Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Vaknaðir? Góðan daginn! ÞAR kom þá að því að sölumenn sjávaraf- urða vöknuðu til lífs- ins varðandi stefnu gagnvart svokölluðum náttúrverndarsamtök- um. Allt í einu virðast menn átta sig á þvi að eitthvað er til í því sem þeir hafa verið varaðir við mörg undanfarin ár. Nefni- lega því, að á stefnu- skrá margra þessara samtaka er að finna ályktanir gegn fisk- veiðum þjóða og eru íslendingar þar ekki undanskildir. Söluaðilum hefur verið bent á þá staðreynd að þessi samtök taka ekkert tillit til landamæra og fyrir þeim vakir ekki einlæg náttúru- verndarstefna. Þetta eru harðir viðskiptamenn sem vilja hluta af kökunni. Þeir beita engum rökum í sínum málflutningi eins og best má sjá af baráttu þeirra gegn hval- veiðum. Um ofveiði úr þeim stofn- um hefur ekki verið að ræða á íslandsmiðum síðan snemma á þessari öld. En það skipti þá engu máli, baráttan var arðsöm og mót- staðan veik vegna samstöðuleysis hér heima. Sumir voru tilbúnir að gefa eftir, þar á meðal söluaðilar sjávarafurða. Nú er lítið út úr baráttunni gegn hvalveiðum að hafa vegna m.a. breytinga á almenningsáliti í heim- inum. Nokkrar þjóðir hafa reyndar ekki hlustað á þetta og tekið ákvarðanir án tillits til öfgastefnu og innihaldslausra hótana þessara samtaka. Hvergi hefur verið bent á að það hafi orðið þessum þjóðum til vansa eða skaðað viðskiptahags- muni þeirra svo teljandi sé. Hvað er nú til ráða? Nú á að hefja varnarbaráttu kostaða af al- menningi. Líklega er það ekki svo vitlaust og eitthvað ætti nú Sölum- iðstöðin að geta látið af hendi rakna miðað afkomu síðasta árs. Það er fróðlegt að sjá áherslubreyt- inguna nú þegar menn vakna til lífsins. Fram að þessu hafa söluað- ilar í sjávarútvegi talið sig geta keypt sér frið frá hryðjuverkasam- tökum með því að fórna hvalveiði- mönnum á þeirra altari. En nú kveður við annan tón þegar bankað upp á í næsta húsi, hjá söluaðilun- um sjálfum. Þá skal hætt dansinum og bundist samtökum við aðra um að hefja baráttu fyrir okkar mál- stað. Eg segi nú bara, velkomnir á fætur! Okkur sem höfum barist fyrir hvalveiðum veitir ekki af lið- veislunni. Hagsmunir okkar fara saman. Barátta okkar vinnst ekki með því að stíga dansinn við hryðjuverkasamtök. Hún vinnst með því að snúa bökum saman og móta stefnu um nýtingu náttúru- auðlinda okkar samkvæmt ráð- leggingum þeirra vísindamanna sem við treystum. c.ytaviléttar ^ SPLENDESTO seidenSticker Nú þegar Sölumið- stöð hraðfrystihús- anna er orðin sammála okkur um skynsama nýtingu náttúruauð- linda hafsins, eins og skilja mátti á forstjóra SH í ræðu hans á markaðsfundi fyrir- tækisins fyrir stuttu, þá reikna ég með að sj ávarútvegsráðherra sé ekkert lengur að vanbúnaði með að taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar hér Jón við land. Hann hefur, Gunnarsson ásamt forsætisráð- herra, lýst því yfir í fjölmiðlum að meirihluti sé fyrir málinu á Alþingi. ítrekað hefur Nægur markaður er til fyrir hvalaafurðir, segir Jón Gunnarsson, það er aðeins tækni- legt atriði að koma þeim á markað. b 1 ú s s u r Uéuntv, TÍSKUVERLSUN v/Nesveg, Seltj.. s. 561 1680 komið fram að mikill meirihluti þjóðarinnar og flestir hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi eru eindregið fylgjandi hvalveiðum og ekki er verra fyrir hann að hafa afdráttar- lausa samþykkt landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um hvalveiðimálið frá því í haust þegar hann dustar rykið af tillögu þriðju nefndarinnar um þetta mál í hans tíð sem sjávar- útvegsráðherra. Vangaveltur forsætisráðherra um markaðsmál fyrir hvalaafurðir eru léttvægar og til þess fallnar að slá málinu á frest. Verum minn- ug yfirlýsinga sjávarútvegsráð- herra eftir