Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
________________________ERLEIMT___________
Fjórir fyrrverandi ráðherrar sækjast eftir starfi leiðtoga íhaldsflokknum
Redwood og Howard í hóp
hugsanlegra arftaka Majors
Michael Howard John Redwood
London. Reuter.
TVEIR þingmenn íhaldsflokksins
tilkynntu í gær að þeir myndu sækj-
ast eftir útnefningu til flokksleið-
toga þegar eftirmaður Johns Maj-
ors, fyrrverandi forsætisráðherra, í
það starf verður valinn.
John Redwood, sem fór um tíma
með málefni Wales í stjórn Majors,
og Michael Howard, fráfarandi
innanríkisráðherra, lýstu yfir
framboði í gær. Áður höfðu Ken-
neth Clarke, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, og Peter Lilley, fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, lýst yfir
framboði.
Redwood sagði af sér ráðherra-
starfi 1995 og bauð sig fram gegn
Major í leiðtogahlutverkið en beið
mikinn ósigur í atkvæðagreiðslu
meðal þingmanna. Hann sagði i
gær, að það yrði sér til framdrátt-
ar í leiðtogastarfi að hafa ekki
setið í stjórn Majors síðustu tvö
árin. í kappræðu við Tony Blair
forsætisráðherra gæti hann horft
til framtíðar í stað þess að þurfa
verja verk stjórnarinnar fyrrver-
andi.
Redwood sagði að eitt mál, eins
og t.d. Evrópumálin, mætti ekki
tröllríða allri umræðu í íhalds-
flokknum, verða að þráhyggju.
Flokkurinn væri eins
og kirkja þar sem hátt
væri til lofts og vítt til
veggja. Vandinn væri
sá að þessa kirkju
dýrkuðu ekki nógu
margir nú. Hann hefur
verið einn helsti merk-
isberi efasemdar-
manna um Evrópus-
amrunann í flokknum
og neitaði að það yrði
til að staðfesta sundr-
ungu meðal flokks-
manna næði hann
kjöri. Hann sagði sig
í gær eiga það sameig-
inlegt Clark, að báðir
teldu hroðvirknislega Evrópumynt
ekki koma Bretum að gagni. „Og
ég heid að það verði aldrei neitt
annað í boði en hroðvirknismynt,“
sagði hann.
Michael Howard hélt sömuleiðis
blaðamannafund og tilkynnti fram-
boð til flokksleiðtoga, en talið er
að eftirmaður Majors verði kosinn
snemma sumars.
Verður Hague svar
íhaldsflokksins við Blair
Howard sagði að þeir William
Hague, arftaki Redwoods á ráðher-
rastóli, hefðu orðið sammála um
sameiginlegt framboð til flokksfor-
ystu en síðan hefði Hague snúist
hugur. Breskir veðmangarar telja
Hague, sem er 36 ára, eiga mestar
líkur á sigri i leiðtogakjöri og sjón-
varpsstöðin Sky hélt því fram í
gærkvöldi að hann yrði í framboði.
Hague hafði þó enn ekki tjáð sig
opinberlega en það hefur hins vegar
Michael Heseltine, aðstoðarforsæt-
isráðherra Majors, gert. Hann var
af mörgum talinn sigurstranglegur,
en eftir að hafa verið lagður á
sjúkrahús með hjartakveisu um
helgina lýsti hann því yfir, að hann
færi ekki fram.
25 ár fyrir
nauðgun
Aberdeen. Reuter.
LIÐÞJÁLFI í bandaríska landhern-
um, Delmar Simpson, sem fundinn
var sekur um að hafa nauðgað sex
herkonum 18 sinnum, var dæmdur
í 25 ára fangelsi í gær. Hann var
lækkaður í tign, hýrudreginn og loks
rekinn úr hernum með skömm.
Simpson, sem er 32 ára, var sek-
ur fundinn í síðustu viku en hann
er fyrsti liðþjálfinn í þjálfunarstöð
hersins í Aberdeen í Madisonríki sem
hlýtur dóm. Hvert kynlífshneykslið
á fætur öðru við skólann hefur verið
dregið fram í dagsljósið.
Auk þess að vera sekur fundinn
um 18 nauðganir á nýliðum var
Simpson sakfelldur fyrir kynferðis-
legt áreiti og 25 atvik önnur sem
snúast um ósiðsamlegt athæfi af
hans hálfu.
Simpson mótmælti nauðgunará-
kæru en sagðist hafa átt mök við
11 konur með fullu samþykki þeirra,
en það út af fyrir sig hefði varðað
við brottrekstri úr hernum. Jafn-
framt kvaðst hann hafa reynt að fá
fimm aðrar til lags við sig en hvort
tveggja varðaði 32 ára fangelsi.
