Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 17 VIÐSKIPTI RAFN B. Rafnsson, framkvæmdastjóri GKS og Sigurður Helga- son forsijóri Flugleiða handsala samning fyrirtækjanna. Flugleiðir kaupa vinnu- stöðvar frá GKS FÍS stefnir heil- brigðisráðherra VSK-víxl- ar seldir fyrir 4,5 milljarða LÁNASÝSLA ríkisins tók til- boðum í svokallaða VSK-víxla til 95 daga fyrir um 4.500 milljónir króna í útboði sem fram fór á föstudag. Útboði þessu var einkum beint til stærri fjárfesta svo sem banka, sparisjóða og verð- bréfafyrirtækja. Alls bárust 11 tilboð í þessa ríkisvíxla að fjárhæð 7.150 milljónir króna. Þar af var Seðlabanka íslands með 600 milljóna króna tilboð miðað við meðalverð samþykktra til- boða. Meðalávöxtun útboðsins var 7,08% og var það í sam- ræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi á föstudag. í útboði í byijun apríl var ávöxt- unarkrafan 7,17% og hefur því lækkað um 9 punkta. Fundur um bætta sam- keppnisstöðu VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands efnir til fundar í dag, miðvikudaginn 7. maí kl. 12. í Verkfræðingahúsinu Engja- teig 9. Fjallað verður um til- lögu Útflutningsnefndar VFÍ um breytingar á skattalögum til að bæta samkeppnisstöðu íslands svo sem við útflutning á tækniþekkingu. Útflutningsnefnd VFÍ hefur að undanförnu skoðað ýmsar hliðar á því hvernig bæta megi samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningi og skapa þeim svipuð vaxtarskil- yrði og gerist meðal sam- keppnislanda. Nefndin fékk Endurskoðunarmiðstöðina Coopers og Lybrand sér til aðstoðar til að kanna þessi mál í nágrannalöndunum og gera tillögur um breytingar á íslenskum skattalögum með það að markmiði að efla út- flutning á tækniþekkingu. Á fundinum mun Útflutn- ingsnefndin með aðstoð sér- fræðinga Coopers og Lybrand kynna skýrslu nefndarinnar og gera grein fyrir tillögum sínum. Ráðstefna Tölvutækni- félags Islands TÖLVUTÆKNIFÉLAG ís- lands heldur sína árlegu ráð- stefnu þann 9. maí nk. kl. 9-17 á Hótel Loftleiðum. Að þessu sinni verður þema ráð- stefnunnar „Hönnun og fram- kvæmdir, samþáttun upplýs- ingaferla í byggingariðnaði með notkun byggingartækni". í frétt frá félaginu kemur fram að meðal fyrirlesara verða dr. Ziga Turk, Robert Amor og Karl-Johan Serén. Þeir eru allir þekktir fyrirlesar- ar á alþjóðlegum ráðstefnum og eru virkir þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi á sviði upplýsingatækni. Auk þess að taka þátt í helstu verkefnum styrktum af Evrópusamband- inu á þessu sviði. Einnig verða 6 innlendir fyrirlesarar á ráð- stefnunni. Skráning fer fram hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðn- aðarins í síma 567 6000, fax 567 8811 og netfang ttfi@ra- bygg.is FLUGLEIÐIR hafa gert þjónustu- samning við GKS ehf. um kaup á allt að 150 vinnustöðvum vegna end- urnýjunar á húsgagnakosti í aðal- stöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Samningurinn kveður jafnframt á um heilsuverndarráðgjöf GKS með það að markmiði fræða starfsmenn og auka skilning þeirra á þeim þáttum sem valdið geta álagssjúkdómum. Álagssjúkdómar meðal skrifstofu- manna eru algengir hér á landi sem annars staðar og stafa þeir oftast af rangri líkamsbeitingu og ónógri aðlögun vinnuaðstöðu að þörfum hvers og eins starfsmanns. Hjá GKS starfa sérfræðingar um heilsufræði og hafa þeir útbúið sérstakt kynn- ingarefni sem er sérsniðið að þeim þáttum sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan skrifstofufólks, að því er segir í frétt frá GKS. Samningur Flugleiða og GKS er til tveggja ára og nemur andvirði hans 25 milljónum króna. Húsgögn í skrifstofum fyrirtækisins verða endurnýjuð í áföngum á samnings- tímanum og nýju húsgögnin aðlöguð þörfum hvers og eins í samráði við einstaka