Morgunblaðið - 07.05.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 35
síðasta jökulskeið á íslausum svæð-
um. Studdist Steindór að nokkru við
hliðstæðar skoðanir erlendra nátt-
úrufræðinga um vetursetu lifvera á
íslausum svæðum Skandinavíu á
þeim tíma, en treysti kenningu sína
með eigin rannsóknum á útbreiðslu
plantna, og færði einnig rök að því,
að misjöfn dreifing tegunda eftir
landshlutum benti til ísaldarsvæða
plantna hér á landi. Hafði áður ver-
ið álitið, og enn er það reyndar skoð-
un margra, að allur gróður hafí
eyðzt við það að landið huldist jökli
á síðustu ísöld.
Þá voru rannsóknir Steindórs á
plöntusamfélögum veigamikið fram-
lag til þekkingar á náttúru landsins.
Hann rannsakaði sérstaklega plönt-
usamfélög mýra og hálendisgróðurs,
en einnig gróður skógarbotna og
ýmissa annarra gróðurlenda. Stein-
dór skipaði gróðursamfélögum
landsins í kerfi og lýsti eðli þeirra
pg uppbyggingu í ritinu Gróður á
Islandi, sem er grundvallaarrit í þeim
fræðum. Þessar rannsóknir á samfé-
lagsfræði plantna má að nokkru leyti
telja undanfara vistfræðirannsókna
hér á landi, en einnig eru þær grund-
völlur að úttekt og mati á gróðurbú-
skap landsins og á verðmætum og
afkastagetu gróðursamfélaga,
ásamt kortlagningu þeirra. Rann-
sóknir Steindórs hafa því bæði haft
fræðiiegt og hagnýtt gildi fyrir
landsmenn.
Með Steindóri Steindórssyni er
genginn mikill fræðaþulur, afkasta-
mikill rithöfundur og glöggur vís-
indamaður. Vísindafélagsmenn
minnast hans með þakklæti og virð-
ingu fyrir drjúgt framlag hans til
aukinnar þekkingar á íslenzkri nátt-
úru.
F.h. Vísindafélags íslendinga,
Sigurður Steinþórsson.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
lézt á Akureyri hinn 26. apríl síðast-
liðinn, tæpra 95 ára að aldri, að eig-
in sögn elztur allra íslenzkra nátt-
úrufræðinga fyrr og síðar. Og hver
ætti að vita betur en einmitt Stein-
dór sjálfur, sem skrifað hefur þykka
bók um fyrirrennara sína 18 að tölu,
allt frá Oddi Einarssyni biskupi til
Guðmundar G. Bárðarsonar jarð-
fræðings?
Þegar litið er yfír ævistörf Stein-
dórs Steindórssonar vekur það eink-
um athygli hversu afkastamikill
hann hefur verið á ritvellinum, og
það á mörgum mismunandi víg-
stöðvum. Auk þess sem hann hefur
áorkað með rannsóknum og ritstörf-
um í sínu fagi, grasafræðinni, þá
hefur hann ritað fjölda alþýðlegra
greina og bóka um náttúrufræði og
náttúrufræðinga, þýtt stærðar rit-
verk eins og Ferðabækur Eggerts
Ólafssonar, Bjarna Pálssonar,
Sveins Pálssonar og Ólafs Olavius
auk margra ferðabóka erlendra höf-
unda á íslandi. Hann hefur ritað
fjölda greina um þjóðlegan og sögu-
legan fróðleik, um menn og mál-
efni, skrifað kennslubækur, landlýs-
ingar eins og bækurnar Lýsing Eyja-
fjarðar og Landið þitt, ferðasögur
og tveggja binda æviminningar, auk
ótal ritstjóraarleiðara um málefni
lands og þjóðar í Heima er bezt, sem
hann ritstýrði í mörg ár. Fyrir allt
þetta hefur hann fundið tíma í hjá-
verkum frá ævistarfi sínu sem kenn-
ari og skólastjóri í 42 ár. Svo virð-
ist, sem Steindór hafí haft þann
hæfileika, að geta ritað viðstöðulítið
beint af penna fram, án þess að
þurfa að breyta mikið eftir á því sem
einu sinni var komið á blað. Kann
það að skýra að hluta hin miklu
afköst hans. í því sem hér fer á
eftir, mun ég aðeins stikla á stóru
um störf Steindórs í þágu grasa-
fræði íslands.
