Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nokkrar hug'leiðingar um
lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna og LSR
SENN er ár liðið
síðan ég leitaði skrif-
lega, og ítrekaði end-
urtekið síðar með skír-
skotun til stjórnsýslu-
laga, eftir rökum
ráðuneytis fjármála
fyrir því að skerða
áunnin lífeyrisréttindi
mín. í bréfi mínu, sem
stutt var fylgiritum,
gerði ég grein fyrir því
að ég teldi að ráðu-
neytið frerndi á mér
lagabrot. Ég leitaði til
umboðsmanns Alþing-
is, með kröfubeiðni
mína fyrir 6 mánuði,
en hann fær ekki önnur svör en
ég — þögn.
Ég freistast til þess að fullyrða
að um „samsæri þagnarinnar" sé
að ræða undir því ofurvaldi sem
fjármálaráðuneytið heldur á lífeyr-
ismálum opinberra starfsmanna. I
því sambandi bendi ég á að þetta
ráðuneyti er í þeirri sérstæðu stöðu
að tilnefna fjóra af átta mönnum
í stjórn LSR og þar með stjórnar-
formann, þótt ráðuneytið hafi ekk-
ert eignarhald á sjóðnum. Einnig
að Kjaranefnd er einhliða valin af
ráðuneytinu, en hún úthlutar emb-
ættismönnum „föstum yfirvinnu-
stundum" í stað launahækkana.
Þessu valdi var líka beitt m.a. með
því að ráðuneytið varð við „óskum
vinnumarkaðarins“ um skattfríð-
indi á iðgjöldum starfandi aðila
hans með því að draga þau af
áunnum réttindum lífeyrisþega, en
um það hefi ég áður skrifað.
Ný lög hafa nú verið samþykkt
fyrir LSR. Þau eru mikið bákn og
flókið. Þó flaug frumvarpið fyrir-
hafnarlítið gegnum Alþingi.
Með frumvarpinu til hinna nýju
laga voru lögð fram tvenn fylgi-
skjöl. Bæði snúast um það hvernig
hin nýju lög ættu nú að koma í
veg fyrir ofskuldbind-
ingar LSR, þannig að
sjóðurinn yrði sjálfbær
í framtíðinni. Mildi
ráðuneytisins, sú að
tvöfalda iðgjaldafram-
lag sitt er rómuð, —
en losun ríkissjóðs
undan ábyrgðum kem-
ur aðeins fram sem lít-
ilsverð hliðarverkun!
Ofurveldi ráðuneytis-
ins í stjórn LSR er svo
haldið óbreyttu. Af því
stendur stuggur.
Síðari málsgrein 25
gr. laga nr. 29/1963
hljóðar svo, með breyt-
ingu skv. lögum nr 47/1984.
„Lífeyrissjóðurinn skal ávaxta
a.m.k. 40% af heildarútlánum sín-
um í verðtryggðum skuldabréfum
Það er undirstaða allra
lágmarks lífeyrissjóða,
segir Haraldur
Asgeirsson, að þeir
séu sjálfbærir og vel
verð- og veðtryggðir.
ríkissjóðs, enda ábyrgist og greiði
ríkissjóður og aðrir þeir launa-
greiðendur, sem aðilar eru að
sjóðnum (skv. 4. gr.) einungis þann
hluta hækkunar lífeyrisins sem líf-
eyrissjóðurinn getur ekki risið und-
ir með tekjum sínum af vöxtum
og verðbótum af þessum 40% af
verðtryggðum heildarútlánum.“
Greinin er nánast til áherslu á
fyrri greinum laganna, þ.e. 8.
greinarinnar um að stjórn sjóðsins
skuli ávaxta fé hans og er sundurl-
iðað í sex þáttum hvernig það skuli
gert, og 20. greinarinnar um
ábyrgð ríkissjóðs. Loks er þar
ákvæðið um a.m.k. 40% ávöxtun
í ríkisskuldabréfum, kvöð sem
gegnum áratugina hefir verið mi-
stúlkuð, enda ekki nefnt með kvöð-
inni að ríkisskuldabréf skuli bera
markaðsvexti.
