Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 56
IIMMFALDUR 1. VIN.NINGUR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 19. APRIL1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Staðan í flugmannadeilunni á miðnætti Verkfall hafið en við- ræðum haldið áfram VIS með 307 millj- óna hagnað HAGNAÐUR Vátryggingafélags íslands nam alls um 306,8 milljón- um króna á síðastliðnu ári og er það besti árangur félagsins frá stofnun þess. Árið 1995 nam hagn- aðurinn 226 milljónum króna. Aukinn hagnaður félagsins skýrist nær einvörðungu af lægri tekju- og eignarsköttum, en þeir námu 4,5 milljónum í fyrra borið saman við 84 milljónir árið áður. í frétt frá VÍS kemur fram að félagið hafi lækkað iðgjöld í ábyrgðartryggingum bifreiða á árinu um 23-30% og einnig lækk- uðu iðgjöld í kaskótryggingum bif- reiða. Tekjur hafa lækkað sem þessu nemur, en samkeppnisstaða félagsins batnað að sama skapi svo og hagur neytenda. ■ Hagnaður/15 FUNDUR samninganefnda flug- manna og Flugleiðamanna hjá ríkissáttasemjara hafði um mið- nætti í gær staðið í 29 klukku- stundir án þess að samningar næð- ust. Verkfall flugmanna hjá Flug- leiðum hófst klukkan 20 í gær- kvöldi og höfðu þotur félagsins þegar stöðvast vestan hafs, en vél- ar á leið frá Evrópu náðu að fara á loft fyrir kl. 20 og lentu á Kefla- víkurflugvelli á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fella varð niður síðustu ferðir innanlandsflugsins. Mjög hægt hefur gengið í viðræð- unum allan þennan tíma og höfðu samningamenn náð að blunda öðru hveiju milli funda. Ríkissáttasemjari vill reyna til þrautar og telur að þótt hægt gangi hjá deiluaðilum sé rétt að halda þeim áfram á fundi meðan eirihver hreyfing er á málum. Einar Sigurðsson, fulltrúi for- stjóra Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir miðnætti í gær að samningaviðræður væru á viðkvæmu stigi, en að reynt yrði enn um sinn að ná samningum. Sagði hann ekki vera hægt að fara út í efnisatriði viðræðnanna, en að stærstu málin snerust um launamál- in. Um miðnætti í gærkvöldi hafði verkfallið þegar haft áhrif á flug frá Bandaríkjunum og til íslands og áfram til Evrópu. En að sögn Einars var hægt að færa farþega sem ætluðu beint til Evrópu_ yfir á önnur flugfélög. Farþegartil íslands urðu hins vegar frá að hverfa. Verði verkfallið enn óleyst í fyrramálið gegnir sama máli um farþega frá Islandi til Evrópu og síðan seinni- part dags frá Evrópu til Islands. Farþega, sem ætla hins vegar frá Evrópu til Bandaríkjanna, verður hægt að flytja á erlend flugfélög. Einar segir að verði verkfall flugmannanna í tvo sólarhringa muni það hafa áhrif á um 1.500 farþega í innanlandsflugi og á um liðlega tvö þúsund farþega á milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem þarf að flytja á önnur flugfélög. En ferðir um íjögur þúsund farþega til og frá íslandi verði því miður úr sögunni. Þá segir Einar að muni verkfall- ið standa til enda muni tjón Flug- leiða hlaupa á tugum milljóna króna. „En við gerum okkur nátt- úrulega vonir um, á meðan á við- ræðum stendur, að svo verði ekki,“ sagði hann. Steypireyður á Skjálfanda UM 20 metra steypireyður lék listir sínar fyrir tæplega níutíu belgíska ferðamenn vestarlega á Skjálfandadýpi í gær, en þar voru þeir í hvalaskoðunarferð. I samtali við Morgunblaðið sögðust Belgarnir hafa orðið yfir sig glaðir og dansað hring- dans um borð til að fagna því að hafa séð stærsta dýr jarðar. Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri á Knerrinum, segir að steypireyðurin hafi verið hin rólegasta enda mikil áta á þessum slóðum og aðrir sjónar- vottar segja að hún hafi næst verið um tíu metra frá bátnum. Hörður segir einnig að blástur- inn frá henni hafi verið með ólíkindum og að strókurinn hafi verið um 8 metra hár. Gísli A. Víkingsson, líffræð- ingur hjá Hafrannsóknastofn- un, segir að steypireyðurin sé heldur snemma á ferðinni, en yfirleitt verði hennar ekki vart við landið fyrr en í maí. Full- vaxin steypireyður er um 25 metra löng og getur vegið 100 tonn. ■ Um 20 metra steypireyður/4 Morgunblaðið/Heimir Harðarson Fjármálaráðherra um iðgjald í samtryggingarsjóð Langt gengið að krefjast 10% án tillits til fjárhæðar FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir það mikla breytingu og langt gengið að þeim, sem hingað til hafi getað fullnægt lagaskyldu sinni með aðild að séreignasjóði, verði nú gert að greiða 10% í samtryggingarsjóð algjörlega án tillits til ijárhæðar. Kom þetta fram í máli hans á Alþingi í gær þegar hann mælti fyrir frum- varpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Friðrik Sophusson sagði það grundvallarat- riði í frumvarpinu að lágmarksiðgjald væri greitt vegna samtryggingar fyrir alla sem eru á vinnumarkaði. Þeir sem nú greiddu í sér- eignarsjóði yrðu einnig að gerast aðilar að nýjum eða þegar starfandi samtryggingarsjóði. Væri skylda allra til að taka þátt í samtrygg- ingu að ákveðnu marki forsenda þess að tengja megi saman lífeyrissjóðakerfið og almanna- tryggingakerfið á réttlátan og skilvirkan hátt. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræð- una og lýsti Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, andstöðu sinni við frumvarpið og Pétur Blöndal kvaðst ætla að flytja tillögu um að sjóð- félagar kjósi sjálfir stjórn lífeyrissjóðanna og mælti hann einnig fyrir tillögu um að sjóðirnir greiddu eignarskatt. Jón Baldvin Hannibalsson kvaðst við umræð- una vilja leiðrétta ummæli sín varðandi skerð- ingu á bótum almannatrygginga sem væru á misskilningi byggð en þau breyttu í engu kjarna málsins í samanburði á sameignar- og séreign- arsjóðum. Hagnaður Samskipa 36 milljónir HAGNAÐUR Samskipa varð 36 milljónir króna á síðasta ári sem er lakari afkoma en varð á fyrirtækinu árið áður. Hins vegar jukust rekstr- artekjur fyrirtækisins um 25% milli ára og numu 5.768 milljón króna á árinu 1996. Þetta er þriðja árið í röð sem tekjur_ fyrirtækisins aukast umtalsvert. Ástæðuna fyrir auknum umsvifum má rekja til aukinna um- svifa dótturfélaga, vaxandi útflutn- ings og meiri þjónustutekna móð- urfélags en áður var. Rekstrargöld á árinu 1996 námu 5.459 milljónum króna og hækkuðu um 30% milli ára. ■ Lágmarksiðgjald/28 ■ Hagnaður/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.