Morgunblaðið - 07.05.1997, Page 38

Morgunblaðið - 07.05.1997, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNES GUÐMUNDSSON + Jóhannes Sverrir Guð- mundsson fæddist á Suðureyri 14. ágúst 1944. Hann Iést á Borgarspíta- lanum 26. apríl síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjón- in Guðrún Sigríður Sigurðardóttur, f. 21.9. 1915 á Suður- eyri, og Guðmund- ur F.R. Jósefsson, f. 10.7. 1887, d. 19.2. 1965. Fóstur- faðir Jóhannesar var Hjörtur Lúther Hjaltalín, in klukkan 15. f. 27.6.1888, d. 1960. Systkini Jóhannesar eru: Guðbjörg Hans- ína Hjaltalín, f. 1948, býr í Banda- ríkjunum; Hilmar Páll Hjaltalín, f. 1950, d. 1955; Har- aldur Hilmar Hjal- talín, f. 1958. Barn Haraldar er Hjördís Ósk Haraldsdóttir, f. 1984. Útför Jóhannesar fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfn- Þegar ég frétti að Jói bróðir væri allur fylltist ég sárindum, því að ég vildi ekki trúa því að það væri satt. Hann var alltaf 'svo lífsglaður og átti margt eftir ógert í lífinu. Við mæðgin söknum hans mikið og sárt. Nú fáum við ekki að heyra hans iífsglöðu rödd sem sagði með háði og gleði að hann væri að leika í bíó- mynd. Hann lék í þrem myndum Friðriks Þórs Friðrikssonar, A köld- um klaka, Bíódögum og Djöflaeyj- unni. Við mæðgin kveðjum þig, Jói bróðir og frændi með þessum erind- um: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð veri með þér. Haraldur H. Hjaltalín, Hjördís Ósk Haraldsdóttir. Jóhannes grínari Guðmundsson var oftast einn á báti lífsmelódíunn- ar, eins konar utangarðsmaður af ýmsum ástæðum, en þó svo hlýr og góðhjartaður í garð samfélags sem í besta falli amaðist ekki við honum. , Kærleiksríkt samfélag hefði sinnt * honum betur, gefið svolítið af gnótt sinni til þess að gleðja mann sem var líkamlega fatlaður og einangrað- ur í félagslegum samskiptum. Samt hélt hann alltaf sínu striki, hringdi í þröngan hóp manna sem hann leit á sem kollega sína í því verkefni að skemmta öðrum. Viðhorf hans var svo jákvætt í hlutverki einsemdar- innar að hann náði sambandi við samfélagið á sinn hátt þótt það færi á mis við hann. Hann skeggræddi við fuglana sína, sagði þeim brand- ara, las fyrir þá sögur sem hann skrifaði, trúði þeim fyrir leyndarmál- um sínum í hlutverki leynilögreglu- mannsins og þegar hann hringdi í vini sína og kollega byrjuðu samtöl- in alltaf með þessum orðum: „Nokk- uð að frétta af mér?“ Hann vann um árabil dagatal ársins sem DV birti um skeið í ársbyijun hvers ár. Þeir sýndu honum virðingu og vin- semd. En eins og sumir kveða í ösk- una öll sín bestu ljóð þá hripaði Jó- hannes grínari í skræður sínar svip- myndir um menn og málefni, grín og gaman og gerði gott úr öllu, en það fór ekki lengra. Skeggjaður og dökkur yfirlitum með bogna bakið og mikilúðlegur í gömlu úlpunni sinni stóð hann oft á gatnamótum í gamla miðbænum og fylgdist með taktinum hjá gestum og gangandi, hljóðlátur kom hann og hljóðlátur fór hann. Hann var fæddur á Suðureyri við Súganda- fjörð og það fór ekki á milli mála að hann var stoltur af því, en hann var ekki jafn viss um að þeir væru stoltir af honum. Það særði. Honum þótti gaman að heyra af sér og spurði gjarnan hvort ekki hefði verið spurt um hann hér og þar og hann var stálminnugur á nöfn, atburði, atvik og lagði svo fallega út af þeim að veröld hans varð sjálfri sér nóg þótt ekki bankaði hamingjan þar í sífellu. Nægjusemi hans var slík að í raun nægði honum vissan um að sólin risi hvern dag. Orðin kröfur, tíska, völd og prjál voru ekki til í orðabók hans, því hjartalag hans rann eins hljóðlátt og hreint og tærasta sytran á heiðinni sem veit í rauninni ekki hvort hún rennur eða stendur kyrr. Þó býr hún yfir stillunni þar sem örsmár vatnsspegill getur speglað allan heiminn en úthafið ekki í óró- leik sínum. Jóhannesi grínara var ekki ætlað að lifa í öryggi troðinna slóða, en þó fetaði hann