Morgunblaðið - 19.04.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 33 .
KRISTJÁN
VILHJÁLMSSON
+ Kristján Vil-
hjálmsson
fæddist á Stóru-
Heiði í Mýrdal 14.
júlí 1930. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 10.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Vilhjálmur A.
Magnússon, f. 11.
maí 1889, d. 7. nóv.
1970, og Arndís
Krisljánsdóttir, f.
25. júlí 1897, d. 19.
júní 1973. Systkini
hans eru Magnús,
f. 9. des. 1927, d. 27. sept. 1987,
Jónína K., f. 29. marz 1929,
Guðlaug G., f. 22. sept. 1932,
Bára G., f. 31. ágúst 1935j Hjör-
dís V., f. 9. júní 1938, Aslaug
H., f. 3. maí 1940, og Alda, f.
12. apríl 1942.
Útför Krisljáns verður gerð
frá Víkurkirkju í Mýrdal í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Reyniskirkju-
garði.
Nú að leiðarlokum leitar hugur-
inn yfír liðin ár, að bernskustöðvum
í Heiðardalnum, við veiði og venju-
leg sveitastörf. Ekki síst glaðan
systkinahóp. Oft var glatt á hjalla
í litla bænum á Stóru-Heiði. Þó
húsrými væri ekki mikið, var lundin
létt. Kristján flytur til Reykjavíkur
með foreldrum sinum árið 1960,
lærir húsasmíði og vann við það
alla ævi. Hann vann á ýmsum stöð-
um á landinu þar á meðal á Norð-
firði í 15 ár. Fyrir tveim árum flutti
Kristján til Reykjavíkur og var þar
í sinni eigin íbúð. Bjuggum við í
sama húsi en hvort á sinni hæðinni.
Fyrir tæpum tveim árum fékk
Kristján hjartaslag, en náði sér
furðu fljótt eftir það og var hann
farinn að vinna aftur. Svo kom reið-
arslagið í byrjun febrúar en þá
greindist hann með krabbamein
sem varð honum um megn. Kristján
trúði því aldrei að nú væri komið
að leiðarlokum. Hann sagði alltaf:
„Þetta fer að lagast.“
Kristján giftist aldrei en sagði
oft að hann hefði lifað við konuríki
enda átti hann sex systur.
Elsku bróðir, ég vil þakka þér
allt það sem þú gerðir fyrir mig.
Það voru ánægjustundir sem við
áttum saman þegar þú heimsóttir
mig til Ameríku. Alltaf varstu tilbú-
inn að rétta hjálparhönd eins og
þegar þú pakkaðir niður dótinu,
þegar ég flutti til íslands. Nú verða
ekki fleiri ferðir niður á kvöldin eða
ég upp til þín, til að vita hvort ekki
væri allt í lagi með þig, sérstaklega
eftir að þú veiktist.
Ég vil að leiðarlokum þakka Jónu
og Júlíusi á Skorrastað í Norðfirði
fyrir alla þeirra elsku og tryggð og
Æju, Magga og starfsfólki á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur deild A7
fyrir góða hjúkrun.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín systir,
Jónína.
Vorið er í nánd og með vorkom-
unni fyllumst við bjartsýni með
hækkandi sól en ekki getur þú
glaðst með okkur, Kristján minn,
því þú varst kallaður svo fljótt, svo
snöggt. Ekki liðu nema nokkrar
vikur frá því að þú greindist með
þennan illvíga sjúkdóm, þar til þú
varst allur. En þú varst alltaf svo
bjartsýnn allan tímann. Mér leist
ekkert á hvað þér hrakaði fljótt,
en þú stóðst þig eins og hetja og
barðist.
Kristján var hæglætismaður og
stundum kannski um of, því ekki
lét hann í ljós hvort honum mislík-
aði eitthvað eða ekki. Hann var
þriðji elsti af okkur
systkinunum en við
erum sex systur og
bræðurnir voru tveir.
Kristján kom til
okkar á Kópasker og
vann þar í nokkur ár.
Hann var góður heimil-
ismaður og eftir að
hann fór var alltaf við-
kvæðið hjá börnunum:
„Kemur Kristján ekki
um þessi jól?“ Það þótti
alveg sjálfsagt að hann
væri hjá okkur því ann-
ars vantaði eitthvað í
jólastemmninguna.
Tvö seinustu árin bjó hann í
Reykjavík og hittumst við þá oftar
en þegar hann bjó fyrir austan.
Síðasta ferðin þín var seint á síð-
asta ári þegar þú komst með vinnu-
flokki að gera við kirkjuna okkar
hér í Ólafsvík. Ekki datt mér í hug
að það væri í síðasta sinn sem þú
heimsæktir okkur.
