Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mæja, ó Mæja
og sálarkeröldin
LEIKLIST
Ungó á Dalvík
UNDIR STÓRASTEINI
LEIKFÉLAG DALVÍKUR
Sungin og leikin lög úr leikritum sem
leikfélagið hefur sett upp o.fl. Kynn-
ir við barinn: Björn Bjömsson.
Hljóinsveitir: Jafnmargar og lögin.
Söngvarar og leikarar: Maja, Maja,
Maja og ekki má gleyma Ylfu. Ungó
á Dalvík 2. maí.
SJÁÐU fyrir þér leikmyndina:
Tvö ríflega mannhæðarhá spjöld
og á þeim málað norðlenskt lands-
lag. Til vinstri vatnsgrænn foss en
á hægri hönd fjöll í óræðum litum
sem verða bara til í íslensku vori
um lágnættið.^Það er óljóst hvaðan
fossinn kemur en svo mikið er víst
að ekki flýtur hann um sviðið því
þar gengur fólk þurrum fótum allt
kvöldið. Til hægri við þessa máluðu
tvenningu glittir svo í gardínu-
kappa úr rauðu, rykktu flaueli sem
gæti átt heima í norsku leikriti frá
síðustu öld en fyrir framan þá og
svo til á hlaðinu á sveitabænum á
málverkinu hefur verið tyllt vínbar
sem gefur orðatiltækinu eins og
skrattinn úr sauðarleggnum alveg
nýja vídd.
Svo tínast leikarar og hljóðfæra-
leikarar inn á sviðið, afslappaðir
eins og rétt æfing sé að hefjast
og eru í því sem verður, af skorti
skrifarans á viðeigandi íslensku
orði, að kallast ekki búningar held-
ur múndering. Hér virðist hafa
verið stefnt markvisst að því að
tína saman ósamstæður. Sá sem
er með frönsku herdeildarhúfuna
er í rósóttum, hólkvíðum lérefts-
buxum, gítaristinn er með pípu-
hatt, trommarinn með rauðköflótta
skotahúfu, þverflautuleikarinn var
klædd eins og lögga og sá sem
mundaði blásturshljóðfærið var í
allt of stuttum buxum.
Og svartklæddur, kvikur kynnir-
inn, Björn Björnsson, er með svart-
an borða um höfuðið sem heitir
bandana og Bjöm segir fyrstu
setningu kvöldsins, eitt makinda-
legt jæja, rétt eins og við í salnum
séum ekki til. Svo heilsar hann
fram í salinn einhveijum sem hann
þekkir og setur þar með tóninn
fyrir sýninguna alla sem er gríðar-
lega skemmtileg af því að hún
rembist ekki við og kemur til dyr-
anna eins og hún er klædd, tekur
sjálfa sig alls ekki hátíðlega og
verður þess vegna að ljúfum gern-
ingi. Hérna fléttast saman grínakt-
ugheit sem allir eru sammála um,
en eru ekki síst að þakka Birni
Björnssyni, sem segir dágóðar sög-
ur vel, og ágætar skrýtlur, og dreg-
ur áhorfandann alveg til sín með
því að rabba við hann milli laga.
Ég get lítið sagt um tónlistina sem
þarna var framin, hef ekki vit þar
til, en það hvíldi yfir henni þokki
áhugamannsins og þó að ljóst sé
að meðal söngvaranna leynist eng-
in María Callas fóru Majurnar allar
vel með sitt af gleði og látleysi og
þó allra best hún Ylfa sem á sál í
raddböndunum sem kemur við hlu-
stirnar eins og frotte sé strokið
um hörund.
Þegar á brestur eitthvað sem
mætti kalla hlé drífa sig flestir upp
á svið og fá þar sjóðheitt kaffi í
plastmál við barinn í hlaðvarpanum
á sveitabænum og sjá þá að á bak
við barinn er kind á beit í túninu,
gemlingur kannski, og þegar mað-
ur er sestur aftur og hefur á tilfinn-
ingunni að sýningin sé hafin á ný
þekkir þessi með frönsku húfuna
konu á sjötta bekk frammi í sal
(en í Ungo er sjötti bekkur í raun
fjórði bekkur) og arkar til hennar
á hólkvíðum, rósóttum léreftsbrók-
unum og kyssir. Svo heldur sýning-
in áfram eins og ekkert hafi í skor-
ist. Þannig leið þessi uppákoma,
létt og skemmtileg, og á einhvern
óskilgreindan hátt einnig hjart-
næm og fyllandi fyrir sálarkeröld-
in, svo vitnað sé í texta eftir meist-
ara Þórberg sem þarna var flutt-
ur, þannig að þegar ég gekk út í
svarfdælskt vorið leið mér betur
en þegar ég fór inn og ég hygg
að svo hafi verið um alla í húsinu,
ekki síst þá sem sköpuðu þessa
stund og deildu henni svo ljúflega
með öðrum.