Alls hafa 12 liðþjálfar við herskól-
ann í Aberdeen verið kærðir fyrir
margs konar kynferðisbrot. Simpson
er fyrstur þeirra sem hlýtur dóm.
105 milljarðar sviknir út
Aukið atvinnuleysi í Þýzkalandi í apríl
Vaxandi efasemdir um
að EMU-markmið náist
Bonn. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins og yfirvöld í aðiidar-
ríkjunum hafa komizt á snoðir um
fjársvik, sem samtals kostuðu sjóði
ESB 1,3 milljarða ECU, eða um
105 milljarða íslenzkra króna, á
síðasta ári. Þetta er enn hærri upp-
hæð en árið 1995, þegar svindl að
upphæð 1,1 milljarður ECU upp-
götvaðist. Anita Gradin, fram-
kvæmdastjórnarmaðurinn sem ber
ábyrgð á baráttunni gegn svindli á
sjóðum sambandsins, segir að upp-
hæðin hafi hækkað vegna þess að
tekizt hafi að afla vitneskju um
fleiri svikamál. Gradin kynnti í gær
áætlun um hertar aðgerðir gegn
svindli á sjóðum ESB.
Á síðasta ári komu upp 4.500
mál, þar sem fé var svikið út úr
Evrópusambandinu eða því stungið
undan. Framkvæmdastjórnin tók
þátt i rannsókn um 5% af þessum
málum, en oftast sjá yfirvöld í
hveiju aðijdarríki fyrir sig um rann-
sóknina. í þeim málum, sem fram-
kvæmdastjórnin lét til sín taka, er
þó um að ræða um helming upp-
hæðarinnar.
Alþjóðlegir glæpahringir bera
meginábyrgðina
Aðgerðir framkvæmdastjórnar-
innar gegn fjársvikum taka í aukn-
um mæli mið af þeirri staðreynd
að alþjóðlegir glæpahringir eru
taldir bera meginábyrgð á að evr-
ópskir skattgreiðendur verða af
framangreindum fjárhæðum.
Stór hluti svikanna, sem um
ræðir, á sér stað á tekjuhlið fjárlaga
ESB. Gjöldum, sem með réttu ætti
að greiða til sambandsins, er m.ö.o.
skotið undan. Smygl á tóbaki og
áfengi vegur hér þungt. Til dæmis
er talið að ESB hafi tapað 200
milljónum ECU og aðildarríkin öðr-
um 600 milljónum vegna sígarettu-
smygls á síðasta ári.
Yfir 2.000 svikamál í
iandbúnaðargeiranum
Einnig er svindlað á útgjaldahlið
fjárlaganna. Þannig voru í fyrra
skráð 2.016 svikamál í landbúnað-
argeiranum, þar sem óheiðarlegum
bændum og öðrum svikahröppum
tókst að svíkja út 345 milljónir
ECU í styrki, eða 0,8% af öllum
útgjöldum ESB til landbúnaðar-
mála. Þá voru sviknar 152 milljón-
ir ECU út úr byggðasjóðum sam-
bandsins.
Einn lykilþátturinn í fram-
kvæmdaáætlun ESB gegn fjársvik-
um er að aðstoða hin væntanlegu
aðildarríki í Austur-Evrópu við að
koma sér upp skilvirku kerfi til að
uppgötva og hindra slíkt misferli.
ATVINNULEYSI jókst í Þýzka-
landi í apríl síðastliðnum, þegar
tekið hafði verið tillit til árstíða-
bundinna sveiflna í atvinnustigi.
Atvinnulausum fjölgaði um 8.000
og eru þeir nú 4.299.000 talsins,
eða um 11,3% af mannaflanum.
Hagfræðingar segja þessar tölur
enn auka efasemdir um að þýzka
stjórnin nái þvi takmarki að halda
fjárlagahalla undir 3% af vergri
landsframleiðslu, en það eru mörkin
sem sett eru sem skilyrði fyrir aðild
að Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu (EMU).
Ef eingöngu er horft á tölur um
fjölda manns á atvinnuleysisskrá
fækkaði atvinnulausum í apríl, en
í þeim tölum er ekki tekið tillit til
fólks, sem eingöngu nýtur tíma-
bundinnar atvinnu í fáeina mánuði.
Hans Gunter Redeker hjá Chase
Investments segir að atvinnuleysis-
tölurnar setji ríkisstjórn Helmuts
Kohls í vanda og geri spá hennar
um 2,9% fjárlagahalla afar vafa-
sama.
