Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 LISTIR Norsk-íslensk dagskrá um Knut 0degárd í tali og tónum í Norræna húsinu DAGSKRÁ tileinkuð verkum Knuts 0degárds verður í Norræna húsinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 8. maí, kl. 20.30. Kynnt verður ný bók með úr- vali ljóða skáldsins sem er væntan- leg á almennan markað hjá Hörpu- útgáfunni í haust. Bókin nefnist Vindar í Raumsdal og í henni eru ljóð úr síðustu bókum skáldsins. Jóhann Hjálmarsson og Matthías Johannessen völdu og þýddu ljóðin og rita formála. Áður hefur komið út á íslensku ljóðasafnið Hljómleik- ar í hvítu húsi eftir Knut 0degárd í þýðingu Einars Braga. Ljóð Knuts 0degárds hafa verið þýdd á nítján tungumál. í fyrra komu til dæmis út eftir hann ljóðasöfn i Slóvakíu og Makedoníu. Knut 0degárd er meðal kunnari skálda í Noregi og höfundur fjölda bóka. Auk ljóðabóka hafa komið frá hans hendi skáldsögur, leikrit, bók um ísland og þýðingar, m.a. á íslenskum miðaldaljóðum og verkum íslenskra samtímahöf- unda. Hann nýtur heiðurslauna norska. ríkisins. Knut 0degárd var Vindar í Raumsdal forstjóri Norræna hússins í Reykjavík á árunum 1984-1989. Hann er nú forseti og framkvæmdastjóri al- þjóðlegu Bjornson- bókmenntahátíðarinn- ar í heimaborg sinni, Molde í Noregi. Skáldið mun lesa úr verkum sínum í Nor- ræna húsinu, en að auki les Gunnar Ey- jólfsson, norska leik- konan Goril Haukebo og þýðendur nýju bók- arinnar. Hamrahlíðar- Knut Odegárd kórinn flytur lög við ljóð skáldsins undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Lögin eru eftir Trond Kverno, Mist Þorkelsdóttur og Hörð Áskelsson. Jazz- tónlistarmennirnir In- ger Johanne Brunvoll og Torbjorn Dreier Farstad flytja lög við ljóð skáldsins. Heim til íslands Aðspurður kvaðst Knut 0degárd fagna því mjög að nýjustu Ijóð hans kæmu nú út í íslenskri þýðingu. „Einar Bragi þýddi með miklum ágætum æskuljóð mín og komu þau út í úrvali 1973. En ljóð mín hafa breyst síðan, einkum ljóð- in frá níunda og tíunda áratug, ekki síst yrkisefnin. Ljóðin hafa þróast frá almennri ljóðrænu til meiri dirfsku í vali mynda og orðið nærgöngulli", sagði skáldið. Hann bætti við: „Að þýða ljóð er vand- meðferðin list og eiginlega óviðráð- anleg. Ég held að það sé aðeins á færi skálda að þýða ljóð. Ljóð mín eru því í öruggum höndum hjá þeim Matthíasi Johannessen og Jóhanni Hjálmarssyni. Ég treysti þeim til að kpma ljóðunum til skila á íslensku. ísland er mitt annað heimaland og og það er mér sér- stakt fagnaðarefni að einnig nýj- ustu ljóðin eftir mig skuli ná „heim til íslands“.“ Nýja bókin, Vindar í Raumsdal, verður til sölu í takmörkuðu upp- lagi í tilefni dagskrárinnar. Áð- gangur er ókeypis og býður norska sendiráðið veitingar að lokinni dag- skrá. HÚS Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8 Rithöfunda- sambandið fær hús Á AÐALFUNDI Rithöfunda- sambands íslands var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að styðja sambandið með því að láta það fá afnot af húsi Gunnars Gunnarsson- ar skálds við Dyngjuveg 8 í Reykjavík. Mun Rithöfunda- sambandið flylja þangað í sumar og selja eign sína í Hafnarstræti 9. Húsið var teiknað af Hann- esi Davíðssyni, arkitekt, og byggt upp úr 1950. Ég óska Grensáskirkju hljómmeira orgels TOMJST Grcnsáskirkja ORGELTÓNLEIKAR Flytjandi Arni Arinbjamarson, Grensáskirkja 5. maí kl. 20.30. Einn af okkar bestu og traust- ustu orgelleikurum með orgelkríli í glæsilegri kirkju Grensássóknar má ekki verða að föstum lið. Mætti ég koma með hugmynd að stað- setningu orgels sem sóma mundi kirkjunni þ.e. að^taðsetja orgelið á miðju gólfl innan við inngöngu- dyrnar þannig, að þegar kirkju- gestir ganga inn, gangi þeir inn til hliðar við orgelið, báðum megin og blasir þá fallegt kirkjuskipið við. Þegar svo gengið er út ganga þeir móti glæsilegri framhlið hljóð- færisins og inn í hljóm orgelsins. Þessa hugmynd ætti að skoða vandlega, hönnuðinn getur þetta