Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 25 Ritmennt hefur göngu Morgunblaðið/Golli MIKE Garson, Marc Johnson og Joe LaBarbera í Loftkastalanum. BÆKUR Á r s r i t RITMENNT Arsrit Landsbókasafns íslands- Háskólabókasafns, 1,1996,160 bls. ALLT frá árinu 1945 gaf Lands- bókasafn íslands út Árbók, sem einatt flutti fróðlegt og áhugavert efni. Þegar Árbókin hafði komið út í þijátíu ár var breytt um fyrir- komulag og af stað fór nýr flokkur Árbókar og komu út af honum nítj- án árgangar, sá síðasti 1994. Síðan hafa merkir atburðir gerst. Þann 1. desember 1994 urðu Landsbókasafn íslands og Há- skólabókasafn að einni stofnun og fluttu í hina veglegu Þjóðarbók- hlöðu. Og eins og vera ber og vel samir hóf stofnunin útgáfu ársrits. Það heitir Ritmennt og er fyrsti árgangur skráður á árið 1996. Að hluta til einkennist þetta rit af því að það er fyrsta rit nýrrar stofnunar. Einar Sigurðsson, lands- bókavörður, hleypir úr hlaði með inngangsorðum. Síðan koma frá- sagnir frá hátíðarsamkomunni 1. desember 1994, þegar safnið og bókhlaðan var afhent formlega til notkunar. Prentaðar eru aðalræður sem þá voru fluttar. Síðar í ritinu eru birt lög um hina nýju stofnun og skýrt frá aðdraganda þeirra. Síðasti kafli ritsins ber heitið Sóp- uður, en þar eru nokkrir smápistlar af ýmsu tagi. Þá er eftir að greina frá fræði- legu efni ritsins, sem ég býst við að höfði mest til fróðleiksfúsra les- enda. Aðalgeir Kristjánsson á hér rit- gerðina Carl Christian Rafn. Tveggja alda minning. Sérstök ástæða er til að halda í heiðri minn- ingu hans á þessum vettvangi því að hann hafði forgöngu um að stofna þjóðbókasafn á Islandi. Þá var ekki síður merk forganga hans um stofnun Fornfræðafélagsins, sem gaf út mörg fornrit í umsjá hans. Öllu ómerkari þykir mér hafa verið framkoma sumna íslendinga í hans garð. Ritgerð Aðalgeirs er ítarleg og vönduð og getur talist aðalgrein ritsins enda lengst. Á árinu 1995 barst safninu veg- leg gjöf frá nokkrum aðilum. Það var íslandskortasafn Kjartans Gunnarssonar, sem telur um níutíu kort. Verðmæt og mikilvæg var sú gjöf. Hér eru sögð deili á kortum þessum, birt skrá yfir þau og mynd- ir eru af sumum þeirra. Einar Sig- urðsson hefur gert þetta yfirlit. Kristín Bragadóttir á hér tvær greinar ólíks eðlis. Fyrri greinin, Eimreiðin, er samin í tilefni af því að skammt er liðið frá því að öld var frá því að Valtýr Guðmundsson hleypti tímaritinu Eimreiðinni af stokkunum. Er hér sagt frá aðdrag- anda þess og fyrstu sex árum Eim- reiðarinnar. Seinni grein Kristínar, sem ber heitið Orðin og víðáttan fjallar um samnefnt veggteppi, sem prýðir Þjóðarbókhlöðu, mikið lista- verk og höfund þess, norska veflist- armanninn Synnöve Anker Aurdal. Glæsileg mynd er í ritinu af þessum dýrgrip. Báðar eru þessar greinar hinar áhugaverðustu og eiga vissu- lega vel heima í þessu riti. Þá er hér minningargrein um hinn merka fræðimann og bóka- vörð Harald Sigurðson eftir Einar Sigurðsson og birt er ritaskrá hans í samantekt Nönnu Bjarnadóttur. Útdrættir efnis eru í bókarlok á ensku, en auk þess eru lengri út- drættir aðalgreina á dönsku og norsku í lok hverrar greinar. Rit þetta er fallega innbundið og einkar vel og smekklega frá því gengið á alla lund. Sigurjón Björnsson TÓNLIST liOÍlkastalinn DJASSTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Mike Garson og ýmsa