Redeker bendir á að búizt sé við
að yfirlit um skatttekjur ríkisins á
þessu ári, sem væntanlegt er síðar
í mánuðinum, sýni að heimtur opin-
berra gjalda hafi verið verri en von-
azt var til. Stjórnin eigi því ekki
annan kost en að grípa enn til óvin-
sæls niðurskurðar ríkisútgjalda vilji
hún komast nálægt 3% markinu.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Danskt-þýskt evró-svæði veldur úlfúð
HELSAR
skórnir komnir
aftur
Mjúkt leður,
leðurfóðraðir
og leðursóli.
Verð kr.
9.900,-
Litur: Svartur.
Stærðir: 34-431/2
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur.
Domus Medica,
Egilsgölu 3,
sími 18519
V _________
Kringlurtni,
Kringlunni 8-1 2,
sími 689212
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SVÆÐASAMSTARF Suður-Jót-
lands og Slésvíkur í nafni Evr-
ópusambandsins hefur gert Suð-
ur-Jótum heitt í hamsi undan-
farnar vikur. Samstarfinu er
ætlað að hleypa krafti í atvinnu-
líf svæðisins og hefur hlotið
samþykki jafnaðarmanna og
verkalýðsfélaganna, en vakið
reiði vinstri- og öfgahægri-
vængsins og leitt til skemmdar-
verka í skjóli nætur. Það var
andstæðingum svo eins og salt
í sárið að samstarfssamningur-
inn var undirritaður 5. maí, þeg-
ar 52 ár voru liðin frá lokum
hernáms Þjóðverja í Danmörku.
Einn helsti innri kraftur ESB
er svæðasamstarf yfir landa-
mæri. Takmarkið er að treysta
hið innra starf og efla atvinnu-
og efnahagslíf svæðanna og hin
42 ESB-svæði eru ötullega
styrkt af sjóðum sambandsins.
Þetta höfðu stjórnmálamenn
beggja vegna við þýsk-dönsku
landamærin í huga, þegar undir-
búningur hófst að „Euroregion
Slesvig", Evró-svæðinu Slésvík.
Jafnaðarmenn, sem eru öflugir
beggja vegna landamæranna,
studdu áætlunina og sama gerði
hinn frjálslyndi Venstre og
verkalýðsfélög svæðisins.
Skref í átt að sambandsríki
eða nýju vaxtarsvæði?
Frumkvæðið kom frá Þjóð-
veijunum, en fyrir Dönum er
takmark samstarfsins að breyta
Suður-Jótlandi úr dönsku jaðar-
svæði, sem er illa þjáð af at-
gervisflótta til stærri bæja og
borga í miðlægt, evrópskt vaxt-
arsvæði. Menn segja að Suður-
Jótland sé gleymt í höfuðborg-
inni og því vænlegra að leita
styrks í evrópska sjóði en
danska.
Þetta hefur þó ekki sannfært
andstæðingana. Bæði Sósíalíski
þjóðarflokkurinn og Framfara-
flokkurinn yst á hægrivængnum
lögðust eindregið gegn Evró-
svæðinu. Mótrökin voru að hér
væri stigið fyrsta skrefið í áttina
að evrópsku sambandsríki, en
andúð á nánu samstarfi við Þjóð-
veija, sem Suður-Jótar hafa átt
í skærum við um aldir, leynir
sér heldur ekki og hefur skekið
marga. Þar við bættist andstaða
gegn nýju ráði 42 manna, helm-
ingur frá hvoru svæði, og skrif-
stofu, sem kosta mun 11-16 millj-
ónir íslenskra króna næstu þrjú
árin. Óþekktir en harðsnúnir
andstæðingar gripu til sinna
ráða og hafa skorið í sundur
hjólbarða helstu formælenda
samstarfsins og sentþeim nafn-
laus hótunarbréf. Jafnaðar-
menn hafa klofnað um málið og
nokkrir jafnaðarmenn í amts-
ráðinu gengið í lið með andstæð-
ingum.
En andófið kom fyrir lítið og
samstarfssamningur var undir-
ritaður 5. maí. Það þótti þjóð-
ernissinnuðum andstæðingum
gróf móðgun, en formælendur
höfðu á orði að betur væri ekki
hægt að halda upp á daginn.
Þeir hafa þó tekið tillit til mót-
mælanna og hyggjast leita að
nýjn og hlutlausara nafni á
svæðið, sem kæmi þá í gagnið
2. júní, þegar endanlega verður
bundinn hnútur á samstarfið.
En hvort það dugir til að draga
úr andófinu á eftir að koma í
ljós og eins hvort samstarfið
verður sá vaxtarbroddur, sem
vonast er eftir.