sinn veg með þolinmæði af því að honum voru ekki ætlaðir neinir aðrir mögu- leikar. Við sem teljum okkur til venjulegs fólks mættum þakka fyrir slíkt þrek og þol. Honum fannst eðlilegt að aðdá- endaklúbbar hans væru víða við lýði, svo mikið lagði hann sig fram í hjarta sínu að fjöldinn hlaut að finna það og meta og það er alveg víst að þessi hugsun hefur gefið góða strauma í lífshljóminn, andann allt um kring. Við sögðum honum frá fjöldanum sem fylgdist með honum og það gladdi hann. Nú er þessi trygglyndi maður horfinn á braut og mikið hlýtur Guði að vera í mun að leiða hann þangað sem hann getur rétt úr sér og notið þeirrar reisnar sem honum auðnaðist ekki þessa heims en átti svo mikið skilið. Alveg eins og gangur-himintungl- anna er samur við sig hringdi Jó- hannes grínari reglulega, spurði og spjallaði, en nú verða engar fréttir af honum í bili. Árni Johnsen. Til hinstu hvílu er í dag lagður grínarinn Jóhannes Guðmundsson. Hann er mörgum borgarbúum kunn- ur af rölti hans um götur borgarinn- ar síðustu tuttugu og fimm árum, en færri vita deili á manninum. Hann kom að vestan og settist hér að í borginni ásamt móður sinni og bróður. Jóa þótti gott að flytjast að vestan úr fámenninu þar sem mörg- um fannst hann skrítinn og eins og Jói sagði; komu fram við hann eftir því. Jói varð fljótt borgarmaður og skeiðaði seint og snemma um götur og torg í könnunarleiðángrum eftir hingað komu suður á malbikið. Allt var hér með öðrum svip en í þorpinu fyrir vestan. Hér voru sjoppur og kaffihús, verslanir og mannmergð mikil sem gott var að hverfa inn í nafnlaus og óþekktur. Borgin hafði upp á svo margt að bjóða og Jói þurfti að skoða allt það helsta og merkilegasta í höfuðstaðnum. Nýja- brumið var mikið fyrir Jóa að vera kominn í fjölmennið þar sem enginn þekkti hann. Hann fylgdist vel með mönnum og málefnum og gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu og Vísi. Hér voru allir þeir sem hann vildi kynnast, söngvarar, skemmti- kraftar, leikarar og stjórnmálamenn. Miðdepill heimsins var hér rétt við nefið á honum, allt fræga fólkið, sjónvarpið, dagblöðin, verslanir, bílaumferðin og það besta af öllu fyrir Jóa var að athygli fólksins hér beindist ekki að honum. Hér var hann ekki óvelkominn og öllum stóð á sama þótt hann flakkaði um og skoðaði mannlífíð. Jói var ánægður að vera í henni Reykjavík og hann vildi kynnast borgarbúum betur. Með símtækinu setti hann sig með tímanum í samband við alla þá sem hann hafði áhuga á að kynnast. Hann fietti bara upp í símaskránni og sló á þráðinn til þeirra sem hann hafði áhuga á; Ragga Bjarna, hann spjallaði við strákana í Ríó tríóinu og Árna Johnsen og hann hringdi í sjónvarpið og vildi spjalla þar við dagskrárgerðamenn og helst Jónas R. Jónsson sem söng og stjórnaði skemmtiþáttum. Þannig atvikaðist það að við félag- arnir sem þá störfuðum í Ríkissjón- varpinu kynntumst þessum sér- kennilega manni sem sagðist vera grínari og bílstjóri að Vestan. Við tókum þessum sérkennilega fatlaða manni með varfærni fyrst í stað, en lærðum fljótt að hér fór hjartahrein sál og einföld sem hafði brennandi áhuga á að eignast nýja vini í stórborginni og svo var hann líka grínari, söngvari og listamaður. Við höfðum bara gaman af því að kynnast Jóa og hann hafði gaman af því að kynnast okkur og samskipt- in voru ætíð á léttum nótum en stundum nokkuð margbrotin og flók- in. Það gat nefnilega hent seint og snemma að Jói hringdi og vildi spjalla um heima og geima og þá helst hvort við hefðum frétt eitthvað af honum. Hefurðu nokkuð heyrt af mér? spurði hann. Verð ég að viðurkenna að stundum stóð ekki yel á að ræða málin við grínarann og því urðu símtölin stundum stutt en á öðrum betri tímum dagsins urðu þá samræðurnar því lengri og ítarlegri. Jói auglýsti sig um tíma í DV og kynnti sig þar sem grínara og skemmtikraft. Því fannst okkur