aðra. Flytjendun Mike Gar- son píanó, Marc Johnson kontrabassi og Joe LaBarbera trommur. Föstu- daginn 2. maí 1997. TRÍÓ Mike Garson leiftraði af snilld á seinni tónleikum sínum í Loftkastalanum. íslenskir áheyr- endur upplifðu þar einstaka tón- leika þar sem fór saman frum- leiki, fagmennska og ómenguð snilld. Tónleikarnir voru sem ævin- týri þar sem skiptust á eldgos og sálarháski og línudans á mörkum hins mannlega. Annar eins hópur af skapandi djasstónlistarmönnum hefur ekki rekið á fjörur íslenskra tónleikagesta í langan tíma. Garson er meistari snarstefjunar og hefur mörg óvænt listbrögð á valdi sínu. Aldrei fór það þó svo að tæknin yfirkeyrði hina listrænu heild. Garson fékk langa intrókafla og niðurlög til þess að setja sitt mark á tónlistina og var oft stutt Þrír góðir bilið milli hins klassíska eða barokkóska Garsons og hins djass- aða. Ekki dró úr þessum hughrif- um að flygillinn í Loftkastalanum er með dálítið holan hljóm sem minnti stundum á sembal. Efnisskráin bauð svo sannarlega upp á mörg gos og Garson gaf laglínunni einatt langt nef án þess að óvirða hana. Það var til að mynda aðeins rétt ýjað að henni í þeirri mögnuðu laglínu Nature Boy sem heyrist svo sjaldan og Autumn Leaves í meðförum Garsons var eins regnskógur í kúbískri hefð, fyrirmyndin var næstum týnd. Garson á sér líka aðrar hliðar þar sem hann berar sálu sína í angurværum spuna eins og í vals- inum sínum You’re One of A Kind og Count Your Blessings. En Garson var ekki einn á svið- inu. Þar var líka einn magnaðasti núlifandi kontrabassaleikari heimsins. Marc Johnson lék ein- leikskafla sem maður hélt að væri ekki hægt að spila á þetta stóra og yfirleitt dimma hljóðfæri. Hrað- inn var með ólíkindum og tempó- breytingarnar tíðar og hljómurinn bjartur og hreinn. Áheyrendur voru vel með á nótunum og þeir gáfu frá sér undrunarhljóð þegar Johnson fór á kostum í löngum einleiksköflum. Hvílík snilld! Undir öllu þessu skapandi and- rúmslofti var LaBarbera hógværð- in uppmáluð. Hann hélt aftur af sér eins og vera ber trommara í píanótríói en sýndi engu að síður áslátt sem sjaldan heyrist. Þeir félagar í Loftkastalanum sem stóðu að komu Garsons og félaga hingað til lands eiga þakkir skildar. Þeir hafa sýnt djörfung. íslenskir áhugamenn sönnuðu að það grundvöllur fyrir að bjóða upp á alvöru djasstónleika hérlendis þegar staðið er að málum af metn- aði. Guðjón Guðmundsson Gortari undir Nöfum LEIKLIST B i f r ö s t LEIKFÉLAG SAUÐÁRKRÓKS PÉTURGAUTUR eftir Henrik Ibsen i þýðingu Einars Benediktssonar. Leikstjórar: Einar Þorbergsson, Gunnar Eyjólfsson. Búningar: Þjóðleikhúsið - Leikfélag Sauðárkróks. Sviðsmynd og lýsing: Einar Þorbergsson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Styrmir Gíslason, Kristján Orn Krisijánsson, Elsa Jóns- dóttir, Dagbjört Jóhannesdóttir, Sig- urlaug Eysteinsdóttir, Karel Sigur- jónsson, Bragi Haraldsson, Hreinn Guðvarðarson, Sigurlaus Bjamadótt- ir, Ingólfur Geirsson o.fl. PÉTUR Gautur er eitt af þessum leikritum sem menn hafa tamið sér að kalla mikið verk og má engu muna að menn hneigi höfuðið í lotn- ingu þegar minnst er á það, eða ræski sig, eða vefjist tunga um tönn um ágæti þess eins og þegar spurt er hvernig skilja beri heimsmyndina í Móbí Dikk eftir Herman Melville eða hvort lífsleiði Bóvarífrúar Flau- berts eigi skírskotun á heimilum þar sem eru