Eftir að hafa lesið að mestu utan
skóla við Menntaskólann í Reykjavík
tók Steindór stúdentspróf þaðan árið
1925, og stundaði síðan nám í grasa-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla
og lauk prófí þaðan 1930. í stað
þess að halda áfram námi þar til
magistersprófs, var hann skipaður
kennari í náttúrufræðum við
Menntaskólann á Akureyri, sem þá
var nýstofnaður. Var það bæði af
heilsufarsástæðum og vegna þrýst-
ings að fá hann sem náttúrufræði-
kennara við skólann, að Steindór
hvarf frá námi.
Strax árið 1930 hóf Steindór fer-
il sinn við gróðurrannsóknir á ís-
landi með rannsóknum í Flóanum,
einkum með tilliti til'áhrifa flóaáveit-
unnar á gróðurinn, og rannsóknum
í Þjórsárdal. Eftir það lagði Steindór
stund á gróðurrannsóknir flest sum-
ur. Fljótt beindist áhugi hans að
hálendisgróðrinum, líklega fyrir
áhrif ferðalaga með Pálma Hannes-
syni. Næstu árin fór hann um Land-
mannaafrétt, Brúar- og Möðrudals-
öræfí, Eyjabakka og Lónsöræfí, síð-
an Kjalarsvæðið og Gnúpveijaafrétt
inn að Arnarfelli, og loks Skjálfanda-
fljótsdali. Auk hálendisins rannsak-
aði hann einnig snemma gróður á
Melrakkasléttu, og fór um Vestfírði
1938 og 1943.
Á þessum ferðum sínum lagði
Steindór sérstaka stund á gróður-
samfélögin og notaði til þess gróð-
urmælingar með aðferðum kenndum
við Raunkjær. Hann var brautryðj-
andi rannsókna á íslenskum gróð-
ursamfélögum og flokkun þeirra,
einkum hálendisgróðri. Um leið afl-
aði hann mikilsverðra gagna um
útbreiðslu tegundanna. Steindór
vann úr rannsóknum sínum jafn
harðan, og birti í fyrstu mikið af
rannsóknum sínum á gróðursamfé-
iögum í Greinum Vísindafélags ís-
lendinga, en upplýsingar um nýjar
tegundir íslensku flórunnar og nýj-
ungar um útbreiðslu tegunda í
Skýrslum hins íslenzka Náttúru-
fræðifélags og í Náttúrufræðingn-
um.
Auk þeirra upplýsinga sem birtar
voru, hafði Steindór þann sið að
skrá í stórar lausblaðamöppur alla
fundarstaði einstakra tegunda, bæði
algengra og fágætra, frá öllum ferð-
um sínum um landið fyrr og síðar.
Þetta handrit sem nú er varðveitt í
Þjóðskjalasafni og í ljósriti á Nátt-
úrufræðistofnun Islands á Akureyri
og í Reykjavík, fyllir þrjár þykkar
möppur. Það reyndist hin mesta
náma þegar farið var að vinna út-
breiðslukort íslenskra plantna eftir
10x10 km reitkerfí, vegna þess
hversu víðreist Steindór gerði.
Árið 1945 birtist ein meginritgerð
Steindórs um hálendisgróðurinn í
ritröðinni Botany of Iceland. Fleiri
ritgerðir um sama efni birtust á
nokkrum árum í tímaritinu Flóru á
Akureyri. Einnig tók hann saman
skrár yfir íslensk gróðursamfélög.
Að lokum birti hann ítarlega ritgerð
á ensku um gróðursamfélög í ís-
lenskum mýrum í riti Vísindafélags
íslendinga 1975.
