Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997________________________________________________________________MÓRGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra á aðalfundi Vinnuveitendasambands Islands
Betri sóknarfæri í atvinnu-
lífinu eftir kjarasamninga
Morgunblaðið/Þorkell
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ólafur B. Ólafsson formað-
ur Vinnuveitendasambands íslands á aðalfundi VSÍ í gær.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra,
og Ólafur B. Ólafsson, formaður
Vinnuveitendasambands íslands,
gerðu báðir nýlega kjarasamninga
að umtalsefni í ræðum sínum á
aðalfundi VSÍ. Sögðu þeir langan
samningstíma byggjast á því að
verðþólga verði lág og sagði forsæt-
isráðherra mikilvægt að atvinnulífið
notaði vel sóknarfæri sem byðust.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði kjarasamningana byggjast á
meiri kaupmáttaraukningu en
menn hefðu lengi þorað að stefna
að. Sagði hann góðan hagvöxt og
stöðugleika hafa lagt grunninn að
þeim.
Hann ræddi einnig sóknarfærin:
„Líklega eru nú betri sóknarfæri í
íslensku atvinnulífi en um langt ára-
bil í ljósi nýgerðra kjarasamninga,
umbóta í efnahagsmálum og hag-
stæðra þjóðhagslegra skilyrða heima
fyrir og erlendis. Sjaldan hafa verið
jafn góð skilyrði fyrir atvinnulífið
til að sækja fram, auka framleiðni
og verðmætasköpun. Forráðamönn-
um fyrirtækja yrði ekki fyrirgefið,
og ætti ekki að fyrirgefa, ef þeir
nýttu ekki þessi tækifæri til fulls. í
óðaverðbólguskeiði liðinna áratuga
gátu lélegir stjómendur falið sig í
heimi efnahagslegrar óreiðu og
skellt skuldinni á aðra. Nú hafa
Hörð verk-
fallsvarsla
fyrir vestan
VERKFALLSVERÐIR á ísafirði
höfðu sig nokkuð í frammi í gær
og stöðvuðu störf verkstjóra við
flutning á rækju og akstur Bolvík-
ings með umbúðir til Bakka í Bol-
ungarvík, héldu vörð um að gámar
yrðu ekki fluttir til móts við skip
Eimskipafélagsins í Bolungarvík og
höfðu afskipti af störfum bílstjóra
hjá Gámaþjónustu Vestfjarða.
Vinnuveitendur telja aðgerðimar
ólöglegar, talsmenn ASV segja að
um verkfallsbrot hafi verið að ræða.
Viðræður hafa ekki farið fram í
kjaradeilunni fyrir vestan í rúma
viku en Pétur Sigurðsson, forseti
ASV, segir að verkalýðsfélögin
áformi að leggja fram tilboð þegar
tími gefíst til frá önnum í verkfalls-
vörslu vegna tíðra verkfallsbrota.
Einar Jónatansson, formaður Vinnu-
veitendafélags Vestfjarða, sagði í
gær að hann gæti ekki séð að staða
fyrirtækja á Vestfjörðum væri sterk-
ari en annars staðar og að þau
gætu ekki tekið á sig meiri kostnað-
arhækkanir en önnur fyrirtæki.
þeir sem betur fer ekkert slíkt skjól.
Þeir verða að standa sig eða rýma
til fyrir öðrum.“
Þá sagði forsætisráðherra að
endurskoða yrði kerfi almanna-
trygginga sem nú væri orðið alltof
flókið og óskiljanlegt, m.a. vegna
víðtækrar tekjutengingar. Hann
upplýsti að á næstunni yrðu af-
greidd lög frá Alþingi um að breyta
Landsbanka og Búnaðarbanka í
hlutafélög og stefnt væri að sölu
hlutafjár ríkisins í SKÝRR, íslensk-
um aðalverktökum, Áburðarverk-
smiðjunni, Sementsverksmiðjunni
og íslenska járnblendifélaginu.
