hún verði 2,5-3% að meðal- tali á þessu tímabili. Hagvaxtaraukning verður mjög mikil, eða 3,5-4% á ári næstu ár, en 3% að meðaltali á fimm ára tímabili. Atvinnuleysi mun fara ört minnk- andi. Þessar tölur sýna, að landsmenn munu búa við stór- aukna hagsæld fram yfir aldamót. Hagvöxtur á árinu 1996 var sá mesti, sem orðið hefur hér á landi í ára- tug, eða 5,7%. Kaupmáttaraukning tveggja síðustu ára er alls um 8%. Horfur eru því á, að frá árinu 1995 til ársins 2000 aukizt kaupmáttur um fimmtung. Lífskjör þjóðarinnar munu því batna meira en dæmi eru til síð- ustu áratugina og er það sérstakt fagnaðarefni eftir áralangt og erfitt samdráttarskeið. Ýmsar hættur þarf þó að forðast til að þessi bjarta mynd efnahagsmála rætist. Þjóðhagsstofnun telur, að næstu misserin verði mikið álag á hagkerfinu og ráðstaf- anir verði að gera til að draga úr því. í kjölfar samning- anna og þenslu vegna stóriðjuframkvæmda þurfi aðhald til að koma í veg fyrir, að verðbólgan fari á skrið. Þar skipti mestu, að festa verði í ríkisfjármálum og við gerð fjárlaga þurfi að halda aftur af þjóðarútgjöldum og auka þjóðhagslegan sparnað. Sérstaklega sé þetta nauðsynlegt á árinu 1998, þegar stóriðjuframkvæmdir eru í hámarki. Sagan sýnir, að íslendingum hættir til að fara offari í góðæri og eyða efnahagslegum ávinningi fyrirfram. Nú er því brýnt, að landsmenn læri af reynslunni svo bjartsýnisspárnar gangi eftir. Líkur eru á því, að við- skiptahallinn aukist, en það þýðir í raun, að landsmenn safna skuldum utanlands. Kröfur hvers kyns þrýstihópa á hendur ríkissjóði fara vaxandi á sama tíma og nauð- syn ber til að eyða hallanum og skila rekstri ríkisbúskap- arins með afgangi til að grynnka á skuldum. Beita þarf ströngu aðhald í verðlagsmálum tii að varðveita kaupmátt og halda verðbólgu innan hæfilegra marka. Það hlýtur að vera eitt mikilvægasta verkefni stjórn- valda næstu misserin að tryggja, að þróun efnahags- og fjármála fari ekki úr böndunum og treysta þannig lífskjarasókn þjóðarinnar. FJÁRFESTING ERLENDIS STJÓRNVÖLD hafa undanfarið hvatt íslenzk fyrir- tæki til fjárfestinga erlendis. Það hafa og mörg þeirra gert með góðum árangri. En vanda veldur, að erfiðir skattalegir þröskuldar eru á vegi viðkomandi. Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Þar má nefna að íslenzkum fyrirtækjum erlendis er nánast gert ókleift að flytja arð dótturfyrirtækja hingað til íslands. Ef fyrirtækin gera það verða þau að borga allt að 60% af hagnaðinum í skatta. Fyrst í þvf landi, sem dótturfyrirtækið starfar, og síðan hér heima . . . í allflestum nágrannalöndum okkar geta menn flutt arð milli fyrirtækja án þess að hann sé tvískattaður. Þetta á ekki aðeins við um flutning arðs á milli landa heldur einnig hér innanlands . . .“ Fjárfesting og fyrirtækjarekstur utan landsteina er og verður í vaxandi mæli hluti af lífsbaráttu einstakl- inga og þjóðar. Við verðum að laga löggjöf okkar og viðhorf að þeim veruleika. Marel hefur náð undraverðum árangri í útflutningi á tæknibúnaði fyrir sjávarútveg undanfarin ár og rekur eigin fyrirtæki í nokkrum lönd- um austan hafs og vestan. Sífellt fleiri íslenzk fyrir- tæki hasla sér völl utanlands um þessar mundir, ekki sízt hugbúnaðarfyrirtæki, og verður þessi starfsemi þeirra æ viðameiri er fram líða stundir. Full ástæða er því fyrir stjórnvöld að taka tillit til ábendinga forstjóra Marels og tryggja samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja jafnt í skattamálum sem á öðrum sviðum. Fjármálaráðherra um samtrygginguna í lífeyris Grundvallaratrii greiða lágmarksic Nokkuð á annan tug þingmanna tjáðu sig um lagafrumvarp um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og fylgdist Jóhannes Tómasson með umræðunni. Kom fram stuðningur við frumvarpið úr herbúðum stjórnarandstöðu og andstaða við það hjá stjórnarþingmanni. Margir þingmenn töldu brýnt að afgreiða málið á þessu þingi. Fjarmalaraðherra mælti fyrir frumvarpi um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi líf- eyrissjóða á Alþingi gær og lagði til að því yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar og annarrar umræðu. Fjölmargir þingmenn fögnuðu frumvarpinu en vildu sjá á því breytingar en Árni Mathiesen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki geta stutt það. í upphafi máls síns sagði fjár- málaráðherra að framtíð lífeyris- sjóðakerfisins hefði verið í óvissu allt fram á þennan áratug og fyrir aðeins 15 árum hefði flest bent til þess að