Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 36

Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 36
36 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu vina og vandamanna, nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar hjartkærs eiginmanns míns, föður og tengda- sonar, MAGNÚSAR M. BRYNJÓLFSSONAR, Búlandi 15, Reykjavík, og heiðruðu minningu hins látna með nærveru sinni. Þakkir eru færðar þeim, er önnuðust hann í veikindunum. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Kr. Halldórsson. t Ástkær móðir mín, ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Ingimundarson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, STEFÁNS ÞORSTEINSSONAR frá Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða um- önnun og liðnum árum. Þorsteinn Stefánsson Aðalbjörg Stefánsdóttir, Guri Liv Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Ólafsson, Birgir Stefánsson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Snæbjörn Þórðarson, Haukur Stefánsson, Jónína Loftsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, barnabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DAVÍÐS SIGURJÓNS VIGFÚSSONAR, Lónabraut 20, Vopnafirði. Stefanía Friðbjörnsdóttir, Björg Davíðsdóttir, Halldór Pálsson, Inga Birna Davíðsdóttir, Magnús J. Jóhannsson, Vigfús Davíðsson, Sigurbjörg Á. Björnsdóttir, Kristján Einar Davíðsson, Júlíana Hallgrímsdóttir, Gísli Örn Davíðsson, Ingibjörg S. Ingimundardóttir, Víðir Davíðsson, Hanna Hallgrímsdóttir, Hjörtur Davíðsson, Dóra Birna Kristinsdóttir og barnabörn. ÓLÖFINGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Ólöf Ing-ibjörg Ólafsdóttir fæddist á Anastöð- um 21. júlí 1903. Hún lést á Sjúkra- húsi Hvammstanga 11. apríl síðastlið- inn. Hún var dóttir Ingibjargar _Eg- gertsdóttur á Ána- stöðum og Ólafs Guðmundssonar frá Önundarfirði. Hann drukknaði í Isafjarðardjúpi 8. desember 1902. Ólöf var einkabarn. Ólöf giftist 1. janúar 1924 Þórhalli Jakobssyni frá Neðri- Þverá í Vesturhópi. Hann lést 24. mars 1984. Þau hjón eignuðust átta börn, þau eru Ólafur, Eggert, Jakob, Stefán, Ingibjörg, Steinar, Jón Þór og Björn. Tveir synir þeirra hjóna, Jón Þór og Steinar, létust langt um aldur fram. Útför Ólafar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var árið 1960 sem ég kom í fyrsta sinn að Ánastöðum í fylgd með tilvonandi eiginmanni mínum, Jóni Þór, syni þeirra hjóna. Þá bjuggu þar einnig Ólafur, elsti son- ur þeirra, og kona hans Halldóra Kristinsdóttir ásamt börnum sín- um. Það er skemmst frá því að segja, að frá því fyrsta til hins síð- asta var mér alltaf tekið opnum örmum. Eftir að synir okkar Jóns fæddust, dvaldi ég þar oft nokkurn tíma á sumrin með drengina, þó Jón væri við vinnu sína í Reykja- vík, og var ég þar alltaf eins og heima hjá mér. Þannig var það líka eftir að maðurinn minn lést árið 1978, aðeins 38 ára. Ég og dren- girnir vorum alltaf jafn velkomin, og þannig hélst það til dauðadags þessarar öldruðu vinkonu og tengdamóður minnar. Olöf var vel gefin og glaðlynd og hafði gaman af spaugi, en mesta gleði hennar var að fylgjast með börnum, barna- og barnabarnabörnum. Ég get ekki annað en minnst örfáum orð- um á tengdaföður minn í þessum línum. Hann var öðlingsmað- ur og sérstakt ljúf- menni. Aldrei var þar orðinu hærra, þó hann ætti við veikindi að stríða mörg síðustu ár ævi sinnar. Þau hjón voru bæði sérlega gestrisin og alltaf var gestum og gangandi tekið fagnandi. Börn og barnabörn fjölmenntu oft að Ánastöðum, og þó að húsið væri stórt, var þar stundum þröng á þingi. Á 93 árum hljóta að skiptast á skin og skúrir, og lífíð fer misjöfnum höndum um okkur. Það fengu þau hjón, og raunar öll okkar fjölskylda, að reyna. Á fjórtán árum missti Ólöf tvo syni, eiginmann sinn, tvær tengdadætur og tvo sonarsyni. Það var með ólíkindum hvernig hún stóð af sér hvert stórviðrið eftir annað. Þar hjálpaðist að einlæg trú á það, að hún fengi fyrir Guðs náð að hitta þau aftur, og hitt að hún var skap- mikil og ekki fyrir að bera tilfinning- ar sínar á torg. Það er mikið lán fyrir unga konu að giftast inn í stóra fjölskyldu, þar sem hlýja, kærleikur og heiðar- leiki ráða ríkjum. Og það er mikill auður foreldra stórs hóps, að vita þau öll heiðarlega, góða og nýta þjóðfélagsþegna. Til þess að svo megi verða þarf að leggja góðan grunn í foreldrahúsum, og það veit ég að þau Ólöf og Þórhallur gerðu. Þannig manneskjur voru þau. Árið 1983 fluttust ÓÍafur og Halldóra til Reykjavíkur, og Ólöf og Þórhallur fluttu þá í íbúð fyrir aldraða í Nestúni 6 á Hvamms- tanga. Þar var Ólöf svo áfram eft- ir að Þórhallur lést. Hennar mesta gleði var þegar Ólafur og Halldóra komu norður og hún gat verið með þeim tíma og tíma á Ánastöðum, þar sem hún hafði alið nær allan aldur sinn og alið upp börn sín. t Kveðjuathöfn um systur okkar, RÖGNU JÓNSDÓTTUR, Laugartúni 19, Svalbarðseyri, áður Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður ( Akureyrarkirkju mánudaginn 21. apríl kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Lang- holtskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Friðrika Jónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ferdinand Jónsson. