Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 07.05.1997, Síða 31
30 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI HEIMA OG ER- LENDIS DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra,_ vék í ræðu sinni á aðal- fundi Vinnuveitendasambands íslands í gær, að þeim umræðum, sem fram hafa farið við og við undanfarnar vikur og mánuði um samkeppni í atvinnu- og viðskiptalífi hér. Þessar umræður hafa skapazt vegna þess, að stærri einingar hafa orð- ið til í viðskipta- og atvinnulífi en um leið færri og áhyggjur hafa vaknað um, hvort samkeppni væri nægileg þeirra í milli. Eða hvort íslenzkir neytendur væru í raun eins konar gíslar fárra og stórra fyrirtækja, vegna fámennis og einangrunar. Um þetta sagði forsætisráðherra m.a. í ræðu sinni: „Annað lykilorð í umræðunni um bætt skipulag hagkerfisins er samkeppni. Hún er tvímælalaust driffjöður framfara og trygg- ir bezt aukna framleiðni og þar með hagvöxt. Hér er okkur íslendingum hins vegar nokkur vandi á höndum, sem við rekum okkur nú á í meira mæli en áður. Við þurfum öflug fyrirtæki á sem flestum sviðum til þess að takast á við erlenda keppinauta á alþjóðamarkaði, sem stöðugt verður opnari. Jafnframt þarf að gæta þess að tryggja sem mesta samkeppni á okkar litla heimamarkaði. Það er einmitt tímabært að þetta verði rætt á fundi ykkar í dag. Hér er um viðkvæmt mál að ræða, sem varð- ar ekki aðeins þau fyrirtæki, sem í hlut eiga hveiju sinni, held- ur landsmenn alla. Nauðsynlegt er að skoða hvert mál, sem upp kann að koma frá öllum sjónarhornum. Við viljum samkeppni á heimamarkaði en það má ekki verða til þess að við heftum um of starfsemi þeirra fyrirtækja, sem eiga í harðri samkeppni erlendis." Það er fagnaðarefni, að Vinnuveitendasambandið skyldi taka þetta mál til umræðu á aðalfundi sínum. Stuðningur við einka- framtak og frjálsa samkeppni hefur verið hefðbundin afstaða vinnuveitenda alla tlð. Hið sama á við um Sjálfstæðisflokkinn. Þessi grundvallarsjónarmið mega ekki víkja fyrir stundarhags- munum einstakra stórra fyrirtækja. Það verður að tryggja sam- keppni á okkar litla heimamarkaði eins og forsætisráðherra undirstrikaði í ræðu sinni. En auðvitað þarf líka að sjá til þess, að íslenzk fyrirtæki séu samkeppnisfær á alþjóðlegum mörkuðum. Þessi tvö markmið fara saman. íslenzki markaðurinn er hvort sem er svo lítill, að alger yfirráð yfir honum duga fyrirtækjum skammt, þegar kom- ið er út í hina hörðu samkeppni erlendis. En jafnframt er ljóst, að fyrirtæki, sem hafa vaxið í skjóli einokunar og hálfopinberr- ar verndar á heimamarkaði sínum kunna einfaldlega ekki að taka þátt I harðri samkeppni á alþjóða vettvangi. Þess vegna er slíkt skjól á heimamarkaði þeim til lítil gagns. Af þeim sök- um fara vel saman þau tvö markmið, sem Davíð Oddsson vék að í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ. TÍMI SJÁLFVIRKRA VERÐHÆKKANA ER LIÐINN OLAFUR B. Ólafsson, formaður VSÍ, vék að athyglisverðu máli í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ I gær. Hann minnti á að tími sjálfvirkra verðhækkana í takt við vísitölu væri löngu liðinn en nefndi jafnframt dæmi um opinber fyrirtæki, sem virðast ekki hafa áttað