Á árunum 1954-1962 birti Stein-
dór ritgerðir um aldur og innflutning
íslenzku flórunnar í Ársriti Ræktun-
arfélags Norðurlands og Ritum Vís-
indafélags íslendinga. Þar notar
hann útbreiðslumynstur ýmissa teg-
unda til að rökstyðja vetursetu
plantna á ísöld. Þótt aðrar skýringar
séu nú nærtækari til að skýra þessi
útbreiðslumynstur, þá eru þessar
ritgerðir hið merkasta framlag til
íslenskra gróðurrannsókna. Margar
aðrar greinar fjalla einnig um ein-
staka þætti í gróðursögu íslands,
m.a. sögu íslenzku birkiskóganna,
og hefur hann víða aflað fanga til
þeirra í sögulegum heimildum, anná-
lum og fornbréfum. Þegar vinna við
gerð gróðurkorta af íslandi fór af
stað 1955 var leitað til Steindórs
vegna þeirrar þekkingar sem hann
þá hafði aflað sér á gróðursamfélög-
um hálendisins. Þar nýttist sú vinna,
sem hann hafði lagt í gróðurmæling-
ar og flokkun gróðursamfélaga ald-
arfjórðunginn á undan. Eftir þetta
tók hann þátt í gróðurkortaferðum
um hálendið í 12 ár, leiðbeindi korta-
gerðarmönnum við flokkun og grein-
ingu gróðursamfélaga, og aðstoðaði
við uppskerumælingar. Síðar tók
hann þátt í kortagerðarleiðöngrum
til Grænlands.
í einni síðustu ritgerð sem Stein-
dór ritaði á sviði grasafræðinnar,
setur hann fram mjög athyglisverða
kenningu um tengsl orðsins -heiði í
staðarnöfnum við skógleysi stað-
arins þegar nafnið var gefið. Færir
hann ýmis dæmi og rök fyrir þeirri
hugmynd eftir minni, því þá hafði
hann tapað svo mjög sjón, að hann
MINNINGAR
var ekki fær um að notfæra sér
landakort. Ritgerð þessi birtist í
Ársriti Skógræktarfélags íslands
1990, tveim árum áður en Steindór
varð níræður.
Kynni mín af Steindóri hófust
fyrst á árunum 1954-1958 þegar
hann var náttúrufræðikennari við
Menntaskólann á Akureyri. Nátt-
úrufræðikennsla hans naut í ríkum
mæli frásagnarhæfíleika hans og
djúpstæðrar þekkingar á landafræði
og sögu íslands. Á þessum tíma
hafði ég þá þegar safnað allmiklu
af íslenskum jurtum og greint þær
eftir bestu getu. Bað ég Steindór
að líta yfir safnið og staðfesta grein-
ingar mínar. Gerði hann það fús-
lega, og skrifaði ýmislegt hjá sér í
leiðinni um nýja fundarstaði. Næst
bar fundum okkar saman í júlí 1963,
þegar ég fékk sumarvinnu um mán-
aðarskeið á námsárum mínum í
grasafræði við gróðurkortagerð með
Ingva Þorsteinssyni. Þar var Stein-
dór með í för um Skaftártungnaaf-
rétt frá Álftavatnskrókum upp að
Langasjó. Að lokum vorum við sam-
kennarar við Menntaskólann á Ak-
ureyri síðustu tvö skólastjómarár
Steindórs.
Kynni okkar Steindórs urðu ekki
mjög náin þótt aldrei bæri þar
skugga á, heldur umgengust við
hvor annan af hóflegri virðingu.
Plöntusafn sitt seldi Steindór Akur-
eyrarbæ árið 1960 og hefur það
alla tíð síðan verið varðveitt á Nátt-
úrugripasafninu á Akureyri, sem í
dag er setur Náttúrufræðistofnunar
íslands á Akureyri. Þótt Steindór
hefði að öðm leyti lítil samskipti við
þá stofnun, efa ég ekki að hann
hefur borið til hennar hlýjan hug,
sem endurspeglast meðal annars í
því, að hann hefur á efri ámm sínum
gefíð til hpnnar nokkum kost fræði-
bóka úr sínu stóra bókasafni.