Varað við ofþenslu
Ólafur B. Ólafsson, sem var end-
urkjörinn formaður VSÍ á fund-
inum, sagði nýjar hættur fylgja
miklum launabreytingum og góðu
gengi i atvinnurekstri. Varaði hann
við ofþenslu, að framkvæmda- og
eyðslugleðin mætti ekki bera heil-
brigða efnahagsstjóm ofurliði.
Sagði hann merki ofþenslu birtast
í baráttu fyrirtækja um vinnuafl,
sem þýddi verri afkomu útflutnings-
fyrirtækja, vaxandi halla í viðskipt-
um við útlönd, hækkandi verðlag
og lækkandi gengi. Sagði hann
nauðsynlegt að ríkisstjórnin beitti
tiltækum ráðum til að góðir mögu-
YFIR tuttugu sinubrunar hafa
verið á höfuðborgarsvæðinu
seinustu daga og eru slíkar
íkveikjur orðnar árlegt vanda-
mál. Fossvogsdalur og Elliðár-
dalur hafa iðulega verið vett-
vangur brennuvarganna, auk
Öskjuhlíðar og fleiri bersvæða,
meðal annars í Mosfellsbæ þar
sem barist var við sinuelda í
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Raf-
iðnaðarsambands íslands og Pósts
og síma hefur verið boðaður hjá
ríkissáttasemjara klukkan tíu í
dag. Óformlegur fundur var hald-
inn hjá sáttasemjara síðdegis í gær
en þá voru níu dagar síðan form-
legur fundur í deilunni var síðast
haldinn.
Verkfallsnefnd rafiðnaðarmanna
dró til baka í gær ótímabundnar
undanþágur fyrir vaktmenn á
mælaborði Landsímans og tvo
starfsmenn sem vinna við símkerfið
á Keflavíkurflugvelli. Nefndin
stöðvaði jafnframt afgreiðslu
leikar í efnahagslífinu spilltust ekki
vegna ofþenslu.
Sagði hann ýmsar leiðir til þess,
m.a. að nýta efnahagsbatann til að
hefja endurgreiðslur á lánum sem
tekin hefðu verið á erfiðleikaárum
og örva mætti sparnað almennings.
Varpaði hann fram þeirri hugmynd
Barist við
sinuelda
gærmorgun eins og sjá má á
myndinni. Bannað er lögum sam-
kvæmt að kveikja í sinu og
brenna hana í þéttbýli og varða
beiðna um undanþágu og lá við að
hún yrði leyst upp í gær, að sögn
Sigurðar Kjartanssonar formanns
verkfallsnefndar rafiðnaðarmanna.
„Við teljum að Póstur og sími
hafi framið verkfallsbrot með því
að láta mann sem ekki er í okkar
samtökum ganga í viðgerð á fjöl-
síma í Landsímahúsinu í fyrradag,
sem okkar menn hefðu gengið í
að öðrum kosti. Því sáum við á
tímabili ekki tilganginn í því að
halda nefndinni úti, þar sem ekk-
ert mark er tekið á því hvort við
veitum undanþágur eða ekki,“ seg-
ir hann.
að veittur yrði afsláttur frá tekju-
skatti vegna viðbótar iðgjalda í líf-
eyrissjóð. Þá mætti og stækka þann
hluta hagkerfísins sem háður væri
virkri samkeppni. Ríki og sveitarfé-
lög gætu aukið kaup sín á þjónustu-
fyrirtækjum og selt opinber fyrir-
tæki.
brot á lögunum sektum. Lögregl-
an hvetur foreldra og forráða-
menn bama til að sjá til þess að
bömin hafi ekki eldfæri undir
höndum og brýni fyrir þeim
hættur af íkveikjum. Að fenginni
reynslu er m.a. hætta á að lítil
böm geti lokast inni á milli mik-
illa sinuelda og að eldurinn ber-
ist 1 annan gróður og eignir.