fé- lögunum alveg sjálfsagt að Jói kæmi sem skemmtikraftur til okkar þegar við héldum strákateiti niðri á Silfur- teig í vetrarbyijun 1974. Sérlegur leigubíll var sendur eftir skemmti- kraftinum og hann kom með gítarinn í hendinni og hneygði sig ofaní gólf og snérist í marga hringi undir dúndrandi tónlist hljómsveitarinnar Chigaco. Eftir klapp og kynningar og mörg húrrahróp lék hann á gítar- inn sem var stilltur í tóntegundum sem voru okkur öllum ókunnar og svo hóf hann upp röddina og púaði og rumdi og líkti eftir hrútnum hans Metúsalem og þeim söngvurum sem hann hafði séð í sjónvarpinu. Okkur var mikið skemmt og hann ljómaði af kímni og gríni og hneygði sig og þakkaði fyrir klappið. Eftir skemmtiatriðið laut Laddi niður að Jóa og spurði hann hvaða lag þetta hefði verið.. .þetta síðasta, var það frumsamið? Nei: sagði Jói, þetta er ekki eftir mig. Þetta er lag eftir blökkusöngkonuna Marlín Dít- ríkt. Svona spyr maður auðvitað ekki!!! Við hlógum og Jóa var skemmt. Það gerðist árlega á meðan við héldum hópinn að við buðum Jóa á Chicago skemmtikvöldin með gítar- inn. Alltaf var þetta jafn skemmti- legt og Jói fór alltaf sæll og ánægð- ur úr gleðskapnum í stórum leigubíl- um en við hinir fórum á Óðal eða í Klúbbinn. Jói var fatlaður frá barnsaldri, lík- aminn var rýr og grannur, bakið bogið en hugsunin skýr og skemmti- leg en „hollingin" var ekki alltaf glæsileg á honum í bæjarferðum, skeggið vildi vaxa út um ailt andlit og hárið síkka um of og hann var sérlundaður í klæðaburði. Þótt hon- um væru gefin snotur klæði af ýms- um tískutilbrigðum, frakkar og jakk- ar, skyrtur og stælbindi, hékk það ósnert í skápum og beið betri tíma. Margir muna eftir Jóa grínara á götuhornum þar sem hann rýndi út í umferðina og tautaði fyrir munni sér. Ekki var hann að spjalla við sjálfan sig eða þylja vísur og kvæði. Hann var að leggja bílnúmer á minnið. Og svo mikilli leikni náði hann í þessari iðju að hægt var að leggja fyrir hann spurningar um bílaeign og númer allra helstu skemmtikrafta og stórmenna í Reykjavík og fá rétt svör á skammri stundu. Hvaða númer var á fyrsta bílnum hans Gústa í Río, stóra kagg- anum hans Inga Björns eða jeppan- um hans Ómars, þessum rauða? Og Jói gerði meira en þetta, hann skráði þetta hjá sér og varðveitti í vasabók með ýmsum gagnlegum upplýsing- um. Hann hafði stálminni, hann Jói, og hann teiknaði upp ættartré þeirra sem honum fanst að hefðu komið illa fram við hann fyrir vestan. Þetta blað dró hann stundum fram og rakti ættir þess fólks sem ekki hafði sam- úð með honum og áleit hann furðu- legt fyirbæri sem ætti helst heima á hæli. Ekki meira um það. Hvar sem Jói bjó í Reykjavík stóð ævin- lega á hurðaspjaldinu hans; Jóhann- es Guðmundsson grínari og bifreiða- stjóri, - Jói ók aldrei bíl en tók sér það bessaleyfi að hafa þetta svona og öllum var sama um það. Stundum voru húsakynni hans Jóa ekki glæsileg, hann og mamma hans bjuggu hér í Reykjavík í alls- konar húsum og kofum sem þeim var úthlutað. Margt af þessum hý- t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNBERGUR GÍSLASON frá Vinaminni í Borgarfirði eystra, er lést á Garðvangi miðvikudaginn 30. april sl., verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstu- daginn 9. maí kl. 14.00. Guðný S. Arnbergsdóttir, Margrét L. Arnbergsdóttir, Grétar G. Arnbergsson, Jóhanna Arnbergsdóttir, Gísli Arnbergsson, Friðbjörg Ó. Arnbergsdóttir, Rúnar Ágúst Arnbergsson, Ægir B. Bessason, Sigurður Magnússon, Salóme Jónsdóttir, Jón Hallvarðsson, Lovísa Þórðardóttir, Sævar Ólafsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sa- múð og hlýhug við andlát og útför systur ok- kar og frænku, SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Snartarstöðum, Oddagötu 12, Reykjavík Pétur Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, systkinabörn og aðrir ástvinir. býlum hélt