Lífeyrisferillinn var því þannig
í LSR að sjóðurinn tók við 10%
af launum starfsmanna til ávöxt-
unar frá launagreiðendum, sem
falið var að greiða öll iðgjöldin í
sjóðinn (10. gr.). Sjóðsstjórninni
bar síðan að sjá um ávöxtun fjár-
ins (8 gr.), en sjóðurinn veitti 2%
lífeyrisrétt fyrir hvert unnið starfs-
ár sjóðfélga. Ef einhverra hluta
vegna útgjöld yrðu meiri en tekjur
LSR bar ríkissjóði að greiða í sjóð-
inn mismuninn (20 og 25 gr.).
Þetta átti þó engin áhrif að hafa
á ávöxtunarskyldu, sem tengd var
ríkisskuldabréfum, eða á greiðslu-
ferla LSR.
Það er undirstaða allra lágmarks
lífeyrissjóða að þeir séu sjálfbærir
og vel verð- og veðtryggðir. Ég
hefi með útreikningum og grafi
áður sýnt fram á það, að með 4%
ávöxtun væri eðlileg lífeyrissjóðs-
eign sjóðfélaga við starfslok 9‘4
árslaun. Þá gerði ég ráð fyrir
endurgreiðsluáformum á 20 árum
(67 til 87 ára). Ég sýndi svo fram
á það, að við fráfall á meðalaldri
(77 ára) skildi sjóðfélginn eftir í
sjóðnum nærri sex árslaun og ég
spurði hvort það nægði fyrir öðrum
rekstrarkostnaði sjóðsins! Ég
reikna með 4% ávöxtun sjóðsins
þótt mín ávöxtunarbyrði á láni úr
sama sjóði sé umtalsvert meiri
(5 'h%).
Meðan ríkissjóður ábyrgðist
greiðslur LSR mátti í upphafi e.t.v.
verja sterk áhrif ríkisins á stjórnun
sjóðsins. Þessi áhrif snerust þó upp
í vald, sem byggði upp þá túlkun
að LSR mætti reka með einhvers
konar „gegnumstreymis“-fyrir-
komulagi gegnum ríkissjóð (sjá
grein stjórnarformanns LSR í
Morgunblaðinu 19/12 ’96, bls.
62-64). Af greinargerðinni má
ætla að fjármálaráðuneytið hafi
komist hjá því að greiða sín lög-
boðnu iðgjöld og þá getað notað
fjármagn frá sjóðnum án vaxta-
byrða. Á sama tíma greiddum við
sjóðfélagarnir 5‘/2% vexti af full
veðtryggðum, full verðtryggðum
lánum okkar úr sjóðnum. Síðan
gerist það til viðbótar að LSR er
látinn greiða ríkissjóði helming
vaxtatekna sinna upp í einhveija
skuld (700 m.kr. 1995 skv. tilvitn-
aðri Morgunblaðsgrein). Hver væri
styrkur LSR ef ríkið hefði þurft
að sæta sömu vaxtakvöðum og við
eigendur LSR höfum þurft og
búum við?
Hvernig stjórn LSR gat fundið
stoð fyrir gerðum sínum í lögum
sjóðsins er mér hulin ráðgáta. Mér
sýnist lögin svo klárlega gera ráð
fyrir að sjóðinn hafi átt að reka
sem söfnunarsjóð og meðan ekki
koma aðrar og betri upplýsingar
fram verð ég að álykta að LSR
hafi verið misnotaður af ríkissjóði.
Þegar svo allar ríkisvaxtatekjurnar
hefir vantað í LSR varð sjóðþurrð
yfirvofandi. Þegar svo var komið
var farið að leita björgunarleiða.
Þessar hafa orðið áberandi:
1. Ellilífeyrir almannatrygg-
inga hefir verið skertur.
2. Tekjutrygging og bætur
felldar niður hjá lífeyrisþegum.
3. Lífeyristekjur urðu fyrir tví-
sköttun.
4. Sett var á laggimar kjara-
nefnd og dómur (sbr. að framan).
5. „Föst yfirvinna" er farin að
skerða lífeyrisgreiðslur um tugi
hundraðshluta.
6. Sérstakar „einingagreiðslur"
var nýjung skv. síðasta kjaradómi
og gilti aðeins fyrir hæst launuðu
embættismenn.
7. Hvorki almenn launahækkun
Haraldur
Ásgeirsson
né lofuð skattalækkun kemur nú
fram á síðustu launaseðlum trygg-
ingastofnunar.
8. í tilvikum svo sem mínu var
beitt afturvirkni laga til að draga
úr útgjaldaþörfum sjóðanna.