Við kveðjum góðan bróður, mág
og frænda og þökkum honum fyrir
allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Alda og fjölskylda.
Mig langar að minnast Kristjáns
frænda í fáum orðum. Hann kom
oft á heimili foreldra minna og
dvaldi þá oftast í nokkra daga. Ég
leit upp til Kristjáns og þegar ég
var lítill strákur vildi ég líkjast
honum, ég ætlaði að verða smiður
og piparsveinn eins og frændi. Þeg-
ar ég, pabbi, Kristján og Maggi
bróðir hans vorum við veiðar í
Vatnsá fann ég hvað Kristján hafði
miklar taugar til Heiðardalsins, ég
held að hann hafi aðallega viljað
vera með til að eiga erindi í Mýrdal-
inn á sumrin, frekar en til að veiða.
Þeir bræður Maggi og Kristján
voru óþreytandi við að segja okkur
sögur úr Heiðardalnum, síðan þeir
voru ungir. Hvernig þeir fóru að
við veiðar í Vatnsánni á haustin,
þegar oft voru nokkrir hópar
manna við ádrátt í ánni á nótt-
unni. Og hvernig þeir veiddu i
Heiðarvatni í ádráttarnet á vorin,
lagnet á sumrin og haustin og síð-
an veiddu þeir i gegnum ís á ve-
turna. Systur Kristjáns og Magga
komu oft í heimsókn í veiðihúsið
og var þá oft glatt á hjalla og mik-
ið hlegið.
Síðan Kristján flutti aftur til
Reykjavíkur hef ég hitt hann oftar
og þegar það kom til tals um ára-
mótin að ég ætlaði að fara í Meist-
araskólann nú í vor þá hvatti hann
mig óspart til þess, og í þau skipti
sem ég hitti hann í veikindum hans
spurði hann mig alltaf um skólann.
Kristján frændi var oft heima
hjá mömmu og pabba um jól og
áramót og þegar aðrir fóru til
kirkju vorum við Kristján frændi
alltaf heima og sáum um að jóla-
maturinn væri tilbúinn þegar mess-
an var búin. Það verður einmana-
legt næstkomandi aðfangadags-
kvöld þegar ég verð heima hjá
mömmu að hafa ekki félagsskap
Kristjáns við að „hlusta" á útvarps-
messuna meðan aðrir verða í kirkju.
Það var erfitt að fylgjast með
hvernig heilsunni hrakaði hjá Krist-
jáni en samt var hann alltaf jafn-
bjartsýnn þegar ég kom í heimsókn
til hans. Síðast þegar ég kom til
hans fjórum dögum áður en hann
dó var þó farið að draga verulega
af honum en samt sagði hann mér
að þetta væri allt að koma og þetta
væru bara aukaverkanir af lyfja-
meðferðinni, það væri verst ef þessi
veikindi myndu tefja meðferðina.
Hann spurði hvort ekki væri að
bytja að vora austur í Mýrdal.
Eg á oft eftir að sakna Kristjáns
frænda og veit að Kristján bróðir
minn á eftir að sakna nafna síns
sárt, því þótt Kristján frændi væri
góður við okkur systkinin þá var
Kristján bróðir alltaf í miklu uppá-
haldi hjá honum enda eini nafni
hans af systkinabömunum.
Mamma, Unna, Bára, Alda Hjördís
Jóna og fjölskyldur, ég votta ykkur
samúð mína.
Sveinn Þórðarson.
Ó, fagra lífsins ljós, er skín
og lýsir mér í gleði og þraut,
mitt veika skar það deyr og dvín,
ó, Drottinn minn, ég flý til þín,
í dagsins skæra skaut.
Ó, gleði’, er skín á götu manns
í gegnum lífsins sorgarský.
Hinn skúradimmi skýjafans
er skreyttur litum repbogans
og sólin sest á ný.
(Þýð. Sbj. Sv.)
Kristján frændi var alltaf til í
lífi okkar, fyrst óljóst en síðan fóru
myndirnar að skýrast í vitund okk-
ar. Hann dvaldi oft á æskuheimili
okkar í Hamragerði, og minnumst
við þessara daga nú þegar skiljast
leiðir að sinni. Ofarlega í huga
okkar er gleðin, þegar við sáum
bílinn hans renna í hlað. Þá varð
upp fótur og fit og hrópað hvellum
rómi: „Stjáni frændi er kominn.“
Kristján var bróðir Magnúsar
föður okkar og á margan hátt lík-
ur honum. Hann var dulur um eig-
in hag en traustur og mjög frænd-
rækinn. Kristján var húsasmíða-
meistari og vann við smíðar alla
sína ævi. Hann var afkastamikill
en þó vandvirkur og minnumst við
systurnar hans með þakklæti fyrir
hjálpina þegar foreldrar okkar
stóðu í húsbyggingu.