fund hans með japönsk- um embættismönnum seint á síð- asta ári þegar hann sagði að ef íslendingar gengu í Alþjóða hval- veiðiráðið væri ekkert til fyrirstöðu af þeirra hálfu að kaupa af okkur hvalaafurðir. Aðalatriði málsins er það að nægur markaður er fyrir hvalaafurðir í heiminum og því er það eingöngu tæknilegt atriði að koma vörunni á markað. Ég man reyndar ekki eftir því að ráðherrar hafí velt fyrir sér afkomu fyrir- tækja í sjávarútvegi eða markaðs- horfum fyrir afurðir þegar ákveðn- ar eru veiðar á íslandsmiðum eða annars staðar. Við ættum kannski að banna veiðar og vinnslu þegar stefnir í að þær séu ekki arðsam- ar. Slík forsjárstefna væri í anda Sjálfstæðisflokksins eða hitt þó heldur. Það er mikilvægt að menn gleymi ekki uppruna sínum þegar mál sem þetta er til umræðu. í júní 1996 gaf sjávarútvegsráð- herra þá yfirlýsingu á fundi Sjávar- nytja og í fréttatímum sjónvarps- stöðvanna að þingsályktunartil- laga yrði lögð fram þá um haustið í samvinnu við sjávarútvegs- og utanríkismálanefnd Alþingis um að hvalveiðar hæfust aftur við Is- land. Það er löngu kominn tími til að standa við gefin loforð um að Alþingi fái að ljúka málinu á þessu þingi. Ég kýs að kalla það dóna- skap hvernig haldið hefur verið á hvalveiðimálinu í vetur. Dónaskap gagnvart öllum þeim sem láta sig málið varða, bæði þingmenn og almenning. Þau vinnubrögð og þær skýringar sem gefnar hafa verið undanfarnar vikur sæma ekki mönnum sem sitja í stjórnunar- stöðu. Þá er með ólíkindum lang- lundargeð sumra þingmanna í þessu máli. Margir þeirra ágætu manna eru orðnir að athlægi í augum kjósenda sinna. Og það vegna vinnubragða þeirra sem stjórna. Ég er sammála forstjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna um að tími sé kominn til að vinna að samstöðu á milli þjóða um þá eðli- legu kröfu að þeim sé heimilt að nýta auðlindir sínar með skynsam- legum hætti og að vinna að kynn- ingu þeirrar stefnu sem hér hefur ríkt gagnvart nýtingu á auðlindum hafsins. Ég er aftur á móti mátu- lega bjartsýnn á það að okkur tak- ist að sannfæra svokölluð náttúru- verndarsamtök um að okkar sé að marka stefnuna og framfylgja hér við land. Sú stefna er of létt í vasa til að hún henti þeim. Eðlilegt er að ríkisvaldið komi hér til ásamt hagsmunaaðilum. Þegar Norð- menn tóku ákvörðun um að hefja hvalveiðar settu þeir sig í varnar- stellingar og hófu sína baráttu. Af þeim getum við eflaust lært eitthvað í þeim efnum, en þeirra reynsla er líka ljós. Þeir hættu aðgerðum sínum árið 1995 eða tveimur til þremur árum eftir að þeir byrjuðu. Það kom í ljós að óttinn var ástæðulaus þannig að það þurfti engar sérstakar vama- raðgerðir til lengdar. Stefnufesta og áræði er það sem hér þarf til. Eftirgjöf á einum vett- vangi kallar á árás á þann næsta. Að láta undan þrýstingi og semja, gegn betri vitund, við svokölluð náttúruverndarsamtök kallar á herskáa aðför að sjálfstæði okkar til að nýta auðlindir sem okkur em fengnar til lands og sjávar. Höfundur er formaður Sjávarnytja. Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 SÍMI553 8640 / 668 6100 Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO fc». ÞORGRÍMSSON &CO 128 REYKJAViK FÓLK Á FLÖTTA sýning í Kringlunni Verii) velkomin d sýningu RauSa kross íslands um mdlefiii fiólks d filótta d annarri hœð Kringlunnar dagana3.