Þegar svo önnur ráð finnast
ekki er gripið til þess að semja ný
lög fyrir LSR, — eins og lögin
hafi valdið óreiðunni, ekki meðferð
þeirra. Lofað er nærri tvöföldun á
iðgjaldaframlagi launagreiðenda,
en þó án þess að áunnin réttindi
sjóðfélaga aukist. í raun minnka
þau úr 2,0% fyrir unnið ársverk
með gömlu lögunum í 1,9% með
þeim nýju.
í grein sem Nóbelsverðlaunahaf-
inn í hagfræði (1992) Gary S.
Becker ritar í október sl. í Busi-
ness Week bendir hann íbúum
Vesturlanda á Argentínu sem gott
fordæmi. Kerfið er einkavætt og
byggist á 11% iðgjöldum og Bec-
ker spyr hversu árangursríkt
myndi slíkt kerfí ekki vera í Banda-
ríkjunum.
Með tilvísun til þessa má spyija
hvers vegna við getum ekki rekið
LSR með 10% iðgjöldum við hlið
almannatrygginga og atvinnu-
tryggingasjóða?
Gremja og biturð eldri borgara
er orðin mjög áberandi út af þess-
um vandræðagangi. Mér er næst
að halda að nýsmíði laganna hafi
verið á misskilningi byggð.
Nýju lögin voru fyrirhafnarlítið
samþykkt á Alþingi. Mér finnst
þau hins vegar torskilin og að
ástæður hafi verið til athuga-
semda, en þá liggur meingalli lag-
anna, stjórnarskipunin, beinast við.
Skv. 6. gr. fer átta manna stjórn
nú fyrir sjóðnum, skipuð af fjórum
aðilum. Líklega hefir fjölgun
stjórnarmanna úr sex í átta verið
hugsuð út til þess að veita Kenna-
rasambandinu aðild að stjórninni.
Ekkert hefi ég á móti því sam-
bandi, en að fjármálaráðherra skipi
fjóra menn í stjórn finnst mér afar
ólýðræðislegt og óhugnanlegt. Líf-
eyrisþegar eru síðan áfram af-
skiptir af áhrifum af velferðarkerf-
inu — þeim kemur það kannski
ekki lengur neitt við. Ég held ég
fari rétt með það að enginn á háttv-
irtu Alþingi Islendinga hafi fundið
hvöt hjá sér til þess að gera at-
hugasemd við þetta stjórnskipulag.
Það er slæmt.
Höfundur er verkfræöingur.
Að missa draum
Meðal annarra orða
Hvað ætlum við okkur íslendingar sem þjóð? - spyr
Njörður P. Njarðvík - ég veit nefnilega ekki hvort
við eigum einhvem sérstakan tilgang lengur.
OFT má sjá í ritum sem fást við þro-
skaleit manna, að mikil áhersla er
lögð á að lifa í núinu, lifa hvert
andartak til fulls í stað þess að láta stjóm-
ast af öðru er fangar hugann. Þetta er
auðvitað brýnt að læra, þvi að annars eru
menn í rauninni aldrei samstiga sjálfum
sér. Ef við emm stödd á tónleikum, þá hlýð-
um við á tónlistina en erum ekki að hugsa
um annað á meðan. Ef ég er að skrifa
grein, þá beinist öll athygli mín að henni,
en ekki einhverju öðru. Þetta sýnist ein-
falt, en er ekki alltaf að sama skapi auðvelt
í framkvæmd.
En í slíkri ráðleggingu felst engan veginn
að skilja sig frá fortíð og framtíð, eins og
sumir virðast álykta, heldur snýst eingöngu
um einbeitingu. Því hvaða gagn er að því
að fara á tónleika ef hugurinn er staddur
annars staðar? Af allt öðru tagi er sú til-
hneiging nútímans að hugsa aðeins um líð-
andi stund, skammtímamarkmið og stund-
arhagnað. Það snýst ekki um einbeitingu,
heldur þvert á móti um skort á einbeitingu,
- og umfram allt um skort á markmiði.
Og gleymum því ekki, að í norrænni
goðafræði voru örlaganornirnar þijár: Urð-
ur, Verðandi og Skuld: fortíð, nútíð og
framtíð. Úr þeim þrem þáttum eru snúin
örlög manna og þjóða. En sá sem hugsar
einungis um stundarhag, er ekki aðeins
slitinn úr tengslum við alla fyrirhyggju,
heldur einnig þann veruleika sem byggist
á reynslu fortíðar, einbeitingu nútíðar og
draum um framtíð. Því draumurinn um
framtíðina er líka hluti af veruleikanum,
veruleika einstaklings, þjóðar og lands.