Stjáni hafði gaman af því að
ferðast og hafði þá ætíð myndavél-
ina með og kunni að meta fegurð
landsins. Hann var allra manna
fróðastur um staði og staðhætti
enda bókamaður mikill.
Kristján var ætíð heilsuhraustur
þar til fyrir tveimur árum er hann
fékk hjartaáfall sem hann náði sér
ótrúlega fljótt upp úr enda bjart-
sýnn á bata sinn. Minnumst við
þess er hann sagði hlæjandi: „Nú
er ég hættur að reykja, en fer í
staðinn niður í brjóstvasann og næ
mér í tungurótartöflumar." Svona
gat hann oft verið glettinn. Hann
var farinn að vinna fulla vinnu, en
þá kom reiðarslagið. Kristján
greindist með krabbamein. Enn var
hann ótrúlega sterkur, lífsvilji hans
mikill og bjartsýnin óþijótandi.
Nú er hann farinn í ferðina sem
fyrir okkur öllum liggur og er í
raun það eina sem við göngum að
sem vísu er við lítum fram á við.
Óvissuatriðin í því eru aðeins hve-
nær og með hvaða hætti þessa
ferð ber að. En við trúum því að
hvar sem Kristján er þá líði honum
vel og sé umvafinn ástvinum.
Guð geymi Kristján frænda.
Margrét, Arndís og Þórey.
Kristján Vilhjálmsson kom til
Norðfyarðar fyrir fimmtán árum.
Hann kom til þess að innrétta nýtt
íbúðarhús fyrir Bergljótu Hólm-
grímsdóttur og Einar Sigfússon í
Skálateigi. Það var vegna tengsla
hans við fjölskyldu Bergljótar á
Akureyri, en Magnús bróðir hans
var giftur Kristínu systur Bergljót-
ar.
í Skálateigi var margt um
manninn og vegna þrengsla í
gamla húsinu þar, fékk hann
svefnpláss hjá okkur. Þá var óinn-
réttað eitt herbergi í húsi okkar,
sem hann lauk við og flutti í. Við
urðum aldrei vör við annað en að
hann kynni þar vel við sig og liði
vel. Kristján var þá rúmlega fimm-
tugur að aldri og hafði aldrei þolað
krankleika það sem af var ævinni,
og hélst það svo þau árin sem
hann var hjá okkur.
Það fór ekki hjá því að það
kæmi sér vel fyrir okkur að hafa
á heimilinu svo heilsuhraustan og
sterkan mann, sem ævinlega var
reiðubúinn að grípa í verk, beðinn
sem óbeðinn, ef hann sá þess þörf.
Kristján var húsasmiður að mennt
og stundaði þá vinnu hér í byggð-
arlaginu og víðar. Þegar hlé gafst
vann hann hjá okkur að nýbygg-
ingum, breytingum og lagfæring-
um, svo að nú er ekki til það hús
á jörðinni, sem handaverka Kristj-
áns hefur ekki notið. Við viljum
geta þess hér sérstaklega að Krist-
ján byggði við skóla og félagsheim-
ili hreppsins á Kirkjumel hér í sveit.
Það verk vann hann af dugnaði
og trúmennsku þannig að peningar
og tími nýttust sem best og um-
gengni hans var til fyrirmyndar.
Kristjáni tókst að ljúka öllu á til-
settum tíma.
Þó að við höfum talað hér um
dugnað Kristjáns Vilhjálmssonar
við vinnu er ekki þar með sagt að
hann sæi ekkert nema vinnu. Okk-
ur er nær að halda að frístundirn-
ar hafi verið honum dýrmætari. Á
þessum árum ferðaðist hann bæði
innanlands og utan og hafði frá
mörgu að segja þegar hann kom
heim. Við munum sérstaklega frá-
sagnir hans af heimsókn til Jónu
og Denna og barna þeirra í Amer-
íku. Hann var líka heimakær og
naut þess að lesa góðar bækur og
að horfa á sjónvarp. Okkur hjónum
er það líka minnisstætt er við sát-
um þtjú við sjónvarpið og horfðum
á íslenska þætti um menn og mál-
efni, að hann virtist bera kennsl á
allt og alla. Þegar sjónvarpið sýndi
í dagskrárlok myndir víðsvegar að
af landinu vissi hann líka ótrúlega
oft hvaðan þær voru.
Kristján Vilhjálmsson var af-
skiptalaus um annarra hag. Hann
stofnaði ekki til umræðu um lesti
eða kosti manna og eignaðist frek-
ar fyrir það kunningja en hið gagn-
stæða. Hann var orðheldinn og
traustur maður.