Guðbrandur Gíslason
Menningarsj óður
13,6 milljónirtil 48 aðila
STJÓRN Menningarsjóðs hefur veitt 48 styrki,
samtals að fjárhæð kr. 13,6 miiyónir, en 121
umsókn barst að þessu sinni með beiðni um
styrki að fjárhæð u.þ.b. kr. 110 milljónir.
Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jó-
hannsdóttir, sagnfræðingur, formaður, Áslaug
Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla
í Reykjavík, og Sigríður Jóhannesdóttir, alþing-
ismaður.
Eftirtalin verkefni voru styrkt:
Nafn umsækjanda: Heitirits:
Bókaútgáfanlðunn
Landsbókas. ísl. - Háskólabókas.
Leikfélag Reykjavíkur
Nesútgáfan
Setberg, bókaútgáfa
Ferðafélag íslands
Lýður Bjömsson
Skákprent
Skákprent
Sigurður Gylfi Magnússon
Blindrabókasafn íslands
Bókmenntaklúbbur Suðurnesja
Delos ehf.
Hljóðbókagerð Blindrafélagsins
Hörpuútgáfan
Hringurinn, Kvenfélag
íslenska bókaútgáfan
Mál og menning
Mál og mynd
Orðanefnd Rafmagnsverkfræðinga-
deildar Verkfræðingafélags íslands
(RVFÍ)
Skáksamband íslands
Skerpla
Vaka-Helgafell
íþróttafélag Reykjavíkur
Iþróttasamband fatlaðra
Knattspymufélag Reykjavíkur
Vaka-Helgafell
Vaka-Helgafell
Ármann Jakobsson
Ættfræðifélagið
Bókaútgáfan Iðunn
Bókmenntafræðistofnun
Háskóla íslands
Gunnar Þorsteinn Halldórsson
Hannes H. Gissurarson og Ragnar
Árnason
Háskólaútgáfan og Clarence
E. Glad
IÐNÚ, bókaútgáfa
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son ogNáttúrufræðistofnun Islands
Kvennasögusafn íslands
Mál og menning
Mái og menning
Rannsóknastofa í kvennafræðum
Skúli Magnússon
Anna H. Þorsteinsdóttir og Inga
Þóra Þórisdóttir
Skjaldborg ehf.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Leiklistarsamband íslands
Mál og menning
Ítölsk-íslensk orðabók eftir Paolo Maria Turchi.
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar.
Leikfélag Reykjavíkur 100 ára. Höfundar Eggert Þór Bernharðsson
og Þórunni Valdimarsdóttur, viðbótarstyrkur.
Rússnesk-íslensk orðabók eftir Helga Haraldsson, viðbótarstyrkur.
í nærvera sálar - Einar Hjörleifsson Kvaran - maðurinn og skáldið,
eftir Gils Guðmundsson.
Islandsreise 1858 eftirKonrad Maurer.
Rekstrarsaga Innréttinganna.
íslenskir myndlistarmenn e. Sigurður Kr. Árnason og Gunnar Dal.
Saga Fóstbræðra eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson
Sýnisbók alþýðumenningar á 19. öld.
Fræðirit og handbækur á Daisy formi.
Ritsafn eftir Hilmar Jónsson. 2 bindi.
Leitin að ljósinu - ævi, störf, fræðimennska og kenningar dr. Esra
Péturssonar eftir Ingólf Margeirsson.
Islendingasögurnar á hljóðbókum, 2. áfangi. Ritstjórn Örnólfur Thors-
son.
Brautryðjandinn JúlíanaJónsdóttirskáldkonaeftirGuðrúnu P. Helga-
dóttur.
Hringurinn í Reykjavík eftir Björgu Einarsdóttur, viðbótarstyrkur.
Rætur málsins í íslenskri biblíumálhefð eftir Jpn G. Friðjónsson.
Islenskar sjávarnytjar eftir Gunnar Jónsson, Ólaf Karvel Pálsson og
Karl Gunnarsson.
Ljósmyndarar á íslandi 1846-1926 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur.
■ Raftækniorðasafn 7.
Styrkur
kr.
