Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
101. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Fylgst með glímu
tölvu og manns
Breytt fyrirkomulag í Bretlandi
Seðlabankinn
fær frelsi til að
ákveða vexti
London. Reuter.
Mobutu til Gabon
Kveðst
ekki á leið
í útlegð
Kinshasa, Brussel. Reuter.
MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire
heldur í dag til Gabon og hyggst
snúa aftur að tveimur dögum liðn-
um. Sögusagnir hafa verið á kreiki
um að hann hyggist fljúga þaðan til
Frakklands, en talsmaður hans vís-
aði þeim fréttum á bug í gær.
Skæruliðasveitir Laurents Kabila
nálguðust í gær höfuðborg Zaire,
Kinshasa, og hvöttu þeir stjórnar-
herinn til að gefast upp til að koma
í veg fyrir blóðug átök um borgina.
Mobutu mun eiga fund með leið-
togum nokkurra Afríkuríkja í Ga-
bon en forseti landsins, Omar
Bongu, er náinn vinur Mobutus.
Sagði talsmaður Mobutus það rangt
að túlka ferð forsetans til Gabon á
þann hátt að hann væri á leið í út-
legð, hann hefði ævinlega lagt
áherslu á að hann myndi ekki flýja
af hólmi.
Telur Kabila ekki betri
Emma Bonino, sem fer með
mannréttindamál í framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins, for-
dæmdi í gær fjöldamorð á rúandisk-
um flóttamönnum á yfirráðasvæði
skæruliða í Austur-Zaire og kvaðst
efast um að Kabila yrði betri leið-
togi en Mobutu, kæmist hann til
valda.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa
gagnrýnt Kabila harðlega fyrir
meðferð manna hans á flóttafólki en
þeir hafa m.a. gert starfsmönnum
Sameinuðu þjóðanna erfitt fyrir að
hjálpa fólki, sem býr við skelfilegar
aðstæður í flóttamannabúðum.
Vildu „ná
vagninum“
San Diego. Reuter.
MAÐUR sem talið er að hafi ver-
ið félagi í sértrúarsöfnuðinum
„Himnahlið", svipti sig lífi í gær,
mánuði eftir að 38 manns úr söfn-
uðinum frömdu fjöldasjálfsmorð.
Annar félagi úr söfnuðinum
gerði misheppnaða tilraun til
sjálfsvígs. CiVN-sjónvarpsstöðinni
barst í gær myndband frá tvímenn-
ingunum þar sem þeir segjast vona
að þeir hafi „ekki misst af vagnin-
um“. Söfnuðurinn trúði því að
geimskip væri komið til að sækja
meðlimina og að það væri á bak við
halastjömu.
SKÁKÁHUGAMENN fylgdust í
gær spenntir með þriðju skák
Garrí Kasparovs og skáktölvunn-
ar Dimmblárrar í New York.
Skákinni lauk með jafntefli eftir
47 leiki. Hún var tvísýn og spenn-
Clinton
í Mexíkó
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
og Ernesto Zedillo, forseti
Mexíkó, undirrituðu í gær sam-
komulag, sem felur m.a. í sér
hertar aðgerðir gegn eiturlyfja-
smygli og peningaþvætti. Clinton
er nú í þriggja daga opinberri
heimsókn í Mexíkó og markaðist
upphaf hennar af geysilega
ströngu öryggiseftirliti, sem vakti
takmarkaða hrifningu Mexíkóbúa.
Clinton hefur þó verið vel tekið
víðast hvar. Á myndinni ganga
Clinton og Zedillo fram hjá hópi
barna sem fögnuðu gestunum í
Campo Marte-herstöðinni í Mexík-
óborg.
andi, Kasparov fórnaði peði og
náði frumkvæði í miðtaflinu en
lék ónákvæmt. Var samið um
jafntefli eftir fjögurra tíma skák.
■ Skák/45
VEIÐAR norskra útgerðarmanna í
Suður-íshafi hafa vakið umtal í
Noregi, en þeir hafa gengið mjög á
stofn svokallaðs patagónsks tann-
fisks. Hafa þjóðir sem eiga lögsögu
í Suður-íshafí gagnrýnt Norðmenn
fyrir ásókn í stofna sem standa illa
og veiðarnar hafa mælst misjafn-
lega fyrir í Noregi, enda þykir sum-
um þær minna á veiðar Islendinga
í Smugunni.
Norsku útgerðimar sem hlut eiga
að máli, sigla undir hentifána
Panama og Vanuatu. I samtali við
NTB-fréttastofuna segir talsmaður
útgerðar „Norse Pride“, eins togar-
anna, að þar sem yfirvöld í Panama
hafi ekki undirritað samninga um
fiskveiðistjórnun í Suður-íshafi, að-
hafist þeir ekkert ólöglegt. Norsk
stjórnvöld hafa hins vegar undirrit-
að samningana og verður málið tek-
ið fyrir í næstu viku á fundi
CCAMLR-nefndarinnar sem hefur
umsjón með fiskveiðum á svæðinu.