sig á þessari augljósu staðreyiid. Hann sagði m.a. í ræðu sinni: „Því miður eru þessi einföldu sannindi ekki öllum ljós og mér virðist, að opinberir aðilar eigi erfíðast með að yfírgefa gömul vinnubrögð. Þetta kom berlega fram í verðhækkunum ýmissa veitufyrirtækja á síðasta ári. Þar bar hæst hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 7,4%. Borgaryfírvöld rök- studdu þá hækkun rn'éð því að fylgt væri hækkunum á byggihg- arvísitölu eins og alltaf hefur verið gert. Við bentum á, að byggingarvísitalan ofmæti almennar verðlagsbreytingar gróf- lega. Helmingur hækkunarinnar leiddi af skattkerfisbreytingu, sem engin áhrif hefðu á kostnað hitaveitunnar. Borgaryfirvöld sinntu þessum ábendingum í engu og fór VSÍ þess á leit við iðnaðarráðherra, að hann kæmi í veg fyrir, að þessi leikur yrði endurtekinn. Við höfum því krafizt þess, að heimild orkufyrir- tækja til að hækka gjaldskrár í takt við vísitölur verði afnum- in. Því miður hefur málið enn ekki fengið framgang, þrátt fyr- ir fyrirheit ráðherra. Hækkanir á kauptöxtum iðnaðarmanna og byggingarverkamanna munu án efa vega þungt í næsta útreikningi byggingarvísitölunnar og gætu því enn orðið átylla fyrir tilefnislausar hækkanir á gjaldskrám orkufyrirtækja. Það væri auðvitað óþolandi að opinber einokunarfyrirtæki mögnuðu enn upp verðbólgu að tilefnislausu." Hér víkur formaður VSÍ að stórmáli. Iðnaðarráðherra verður að grípa hér til tafarlausra aðgerða. Morgunblaðið/Golli Á SMÍÐANÁMSKEIÐI fyrir atvinnulausa, f.v. Vagna Vagnsdóttir með útskornar endur, Jóhanna Ström, Sesselja Hreinsdóttir og Gunnar Friðfinnsson leiðbeinandi. TÖLUVERT líf var í tuskunum á Þingeyri í gær, miðað við það sem verið hefur, nokkrar konur höfðu vinnu við pökkun í Fáfni, unnið var við herslu og söltun hjá Unni ehf. og starfsmenn verktaka unnu við uppskipun úr Sléttanesi. STJÓRN Byggðastofnunar veitti í gær forstjóra stofn- unarinnar umboð til að semja við stærstu lánar- drottna Fáfnis hf. á Þingeyri um að leysa til sín frystihús, fískimjölsverk- smiðju og fleiri eignir fyrirtækisins. Tilgangurinn er að halda eignunum saman og selja þær eða leigja til þess að fiskvinnsla geti hafist þar af al- vöru á nýjan leik en nú eru níu mánuð- ir frá því vinnslan stöðvaðist. Fyrir liggur að vestfirskur fiskverkandi hefur áhuga á að leigja eignirnar af Fáfni hf. en af niðurstöðu stjórnar Byggðastofnunar má ráða að lánar- drottnar telji nauðsynlegt að taka yfír eignirnar áður en til slíks kæmi. Fyrir stjórn Byggðastofnunar voru lögð drög að samkomulagi lán- ardrottna um yfirtöku eigna Fáfnis hf. Eins og fram hefur komið eru Fiskveiðasjóður og Landsbankinn stærstu kröfuhafarnir með hátt í 50 milljónir kr. hvor. Ljóst virðist að samningar hafa ekki náðst milli kröfuhafa en á það mun reyna í dag. Fari svo að samningar náist ekki er líklegt að fyrirtækið stöðvist endan- lega innan tiltölulega stutts tíma því samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins kom í ljós á fundi stjórnar Byggða- stofnunar í gær að ekki er vilji fyrir því að Byggðastofnun fíármagni skuldaskilasamninga Fáfnis. Ef kröfuhafarnir ná saman verður stjórn Fáfnis gert tilboð um kaup á