Nú er lokið langri og litríkri ævi
Steindórs Steindórssonar, hún fyllti
nær alla tuttugustu öldina. Blessuð
sé minning hans. Ég vil að lokum
gefa honum sjálfum orðið um æsku
og elli:
Glöð, ung,
æska á björtu vori,
svífur í sólarátt
við söng og strengjaspil.
Hrum, þung,
haltrar elli í spori,
grefur úr glæðum
geymdan sumaryl.
Hörður Kristinsson.
Kveðja frá Möðruvöllum
Hann var fæddur hér á Möðmvöll-
um í Hörgárdal, en fluttist um
þriggja ára aldur að Hlöðum handan
Hörgár og kenndi sig við þann bæ.
Þar ólst hann upp umlukinn ís-
lenskri bændamenningu og fögmm
eyfírskum fjallahring, sem hann
hefur lýst mjög vel í ævisögu sinni,
Sól ég sá.
Við kynntumst Steindóri seint á
starfsævi hans, og raunar aðallega
eftir að hann lagðist inn á hjúkmn-
ardeildina Sel. Þá hafði hann unnið
mörg þrekvirki í sinni fræðigrein,
náttúmfræðinni, og farið um víðan
völl í fræðunum og reyndar oft út
fyrir mörk náttúmfræðinnar. Af-
köstin á ritvellinum em ótrúleg og
þó lauk hann sínum starfsdegi fyrir
innreið ritvinnslutölvunnar. Þegar
hann lagðist inn á Sel var þessi
hávaxni og spengilegi maður farinn
að líkamlegum kröftum, enda búinn
að fara víða og vinna langan ævi-
dag, en hann átti að mestu andlegan
ferskleika sinn óskertan, eða það
fannst okkur að minnsta kosti. Það
einkenndi Steindór þann tíma sem
við þekktum hann hve jákvæður og
þakklátur hann var. Minnið var ótrú-
legt og ekki síst mundi hann bernsk-
una, jafnvel þegar hann fyrir þriggja
ára aldur lék sér í rústum skólahúss-
ins á Möðruvöllum, forvera þeirrar
stofnunar sem hann síðar stýrði með
myndugleika, Menntaskólans á Ak-
ureyri. Steindór var sífellt að fræða
aðra, enda varð það hans ævistarf
að afla þekkingar og miðla henni.
Hann rifjaði upp fyrir okkur þegar
hann fluttist að Hlöðum, hve óskap-
lega lofthræddur hann var er hann
fór yfír Hörgárbrúna. Og hugurinn
var mikið í Hörgárdalnum, á engjun-
um og hólmunum við Hlaðir.
Blessuð veri minning Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum, en hún
mun meðal annars lifa í þeim fróð-
leik sem hann skráði á spjöld ís-
landssögunnar.
Bjarni og Pálína,
Möðruvöllum.
Kveðja frá Jafnaðarmauna-
félagi Eyjafjarðar
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
lifði langa ævi, sem spannar nánast
alla þá öld, sem nú er að líða, og
hefur verið stórkostlegasta umbrota-
og framfaratímabil í sögu landsins.
Frá unga aldri tók Steindór Steind-
órsson virkan þátt í mótun þeirrar
sögu og spor hans, sem seint munu
fyrnast, liggja víða. Afrakstur langr-
ar starfsævi hans er slíkur, að hann
má með sanni kallast tröllaukinn,
og útilokað er að gera honum viðhlít-
andi skil í stuttri kveðjugrein. Þegar
frá líður munu ef til vill síðast fyrn-
ast þau spor, sem hann skilur eftir
sem fræðimaður, rithöfundur og
kennari á sviði náttúruvísinda. En
áhugi hans náði þó yfír miklu stærra
svið. Ritstörf hans um hverskyns
þjóðlegan fróðleik og sagnfræði eru
mikil að vöxtum. En síðast og ekki
síst var hann til hinsta dags einlæg-
ur og baráttuglaður liðsmaður jafn-
aðarstefnunnar.
