Morgunblaðið - 19.04.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 35
einnig mikill og minnist ég glamp-
ans í augunum er ég heimsótti
hann fársjúkan á síðasta ári og
hann fór að segja mér að hann
væri kominn með alnetstengingu
og ræddi þá miklu möguleika sem
tengdust því.
Eg átti þess kost síðar á lífsleið-
inni að kynnast Birki eins og áður
sagði og átti með honum góðar
stundir. Vegna búsetu okkar er-
lendis voru sameiginlegu stundirn-
ar samt of fáar. Birkir var traustur
félagi og vinur vina sinna. Hann
átti sína drauma og var fæðing
dóttur hans Elísu væntanlega sá
stærsti. Hann mun væntanlega
sakna þess hvað mest að geta ekki
verið í meiri nálægð við hana á
hennar lífsleið.
Birkir átti einstaklega trausta
foreldra sem stóðu við hlið hans í
stríðu og blíðu. Það er óvíða að fínna
þær miklu fórnir og þá innilegu blíðu
og umhyggju sem foreldrar hans
veittu honum. Síðustu árin voru
eflaust þau erfíðustu, en þá stóðu
þau traustari en nokkurt bjarg við
hlið hans. Hann fær þeim víst seint
fuilþakkað sem og öðru hjúkrunar-
fólki, vinum og aðstandendum sem
stóðu við hlið hans í baráttunni. Þau
eiga alla virðingu okkar.
Birkir hafði ekki sama álit á
kveðskap Ásbjarnar Mortens og
undirritaður. Eg veit samt sem
áður að hann fyrirgefur mér þann
grikk að enda þessi fátæklegu orð
með tilvitnun í einn af hans textum:
Ég hef staðið við gluggann,
heyrt hann tala um komandi harðæri,
nístandi él.
Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara.
Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel.
Óskar Sigmundsson.
Það var að kvöldi 7. apríl sl., ég
var nýkominn heim úr vinnu, að
síminn hringdi. Á leið minni að sím-
anum leit ég upp og sá regndrop-
ana renna niður rúður eldhús-
gluggans. „Hann Birkir var að
skilja við fyrir nokkrum mínútum."
Með símann í höndunum varð mér
aftur litið á eldhúsgluggann og sá
þá að það var ekki regn, það voru
tár sem runnu niður rúðurnar,
Eyjan var að gráta einn sona sinna,
hún grét allt kvöldið og alla nóttina.
Það var 1969 að ég og fjölskylda
mín fluttum hingað til Vestmanna-
eyja, fljótlega tókust kynni milli
okkar og þeirra hjóna Systu og
Hugins og barna þeirra. Síðan þá
hafa leiðir þessara fjölskyldna legið
meira og minna saman, mismikið
eins og gefur að skilja. Við vorum
ung og líkt og aðrir að koma yfír
okkur framtíðarhúsnæði, og eftir
langan vinnudag var oft unnið í
húsbyggingum á kvöldin og um
helgar. Um tíma var það nær eina
upplyfting okkar að þessar tvær
fjölskyldur hittust síðla sunnudags
og þá var spjallað og gantast og
krakkarnir léku sér úti í sólinni.
Birkir var elstur af hópnum og þá
þegar var þessi eiginleiki hans, að
vera hann sjálfur, kominn í ljós.
Ég minnist þess að þegar búið var
að klæða hann í sunnudagafötin
og gera hann fínan þá setti hann
upp götóttu ullarhúfuna og það
fékk hann enginn til að taka hana
niður þó um hásumar væri, og þar
sem hlaupið var um úti í sólinni
stóðu ljósu lokkarnir út um götin
líkt og strá á fuglahræðu.
Það kom fljótlega í ljós að Birk-
ir var mjög músíkalskur, og eftir
að hafa notið lítilsháttar leiðsagnar
hjá föður sínum á klarinett hóf
hann að spila í Lúðrasveit Vest-
mannaeyja, þá aðeins barn að aldri.