tvær fyrirvinnur. Öll eru þessi viðbrögð óyggjandi merki þess að farið sé að meta skáldskap af orðspori en ekki verðleikum, en verðleikar liggja, eins og flestallir vita, í auga sjáandans og eru breyti- legir eins og tíðarandinn. Vissulega er góðra gjalda verður viljinn til að sviðssetja svokölluð sígild verk, jafnt í áhugaleikhúsum sem atvinnuleikhúsum. í þeim op- inberast oftar en ekki skilningur á því hvað það þýðir að vera mennsk- ur og öllum er hollt að tileinka sér sem mest af honum. Því er þannig farið með klassísk verk að stundum eru þau erfið við- fangs vegna málfars og krafna um viðamikla sviðsetningu, eða kröfu um mikla leikræna tækni. Þetta þarf allt að meta með hliðsjón af þeim liðsstyrk sem til staðar áður en ákvörðun um uppsetningu er tekin. Einnig þarf að skoða hvort skírskotunin sé nógu sterk, eða hvort hún nái að kristallast til fulls í uppsetningunni. Það var með þessar vangaveltur í huga að ég settist þennan bjarta eftirmiðdag inn á myrkvaðan bekk í Bifröst undir Nöfum (á Sauðár- króki) að horfa á síðustu sýningu Leikfélags Sauðárkróks á Pétri Gaut, en leikfélagið frumsýndi verkið 2. apríl. Áður hafði leikritið verið tekið til leiklestrar undir hand- leiðslu Gunnar Eyjólfssonar, en hann þekkir það eins og spákona lófann á sér, blés sínu eigin lífi í söguhetjuna á fjölum Þjóðleikhúss- ins svo enginn gleymir sem sá, og kann, betur en flestir aðrir íslend- ingar, að setja fram flókna hugsun, jafnvel í tyrfnu máli, svo skiljist og hrífi. Hér bregst Gunnari ekki boga- listin frekar en venjulega. Hann nær að magna upp leikinn á sviðinu með nærveru sinni, jafnvel þegar hann þegir, og stundum þegar hann talar, skynjar maður þá óræðu dýpt sem er kölluð mannshjartað. Satt að segja skynjar maður að þessi sýningin hefði ekki orðið svip- ur hjá sjón án hans og er þetta sagt án þess að kasta nokkurri rýrð á þá sem með honum léku. Sumir þar, já flestir, gerðu sínum hlut- verkum eins góð skil og hægt er að ætlast til af áhugaleikurum. Þar vil ég helst nefna Styrmi Gíslason sem Pétur Gaut ungan, Elsu Jóns- dóttur sem Ásu móður hans, Sigur- laugu Eysteinsdóttur sem þá græn- klæddu, Braga Haraldsson sem Dofrann og Ingólf Geirsson sem Áslák smið. En það verður að segjast eins og er um textann að hann fer ekki alltaf vel í munni, er ekki alltaf auðskiljanlegur, og nær þess vegna ekki þeirri kyngimögnun sem er forsenda íslenskrar tilveru hans. Svo saknaði ég sárlega tónlistar Griegs sem er svo samofin verkinu og á svo dijúgan þátt í að töfra fram tilfinningadýpt þess að án hennar koðnar það niður í há- stemmdar, framandlegar yfirlýs- ingar í óþjálum bragarhætti. Hérna hefði markmiðum leik- hópsins og áhorfenda best verið þjónað með því að halda sig við leiklesturinn. Þar hefðu skagfirskir leikarar lært mest af lengri setu við fótskör meistarans Gunnars Eyjólfssonar og getað leitt þá orku sem leysist úr læðingi með aukinni tækni og kunnáttu fram á sviðið í öðru verki sem stendur okkur nær. Þess ber að geta, að sviðmyndin var vel unnin og lýsing góð. Guðbrandur Gíslason Sá minnsti fæst auðvitað þar sem úrvaiið er hvað mest Allt sem þú þarft til aö nýta farsímatækni nútímans færðu hjá okkur. I VEBÐ Á GSM SlMUM FRÁ 29.900 KR. 1 radiomidun Grandagaröi 9 • 101 Reykjavík • Sími 511 1010 • http://www.radiomidun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.