umrædd- um eignum strax um helgina. Miðað við þær tölur sem nefndar hafa verið um veð í eignunum má búast við að kröfuhafarnir bjóðist til að leysa eign- irnar til sína á um 120 milljónir kr. Heildarskuldir Fáfnis eru enn meiri eða yfir 200 milljónir kr. og á bak við þær verðminni eignir og því er vand- séð hvernig sá vandi verður leystur. Sigurður Kristjánsson, kaupfélags- Stjóri Kaupfélags Dýrfirðinga og framkvæmdastjóri Fáfnis hf., segir áð viðbrögð stjórnar Fáfnis fari eftir efni tilboðs Byggðastofnunar, þau verði jákvæð ef fyrirtækið komist sómasamlega frá málinu.- Ljóst má vera af þessum orðum að hann von- ast-til að hægt verði að bjarga hluta- félaginu. Ef þetta gengur allt eftir verður reynt að selja eignimar strax en- að öðrum kosti verða þær leigðar. Fram hefur komið hjá Guðmundi Malm- quist, forstjóra Byggðastofnunar, að margir hafa sýnt áhuga á að leigja eignirnar eða kaupa en enginn hafi haft bolmagn til að borga á annað hundrað milljónir fyrir þær. Ljóst virðist að lánárdrottnamír verða að slá af kröfum sínum til að hægt verði að. selja frystihúsið. Byggðastofnun víll' hraða þessu sem mest, en það tekur:áreiðanlega einhveija daga eða vikiir til viðbþtar. Sífelld bið eftir fundum í gær var 71 íbúi Þingeyrar skráð- ur atvinnulaus, samkvæmt upplýsing- um Bergþóru Annasdóttur á skrif- stofu ísafíarðarbæjar á Þingeyri, og sjö til viðbótar voru að ljúka tíma- bundnum störfum við fiskpökkun hjá Fáfni. í dag eru því 78 atvinnulausir en í allan vetur hafa 68-78 íbúar stað- arins verið atvinnulausir. Umræða um atvinnumálin hófst á nýjan leik í byijun mánaðarins eftir að Guðrún Edda Gunnarsdóttir sókn- arprestur og Björn Önundarson hér- aðslæknir skrifuðu Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem þau vöktu athygli á ástandinu. Þar kom Þungbær bið á Þingeyri Ljóst er að enn þurfa Þingeyringar að bíða eftir að vinnsla hefjist í frystihúsinu og þeir fái vinnu á nýjan leik. Margir eru famir að hugsa sér til hreyfíngs og fara ef hjól atvinnulífsins verða ekki farin að snúast vel fyrir skólasetningu í haust. Unnið er að samningum lánardrottna um yfírtöku frystihúss Fáfnis og fleiri eigna en eftir er að semja innbyrðis og við stjóm Fáfnis. Síðan er fyrirhugað að reyna að koma vinnslu í gang VERKALÝÐSFORINGINN á Þingeyri, Valdís Bára Kristj- ánsdóttir, hafði í gær vinnu við uppskipun úr Sléttanesi, en vinna hefur verið stopul. með sölu eignanna eða leigu. Áhugamenn hafa þegar gefíð sig fram. Helgi Bjarnason kynnti sér atvinnumálin á Þingeyri. m.a. fram að á næstu vikum myndu 30 einstaklingar flytjast á brott úr byggðarlaginu, þar sem þeir gætu ekki dregið fram lífið við núverandi aðstæður. Þegar fólksflótti væri brostinn á, líkt og óstöðvandi flóð- bylgja félli fram, væri ekkert sem stöðvað gæti fólksflóttann. í bréfi embættismannanna kom einnig fram að ástandið í vetur hefði einkennst af sífelldri bið eftir næsta fundi. Það voru einmitt áhrifin sem blaðamenn urðu fyrir á Þingeyri í gær. Allir voru að bíða eftir niðurstöð- um stjórnar Byggðastofnunar og áttu sumir von á að nú myndu málin leys- ast og vinna gæti farið að hefiast.. Sumir a.m.k. urðu fyrir vonbrigðum þegar mál