Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 21 Síðasta meginsending íslenskra handrita kom með Yædderen í gær Grettis saga kominí Arnastofnun Síðasta meginsending íslensku handrítanna frá Ámasafni í Kaupmannahöfn kom með danska varðskipinu Vædderen í gær- dag, en liðin eru 26 ár síðan fyrstu Morgunblaðið/Kristinn FIMMTÁN sjóliðar danska varðskipsins Vædderen báru jafnmarga böggla með íslenskum handritum á land i gærdag. íslensku handritin komu hingað til lands frá Danmörku með dönsku varðskipi sem einnig bar nafnið Vædderen. HANDRITIN sem komu með Vædderen í gær voru vel pökkuð inn í fimmtán böggla og báru jafn- margir sjóliðar sinn böggulinn hver á land, þar sem Kai Rasch Larsen, skipstjóri á Vædderen, afhenti Stefáni Karlssyni, forstöðumanni Árnastofnunar á íslandi, handritin formlega. Að því búnu flutti lög- reglan í Reykjavík handritin að Árnagarði við Suðurgötu í Reykja- vík. Stefán Karlsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í þess- ari síðustu meginsendingu væru nálægt 160 fornbréf, eins og til dæmis samningar um jarðakaup, jarðaskipti, kaupmálar hjóna, erfðaskrár og fleira þvíumlíkt, en mörg þessara skjala hafa ekki ver- ið prentuð. Þá eru í sendingunni átta handrit flest skinnhandrit. Það elsta þeirra er frá 14. öld og hefur m.a. að geyma Guðmundar sögu góða, en annað er skrifað um 1500 og í því eru Bárðar saga, Víglund- ar saga og Grettis saga. Kaupsamningur um Reykjavík Starfsmenn Árnastofnunar munu opna bögglana með handrit- unum í dag, miðvikudag, og segir Stefán að handritin verði skráð í gögn stofnunarinnar og komið fyr- ir í hillum, þar sem þau verði að- gengileg fyrir starfsmenn og aðra gesti sem þurfi á að halda. Aðspurður sagðist Stefán ekki eiga von á því að þessi handrit yrðu sýnd almenningi á sérstakri sýningu, nema þá helst eitt bréf frá fyrri hlta 17. aldar. En það hefur að geyma samning Herlufs Daas, höfuðsmanns á Bessastöð- um, um kaup konungs á hluta af Reykjavík, sem þá var bújörð, af ekkju Narfa Ormssonar sýslu- manns. Nýr forstjóri Norræna hússins Fjölbreytni í starfsemi æskileg NÆSTI forstjóri Norræna hússins í Reykjavík verður Riitta Heinámaa frá Finnlandi. Stjórn Norræna hússins samþykkti ein- róma á fundi nýlega að mæla með henni og að hún taki við störfum 1. janúar 1998. Það er Norræna ráðherranefnd- in sem tekur endanlega ákvörðun um ráðningu forstjóra og verður það gert fljótlega. Riitta Heinamaa tekur við af K. Torben Rasmussen frá Danmörku sem hefur verið for- stjóri síðan 1. janúar 1994. Nýi forstjórinn, sem er fæddur 1962, er skólastjóri kennsluleik- húss Leiklistarháskólans í Helsing- fors og hefur gegnt því starfi frá 1994. Hún hefur verið framleið- andi við sama skóla, skipuleggj- andi Vasa-listahátíðarinnar og ver- ið leikhúsritari brúðuleikhússins Tummetott. Umsækjendur um starf forstjóra Noræna hússins voru 61, flestir frá Svíþjóð. Margir Finnar sóttu einnig um, en færri frá Noregi og Dan- mörku. 5 íslendingar sóttu um starfið og umsóknir bárust einnig frá Færeyjum og Álandseyjum. Breidd mikilvæg í samtali blaðsins við nýja for- stjórann kom í ljós að hún hafði verið hér á landi í fyrsta sinn í lið- inni viku og kunni að sögn vel við sig, mætti alls staðar vinsemd. Hún taldi það lofa góðu um framtíðina. Hún sagðist bíða eftir ákvörðun ráðherranefndarinnar um skipun í stöðuna. Á meðan ætlaði hún að undirbúa sig og læra íslensku. „Það mikilvægasta fyrir mig er að læra eitthvað í íslensku og búa mig undir starfið", sagði hún. Hún sagðist hafa lært norræn mál í háskólanum í Helsingfors og þá kynnst fornum íslenskum bók- menntum. Nú væri aftur á móti töluvert um þýðingar íslenskra verka á finnsku og sænsku og nefndi hún í því sambandi skáld- sögur eftir Einar Má Guðmundsson og Vigdísi Grímsdóttur sem hún þekkti til. Riitta Heinamaa sagði að hún myndi án efa njóta góðs af starfi sínu við leikhús. Hún kvaðst ekki vera tilbúinn að nefna ákveðin markmið sem hún hefði sem vænt- anlegur forstjóri, en hún kynni vel þeirri breidd sem greinilega væri í starfsemi Norræna hússins í Reykjavík. Hún teldi ekki að ein- skorða ætti starfsemina við ákveð- in efni, fjölbreytni væri góð. Hún sagðist hlakka til starfsins. I að taka við því fælist í senn mikil eftirvænting og áskorun. - - Morgunblaðið/Hjálmar VARÐSKIPIÐ Týr tók á móti danska varðskipinu Vædderen rétt við ytri höfnina í Reykjavík í gær og þegar Vædderen sigldi framhjá heilsuðust skipverjar að hermannasið. r 1111111 Námstefna 14. maí nk. STJÓRNUN BREYTINGA í ÍSLENSKU STARFSUMHVERFI STJORNUN BREYTINGA • Síðasta námstefna vorannar fjallar um stjórnun breytinga í íslensku staiísumhverfi. Stjórnunarfélagið hefurfengið Þorkel Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Eimskips, til að leggja línurnar fyrir sumarið. Sérstakt rit, sem ber nafnið Stjórnun breytinga, er komið út eftir Þorkel. Ritið er innifalið í námstefnugjaldi. Tími: SFÍ verð: Innifalið: Staður: EFNISTOK: • Áhrif breytinga, sem hafa orðið í viðskiptaumhverfi hér á landi og erlendis. • Hvaða ný viðhorf eru uppi? • Stefnumörkun með nýjum hætti! • Hverjar eru forsendur árangursríkra breytinga? • Endurmótun • Endurskipulagning • Endurlífgun • Endurþjálfun • Mikilvægi þess að hafa framtíðarsýn. • Heildarsýn og þátttaka starfsmanna við breytingar. Stjórnun breytinga snýst um fólk! • Leiðarvísir breytinga. Kl. 13-17, miðvikudaginn 14. maí. Kr. 12.300,- Námsgögn, ritið Stjórnun breylinga °g kafnveitingar StjÓmUnarfÉlag Loftleiðahotelið, þingsalur 1 ... Islands ■ Skráningar í síma: 562 1066 og myndsími 552 8583.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.