Margir norsku togaranna hafa
veiðiheimildir á svæðinu, en nokkr-
HIN nýja stjórn breska Verka-
mannaflokksins tilkynnti í gær,
flestum að óvörum, að breska seðla-
bankanum yrði veitt fullt frelsi til að
ákveða vexti. Fjármálaráðherrann,
Gordon Brown, tilkynnti að vextir
myndu hækka úr 6,0% í 6,25% til að
koma í veg fyrir að verðbólga færi
úr böndunum en sagði að fyrsta
vaxtaákvörðun sín yrði jafnframt sú
síðasta.
„Við verðum að koma í veg fyrir
að þær grunsemdir vakni að
skammtíma flokkshagsmunir hafi
áhrif á vaxtaprósentuna," sagði
Brown. „Ég hef því ákveðið að láta
breska seðlabankann bera ábyrgð á
henni, og tekur þessi ákvörðun gildi
nú þegar.“ Með þessu gekk Brown
mun lengra en Verkamannaflokkur-
inn hafði lýst yfir að yrði gert fyrir
kosningar.
Ekki nóg fyrir EMU
Áhrif þessarar ákvörðunar urðu
þau að verð á hlutabréfum og ríkis-
skuldabréfum snarhækkaði og
sterlingspundið hefur ekki staðið
eins vel gagnvart þýska markinu í
hálft fimmta ár. Hins vegar sögðu
hagfræðingar að ákvörðun stjómar-
innar væri ekki nóg til að mæta
þeim kröfum sem gerðar væru um
aðild að evrópska myntsamstarfinu,
EMU. Veita yrði seðlabankanum al-
ir veiða innan og utan lögsögu að-
ildarríkja CCALMR án nokkurra
heimilda. Saka stjórnvöld á Nýja-
Sjálandi, í Suður-Afríku og Frakk-
landi Norðmenn um að ganga allt of
hart fram í veiðum á patagónskum
tannfiski, sem er afar verðmætur.
Togararnir höfðu þá gefist upp á að
veiða hann á alþjóðlegu hafsvæði,
vegna lítils afla.
Rannsókn í Argentínu
Þá hafa argentínsk yfirvöld hafið
rannsókn á norsku útgerðarfyrir-
tæki sem gerir út undir argentínsk-
um fána og sagði sendiherra
Argentínu í Noregi að þau hefðu
miklar áhyggjur af veiðum norsku
togaranna.
Meðal þeirra sem eiga hlut í tog-
urum á svæðinu er Viðskipta- og
svæðaþróunarsjóður norska ríkisins
og þingmaðurinn Magnus Stange-
land. Þykir málið afar neyðarlegt
fyrir norsk stjómvöld, sem hafa
reynt að koma í veg fyrir veiðarnar
frá því um áramót en ekki tekist.
gert sjálfstæði en sú væri ekki
raunin þar sem stjórnin héldi eftir
rétti sínum til að skipa seðlabank-
anum fyrir. Sagði Brown ólíklegt að
Bretai' yi'ðu aðilar að EMU þegar
árið 1999.
Héðan í frá verða vextir ákveðn-
ir á mánaðarlegum fundum nýrrar
níu manna nefndar sem í eiga sæti
fimm fulltrúar seðlabankans og
fjórir utan hans. Ríkisstjórnin mun
sem fyrr ákveða innan hvaða marka
halda á verðbólgunni og verður
seðlabankanum í sjálfsvald sett
hvernig hann nær þeim.
„Nokkur
árangur4< á
fundi Rússa
og NATO
Lúxeraborg, Moskvu. Reuter.
„NOKKUR árangur" varð af
fundi Jevgenís Prímakovs, ut-
anríkisráðherra Rússlands, og
Javiers Solanas, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins,
NATO, um stækkun NATO í
Lúxemborg í gær. Sagði í sam-
eiginlegri yfirlýsingu Rússa og
NATO að ganga ætti til frekari
viðræðna eins fljótt og auðið
yrði.
Ekki var tilgreint nánar hvar
eða hvenær slíkur fundur yrði
og þá var heldur ekki tekið
fram hvaða árangur hefði
náðst. Fyrir fundinn höfðu Pól-
verjar spáð því að Rússar
kynnu að fallast á stækkun.
I viðtali, sem birtist við Bor-
ís Jeltsín Rússlandsforseta í
Krasnaja Zvevda í dag, segist
forsetinn munu gera allt sem í
hans valdi standi til að draga úr
þeirri hættu, sem sé samfara
mögulegri stækkun NATO í
austur. Segist hann munu
leggja áherslu á nánari sam-
skipti við fyrrum Sovétlýðveldi
og Kína.
65% óánægð
með Chirac
París. Reuter.
TVEIR þriðjuhlutar franskra kjós-
enda eru ósáttir við frammistöðu
Jacques Chiracs forseta. Þá telur
41% þjóðarinnar að hann eigi að
segja af sér, vinni vinstrimenn sig-
ur í komandi kosningum.
Þetta kemur fram í skoðanakönn-
unum sem birtar voru í gær. Þær
benda hins vegar til þess að stjórn-
in muni halda meirihluta sínum
þrátt fyrir nokkurt fylgistap, nái
301 af 555 þingsætum en vinstri-
flokkarnir fái 254 sæti.
■ Lýsir yfír stuðningi/18
Reuter
„Smuguveiðar“
Norðmanna í
Suður-Ishafí
Ósló. Morgunblaðið.