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis í Breiðumörk 5, Hveragerði. Guðmundur Bjarnason, Steinunn Bjarnadóttir, Ingi Sæmundsson, Hafsteinn Bjarnason, Birgir Bjarnason, Hildur Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Björk Bjarnadóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Valdís Steingrímsdóttir, Jónas Helgason, Sigurjón Björnsson, Morten Ottesen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, fósturföður, tengdaföður, bróður, mágs og afa, EYJÓLFS BJÖRNSSONAR, Vötnum, ölfusi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Aldfs Eyjólfsdóttir, Höskuldur Halldórsson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Þórður Kr. Karlsson, Soffía Adolfsdóttir, Stefán Már Símonarson, Aldís Björnsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Hilmar Andrésson og barnbörn. Hún var lengst af hress, nema hvað sjónin var orðin döpur. Síðast- liðið haust futti hún á öldrunar- deild sjúkrahúss Hvammstanga, þar sem hún lést 11. apríl eins og fyrr segir. Hún var orðin lúin og sátt við að fara, eins og hún sagði við mig í desember, þegar ég sá hana síðast. Ég vil að lokum fyrir mína hönd og sona minna þakka henni alla góðvild fyrr og síðar, og biðja henni blessunar. Ég veit að hún á góða heimvon, þvf ég trúi því að henni verði að trú sinni um að fá að hitta ástvini sína aftur handan fortjalds- ins mikla._ Megi Ólöf Ólafsdóttir hvíla í Guðs friði. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast hennar langömmu með fáeinum orðum. Um hana á ég fjöldamargar minn- ingar og allar góðar. Þær elstu eru frá ferðalögum norður í land þegar ferðinni var jafnan heitið til Ána- staða. Slíkar ferðir voru alltaf mik- ið tilhlökkunarefni. Á Ánastöðum var jafnan líf og fjör, þar var mjög gestkvæmt og miðpunkturinn í öllu saman var langamma. Henni féll ástandið því betur sem fleiri voru í bæ enda var hún mjög ættrækin og vildi helst hafa sem mest af fólkinu sínu hjá sér. Okkur börnun- um var hún alltaf sérlega góð og á það reyndi ekki síst í spila- mennsku sem við börnin sinntum af kappi og hún þreyttist aldrei á þó aðrir úr hópi fullorðinna heltust úr jestinni. Árið 1983 fluttu langamma og langafi í Nestún á Hvammstanga þar sem langamma bjó þar til fyrir um ári. Þangað var ekki síður gott að koma og móttökurnar voru hin- ar sömu, faðmlög og kossarnir hver öðrum innilegri. Langamma var að sönnu sérstök kona. Líklega sú hreinlyndasta og elskulegasta sem getur orðið á vegi manns. Sérstakt þótti mér og ánægjulegt hversu nálægt hún var mér í tíma þrátt fyrir að mörg ár skildu okkur að og það sannaðist í samræðum okkar, sérstaklega hin síðari ár. Við hana ræddi ég hin margvíslegustu mál og var þar fátt undan skilið. Síðast hitti ég hana í fyrrasumar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. í vikunni áður hafði hún orðið níutíu og þriggja ára gömul qg verið við ættarmót á tún- inu á Ánastöðum. Ég trúi að það hafi verið henni mikið ánægjuefni að fá að hitta svo marga afkomend- ur sína samankomna. Fyrir þessa dagstund sem við ræddum saman er ég þakklátur eins og aðrar stundir sem við áttum saman. Að þeim mun ég búa um ókomin ár. Þórólfur Jónsson. Elsku besta langamma okkar er dáin. En enginn getur trúað því, af því að hún var alltaf svo ung og góð, vildi öllum gott og allt fyrir alla gera. Hún sagði okk- ur sögur og söng lítil kvæði, hún gaf okkur kökur og kandísmola. Hún prjónaði líka ullarsokka og vettlinga og vildi passa að okkur yrði ekki kalt. En núna er hún farin frá okkur úr þessum heimi og komin í nýjan og betri heim. Núna ertu búin að hitta langafa og alla sem þú hefur misst á þess- um 93 árum sem þú hefur fengið að vera á meðal okkar. En enginn getur gleymt þér, af því að við eig- um eina stóra minningu um þig, og það eru Ánastaðir á Vatnsnesi, þar sem afi og öll börnin þín fædd- ust. En við eigum líka margar litlar minningar um þig sem við höfum. bara fyrir okkur. Elsku besta lang- amma, það er sorglegt að fara til Hvammstanga og geta ekki heim- sótt þig. Við biðjum algóðan guð að geyma þig þangað til við hitt- umst. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.