Enn var það þessi eiginleiki sem
einkenndi hann, hann var ekki
ánægður með að gera eins og hin-
ir, hann varð að gera hlutina eins
og hann vildi gera þá, vel, og það
gerði hann, enda leið ekki á löngu
þar til hann var orðinn leiðandi í
tréblástursdeildinni. Það sama
fylgdi honum í gegnum hljómlistar-
feril hans, það var aldrei spilað
hálfæft lag, allt skyldi vera vel
gert. Ég minnist þess að við fórum
niður í Alþýðuhús 1. maí til að
hlusta á Birki og félaga hans spila
í fyrsta skipti opinberlega, þá var
Birkir líklega 15 ára en enginn við-
vaningsbragur á leik hans eða ann-
arra. Þá var hann farinn að blása
í saxófóninn sem átti eftir að vera
hans atvinnutæki, vinur og sálufé-
lagi það sem eftir var.
Fljótlega eftir að skólanámi lauk
hóf hann nám í húsamálun hjá föð-
ur sínum, en þeir feðgar voru mjög
nánir og fáa feðga hef ég þekkt
sem hafa unnið svo vel saman,
enda voru áhugamálin þau sömu.
Birkir lauk tilskildu námi en tók
aldrei sveinspróf, því þá þegar voru
veikindin farin að þjá hann og hann
treysti sér ekki til að gera það eins
vel og hann vildi, og þá var það
ekki gert. Það sama var uppi á
teningnum um fyrirhugað tónlist-
arnám, veikindin urðu þess vald-
andi að hann treysti sér ekki í það,
en það var ekki hætt við, hann
ætlaði bara að bíða þar til hann
yrði frískur.
Birkir var í sambúð um tíma
með Þóru Guðnýju Sigurðardóttur
frá Keflavík og eignuðust þau sam-
an dótturina Elísu, sem var sólar-
geislinn í lífí hans, og alltaf var
það Elísa sem fyrst kom upp í
huga hans þegar af honum bráði
eftir erfið veikindaköst, og birtan
og friðurinn sem færðist yfír andlit
hans þegar hún birtist, er ógleym-
anlegur þeim sem sáu.
Birkir var um eða innan við tví-
tugt þegar hann var greindur með
hinn illvíga sjúkdóm MS, sem leiddi
hann til dauða. Honum var ráðlagt
að fara vel með sig, nei, hann vildi
vera hann sjálfur, og gera hlutina
á sinn hátt, kannski bitnaði það á
honum seinna, en aldrei heyrðist
hann kvarta, hann tók öllu sem að
höndum bar með þvílíkum kjarki
og þeirri baráttu sem hann háði
verður ekki Iýst með orðum. Hann
gafst aldrei upp, hann prófaði allt,
reyndi öll lyf sem hugsanlega gætu
hjálpað, fór í erfíða sjúkraþjálfun
og hann fór eitt sinn til Bremen í
nálastungumeðferð ef það gæti
hjálpað, en ekkert dugði. Hann
varð að játa sig sigraðan, og að
kvöldi mánudagsins 7. apríl andað-
ist hann á Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja með þau tvö sér við hlið sem
honum þótti vænst um fyrir utan
Elísu litlu, og sem staðið hafa með
honum í baráttunni, foreldra sína.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir
og ekki skil ég hvers vegna Drott-
inn bjó Birki svo stutt og kvala-
fullt líf, en hitt veit ég að engla-
hljómsveitin á himnum hefur feng-
ið nýjan saxófónleikara.
Elsku Elísa, foreldrar, systkini
og fjölskylda, megi Drottinn
styrkja ykkur í sorg ykkar og minn-
ing um góðan dreng lifa.
Þyrí, Snorri og fjölskylda.
Það voru blendnar tilfínningar
sem bærðust mér í bijósti þegar
hringt var í mig og mér tilkynnt
um lát vinar míns Birkis Hugins-
sonar saxófónleikara. Fyrst vantrú,
því næst viss léttir, að þrautagöngu
þinni væri nú loks lokið, en svo kom
nístandi söknuður.