varla vatni eða vindi, vestast í vesturbænum, uppi á Eggjavegi eða í bakhúsi við Fram- nesveg. Síðustu árin voru Jói og mamma hans í snoturri íbúð vestur á Melum þar sem við heimsóttum hann á aðfangadag í desember sl. samkvæmt venju. Þá greindum við örlitla þreytu í Jóa, hann var farinn að heyra illa og sjónin farin að gefa sig og það var dýpra á gríninu og skrítnum uppátækjum. En við sung- um nú samt með honum einn jóla- sálm og gengum í kringum litla jóla- tréð og Jón las á jólakortin. Jói fékk pakkana með jólamat, ávöxtum og sælgæti eins og í fyrra og hittifyrra og þar áður og þar áður. . . og allt var með sama hætti og það hefur verið á aðfangadegi síðustu tuttugu árin. Heimsókn til Jóa um miðjan dag með smágjöfum og sprelli var hluti af jólastemmningunni. En nú er Jói allur, hættur að hringja og hættur að sitja á húströppum og lesa bílnúmer. Hann var aldrei hraustmenni en geðlagið var gott, hjartað hreint og hugsunin skýr. Hann hugsaði ekki nógu vel um sig, blessaður karlinn, og þegar hann fékk slæman kvefskít ofaní sig á vormánuðum var hann lagður inn á spítala. Þar fékk hann hægt and- lát eftir stutta legu. Sjálfsagt var litli líkaminn slitinn og honum ekki áskapað langlífí. Við söknum Jóa en vitum að nú er hann örugglega kominn í hæstu hæðir og sjálfsagt farinn að spyijast þar fyrir um Presley og Roy Orbison og er að undirbúa að hringja í John Lennon. Þannig var Jói. Vertu sæll Jói, góður Guð geymi þig vel í sínum faðmi því við eigum eftir að hittast síðar á Chicagofundi félagarnir og syngja saman nokkur létt lög. Bjarni Dagur Jónsson. Það var á laugardagskvöldi á haustmánuðum árið 1972 að hringt var á heimili mitt og boðið gott kvöld. Ungur maður kynnti sig og sagðist heita Jóhannes. Hann sagðist hafa séð nafn mitt „rúlla“ á sjónvarpsskj- ánum þá um kvöldið og spurði hvort þetta væri ekki sá sami Egill og stjómaði upptökum á ...„ýmsum svona þáttum í sjónvarpinu, eiginlega oft“. Jú, rétt var það ... en hvert var erindið. Jóhannes spurði hvort ég þekkti ekki frægt fólk. Frægt fólk ... jú, frægt fólk? Hvað meinti hann annars með frægu fólki? Þekkirðu til dæmis Ladda. Þekkirðu Magga Kjartans. Eða þekkirðu Gunna Þórð- ar. Jú, jú, ég kannaðist við þessa kappa alla og ýmsa fleiri þótt ég teldist hins vegar nýliði á þessum fjölmiðli, sjónvarpinu, þá nýlega kom- inn úr skóla ... en hvert var erindið? Hafa þeir eitthvað verið að spyija um mig? sagði Jóhannes. Hvetjir? spurði ég. Laddi og þeir. Nei, ekki minntist ég þess, enda þekkti ég hvorki þennan unga mann, sem spurði né gat heldur ímyndað mér, að þeir strákarnir hinir gerðu það, ungan mann, sem þá var nýlega flutt- ur í stórborgina, fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð, haf- andi verið um tíma fyrir norðan, en nú mættur á mölina og virkilega áhugasamur um að kynnast fólki ... einkum og sér í lagi „frægu“ fólki. Nú tæplega níu þúsund símtölum síðar sama erindis er vinur minn og félagi Jóhannes B. Guðmundsson lát- inn. Blessuð sé minning hans. Jóhannes var góður drengur. Hann bjó við ósanngjarna fötlun frá barns- aldri og hafði átt erfítt lengst af vegna stríðni og óknytta samferða- fólks. En koma hans til Reykjavíkur breytti ýmsu þar um. Hér gat hann fallið að mestu inní fjöldann, þótt hann væri vissulega um margt ólíkur okkur hinum hið ytra, eilítið allur á skakk og skjön. Hér eignaðist Jó- hannes fljótlega nokkra góða vini, sem héldu tryggð við hann alla tíð. Vinátta mín og Jóhannesar byggð- ist á því að skipta jafnt á milli okkar fréttum af öllu því, sem skemmtilegt var í tilverunni og mitt hlutverk þá meira að kalla fram stóru ævintýrin, sem Jóhannes lifði ekki, í gráum hversdagsleikanum. Það hlutverk var auðvelt. Einungis þurfti að svara sím- anum, þetta einu sinni á dag og Iáta Jóhannesi eftir um það bil tíu mínút-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.