Morgunblaðið - 19.04.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 19.04.1997, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BEEF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Simbréf 569 1329 Ljóska Ferdinand Smáfólk NO, MAAM, I RAI5ED MY LEFT HANP,. UiHEN I RAI5E MY LEFT HAND, IT MEAN5 l'M NOT 5URE,BUT WHEN I RAI5E MY RI6HT HAND, IT MEANS l‘M 5URE.. 5EE7THI5 TIME I RAISED MY LEFT HANP.. Nei, kennari, Þegar ég rétti upp vinstri hönd ég rétti upp merkir það að ég er ekki viss, en vinstri hönd, þegar ég rétti upp hægri hönd merkir það að ég er viss ... Skilurðu? I þetta sinn rétti ég upp vinstri hönd ... Kennari, hvert ertu að fara? Komdu aftur! Eru börnin hrædd við mýs? Frá Magdalenu Ingimundardóttur: og vill endilega fá að segja börnun- í VETUR mátti heyra í ljósvaka- miðlunum auglýsingu um sunnu- dagsmessu í söfnuði einum hér í Reykjavík, sem hljóðaði svo: „Er músagangur í ... kirkjunni? Eftir helgina spurðist ég fyrir hveiju þetta sætti og fékk þau svör, að kirkjusókn í viðkomandi kirkju hefði verið frábær þennan sunnudag. í messuna kom Mús ein, sem kann að segja sögur. Hún sagði börnun- um sögur, sem þau hlustuðu mjög vel á. Aður en músin kom hafði hún bankað á dyr og gert prestinn svo hræddan að hann faldi sig í predik- unarstólnum. Þessi Mús er afar víð- förul og er sem stendur á Gran Canary, líklega að segja sögur eða læra nýjar sögur til þess að segja börnunum hér í Reykjavík. En Músin kemur til landsins síðasta vetrardag. Allir eru farnir að hlakka til sum- arsins. Því ætlar Bandalag kvenna í Reykjavík, sem er bandalag 21 kvenfélags, að standa fyrir því að gera sumardaginn fyrsta sem hátíð- legstan fyrir fjölskyldufóikið. í Bú- staðakirkju verður fjölskyldumessa, þar sem Þórey Guðmundsdóttir, formaður Bandalagsins, predikar. Þá verður kaffisala í safnaðarheim- ili kirkjunnar, þar sem boðið verður upp á hlaðborð. Þegar Músin frétti af því að boðið yrði uppá hlaðborð tilkynnti hún að hún léti sig ekki vanta. Hún ætlar að koma í safnað- arheimilið og næla sér í veitingar um sögur. Músin er alveg viss um það að pabbi og mamma, afi og amma, og börnin komi í messuna og haldi daginn hátíðlegan. Hún reiknar líka með því að þau komi í fjölskyldu- kaffið og eigi skemmtilega stund saman. Þess vegna hefur músin beðið um nokkrar hnallþórur, klein- ur vill hún líka og fleira góðgæti. En Músin hvíslaði því að okkur að sitthvað fleira yrði um að vera. Það verður sem sagt tískusýning, en hvort Músin fær einhver föt að sýna er ekki gott að segja til um. Þá mun hver miði gilda sem happ- drættismiði og verða barnabækur í vinninga, því að eins og við vitum er verið að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin sín á kvöldin áður en þau fara að sofa. Það getur líka verið gott fyrir stærri börnin að fá bók til þess að lesa sig inn í svefn- inn, þegar kvöldin verða björt. Fjölskyldufólk er því hvatt til þess að koma í messuna kl. 14.00 sumardaginn fyrsta þann 24. apríl nk. og fá veitingar í safnaðarheimil- inu, en allur ágóði af kaffisölunni rennur í verðlaunasjóð hjá Banda- lagi kvenna, en í tilefni af 80 ára afmæli þess • hinn 30. maí nk. er efnt til samkeppni um sögubók fyr- ir börn að 12 ára aldri og heitið verðlaunum fyrir gott handrit. Ver- ið velkomin. MAGDALENA INGIMUNDARD., forstöðumaður afmælisnefndar. Israelsmenn munu reisa húsin Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: KRISTNA menn, eða þá sem það kalla sig, hefur um aldir fyrst og fremst mátt finna í Evrópu og í Ameríku eftir að hún byggðist Evr- ópubúum. Kristindómurinn er grundvallaður á riti sem nefnt er Biblían. Biblían skiptist í tvær meg- in bækur, Gamlatestamentið og Nýjatestamentið. Kristnir menn líta á báða hluta Biblíunnar sem Guðs heilaga, innblásna orð. Þegar kristnir menn því lesa eða heyra lesið úr Biblíunni þá heyra þeir sannleikann. Biblían talar mjög mikið um Gyðinga og ísrael. Hún kallar Gyð- inga Guðs útvalda lýð sem Guð gaf landið ísrael til eilífrar eignar. Meira að segja talar ritningin ná- kvæmlega um hvar landamæri ísra- els séu og segir aftur og aftur að borgin Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis að eilífu. Þrátt fyrir þetta segir heilagt orð Guðs að hann hafi leyft að Gyðingar væru reknir burt frá ísrael um „stundar sakir" til að hegna þeim fýrir óhlýðni við sig, við Guðs orð. En hann muni leiða þá heim til lands- ins í „lok tímanna". Guð talar í gegnum spámann sinn, Esekíel, á þessa leið: „Svo segir Drottinn Guð: Þegar ég safna ísraelsmönnum saman frá þjóðun- um, þangað sem þeim var tvístrað, þá skal ég auglýsa heilagleika minn á þeim í augsýn þjóðanna (allar þjóðir geta nú fylgst með því í sjónvarpi sem er að gerast í ísra- el dag hvern að telja), og þeir skulu búa í landi sínu, því er ég gaf þjóni mínum Jakob. Og þeir munu búa þar óhultir og REISA HÚS og planta víngarða og búa óhultir, með því að ég læt refsidóma ganga yfir alla nágranna þeirra, er þá hafa óvirt, til þess að þeir viður- kenni að ég er Drottinn Guð þeirra.“ Enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir ráðsályktun Al- máttugs Guðs. Þess vegna munu Israelsmenn reisa sín hús í Austur- Jerúsalem og víðar í ísrael hvað svo sem þjóðir heims reyna að gera til þess að koma í veg fyrir það. Það sem orð Guðs segir að verði, það verður. Berjumst ekki gegn Guði, það er hættulegt. Nei, stöndum með Guðs orði og blessum Gyðinga. Þá mun Guð vissulega blessa okkur. SR. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON, prestur fríkirkjunnar Messías. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.