Leiðir okkar lágu saman um
haustið ’85 þegar við ásamt fleirum
stofnuðum hljómsveitina 7-und.
Næstu fjögur árin þar á eftir lékum
við linnulaust um hveija helgi um
allt land svo óhjákvæmilega kynnt-
umst við mjög vel. Það var mér
mikið reiðarslag þegar Birkir tjáði
mér hvaða sjúkdóm hann gengi
með og enn verra var að sjá hversu
miskunnarlaus og óvæginn hann
reyndist vera.
Þrátt fyrir mikil veikindi var allt-
af stutt í glens og grín hjá Birki,
og traustari vin er vart hægt að
finna. Margar gleðistundir áttum
við ásamt félögum okkar í hljóm-
sveitinni og þessar gleðistundir
varðveiti ég í hjarta mínu.
Það er minningin um góðan
dreng sem sefar sárustu sorgina.
Kæru Elísa, Systa, Huginn,
Odda og Viðar, megi algóður guð
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Pétur Már Jensson
og fjölskylda.
VILHJALMUR KRIST-
JÁN HALLDÓRSSON
+ Vilhjálmur
Kristján Hall-
dórsson fæddist í
Vörum í Garði 5.
júlí 1913. Hann lést
1. apríl síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Útskála-
kirkju 12. apríl.
Með fáeinum orðum
langar mig að minnast
Villa og þakka honum
fyrir allt það sem hann
gerði fyrir mig og allar
þær stundir sem við
áttum við sameigin-
legt áhugamál okkar, knattspyrn-
una. Oft var spjallað og glaðst
þegar vel gekk hjá uppáhaldsliðinu
okkar, Víði í Garði. Villi bróðir var
mikill keppnismaður í eðii sínu og
áhugasamur um flest sem að
íþróttum sneri og naut hann þess
að spila brids, tefla og síðast en
ekki síst var hann mjög leikinn
púttspilari og hlaut margan verð-
launagripinn fyrir þátttöku sina í
púttkeppnum. Villi var einn af
stofnendum og fyrsti formaður
Púttklúbbs Suðurnesja, sem enn
starfar af mikilum krafti. Hann
átti einnig þátt í að stofna fleiri
slíka klúbba, m.a. í Garði og á
Seltjarnarnesi.
Villi var góður heimilisfaðir og
við hlið hans var hans trausta eigin-
kona, Steinunn Sigurðardóttir.
Villi hafði sjaldan mörg orð um
hlutina, en var mjög greiðvikinn og
hjálpsamur þeim sem minna máttu
sín. Hann var traustur og sterkur
og kom það ekki síst fram í öllum
hans veikindum.
Á kveðjustundu er
mér þakklæti efst í
huga fyrir allt það sem
Villi var mér og börn-
um mínum.
Ég bið guð að
styrkja eiginkonu Villa
og ástvini hans alla.
Guð blessi minningu
hans.
Karitas Halldórs-
dóttir.
Mig langar að minn-
ast elsku bróður míns,
Vilhjálms Halldórsson-
ar. Hann var mér meira en bróðir,
hann var besti vinur minn. Það er
margs að minnast frá okkar æskuá-
rum. Þú varst alltaf svo mikill grín-
isti. Það var mikið hlegið. Þú varst
driffjöðrin í öllu nálægt þér. Mikið
var talað um að þú værir sætur
strákur þegar þú varst ungur, einn-
ig að við værum lík þó að þú værir
sjö árum eldri og var ég mjög mont-
in af því. Ég hermdi allt eftir þér,
til dæmis þegar þú tókst í vörina,
þá setti ég tunguna út í vörina og
þóttist vera að gera það sama og
þú. Var mér þá bent á að ég væri
stúlka, en þú strákur og var þá
ánægjan búin hjá mér.