Steindór Steindórsson var einn
af stofnendum Jafnaðarmannafé-
lagsins á Akureyri árið 1924. Sam-
leið hans með jafnaðarstefnunni
hefur því varað í 73 ár, eða litlu
skemur en öll saga Alþýðuflokksins,
sem stofnaður var 1916. Með honum
er því kvaddur einn af síðustu frum-
heijum jafnaðarstefnunnar á ís-
landi. Hann átti sæti í bæjarstjórn
Akureyrar fyrir Alþýðuflokkinn
1946-1958, var nokkrum sinnum í
framboði til Alþingis hér fyrir norð-
an og tók sæti sem varamaður á
Þingi 1947. 1959 var hann fenginn
í framboð fyrir flokkinn vestur á
Isafirði og tókst með eftinninnileg-
um hætti að vinna þar sæti á sumar-
þinginu það ár, þótt sú barátta væri
fyrirfram talin vonlítil. í flokksstjóm
Álþýðuflokksins sat hann 1950-
1972 og var gerður að heiðursfélaga
í flokknum 1976.
Steindór Steindórsson tók virkan
þátt í félagsstarfi Jafnaðamianna á
Akureyri allt fram á síðustu ár. Það
aftraði honum ekki undir lokin þótt
sjónin væri farin að bila, því að
hugsun hins níræða öldungs var tT
ennþá skörp, hugsjónin hárbeitt,
minnið með ólíkindum og orðsnilldin
meiri en flestum öðrum mönnum er
gefín. Steindór hafði mjög ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lá aldrei á þeim. Hann vék aldrei
af þeirri leið, sem hann taldi rétta,
og það var ekki síst þegar á móti
blés í baráttunni sem styrkur hans
birtist skýrast í eldheitum hvatning-
arræðum til samheijanna.
Nú hefur sláttumaðurinn slyngi,
sem enginn fær leikið á, fellt að
velli þennan hnarreista öldung. Við
vitum að hann beið hins hinsta kalls
af þeirri karlmennsku og djörfung,
sem einkenndi alla hans löngu ævi.
Eyfírskir jafnaðarmenn kveðja
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
með djúpri virðingu, aðdáun og
þökk. Skarðið sem hann skilur eftir
sig verður aldrei fyllt, en minningu
hans heiðrum við best með því að
halda áfram hátt á lofti þeirri hug-
sjón, sem var honum alla ævi svo
kær, hugsjón jafnaðarstefnunnar.
F.h. Jafnaðarmannafélags Eyja-
Qarðar,
Finnur Birgisson.
+
Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Jörundarholti 150,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
4. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gísli Pálsson,
Kristín Gísladóttir,
Baldur Gíslason, Erla Gísladóttir,
Gísli Arnar Baldursson,
Jón Sævar Baldursson,
Guðrún Sesselja Baldursdóttir.
+
Bróðir minn, frændi okkar og vinur,
ARNÓR SIGURÐSSON
frá Hlíðarenda,
Bárðardal,
Lindarsíðu 2,
Akureyri,
dag,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju
miðvikudaginn 7. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Jón Ó. Sigurðsson, Jakobína Júlíusdóttir,
Karen Ó Hannesdóttir, Ólafur Olgeirsson,
Aldís R. Hannesdóttir, Kristján Júlíusson,
Sigrún B. Hannesdóttir, Jónas Karlesson,
Margrét Jónsdóttir.
+
Utför
EINARS BJARNASONAR
fyrrv. bankamanns,
Grænumörk 1,
Selfossi,
sem lést mánudaginn 5. maí síðastliðinn, fer fram frá Selfosskirkju lau-
gardaginn 10. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Stefán Bjarnason,
Gunnar Einarsson,
Hulda Gunnlaugsdóttir.