fóru að skýrast síðdegis í gær, sáu fram á bið eftir fleiri fund- um. Sé til fram í ágúst „Ef þetta gerist ekki í dag, gerist það aldrei,“ sagði Valdís Bára Krist- jánsdóttir, formaður verkalýðsfélags- ihs Brynju. „Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað þá tekur við,“ sagði hún einnig. Valdís sagði að einhveijir hafi þeg- ar flutt í burtu, kannski ekki beinlín- is vegna atvinnuástandsins, og hún sagðist vita að margir væru farnir að hugsa sér til hreyfings og sjálf væri hún í þeim hópi. Valdís er ein- stæð móðir og hefur verið án vinnu frá því í nóvember fyrir utan ígripa- vinnu við uppskipun. Barn hennar á að byija í grunnskólanum í haust. „Ég ætla að sjá til fram í ágúst en mér líst ekki á að vera hér áfram ef þá verður ekki komin vinna,“ sagði hún og sagðist vita að margir myndu flytja í burtu áður en skólar byrjuðu ef ástandið yrði óbreytt. Hún sagði að það væri erfiðara að ganga um atvinnulaus en hún hafði ímyndað sér áður. „Þetta er vægast sagt ömurlegt, vonleysi og eirðar- leysi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þetta væri svona," sagði hún. Valdís er fædd og uppalin á Þing- eyri og hefur unnið í fiski frá þrettán ára aldri. „Og hér vil ég vera. Ef það kemur vinna þá fer ég ekki neitt,“ sagði hún. Bergþóra Annasdóttir á skrifstofu ísafiarðarbæjar sagðist vita um eina fíögurrá manna fíölskyldu sem hefði flutt á brott en hún sagðist vera hrædd um staðinn ef skriðan færi af stað. Hún taldi að fleiri hefðu farið ef menn gætu gengið í vinnu annars staðar. Eins og ástandið er nú er heldur ekkí hægt að selja íbúðarhús á Þingeyri. „Ef ekki verður allt kom- ið á fullt fyrir haustið er ég hrædd um að illa fari, margir flytji á brott,“ sagði hún. Verð ekki hér atvinnulaus annan vetur Vegna þess mikla atvinnuleysis sem verið hefur á Þingeyri í vetur hafa verið haldin námskeið til afþrey- ingar og uppbyggingar og opið hús. Þannig var tölvunámskeið í fyrradag og í gær voru smíðar í smíðastofu grunnskólans. „Ég er bara hér til að telja puttana sem þær skera af,“ sagði leiðbeinandinn, Gunnar Friðfinnsson fyrrverandi handavinnukennari, þeg- ar Morgunblaðsmenn litu við á smíða- námskeiðinu. Gunnar segir að kon- urnar, já það eru eingöngu konur sem sækja smíðatímana, hafi verið dug- legar að koma og afkastað miklu. Öll hús væru að verða full af hillum og ýmiskonar föndri. Yfirleitt hafa mætt 10 til 15 konur í hvern tíma en í gær voru einungis þijár. Sesselja Hreinsdóttir sem var að líma saman hillu sagðist hafa verið atvinnulaus síðan um verslunar- mannahelgi eins og meginhluti starfs- manna Fáfnis, fyrir utan ígripavinnu í ESSO-sjoppunni. Hún sagðist ekki bytja aftur í fiskinum þó reksturinn kæmist aftur af stað. Hún væri búin að fá vinnu í sjoppunni í sumar og síðan myndi hún flytja í haust. Maður- inn hennar, Sigmar Sigþórsson, hefur verið á bátum frá ísafirði og víðar og nú frá Hafnarfirði frá því hann missti vinnuna á Þingeyri. Sesselja segir að hann ætli í skóla í haust, til að klára Vélskólann, og hún flytur suður í Hafnarfiörð. „Ætli maður kaupi ekki íbúð þar, það hafa margir flutt þangað," sagði hún. „Það er alltaf verið að tala um að hér sé allt að