Vilborg amma okkar átti heima
í hæsta húsi og vorum við oft hjá
henni. Hún kenndi okkur bænir og
var ég búin að læra margar af
henni. Þegar ég var sjö ára dó hún,
þá tókstu mig inn í herbergi, læstir
að okkur og skrifaðir allar bænirnar
á blað, en þær voru ekki svo fáar.
Á kvöldin, áður en ég fór að sofa,
last þú þær með mér og sagðir að
KRISTBORG
STEFANÍA
SNJÓLFSDÓTTHt
+ Kristborg Stef-
anía Snjólfs-
dóttir fæddist í Vet-
urhúsum í Ham-
arsdal 25. septem-
ber 1916. Hún lést
27. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ásdís
Sigurðardóttir og
Spjólfur Stefánsson
er bjuggu í Vet-
urhúsum í 37 ár.
Systur Kristborgar
voru Sigurbjörg,
Málfríður Halldóra
og Steinunn Dagm-
ar. Bræður hennar voru Sig-
urður, sem lést ungur, Þórður
og Ingvar Þórlindur sem enn
eru á lífi.
Kristborg giftist Arnóri
Karlssyni 1. janúar 1942. Hann
lést 7. janúar 1987. Þau stofn-
uðu heimili á Djúpavogi og
eignuðust fjögur börn, þau
Björn, Stefán, Reyni og Kol-
brúnu. Barnabörnin eru 19 og
barnabarnabörnin eru 20.
Útför Kristborgar fór fram
frá Djúpavogskirkju 5. apríl.
Það er margs að minnast, en
smágrein í blaði nær skammt.
Skírdagur 27. mars var stór dagur
hjá börnunum sem voru fermd í
Djúpavogskirkju þennan dag, þar
á meðal barnabörnum Kristborgar,
þríburunum Ásdísi, Bryndísi og
Njáli. Það voru allflestir sammála
um að athöfnin hafi verið sú falleg-
asta sem þeir hefðu farið í. En
eitt skyggði þó á gleði okkar allra,
hún Kristborg, amma okkar, lá
mikið veik á Norðfjarðarspítala.
Hún sem var svo hress og kát
tveimur dögum áður, og hlakkaði
mikið til að koma heim og vera
við ferminguna. En að
kvöldi skírdags lést
hún. Amma var alla
tíð mjög hraust kona,
en eftir að hún lét af
störfum hjá Búlandst-
indi, haustið 1995, fór
henni hratt hrakandi.
Amma hafði gaman
af vinnu sinni og hún
þótti mjög góður flak-
ari. Amma var holl
húsbændum sínum.
Sem dæmi um það má
nefna að ef við sáum
að hún var þreytt þá
sögðum við kannski,
„af hverju tekur þú þér ekki frí?“,
þá sagði hún „það væri nú ekki
gott ef menn væru alltaf að taka
sér frí, þá gengi nú lítið í vinn-
unni“. Og þótt aldur færðist yfir
var hún eiginlega aldrei tilbúin til
að hægja á ferð, svo kappsöm var
hún við vinnu sína, og mátti marg-
ur sem yngri var una við minni
afköst en hún. Þannig var hún
bæði kröfuhörð og ósérhlífin við
sjálfa sig og kvartaði helst aldrei.
Hún gat hins vegar haft áhyggjur
af öðrum, og orðað það að þeir
legðu of hart að sér við vinnu og
hlytu að vera þreyttir, en hún hafði
aldrei þær áhyggjur varðandi
sjálfa sig.
Já, það var ekki ömmu líkt að
setjast í helgan stein og njóta
ævikvöldins. Hún vann svo lengi
sem hún hafði heilsu til, ekki
vegna þess að hún endilega þyrfti,
heldur vegna þess að hana langaði
til þess. Þegar amma var ung
stúlka fór hún suður til Reykjavík-
ur og var í vist bæði í Viðey og á
Bessastöðum, sem þá voru mynd-
arbýli með hefðbundinn búskap.