Norðanátt
fram yfir
helgi
NORÐLÆGAR áttir verða ríkjandi
fram yfír næstu helgi en þó hlýnar
eitthvað í veðri, segir Hörður Þórð-
arson veðurfræðingur. Hann telur
að ekki verði eins kalt í veðri næstu
daga og var í gær.
Næstu daga er útlit fyrir að verði
norðlægar áttir og frost að nætur-
lagi norðan til á landinu en annars
staðar fremur svalt, eða 1-5 stiga
hiti á daginn norðan til á landinu
en heldur hlýrra sunnan til.
Hörður segir að fremur öfiug
lægð við Noreg og hæðarhryggur
vestur af íslandi beini til okkar
köldu lofti ættuðu norðan úr íshafi.
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri segir að töluvert sandfok hafi
verið austur í Hornafírði úr aurum
og farvegi Hornafjarðarfljóta. Einn-
ig var sandfok á Mýrdalssandi.
„Það er mjög slæmt að fá svona
veður í maí þegar gróður er ekki
kominn af stað en allur snjór er
farinn og jörðin farin að þoma. Það
verða einhveijir gróðurskaðar, ekki
síst ef þessi átt helst. Sem betur
fer sjáum við árangur af aðgerðum
landsmanna á þessu sviði því í svona
veðri fyrir um tíu árum hefðum við
ekki séð út úr augum hérna í Gunn-
arsholti," sagði Sveinn.
-----♦ ♦ ♦-----
Betra
veðurútlit
á Everest
VEÐUR er heldur að skána efst á
Everest, að sögn Bjöms Ólafssonar,
en hann og félagar hans, Einar K.
Stefánsson og Hallgrímur Magnús-
son, leggja af stað á tind Everest á
morgun, uppstigningardag.
Aðrir leiðangursmenn í leiðangri
Johns Tinkers lögðu af stað í gær
og gekk þeim vel. Þeir fóru beint
upp í þriðju búðir og fara í fjórðu
búðir í dag. Björn sagði að það
Væra strangir dagar framundan.
Þeir myndu ekki taka sér hvíldar-
daga heldur fara beint úr þriðju
búðum í fjórðu búðir og þaðan í
fimmtu búðir í Suðurskarði.
„Við áætlum að hvíla okkur fram
eftir degi í Suðurskarði og leggjum
síðan af stað um kl. 11 aðfaranótt
sunnudags. Við gerum ráð fyrir að
við munum ná toppnum á milli kl.
7-9 um morguninn, þ.e. á milli 1-3
að íslenskum tíma. Það lítur ágæt-
lega út með veðurútlit núna, en það
þarf hins vegar ekki nema einn
óveðursdag til að þessi áætlun rask-
ist. Sé horft til sögu fjallaferða á
Everest er þetta besti tíminn. Mönn-
um hefur yfirleitt gengið vel í kring-
um 10. maí.“
■ Sherparnir einstakir/10
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ
„Ekki yfirgrips-
mikil athugnn“
Á RÁÐSTEFNU sjávarútvegs-
ráðherra á Akureyri í gær var
lögð fram skýrsla um „veiðigjald
og skattbyrði byggðarlaga". í
inngangsorðum skýrslunnar seg-
ir Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands svo meðal ann-
ars:
„Rétt er að taka fram að við-
fangsefnið er nokkuð margþætt,
meðal annars ber að hafa í huga
að skattkerfi landsmanna er flók-
ið og veiðigjald er unnt að leggja
á með ýmsum hætti. Á hinn bóg-
inn er hér ekki um yfirgrips-
mikla athugun að ræða. Með-
fylgjandi skýrsla getur því ekki
falið í sér endanlegar niðurstöður
um áhrif veiðigjalds á skattbyrði
eftir landshlutum. Á hinn bóginn
er vonast til þess að hún gefi
sæmilega réttvísandi mynd af
þeim áhrifum."
■ Veiðigjald leiðir/12
Sáttafundur eft-
ir 9 daga hlé