fara í gang en svo ger- ist aldrei neitt. Ég veit að það ætla margir að skoða málin í haust. Fólk vill búa hér áfram en getur það ekki nema hafa vinnu. Ég vil ekki vera hér annan vetur án vinnu. Maður getur að vísu haft nóg að gera fyrir sjálfan sig, ef maður vill, en það lifir enginn á því,“ sagði Sesselja. Vagna Vagnsdóttir virtist fær í útskurðinum, allavega voru fallegar fígúrur á smíðaborðinu og hún var auk þess að reyna sig við tígulkassa sem hún mundi eftir að pabbi hennar hafði smíðað. Vagna hefur verið at- vinnulaus í rúmt ár. „Ástandið er ömurlegt og ég hef enga von séð. Stjórnendur Fáfnis hafa ekki viljað sleppa hendinni af þessu fyrr en allt væri farið fíandans til. Það ber öllum saman um að þetta hefur ekki verið nógu vel rekið. Auðvitað hefur kvóta- kerfið líka haft slæm áhrif. Ég held að við ættum bara að fara öll á sjó og taka þann afla sem við þurfum," sagði Vagna. Jóhanna Ström sagðist hafa verið að vinna hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga en væri öryrki. Hún sagðist þó sjálf- sagt vera byijuð að vinna aftur, ef eitthvað væri í boði. Hún sagði ómet- anlegt að hafa aðstöðu til afþreying- ar, eins og smíðastofuna og smíða- tímarnir hefðu yfirleitt verið vel sóttir. Vildu leigja frystihúsið „Við höfum ævinlega lagt áherslu á að fá fíármagn til Fáfnis til að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Þessi fyrir- tæki hafa haft atvinnureksturinn hér með höndum í áratugi,“ sagði Sigurð- ur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Fáfnis hf. Hann sagði mikilvægast að atvinnulífið héldi áfram. Fáfnir hefði þróað nýja vinnsluaðferð í frystihúsi sínu og hún væri af og til í gangi. „Við erum al- veg sáttir við að afhenda öðrum rekstraraðilum frystihúsið en það má ekki gerast með lágkúrulegum hætti fyrir Fáfni. Það hefur bara ekki kom- ið fram neinn aðili sem hefur viljað ganga til samvinnu við okkur, ekki fyrr en núna,“ sagði Sigurður. Sigurður vitnaði þar til vestfirsks fiskverkanda sem gert hefur Fáfni tilboð um að leigja frystihúsið með kaupréttarskilmálum og hefía þar vinnslu. Sigurður sagðist ekki hafa umboð viðsemjandans til að staðfesta hver hann væri en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er þar um að ræða Bolfisk hf. í Bolungarvík sem hefur sérhæft sig í tvífrystingu Rússa- þorsks og gengið vel að selja. Mun fyrirtækið ætla að hefía vinnslu á Rússaþorski á Þingeyri og með því móti getur komist drift í hús Fáfnis á ný, án þess að keyptur sé kvóti á stað- inn í stað þess sem farið hefur í burtu. Sigurður sagði að stjórn Fáfnis hefði viljað fara þessa leið og lagt fyrir fund stjómar Byggðastofnunar í gær. Með því móti hefði verið hægt að hefía vinnslu eftir eina til tvær vikur. Þar var hins vegar samþykkt að halda áfram samningum við lán- ardrottna um yfirtöku eigna Fáfnis. Sigurður sagði að stjórn Fáfnis hefði ekkert erindi fengið frá Byggðastofn- un eða öðrum lánardrottnum sínum um þetta mál. Það yrði skoðað með velvild, ef það bærist. „Við erum já- kvæðir fyrir þeim leiðum sem ganga upp, svo fremi sem Fáfnir fari ekki illa út úr þeim,“ sagði kaupfélags- stjórinn. Hann Iýsti þeirri persónulegu skoðun sinni