tæplega skaðað, enda kirkjan byggð fyrst og fremst fyrir þá sem í kirkjuna koma og njóta þess sem þar fer fram. Vafalítið munu aurar hrannast upp fyrir nauðsynlegri breytingu, fyrir góðar bænir og mætti hljóðfærið þess vegna vera danskt eða íslenskt, hvort sem betur kæmi út. Árni hóf tónleikana á Tilbrigð- um Sweelincks „Mein junges Le- ben hat ein Ende“. Árni notaði fáar og nokkuð fátæklegar raddir orgelsins mjög smekklega og lék þessi viðkvæmu tilbrigði fallega og af miklu öryggi. Ekki get ég þó neitað því að Iagið sjálft hefði þolað að vera aðeins hægar leikið, en lofa síðan tilbrigðunum að sprikla. Vel gerð fúga eftir B. Cernohorsky þar sem pedalröddin var aðeins of veik móti öðrum rödd- um hljóðfærisins og sýndi þar van- mátt orgelsins. Buxtehude Prelúdíuna í fis-moll formaði Árni mjög skynsamlega og lék þessa, að mörgu leyti erfíðu prelúdíu, af miklu öryggi, en orgel- ið gaf ekki meira en til stóð. í fyrsta skipti heyrði ég Árna spila a-moll Konsertinn eftir Vivaldi Bach. Þessir Vivaldi-konsertar Bachs eru fullir af hættum og sitja ekki fyrr en maður er margbúinn að beijast við þá á tórileikum og var engin furða þótt Árna yrði á smáfórtaskortur í síðasta kaflan- um. Mjög krefjandi var efnisskrá sú sem Árni setti sér fyrir og nú bættist við Prelúdía, Choral og fúga eftir Jón Þórarinsson. Og þrátt fyrir ágæta tónsmíð Jóns datt mér í hug að þar hefði kannske í staðinn mátt koma burðarminni tónsmíð, kannske og vegna þess að nýlega las ég eftir D. Schos- takowitch að heldur vildi hann hlusta á sígauna-músík heldur en Hindemith, sem Prelúdía Jóns sver sig óneitanlega svolítið í ætt við. Árni lauk síðan tónleikunum með Prelúdíunni og fúgunni í h- moll eftir Bach, og þar vantaði ekkert á annað en orgelið. Árni á að láta heyrast miklu oftar í sér. Ragnar Björnsson Frumkvöðull nýrra menn- ingarstrauma RÁÐSTEFNA um Þórð Þorláks- son, biskup í Skálholti, um síðustu helgi heppnaðist að öllu leyti vel að sögn Jóns Pálssonar, rektors Skálholtsskóla, en þeir sem að ráð- stefnunni stóðu voru, auk Skál- holts, Guðfræðistofnun og Sagn- fræðistofnun Háskólans, Rann- sóknastofnun Kennaraháskólans og Átjándu aldar félagið. Skál- .holtsskóli hýsti ráðstefnuna. Fyrir- lesarar voru Sigurður Sigurðarson, Þóra Kristjánsdóttir, Loftur Gutt- ormsson, Gísli Gunnarsson, Hjalti Hugason, Sumarliði ísleifsson, Össur Skarphéðinsson, Jón Ólafur ísberg, Ingólfur Guðnason, Guðrún Ingólfsdóttir, Már Jónsson og Sig- urður Pétursson, en auk þeirra komu fram tónlistarmenn. Jón Pálsson sagði að tilgangur- inn með ráðstefnunni hefði verið að vekja fólk til umhugsunar um þennan biskup sem lenti á milli Brynjólfs Sveinssonar og Jóns Víd- alíns og hefur goldið þess. 300 ár eru síðan hann lést. í ljós kom að fjöldi fólks þekkti til Þórðar, ekki bara sagnfræðingar. Jón sagði að til dæmis hefði verið bent á að kort Þórðar frá 1670 kæmist mjög nálægt því að sýna landið. Þórður var einnig stærðfræðingur og mældi út hnattstöðu íslands. Að auki fékkst hann við skáldskap, læknisfræði og ræktaði nytjajurtir. Vikið var að útgáfumálum Þórð- ar, en hann hóf að gefa út fornsög- ur og uppskar að menn lýstu því viðhorfi sínu að hann væri með því að saurga helgan stað. Þeir sem hafa rannsakað latínukveðskap Þórðar telja að í honum endur- speglist hugsunarháttur samtíma hans og að skáldið hafi verið vel að sér í latneskri og grískri menn- ingu. Sú uppgötvun var gerð nýlega að undir korti eftir Þórð eru fjögur ljóð eftir hann, en kortið gaf Þórð- ur konungi á sínum tíma. í ljóðun- um talar ísland og lofar konung sinn. Að sögn Jóns býr Þórður til menntasamfélag í Skálholti og þar eru rædd þau fræði sem stunduð eru í heiminum. Aðstæður Þórðar voru góðar og hann dvaldist um tíu ár í erlendum stórborgum og kynntist þá helstu menntastraum- um. Að dómi ræðumanna má kalla hann höfðingja eða fursta. Hann var maður friðarins og dró úr deil- um. í turni Skálholtskirkju er bóka- safn