starfsmenn. FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur stefnt heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, vegna breytinga á lyfjaverði og verður stefnan vænt- aníega þingfest hinn 15. maí nk. í desember sl. var innflytjendum lylja tilkynnt að lyfjaverðsnefnd hefði samþykkt breytingar á há- marksverði lyfja frá og með 1. jan- úar 1997. Breytingar fela í sér að öll lyf með kostnaðarverð undir eitt þúsund krónum skuli hækka um 1,77% en lyf með hærra kostnaðar- verð en þijú þúsund krónur skuli lækka um 2,65%. Samkvæmt bréfi sem stjóm lyfja- hóps FÍS sendi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra í desember sl. bendir hún á að samkvæmt lögum eru það lyfjainnflytjendur, -framleið- endur og umboðsmenn þeirra sem skulu sækja um allar verðbreytingar á lyfseðilsskyldum lyíjum. „Stjórn- inni er ekki kunnugt að almennt hafi verið sótt um heimild til lækkun- ar á lyfjum." TÖLVUVERSLANIR ACO og Upplýsingatækni voru sameinaðar um síðustu mánaðarmót og hefur verslun Upplýsingatækni verið lok- að og starfsemin sameinuð undir merkjum ACO í Skipholti 17. í verslun Upplýsingatækni hefur verið á boðstólum úrval tölvu- búnaðar og prentara frá Hewlett- Packard sem hér eftir mun fást í Stjórn lyfjahóps FÍS bendir einnig á í bréfinu að lækkun á verði lyfja sé í raun höfnun á því verði sem skráð er og að samkvæmt tilskipun ESB beri Iögbæru yfirvaldi að færa rök fyrir höfnun sinni og gera viðkom- andi grein fyrir þeim lagaúrræðum sem hann getur nýtt sér sem og þann frest sem hann hefur til þess. Gegn þessu ákvæði telur stjórn lyfja- hópsins að hafi verið brotið. Að sögn Baldvins Hafsteinssonar, héraðsdómslögmanns, er félagið ósátt við að lyfjaverðsnefnd geti ein- hliða tekið lyfjaverðlagningu til end- urskoðunar á þennan hátt. „I stefn- unni áskiljum við okkur rétt til að leita til Évrópudómstólsins um að hann gefi leiðbeinandi álit um hvort þessi lög og framkvæmd þeirra standist tilskipun ESB sem Isiand hefur gengist undir með samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. Ef málið fer til Evrópudómstólsins þá verður þetta eitt af fyrstu málun- um þar sem beðið verður um álit af þessu tagi. verslun ACO. Með þessari samein- ingu er enn styrkari stoðum rennt undir þá stefnu ACO hf. að bjóða viðskiptavinum sínum heildar- lausnir í tölvumálum, að því er segir í frétt. ACO hf. áætlar að opna í ágúst verslun að Ármúla 7 undir nafninu ACO-Upplýsingatækni með nýju sniði og breyttum áherslum. línuskautar Upplýsingar um stólinn (undirvagninn); Hraði, rásfesta og öryggi. Tvöfaldar ABEC 1 leggur í hverju dekki tryggja að línuskaut- inn rennur hratt og örugglega. 72 mm dekk undir fullorðins og bama. Gerð úr sterkri gúmmíblöndu, sjá til þess að línuskautinn er rásfastur við flestar aðstæður. Hægt er að breyta afstöðu á dekkjunum í miðjunni til að auðvelda beygjur (street hockey). BaUER hnéhlífar. Verð kr. 1.990. BBUEB F2/V2 Fáðu þér ömggan strax! Stærðir 33-46. Verð kr. 9.990. B3UEH vara-/aukahlutir: Bremsukubbar x 2 kr. 690. ABEC 1 hjólaleggur S stk. kr. 1.990. 72 mm dekk x 4 kr. 2.490. Smellur m/öllum festingum kr. 1.990. Street hockey vörur t.d. markmannssett, kylfur, hjálmar, street hockey puck o.fl. B3UEB olnbogahlífar. Verð kr. 1.990. FXl Mjúkur og stöðugur. Stærðir 38-47. Verðkr. 14.990. B3UEFS úlnliðshlífar. Verðkr. 1.990. BBUEB HXl Street-hockey skauti. Stærðir 41-47. Verðkr. 17.990. Frísport, Laugavegi Sportkringlan, KHngiunni íþróttabúðin, Borgartúni. K-Sport, Keflavík. SpOrtVCT, Akureyri. TopptnCnn Og SpOtt, Akureyri. Heilsurækt.Sauðárkróki. HjÓlabær.Seifossi. Hafðu samband og fáðu upplýsingar. Við erum helstu BBUEB búðirnar og þjónustum þig. ACO og Upplýsinga- tækni sameinast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.