Amma átti góðar minningar um
dvöl sína þar, en þó lá leið hennar
ég mætti ekki segja eitt orð, því
þá yrði ég að byija upp á nýtt. Það
var erfitt að þegja því hópurinn var
stór sem herbergið gisti og freist-
ingin því mikil að skrafa. ^
Það er margs að minnast. Þú
varst prakkari hinn mesti og eitt
sinn þegar mamma ætlaði að ávíta
þig, tókstu í pilsið hennar og snerir
henni í hringi, svo það varð hlátur
en ekki grátur. Mér er minnisstætt
þegar þú veiktist, aðeins nitján ára,
og fórst á Vífilsstaði í rúmt ár. Eft-
ir það gekkst þú aldrei heill til skóg-
ar. Bijósklos hijáði bakið og hefur
það verið kvalafullt og þreytandi
fyrir ungan mann. Ákveðið hafði
verið að þú færir á sjúkrahús
snemma einn morgun. Við vorum
hrædd og kvíðin, en þú spilaðir brids
við pabba og bræðuma uppi á lofti
í herberginu þínu og heyrðum við
hin hláturinn í þér niður. En þannig
varst þú alltaf þegar á reyndi í lífí
þínu, kvartaðir aldrei við neinn og
um leið og bráði af þér varstu svo
lifandi í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þegar þú varðst að hætta
að vinna vegna veikindanna, settist
þú niður og fórst að sauma og telja
út og gerðir það svo vel, Villi minn,
að nú prýða myndir þínar heimili
bama þinna og okkur systkinum
þínum gafst þú myndir sem þú hafð-
ir málað af húsinu í Vömm, eða
Brekku sem við munum varðveita
ásamt minningunni um þig. ^
Þú fékkst áhuga á púttinu sem
þú dreifst áfram af kappi og gerðir
marga góða hluti eins og þeir vita
sem unnu með þér í því. Þú gafst
mér fyrsta púttarann og kúluna og
dreifst mig í þetta, og síðan hef ég
verið full af áhuga og haft gaman af.
Elsku Villi minn, ég þakka þér
samveruna og allt það sem þú varst
mér. Ég bið Guð að blessa þig og
leiða í ljósinu sínu. Guð blessi fjöl-
skyldu þina.
Elisabet Halldórsdóttir.
aftur á heimaslóðirnar. Þeir voru
ófáir göngutúrarnir sem við
krakkarnir fórum með henni út í
fjárhús, a.m.k. við þessi sem eldri
erum. En eftir að afí dó hætti hún
fljótlega með kindurnar. Það var
alltaf gaman að labba með henni
út í „tanga" eða út á „land“. Það
var ýmislegt skrafað í þeim ferð-
um.
Elsku amma, við þökkum þér
samfylgdina og megi þér líða sem
allra best þar sem þú ert núna.
Guð blessi minningu ömmu okkar.
í fomöld á jörðu var frækomi sáð,
það fæstum var kunnugt, en sums staðar
smáð,
það frækom var Guðs ríki, í fyrstunni smátt,
en flóvgaðist óðum og þroskaðist brátt.
Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð,
og haglél og eldingar geisuðu um jörð.
Það nísti af frosti, það funaði af glóð,
en fijógvaður vísir þó óskemmdur stóð.
Og frækomið smáa varð feiknarstórt tré,
þar fá mátti lífsins í stormunum hlé,
það breiddi sitt lim yfir lönd, yfír höf,
á lifenda bústað, á dáinna gröf.
í skjóli þess þjóðimar þreyta sitt skeið
og þreyttur fær hressing á erfiðri leið,
í skjóli þess hrakinn og vesæll fær vörn,
þar velja sér athvarf hin saklausu böm.
Oddný Dóra og
Kristborg Ásta.
Sérfræðingar
í blomaskrevliníium
vift bll lækilæri
mblómaverkstæói I
INNAm- I
Skóhoörðuslíg 12,
a liorni Itergsluðastrælis.
smii 551 ‘1(190