600.000
600.000
600.000
500.000
500.000
400.000
400.000
400.000
400.000
350.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
300.000
Skáksamband íslands í 70 ár. I. bindi. Þráinn Guðmundsson. 300.000
Saga fískveiða á íslandi fram til 1970 eftir Jón Þ. Þór. 300.000
íslenska þjóðsagnasafnið. Ólafur Ragnarsson og Sverrir Jakobsson sjá 300.000
um útgáfuna
90 ára afmælisrit ÍR. Ágúst Ásgeirsson. 250.000
íþróttir fatlaðra á íslandi í 25 ár. Sigurður Magnússon. 250.000
„KR-öídin okkar“ í ritstjórn Ellerts Schram og Magnúsar Orra Schram. 250.000
Brennunjálssaga. HalldórLaxness. 250.000
Skáldsnilld Laxness. Kristján Jóhann Jónsson, Pétur Már Ólafsson og 250.000
Valgerður Benediktsdóttir taka saman.
í leit að konungi - konungsmynd fslenskra konungasagna. 200.000
Manntalið 1910, 2. og3. hefti. HólmfríðurGísladóttirogEggertTh. 200.000
Kjartansson hafa umsjón með útgáfunni.
Skotveiðar í íslenskn náttúru eftir Ólaf E. Friðriksson. 200.000
Studia Islandica - Úr landnorðri, Samar og ystu rætur íslenskrar 200.000
menningar eftir Hermann Pálsson.
Mál manna. 200.000
Kvótakerfíð. 200.000
Klassísk menntun á íslandi 1846-1996 eftir Clarence E. Glad og 200.000
Ágúst Ásgeirsson.
Gamlir skólasiðir eftir Guðlaug R. Guðmundsson. 200.000
Varpfuglar á Suðurlandi eftir Einar Ólaf Þorleifsson, Jóhann Óla Hilm- 200.000
arsson og Kristin Hauk Skarphéðinsson.
Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Anna Sigurðardóttir/Erla 200.000
Hulda Halldórsdóttir.
Vínlandsgátan eftir Páll Bergþórsson. 200.000
Stórbók 18. aldar. Þorfinnur Skúlason, Víkingur Kristjánsson, Mörður 200.000
Árnason.
íslenskar kvennarannsóknir. Helga Kress og Rannveig Traustadóttir. 200.000
Rjúpan. 200.000
Þjóðsögur og sagnir. 150.000
Hafræna - sjávarljóð og siglinga. Guðmundur Finnbogason safnaði, 150.000
Finnbogi Guðmundsson hefur umsjón með útgáfunni.
Andvari 1997, ársrit. 100.000
Leikhúsorð. Sigmundur Öm Amgrímsson. 100.000
Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki eftir Kristján Kristjánsson. 100.000
Morgunblaði Jón H. Sigurmundsson.
HALLDÓR, skóla- og leikstjóri, ásamt leikurunum Tinnu
Sæmundsdóttur og Helgu Rúnu Þorsteinsdóttur.
Bugsý Malone
í Þorlákshöfn
Þorlákshöfn. Morgunblaðið.
NEMENDUR grunnskólans í Þor-
lákshöfn sýndu fyrir skömmu
söngleikinn Bugsý Malone, eftir
Alan Parker, fyrir troðfullu húsi.
Sýningargestum var boði upp á
„hnallþóruveislu" í hléi og mæltist
það vel fyrir. Foreldrar 10. bekkjar
nemenda sáu um veitingarnar.
„í vetur hafa óvenju margir
nemendur verið í leiklistarvali, þess
vegna var valið leikrit þar sem
margar persónur koma fram,“
sagði Halldór Sigurðsson skóla-
stjóri, sem jafnframt er leikstjóri
og stjórnandi leiklistarvalsins.
Halldór sagði að gaman væri að
vinna að þessu með nemendum.
Bugsý væri fjörmikið verk sem
höfðaði vel til unglinganna. í upp-
færslu á leikverki er víða komið
við og tekið á ýmsum námsþáttum
á óhefðbundinn hátt. Slík vinna
sem að mestu er unnin utan skóla-
tíma er góð tilbreyting og eykur
samkennd þar sem hópur unglinga
sameinast í að ná ákveðnu tak-
marki og getur glaðst saman er
því er náð. Við skólann er sam-
komusalur sem tekur allt að 200
manns í sæti og ágætisleiksvið
þannig að aðstæður eru allar hinar
bestu, sagði Halldór.
SIGURÐUR Marteinsson og Martin Frewer.
Vortónleikar
á Sauðárkróki
MARTIN Frewer fiðluleikari og Sigurður Marteinsson píanóleik-
ari halda vortónleika í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðár-
króki fimmtudaginn 8. maí ld. 16.