að Byggðastofnun væri of sein með málið. Hún hefði getað stutt Fáfni betur til þess að halda uppi vinnu á staðnum. Ljóst er að töluverðar skuldir verða eftir hjá Fáfni þó lánastofnanirnar yfirtaki fasteignirnar og Kaupfélag Dýrfírðinga stendur og fellur með því hvemig gengið verður frá þeim mál- um þvi fíárhagur fyrirtækjanna er samtvinnaður. Það var á Sigurði að heyra að hugsanlega yrði hægt að leysa þau mál með skuldaskilasamn- ingum, svonefndum „fijálsum nauða- samningum", enda hefðu þegar verið lögð drög að slíkum samningum fyrir fyrirtækin í heild en ekki hefði verið gengið í að framkvæma þá. „Þú verður að spyija Byggðastofn- un um það,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður að því hvenær vinnsla gæti hafist í frystihúsi Fáfnis miðað við að lánardrottnar næðu samningum innbyrðis og síðan við Fáfni hf. Georg Ólafsson í umræðum um samkeppnismál á aðalfundi VSÍ Morgunblaðið/Þorkell FRÁ aðalfundi VSÍ þar sem sjónarmið í samkeppnismálum voru meðal annars til umræðu. Yilja stjórnvöld ekki samkeppni í innanlandsfluginu? Sjónarmið í samkeppnismálum voru reifuð á aðalfundi VSI og fylgdist Jóhannes Tómas- son með umræðunum. Samkeppnislög þurfa að vera sveigjanleg og meta þarf aðstæð- ur við framkvæmd þeirra, sagði Georg Olafs- son. Allt sem truflar lögmál um framboð og eftirspum er andstætt samkeppnislögum, sagði Ami Vilhjálmsson. SVO virðist sem sum ráðuneyti líti á það sem hlutverk sitt að gæta þess að fyrirtæki sem að einhverju leyti hafa verið undir vemdarvæng ríkisvaldsins njóti áfram verndar þrátt fyrir að frelsi hafi komist á. Hér er á ferðinni tvöfalt siðgæði," sagði Georg Ólafs- son forstjóri Samkeppnisstofnunar á aðalfundi Vinnuveitendasambands ís- lands í gær. Á aðalfundinum viðruðu þrír ræðu- menn sjónarmið í samkeppnismálum. John Steele fyrrum framkvæmda- stjóri samgöngudeildar Evrópusam- bandsins ræddi vítt og breitt um sam- keppni, samruna, kæmmál og sektir og nefndi dæmi um sammna og samr- unatilraunir. Árni Vilhjálmsson hrl. og Georg Ólafsson forstjóri Sam- keppnisstofnunar ræddu spurning- una: Á sama stefna í samkeppnismál- um við um litla markaði og stóra? Georg Ólafsson sagði samkeppn- islögum ætlað að vinna gegn fá- keppni og auðvelda nýjum fyrirtækj- um aðgang að markaði. Sagði hann þau ekki eins rígbundin og í sam- keppnislögum ESB sem mörg ESB- löndin hefðu tekið upp en þar væri í meginatriðum fyrirfram byggt á banni. Lögin hér veittu sveigjanleika og að tekið hefði verið tillit til mark- aðsaðstæðna við samningu þeirra en þrátt fyrir sveigjanleika ætti stefna í samkeppnismálum á litlum markaði að vera háð sömu lögmálum og á stórum markaði. Víða fákeppni Þá sagði Georg Ólafsson aðstæður á einstökum mörkuðum mikilvægast- ar við mat á hvort grípa þyrfti til aðgerða og að þar vægi þungt hversu auðvelt væri fyrir nýjan keppinaut að hasla sér völí. Nefndi hann nokkur dæmi um fákeppnismarkað, t.d. olíu- markaðinn sem nyti m.a. verndar gegn nýjum keppinautum vegna gif- urlegra fíárfestinga. Sagði hann fuli- víst að frekari samþjöppun á þeim markaði myndi koma til skoðunar hjá samkeppnisyfirvöldum. Þá sagði hann tryggingamarkaðinn hafa opnast og nýja