Morgunblaðið - 07.05.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Rekstrarafkoma Borgeyjar hf. á árinu 1996 olli vonbrigðum
Hagnaður nam um
24 milljónum króna
BORGEY hf. á Höfn í Hornafirði
skilaði alls liðlega 24 milljóna króna
hagnaði á árinu 1996. Þar er með-
talin hlutdeild félagsins í afkomu
dótturfélaga, en á móti kemur af-
skrift yfirverðs hlutabréfa í dóttur-
félaginu Húnaröst.
Hagnaður móðurfélagsins nam
um 5 milljónum á síðasta ári en
árið áður nam hagnaður þess tæp-
lega 44 milljónum. Rekstrarafkoma
móðurfélagsins á árinu 1996 olli
vonbrigðum, að því er fram kemur
í skýrslu stjómar sem lögð var fram
á aðalfundi í gær.
í skýrslunni er m.a. skýrt frá því
að áætlað hafði verið að afla um
20 þúsund tonna af síld á árinu,
en vegna rekstrarstöðvunar í fryst-
ingu á vertíðinni og vegna þess að
veiði í nót brást að mestu frá því
seinnipartinn í nóvember, varð síld-
araflinn mun minni. Þá kemur fram
að saltfiskverkun jókst úr 2.171
tonni í 2.887 tonn eða um 948 tonn.
Afkoma vinnslunnar var hins vegar
afar slök fyrrihluta ársins og eru
þær ástæður tilgreindar að hráefn-
isverð hafi verið hátt miðað við
gæði. Þá hafi vinnslan ekki ráðið
við þetta mikla magn. Vinnubrögð-
um við hráefniskaup og vinnslu var
breytt seinnihluta ársins, þannig að
mun betri árangur náðist á haust-
vertíð. Þá gekk síldarfrysting hjá
Borgey ekki sem skyldi bæði vegna
seinkunar á uppbyggingu vinnslu-
kerfis, mistaka við þrýstiprófun fry-
stikerfis og lélegrar veiði í nóvem-
ber og desember. Frysting loðnu
gekk aftur á móti vonum framar,
en afkoma kolavinnslu varð lakari
en ráðgert var.
Fjárfest fyrir
1 milljarð
Starfsemi Borgeyjar á síðasta ári
einkenndist af töluverðum fjárfest-
ingum. Gengið var frá kaupum á
Húnaröst ehf. sem gerir út Húna-
röst SF 550. Kvótaeign félagsins
er tæplega 2,5% af loðnukvótanum
og rúmlega 4,55% af síldarkvótan-
um auk rúmlega 100 þorskígildis-
tonna. Húnaröst á aftur 40% hlut
í fiskimjölsverksmiðjunni Óslandi
þannig að eignarhlutur Borgeyjar í
því félagi óx í 80% með kaupunum.
Auk þess var ráðist í umfangs-
mikla uppbyggingu í landvinnslu
félagsins. Byggðar voru nýjar
vinnslulínur fyrir kola og uppsjávar-
fiska. Fjárfestingar móðurfélagsins
námu samtals um 1 milljarði króna
á árinu, en þar af voru 75 milljónir
fjármagnaðar með hlutafjáraukn-
ingu, 715 milljónir með langtíma-
lánum og 212 milljónir út úr rekstri
og með skammtímalánum.
Borgey gerir út einn bát, Hvann-
ey SF 51, sem gerður var út á snur-
voð og humartroll. Þá hefur fyrir-
tækið átt í samstarfi við heimabáta
sem aflað hafa hráefnis tii salt-
fisks-, kola- og humarvinnslu. Loks
hefur félagið fengið hráefni frá
Grindvíkingi GK 606 svo og Jónu
Eðvalds SF 20.