þar_ sem kynnast má prent- verki á íslandi frá upphafi og er hlutur Þórðar ekki lítill. Sautjándu aldar kvöldverður Á ráðstefnunni í Skálholti vakti sautjándu aldar kvöldverður mikla athygli og mæltist vel fyrir. Kvöld- verðurinn samanstóð af því sem vitað er að hefur verið ræktað á íslandi og því sem kom með vor- skipum. Allur matur var unninn eftir þeim aðferðum sem þá tíðkuð- ust. Boðið var m.a. upp á súrsaða sveppi á túnsúru ásamt soðnum silungi pökkuðum inn í njólalauf. Þórður mun hafa verið sælkeri. Ætlunin er að bjóða upp á sautj- ándu aldar kvöldverð fyrir ferða- menn í Skálholti í sumar og verður umgjörðin öll í þeim anda. Jón nefndi ekki síst sautjándu aldar messu sem Smári Olason tónsetti, en þar var sungið upp úr Grallaranum. Hann sagði að ráð- stefnan hefði dregið upp lifandi mynd af tíma Þórðar Þorlákssonar og gestir hefðu verið ríkari eftir. Hann sagðist skilja forfeður sína betur og hve þeir voru í góðu sam- bandi við umheiminn. Skálholt hefði ekki verið neinn útkjálki held- ur í tengslum við ýmsa strauma. Þórður hafi gert sitt til að auðga íslendinga og verið frumkvöðull á vissum sviðum. Fram kom á ráðstefnunni að Þórður biskup hefði um of legið í þagnargildi og í raun óbættur hjá garði. Fyrirlestrarnir í Skálholti verða gefnir út í bók sem er vænt- anleg í haust. MORGUNBLAÐIÐ Stofnfund- ur fræði- manna- félags STOFNFUNDUR Félags sjálf- stætt starfandi fræðimanna verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 5, miðvikudaginn 7. maí kl. 20.30. Markmið félags- ins er að stuðla að virku, þverfag- legu samstarfi sjálfstætt starf- andi fræðimanna og vinna að því að tryggja þeim aðstöðu til að sinna verkefnum sínum í sem nánustu félagi við aðra fræði- menn, segir í tilkynningu. Félagið er opið öllum þeim sem lokið hafa háskólaprófí og/eða sinna fræðistörfum en eru ekki í fastri kennara- eða rannsóknar- stöðu við háskólastofnun hér á landi. Nánari upplýsingar um stofn- fundinn veitir Ragnar Garðars- son stjórnmálafræðingur. Nýjar bækur • TRÚFÉLAGIÐ Krossinn, ágrip af sögv þess, starfshátt- um og kenningum er eftir Bjarna Randver Sigurvinsson guðfræðing, en hún flokkast undir rannsóknarritgerðir Guð- fræðistofnunar Háskóla íslands. í bókinni er gerð grein fyrir sögulegum rótum trúfélagsins bæði hér á landi og úti í heimi, starfsháttum þess og kenning- um. Sérstaklega er þó fjallað um þau atriði, sem hafa orðið hvað umdeildust í boðun trúfélagsins og starfsemi þess á undanfömum árum. Guðfræðistofnun Háskóia ís- lands gefur ritið út í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Ritið er 275 bls. að iengd ogkostar 1.590 kr. • HÁDEGISVERÐURINN er aldrei ókeypis. Þættir í stjórn- málahagfræði er eftir Hannes Hójmstein Gissurarson. í kynningu segir: „í þessari bók segir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson frá stjórnmálahag- fræðinni, sem leitar hins hag- kvæmasta skipulags í ljósi skortsins. Hann lýsir ósýnilegri hendi Adams Smiths, kenningu Friðriks von Hayeks um sam- keppni og sér- eign, kröfu Karls Marx um öreigabylt- ingu og deilum hagfræðinga einsogJohns Maynards Keyness og Miltons Fried- mans um hag- stjóm og hag- skipulag. Hann tengir rökræður þeirra og íslenskra mennta- manna við brýnustu úrlausnar- efni jarðarbúa.“ Þrír kaflar eru um íslensk málefni sérstaklega, um skipan peningamála á íslandi, fyr- irkomulag flskveiða við strendur landsins og upphaf, reglur og fall íslenska þjóðveldisins. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag í samvinnu við Stofnun Jóns Þorlákssonar og Framtíðarsýn hf. Bókin er448 síður. Filmuvinnsla: Prentás í Reykjavík. Prentun: Prentbærí Hafnarfírði. Bókband: Félags- bókbandið í Kópavogi. Sumartónleikar Valskórsins ÁRLEGIR sumartónleikar Vals- kórsins verða í dag, miðvikudag, kl. 20.30 í Friðrikskapellu. Kaffiveitingar í boði kórsins eft- ir tónleikana í Valsheimilinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.