markmið þess næðust ekki og það myndi liðast sundur. Fjár- hagsstaða þeirra hefði hins vegar gjörbreyst og teldist nú viðunandi. Ráðherra fjallaði um helstu atriði frumvarpsins sem alls er 60 grein- ar með ítarlegri greinargerð. Þá ræddi hann nokkuð aðdraganda frumvarpsins: „Eins og öllum er kunnugt var upphaflega gert ráð fyrir því við undirbúning þessa máls að einstaklingar í lífeyrissjóð- um ættu þess kost að uppfylla sam- tryggingaskyldu sína með ákveð- inni fjárhæð, 10.000 krónum á mánuði, enda greiddu þeir það sem á 10% lágmarksiðgjald vantaði í lífeyrissparnað og hann væri sér- eign hvers einstaklings. í viðtölum kom fram að fulitrúar ASÍ og VSÍ lögðu á það áherslu að þeir hefðu fullt forræði í lífeyrisiðgjöldum sem byggðust á kjarasamningum burt- séð frá fjárhæðum. Forsætisráð- herra gaf af því tilefni út yfirlýs- ingu um að forræði hinna almennu lífeyrissjóða á 10% sameiginlegu framlagi vinnuveitenda og laun- þega yrði tryggt í þeirri löggjöf sem var í undirbúningi.“ Ráðherra sagði ríkisstjórnina þó hafa íhugað að hafa í__________ frumvarpinu heimild fyrir stjórnir Iífeyrissjóða til að setja í samþykktir sínar ákvæði sem gæfu sjóðsfé- lögum kost á skiptingu lífeyrisiðgjalda milli sam- FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um sk AJþingi í gær. frumvarpinu að greitt sé lágmarks- iðgjald til samtryggingar fyrir alla sem eru á vinnumarkaði. Þeir sem greiða eingöngu til séreigna- nu Fjármagn sjóðanna eykst um 50 milljarða á ári eignar og séreignar. Með því væri forræði hinna almennu lífeyrissjóða tryggt en á lokastigi hafi ríkis- stjórnin ákveðið að taka þetta ákvæði út en freista þess á síðari stigum að leita málamiðlunar. Lágmarksiðgjald til samtryggingar „Eins og margoft hefur komið fram er það grundvallaratriði í sjóða verða því jafnframt að gerast aðilar að nýjum eða þegar starf- andi samtryggingasjóði. Skylda allra til að taka þátt í samtrygg- ingu að ákveðnu marki er nauðsyn- leg forsenda þess að hægt sé að tengja saman lífeyrissjóðakerfið og almannatryggingakerfið á réttlát- an og skilvirkan hátt. Ekki verður á móti því mælt að það er mikil umbreyting og langt gengið að þeim sem hingað til hafa getað fullnægt lagaskyldu sinni með aðild að séreignasjóði eingöngu, verður nú gert að greiða 10% í samtrygg- ingasjóð algjörlega án tillits til fjár- hæðar. Þessi sjónarmið sem hér hafa verið rædd þarf þingnefndin að skoða í því skyni að finna ásættan- lega og viðunandi lausn. Ég tel nauðsynlegt að athugað sé hvernig hægt sé að samræma aukna mögu- leika sjóðsfélaga til að velja sér líf- eyrissparnaðarform án þess að ganga á forræði almennu lífeyris- sjóðanna sem starfa á grundvelli kjarasamninga eða sérlaga. Náist ekki samkomulag um það þarf að kanna hvort lífeyrissparendur utan kjarasamningakerfisins eigi að njóta rýmri sjálfsákvörðunarréttar en hinir eins og þeir hafa reyndar ________ gert hingað til.“ Sagði Friðrik Sophus- son að til að forðast allan misskilning myndi ríkis- stjórnin standa við yfir- lýsingu forsætisráðherra 1 sem hann gaf í nafni rík- isstjórnarinnar um forræði al- mennu Iífeyrissjóðanna á 10% MEÐAL þeirra þingmanna sem skipuðum þingsal voru þeir Stein ur Jón framlagi launþega og atvinnurek- enda til sjóða sem þeir hafa samið um. í lokin sagði ráðherrann að beita yrði einkum þremur atriðum til að tryggja framtíðarlífskjör í landinu; að koma í veg fyrir að halli sé á ríkissjóði; að tengja saman bóta- kerfi almannatrygginga og lífeyris- sjóðakerfið en til að svo mætti verða þyrftu allir að taka þátt í samtryggingunni að ákveðnu marki; að hafa lagareglur sem gefi fólki möguleika á því að leggja meira til hliðar á starfsævinni en gert sé í dag og þetta frumvarp væri grundvöllur þess. Jón Baldvin Hannibalsson kvaðst mæla með frumvarpi sem tryggði að loforð forsætisráðherra í tengsl- um við kjarasamninga standi en til þess yrði að gera nokkrar breyting- ar á frumvarpinu. Sagði hann að skoða þyrfti frumvarpið út frá rétti og kjörum launþega þar sem lífeyr- isréttindi væru hluti af heildarkjör- um launþega. Þingmaðurinn kvaðst vilja leiðrétta atriði sem hann hefði haldið fram varðandi skerðingu á almannatryggingabótum vegna greiðslu úr séreignasjóðum en það breytti í engu kjarna málsins í sam- anburði á sameignar- og séreignar- sjóði. Séreignasjóðir byðu ekki uppá áfallatryggingar og ef menn vildu þær yrði að kaupa þær sér- staklega en gerðu menn það ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.