Heildartekjur samstæðunnar
námu 2.345 milljónum á árinu 1996
en voru 2.047 milljónir árið á und-
Boraey hl
Úr reikningum 1996 Samstæða Móðurfélag
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1996 1995
Rekstrartekjur 2.345,3 1.853,4 1.359,1
Rekstrarqjöld 2.047.5 1.685.9 1.182.1
Hagnaður án fjármagnskostn. 114,5 70,0 98,0
Fjármagnsliðir (85,5) (64,8) (51,1)
Hagnaður af reglul. starfsemi 29,0 5,2 46.9
Hagnaður ársins 24,2 24,2 43,6
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '96 31/12*96 31/12*95
j Eiymr:
Veltufjármunir 558,2 495,4 372,8
Fastafjármunir 1.925,5 1.624,7 688,3
Eignir samtals 2.483,7 2.120,1 1.061,1
1 Skuldir oq eigiO fé: \ Skammtímaskuldir 734,7 591,9 222,1
Langtímaskuldir 1.174,0 961,2 340,2
Eigið fé 567,0 567,0 498,8
Skuldlr og eigið fé samtals 2.483,7 2.120,1 1.061,1
Kennitölur 1996 1996 1995
Veltufé frá rekstri Miiljónir króna 187,8 87,9 123,0
an, en nánari upplýsingar úr árs-
reikningi Borgeyjar er að finna á
meðfylgjandi yfirliti.
Ávöxtun eigin fjár, þ.e. hagnaður
samstæðunnar í hlutfalli við eigið
fé í ársbyijun var 4,8%. Hlutafé var
aukið um 60 milljónir á árinu eða
úr 366 milljónum í 426 milljónir.
Bréfin voru seld á genginu 1,25 eða
fyrir 75 milljónir. Gengi hlutabréf-
anna hækkaði mjög á árinu frá því
félagið var skráð á Opna tilboðs-
markaðnum. Það var 1,20 í febrúar
en fór hæst í 3,85. í lok árs 1996
var gengið 3,50, en síðustu við-
skipti urðu á genginu 3,0.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FYRIRÆTLANIR utanríkisráðuneytisins um aukna þjónustu við atvinnulífið hlutu góðar viðtökur
á aðalfundi Utflutningsráðs í gær.
Útflutningsráð íslands og utanríkisþjónustan í samstarf
Stóraukin þjónusta við
útfíutningsfyrirtæki
Landsbréf hf. um verðhækkanir hlutabréfa
Verðið hærra
en ínágranna-
ríkjunum
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands og ut-
anríkisþjónustan munu á næstu
misserum stórauka þjónustu við ís-
lensk fyrirtæki sem stunda eða hafa
áhuga á að hefja útflutning eða
starfsemi erlendis. Frá og með 1.
september næstkomandi verður boð-
in samræmd viðskiptaþjónusta í öll-
um sendiráðum íslands erlendis en
á næsta ári er stefnt að því að bjóða
slíka þjónustu í fleiri löndum.
Þetta kom fram í erindi Helga
Ágústssonar, ráðuneytisstjóra ut-
anríkisráðuneytisins, á aðalfundi
Útflutningsráðs, sem haldinn var í
gær. Að undanförnu hefur staðið
yfir endurskipulagning á samstarfi
utanríkisráðuneytisins og Útflutn-
ingsráðs, sérstaklega með tilliti til
reksturs viðskiptaskrifstofa og
sendiráða erlendis. Helgi gerði grein
fyrir þeirri vinnu og sagði að m.a.
hefði verið stuðst við viðhorfskönnun
sem gerð var á meðal forráðamanna
fyrirtækja. Niðurstaðan var sú að
mikil þörf væri fyrir formlega við-
skiptaþjónustu á vegum íslenskra
stjórnvalda sem næði til sem flestra
staða í heiminum. í könnuninni sögð-
ust rúmlega 70% aðspurðra stjórn-
enda að þeir myndu notfæra sér slíka
viðskiptaþjónustu ef þeir ættu þess
kost og 96% sögðu að að sú þekking
reynsla og aðstaða, sem utanríkis-
þjónustan ræður yfir, ætti að vera
aðgengileg íslenskum fyrirtækjum.
Samræmd þjónusta
Útflutningsráð starfrækir nú þijár
viðskiptaskrifstofur erlendis, í New
York, Berlín og Moskvu. Þá hafa
sendiráðin erlendis um árabil þjónað
íslenskum fyrirtækjum með óform-
legum hætti.
Helgi sagði það vera skoðun ráðu-
neytisins að utanríkisþjónustan ætti
að ýta undir útrás íslenskra fyrir-
tækja sem víðast en það þýddi að
veita þyrfti formlega viðskiptaþjón-
ustu á fleiri stöðum en nú er gert.