-7. maí. + RAUOI KROSS ÍSIANDS Félag skrúðgarðyrkjumeistara 30 ára Færir borginni umhverfis- verk að gjöf Nú hafa skrúðgarðyrkjumeistarar ákveðið að færa Reykjavíkurborg að gjöf, segir Steinþór Einarsson, frágang á umhverfi minnis- merkis lettnesku þjóðarinnar. MIKLAR breytingar hafa orðið á undanförnum árum þegar litið er til frágangs lóða hvort heldur er við heimahús eða stofnanir. All- ur almenningur er orðinn meðvit- aður um að það er síður en svo tilgangslaust að setja niður tré og plöntur þrátt fyrir að veðurfar sé hér ekki alltaf hið ákjósanlegasta, að minnsta kosti ef miðað er við það sem gerist í gróðursælum ná- grannalöndum okkar. A sama tíma og gróðuráhugi almennings hefur vaxið hefur eitt fámennasta fagfélag landsins, Fé- lag skrúðgarðyrkjumeistara, dafn- að, en þijátíu ár eru nú liðin frá stofnun þess, árið 1967. Félags- menn em aðeins 15 talsins. Þór Snorrason skrúðgarðyrkjumeistari var útnefndur heiðursfélagi á aðal- fundi í mars síðastliðinn en hann er einn af stofnendum félagsins. Formaður félagins er Jón Júlíus Elíasson. Félagið hefur frá fyrstu tíð haft það að höfuðmarkmiði að vinna að faglegum framgangi skrúðgarðyrkju á Islandi, en skrúð- garðyrkja er löggilt iðngrein. Nám- ið fer fram hjá meisturum og í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og endar í sveinsprófi eins og gerist með aðrar löggiltar iðn- greinar. Skrúðgarðyrkjumeistarar hafa lagt sig fram um að viðhalda ís- lenskum byggingarhefðum. Þeir em margir hveijir leiknir í hvers- konar hleðslu úr íslensku gijóti og kemur það víða fram í verkum þeirra. Starfssvið skrúðgarðyrkju- mannsins er fjölbreytilegt. Það nær til hvers konar yfirborðsfrágangs og mannvirkjagerðar á lóðum og útivistarsvæðum, jafnt í einka- görðum sem hjá opinbeijum stofn- unum. Á síðustu árum hafa skrúð- garðyrkjumeistarar verið í æ ríkari mæli fengnir til þess að ganga frá opnum svæðum á vegum sveitarfé- laga víðs vegar um landið og teng- ist það mjög hinum aukna áhuga manna á að bæta og fegra um- hverfi sitt. Það er því óhætt að fullyrða að skrúðgarðyrkjan sé umhverfisvæn atvinnugrein. Venja er að minnast afmæla á einhvem hátt og svo verður einnig um afmæli Félags skrúðgarðyrkju- meistara en þó verður þess minnst með nokkuð óvenjulegum hætti. Á horni Túngötu og Garðastrætis hefur verið komið fyrir minnis- merki sem er gjöf frá lettnesku þjóðinni til hinnar íslensku. Nú hafa skrúðgarðyrkjumeistarar ákveðið að færa Reykjavíkurborg að gjöf frágang á umhverfi þessa minnismerkis — gjöf á sviði um- hverfisfágunar. Unnið er að frá- ganginum í samráði við embætti garðyrkjustjóra Reykjavíkur, sem látið hefur hanna framkvæmdirn- ar, en skrúðgarðyrkjumeistararnir sjá um lokafrágang umhverfis minnismerkið. Hellur og steinar, sem í fráganginn fara, eru frá BM Vallá. Verkið verður unnið dagana 8. til 12. maí og meðan á því stend- ur munu skrúðgarðyrkjumeistar- arnir veita þeim, sem fram hjá fara og áhuga hafa á, fræðslu um hvað eina sem tengist starfinu og skrúðgarðyrkju almennt. Því má segja að hér verði um tvíþætta gjöf að ræða — gjöf til borgarinn- ar og síðan gjöf til borgaranna í formi upplýsingar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, tekur síð- an formlega við gjöf Félags skrúð- garðyrkjumeistara til borgarbúa kl. 14 sunnudaginn 11. maí. Er það von skrúðgarðyrkjumeistara að með þessu hafí þeir ekki aðeins lagt sitt af mörkum til að fegra umhverfið í borginni heldur muni þeir, sem koma til þeirra með fyrir- spurnir á meðan á verkinu stend- ur, fara þaðan um margt fróðari er lýtur að því að fegra umhverfi okkar allra. Höfundur er ritari Félags skrúðgarðyrkjumeistara. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Láttu ekki minniháttar lýti verað að stóru vandamáli. MARBERT ANTI - COUPEROSE EFFECI: Sérstök meðlerð sem vinnur gegn roða og hóræðasliti. Með reglulegri notkun styrkjast hóræðarnar og húðin fær eðlilegan litarhátt. ANTl - COUPEROSE EFFECT skilar undraverðum árangri. Kynning i SNYRTIHÖLLINI, Garðabæ miðvikudag og föstudag. Glæsilegur kaupauki. SNYRIIHCXUN MIÐBÆ GARÐABftJAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.