keppinauta komið til sögunnar og því ekki sama ástæða til íhlutunar þar. Einnig sagði hann sjóflutninga- markaðinn fijálsan í orði en sá bög- gull fylgdi skammrifi að aðgangur nýrra keppinauta að hafnaraðstöðu væri takmarkaður. Myndi frekari samþjöppun á þeim markaði koma til skoðunar. Mestur tími samkeppnisyfirvalda hefur að undanfömu farið í flugmark- aðinn og ferðaþjónustu og gerði hann m.a. málefni Flugleiða og samruna inn- anlandsflugs félagsins við Flugfélag Norðurlands að umtalsefni. Sagði hann Flugleiðir hafa yfirburðastöðu en ekk- ert legði bann við því að fyrirtæki væru stór. Það væri hins vegar hegð- un slíkra fyrirtækja á markaðnum sem gæti brotið í bága við reglur. Samkeppnisyfirvöld settu samrunan- um skilyrði eins og fram hefur komið í fréttum og sagði Georg það að ýmsu leyti erfiðara en í nágranna- löndunum vegna smæðar og einangr- unar íslenska markaðarins. Alþjóðleg samkeppni væri vart inni í myndinni sem takmarkað gæti nýja keppinauta og væri það einn þátturinn sem sam- keppnisyfirvöld gætu ekki litið fram- hjá við mat á aðstæðum. Skilyrðunum hefði verið áfrýjað sem væri eðlilegt. „Það sem kemur hins vegar á óvart ~ er að það ráðuneyti sem fer með flug- mál bregst við með þeim hætti að helst má álykta að það sé ekki vilji stjórnvalda að samkeppni komist á í innaniandsfluginu," sagði forstjóri Samkeppnisstofnunar. Sagði hann að teldu stjórnvöld hag landsmanna betur borgið með því að takmarka samkeppni í einhvetjum greinum bæri að hlíta þeirri afstöðu. „En þá á að segja það fullum fetum að þrátt fyrir að í orði sé stefnt að því að opna fyrir samkeppni í tiltek- inni grein, sé ekki meiningin að hrófla við gömlu einokunarfyrirtækjunum. Það á jafnframt að segja, í þessu til- viki við íslandsflug, þið skuluð ekki ómaka ykkur og hætta stórum fiátV munum til þess að fara í samkeppni, þar sem áfram mun verða staðinn vörður um okkar „Flag Carrier“,“ sagði Georg Ólafsson ennfremur. Lögunum ekki ætlað að kalla fram samkeppni Ámi Vilhjálmsson sagði tilgang samkeppnislaganna að tryggja að lögmál um framboð og eftirspurn nytu sín og allt sem truflaði það væri andstætt lögunum. Þannig væri það andstætt lögunum að fá fyrir- tæki sem störfuðu á sama markaði skiptu honum á milli sín og að mark- aðsráðandi fyrirtæki mætti ekki mis- nota aðstöðu sína. Sagði hann að lögunum væri hins vegar ekki ætlað að kalla fram samkeppni, kalla á ný fyrirtæki og segja þeim að keppa við þann sem fyrir væri. Ámi sagði samkeppnis- yfirvöldum vera fengið mikið vald og þeim bæri að fara með það vald í hófi. Taldi hann það ekki byggjast á skýrri lagaheimild að amast við stjórnarsetu manna sem hefðu hag af rekstri tiltekins fyrir- tækis. Þegar skipaður væri maður í stjórn hlyti hann að vera háður fyrir- tækinu og viðgangi þess, annaKf- þjónaði skipanin engum tilgangi. 1 lokin varpaði hann því fram hvort ekki væri ástæða hjá samkeppnisyfír- völdum til að skoða samþjöppun i sjávarútveginum og sagði að aðalatr- iðið væri að fyrirtækjum væri ljóst hvaða reglur giltu um samkeppni og hvernig haga skyldi framkvæmd þeirra. < Samkeppnis- stofnun valdamikii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.