Ákveðið hefði verið að efla og sam-
ræma viðskiptaþjónustuna erlendis
og tengja viðskiptaskrifstofur Út-
flutningsráðs við ráðuneytið. „Frá
og með 1. september næstkomandi
verður boðin þjónusta á tíu stöðum,
þ.e.a.s. í Kína, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Rússlandi, Þýskalandi,
Bretlandi, Belgíu, Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Næstu skref verða að útvíkka
þjónustuna til umdæmislanda sendi-
ráðanna. Þannig geri ég t.d. ráð
fyrir að Suður-Evrópuríkin, Kanada
og Suður-Ameríka bætist fljótlega
við,“ sagði Helgi.
ÞINGVÍSITALA hlutabréfa hefur
haldið áfram að hækka að undan-
förnu og í gær hafði vísitalan
hækkað um 39,9% frá áramótum.
Kemur þessi hækkun í framhaldi
af nálægt 60% hækkun allt árið í
fyrra.
Þessi þróun er gerð að umtals-
efni í nýjum Kauphallarvísi Lands-
bréfa. Þar segir m.a. að eftir þess-
ar miklu hækkanir sé svo komið
að verð hlutabréfa á markaðinum
í heild sé orðið mjög hátt, það sé
orðið hærra (sem hlutfall af hagn-
aði) en í nágrannaríkjum okkar.
Það eitt þýði að þegar verið sé að
íhuga hlutabréfakaup þurfi að fara
varlega og vanda valið verulega
því það sé mikill munur á góðu
hlutafélagi og góðu hlutabréfi.
Kaup á hlutabréfi í góðu félagi sé
ekki endilega góð fjárfesting, það
sé háð því verði sem greitt sé.
„Það sem einna helst virðist
valda undangengnum hækkunum
er umframeftirspurn eftir hluta-
bréfum, en þetta ástand hefur nú
varað í nokkuð langan tíma. Viðlíka
hækkanir geta varla haldið áfram
með þeim hraða sem verið hefur
undanfarnar vikur. Það hlýtur að
ÞYZKI iðnrismn Thyssen AG krefst
500 milljóna marka aukagreiðslu
frá Krupp vegna samruna stálum-
svifa fyrirtækjanna fyrir skömmu
að sögn fréttaritsins Der Spiegel.
Spiegel sagði að Krupp neitaði
að inna greiðsluna af hendi og
samruninn kynni að fara út um
þúfur.
Talsmenn fyrirtækjanna sögðu
koma til þess á einhveijum punkti
að há ávöxtun skuldabréfa á Is-
landi komi að einhveiju leyti í stað
hlutabréfa hjá íslenskum fjárfest-
um,“ segir ennfremur.
Spá lækkun
langlímavaxta
Hvað vaxtaþróun áhrærir segir
í Kauphallarvísi Landsbréfa að
vextir hafi lækkað nokkuð á lang-
tímamarkaði í kjölfar tilkynningar
um áætlaða lánsfjárþörf ríkissjóðs
á árinu. En nú bendi allt til þess
að framboð ríkistryggðra bréfa í
frumsölu verði mjög takmarkað
það sem eftir lifi árs. Ávöxtunar-
krafa húsbréfa hefur nú náð jafn-
vægi í kringum 5,60% eftir að hafa
verið á milli 5,80 og 5,90% um síð-
ustu áramót.
„Þrátt fyrir þá lækkun sem þeg-
ar er orðin á langtímavöxtum eru
forsendur fyrir frekari vaxtalækk-
unum. Eins og áður sagði verður
framboð ríkistryggðra bréfa tak-
markað, en auk þess hafa mörg
af stærri fyrirtækjum og sveitarfé-
lögum leitað til útlanda eftir lánsfé
vegna mikils vaxtamunar hérlendis
og erlendis.
að viðræðurnar um samrunann
væru á réttri leið. Stáldeildir fyrir-
tækjanna voru sameinaðar 1. apríl
í Thyssen Krupp Stahl AG og á
Krupp 40% hlutabréfa en Thyssen
60%.
Samkvæmt samningnum á
Thyssen Krupp að greiða Thyssen
300 milljónir marka á ári af hagn-
aði sínum til ársloka 2001.
Thyssen vill meira
fé frá Krupp
Hamborg. Reuter.
h
I
í
6
i
i
I
i
L
i
I
t
I
I
I
I
1