Þessar hugleiðingar eru sprottnar af því
að mér fínnst sem við íslendingar séum
farnir að einkennast um of af eins konar
tímalausum hringdansi um stundaránægju,
sem skapar tómlæti. Við viljum umfram
allt eignast, eignast allt núna og helst án
fyrirhafnar. Það leiðir til sjálfhverfu og
skorts á samkennd, og firringar frá þeirri
staðreynd að við erum sjálf hverful, en líf-
ið heldur áfram, líf þjóðarinnar í þessu landi.
*
Eg get ekki varist þeirri spumingu
hvort við séum hætt að trúa á þetta
land sem við byggjum, hvort okkur
sé sama um það, ef við getum aðeins mjólk-
að úr því nóg fyrir okkur að þamba núna
í stUndargræðgi.
Erum við hætt að klæða hugsun okkar
draumum og vonum, sem eru tengdar fram-
tíð þessa lands, íslands? Og þegar ég segi
ekki aðeins þessa lands, heldur íslands, þá
á ég við hina einkennilegu fléttu lands, þjóð-
emis, tungu, sögu, atvinnuhátta: í einu orði
sagt þjóðarímyndar, sem hefur markað stöðu
okkar í heiminum, skapað okkur í senn sér-
kenni og tilgang. Þegar við hættum að trúa
á landið okkar, þá hættum við um leið að
trúa á okkur sjálf í þessu landi. Og ef við
hættum því, þá rennum við inn í einhveija
einkennalausa mannþyrpingu, inn í sviplaus-
an mannfjölda, sem í raun á sér hvorki stund
né stað, heldur berst einhvem veginn áfram
hugsunarlítið og næsta stjómlaust.
Eg hef stundum sagt í útlöndum, að
sérkenni okkar íslendinga væri fólgið í því
að við værum ekki smíðuð á lager ellegar
á færibandi, heldur værum við, enn að
minnsta kosti, sérsmíðuð hvert og eitt, af
því að við eram fámenn þjóð, og af því að
við skynjum okkur sem hluta af og viljum
halda áfram að vera sjálfstæð og fullvalda
þjóð með skýr einkenni. - Og tilgang, ætti
kannski að bæta við. En ég hef forðast það
af skiljanlegum ástæðum. Ég veit nefnilega
ekki hvort við eigum einhvern sérstakan
tilgang lengur.
Þjóð okkar átti sér skýran tilgang. Fjöln-
ismenn áttu sér skýran tilgang, ef einhver
man enn eftir þeim. Aldamótakynslóðin
átti sér skýran tilgang. Hún trúði enn á
hið fagra, sanna og góða, hún trúði á fag-
urt mannlíf, á mannrækt, á hið góða afl í
manninum sem á samkennd með öðrum,
vinnur ekki aðeins sjálfum sér, heldur hugs-
ar sífellt um þjóðarhag. Eða svo gengið sé
enn lengra: vann ósjálfrátt í þágu annarra
af því að það var henni eðlislægt.
En nú þykja víst hugsjónir barnalegar
og samkenndin er metin í krónum,
fáum krónum, mjög fáum krónum,
hvort sem um er að ræða að mennta böm-
in okkar, hlynna að sjúkum og öldruðum
eða styðja þá sem minna mega sín. Það
er einna líkast því sem við tímum hvorki
að eiga meðbræður né afkomendur, að
minnsta kosti gengur ekki fyrir öðru að
skapa börnum okkar mannvænlega framtíð.
Þess vegna þykir mér rétt, að við spyijum
okkur sjálf að því, hvort við eigum okkur
núna einhvern ákveðinn tilgang. Hvað ætl-
um við okkur íslendingar sem þjóð? Eram
við sú þjóð sem Fjölnismenn dreymdi um?
Erum við sú þjóð sem aldamótakynslóðina
dreymdi um? Viljum við vera slík þjóð?
Erum við kannski eins og fátæku börnin í
kvæði Steins Steinars, sem áttu trúna á
hið góða fyrir tvö þúsund áram, en hún
hefur enn ekki ræst, af því að við höfum
ekki aðhafst nóg til að láta hana rætast?
Spyr sá sem ekki veit. En hitt veit ég,
að sá sem missir draum sinn, hann glatar
um leið hæfninni til að móta framtíð sína.
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.