Jóna Ármann og
Júlíus Þórðarson,
Skorrastað.
Okkur langar að minnast með
fáum orðum Kristjáns Vilhjálms-
sonar. Fyrst lágu leiðir okkar
Kristjáns saman í barnaskólanum
við Deildará, þegar ég hóf þar
skólagöngu tíu ára gamall, en
Kristján var þá í síðasta bekk
barnaskólans. Þar sem ég átti eng-
an jafnaldra í skólanum, kom það
af sjálfu sér að ég hafði félagsskap
af eldri skólasystkinum mínum.
Strax þá urðum við Kristján
góðir vinir sem hefur haldist allar
götur síðan. Eftir fermingu fór
Kristján að vinna á búi foreldra
sinna og fylgdumst við að við leik
og starf. Margar ferðir fór ég með
Kristjáni og systrum hans á jepp-
anum hans á böll í Mýrdalnum og
víðar, margt var brallað í þeim
ferðum eins og ungu fólki er tamt.
Kristján flutti með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur og var þeim
stoð og stytta á meðan þau lifðu.
Þegar hann kom til Reykjavíkur
dreif hann sig í Iðnskólann og út-
skrifaðist þar sem trésmiður. Alltaf
vorum við Kristján í sambandi,
þrátt fyrir að ég flytti til Reykja-
víkur nokkuð á eftir honum.
Þegar við hófum að byggja hús
okkar, kom ekki annað til greina
en að leita faglegrar aðstoðar hjá
Kristjáni og hann hjálpaði okkur
hjónum við smíðar. Áldrei skrifaði
Kristján tímana sína heldur þurft-
um við að halda þeim saman til
að geta greitt honum fyrir vinnu
sína. Hann var ávallt ragur við að
selja vinnu sína og er ég hræddur
um að fólk hafi notfært sér þann
eiginleika hjá honum. Þegar við
hjónin fluttum í hús okkar talaðist
svo til að Kristján fengi herbergi
hjá okkur og dvaldist hann hjá
okkur í þijú ár eða þar til hann ,
flutti út á land vegna vinnu sinnar.
Aldrei fundum við fyrir að hann
væri ekki hluti af fjölskyldunni, svo
vel féll hann að heimilislífinu.
Nokkru sinni fórum við hjónin og
dætur okkar í ferðalag með Kristj-
áni. Alltaf var hann sama prúð-
mennið, léttur í lund og til með
að spjalla um landsins gagn og
nauðsynjar.
Síðasta ferðalag okkar með
Kristjáni var síðastliðið sumar. Þá
kom hann í heimsókn til okkar sem
endranær, er við hjónin vorum á
leið út í Viðey, og Kristján dreif
sig með okkur. Þar áttum við góða
stund saman, spjölluðum um
gamla daga í Mýrdalnum og röltum £
um. Kristján eignaðist ekki eigin
fyolskyldu og var það mikill skaði,
því hann hefði verið góður eigin-
maður og faðir. Hann sagði alltaf
að hann hefði valið sér frelsið og
hló við.
í janúar síðastliðinn kom Krist-
ján síðast í heimsókn til okkar
hjóna. Þá lék hann á als oddi þar
sem hann var búinn að ná sér eft-
ir hjartakveisu sem hafði hijáð
hann á síðastliðnu ári og var farinn
að vinna aftur. Það var síðan í
byijun febrúar að Kristján hringdi
í okkur og tjáði okkur að hann
væri með krabbamein í lungum,
sem væri hans tollur vegna reyk-
inga. Hann lét vel af sér og var
bjartsýnn um bata. Síðan heyrð-
umst við nokkrum sinnum á í síma
og lét hann alltaf vel af sér og að
hann færi að koma í heimsókn.
Ekki átti af þeirri heimsókn að
verða, því Kristján fór í annað og
meira ferðalag. Við hjónin þökkum
Kristjáni fyrir samfylgdina og allar
okkar góðu stundir. Alltaf þegar
við heyrum góðs manns getið mun-
um við hugsa til Kristjáns, sem
var flekklaus sómamaður. Við
munum sakna heimsóknar Kristj-
áns og hans léttu lundar og smit-
andi hláturs. Við vitum að Kristján
er nú einhvers staðar í æðri veröld
og spjallar þar og hlær sínum
skemmtilega hlátri. Við munum
hitta hann síðar og þá munum við
spjalla saman um gömlu góðu dag-
ana í Mýrdalnum, sem var honum
svo kær. Fari Kristján Vilhjálms-
son í Guðs friði.
Auður og Jóhannes.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstaíding birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfm
Word og Wordperfect eirinig auðveld í úrvinnslu.