Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
ur af sólarhringnum í spjatl um
„frægt fólk“, ferðir um sólgyllt
draumalöndin og einstaka óskastein.
En nú verða símtölin ekki fleiri
og eitthvað held ég að verði dauflegt
að geta ekki glaðst með Jóhannesi á
næstu jólum eins og við nokkrir félag-
ar hans höfum gert síðustu 25 ár.
En þá er það minningin ein sem ylj-
ar. Þrátt fyrir kalda og kræklótta
hönd hans í minni, þar sem við
göngum í kringum rytjulegt jólatréð
í stofunni á Hagamelnum og syngjum
fullum hálsi strákamir um Jesú og
jólasveinana, Adam og einibeijarunn-
inn góða, - er handtakið hlýtt.
Ég kveð þig með þakklæti, dreng-
urinn minn. Þakka þér fyrir að vilja
vera vinur minn og vinur fjölskyldu
minnar. Megir þú upplifa ævintýr og
eintómar gleðistundir á himnum.
Þinn vinur
Egill Eðvarðsson.
Þessi sérkennilegu símtöl, stund-
um á hvequm degi. Sömu spuming-
amar, sömu svörin, þetta var fyrir
mér eins konar ritúal, eins og þegar
maður les sömu bókina fyrir börnin
sín kvöld eftir kvöld. „Það er bara
Jói, hefur þú frétt nokkuð af mér?
Hefur einhver spurt um mig?“ Svona
upphófust nær undantekningarlaust
öll okkar samtöl. Oft stóð illa á og
það skildi Jói mætavel og var fljótur
að kveðja, en þegar ég gaf mér tíma,
kippti hann mér út úr stressi dagsins
og ég fór að telja upp allt fræga
fólkið, sem mér fannst að hefði allt
eins átt að spyija um Jóa. Ég nefndi
nöfnin og Jói svaraði „Ég þekki hann.
Og fleiri?" Ef mér varð á að telja
upp einhveija sem ekki voru nógu
frægir kom þögn og síðan „Ég þekki
hann ekki neitt". Þegar ég svo komst
í þrot með „frægt fólk“ sagði hann:
„Það verður kannski bara meira
næst. Hvað segir nú Jón minn í dag?“
Svona hefur þetta gengið í rúm
tuttugu ár. Það er skrýtið, að það
sem byrjaði sem stundarglens og
gaman hjá ungum drengjum varð að
sérkennilegu vináttusambandi, sem
var hollt fyrir mig og ég veit að það
var Jóa líka dýrmætt að eiga okkur
strákana að og að við skyldum geta
stytt honum stundimar í einmanale-
ikanum, því hann batt ekki bagga
sínu sömu hnútum og aðrir, hann
Jói, og var mikið einn með sjálfum
sér. En hann var duglegur að fylla
upp í tómið og bjó sér til eigin hugar-
heim. Hann var bifreiðastjóri, lög-
fræðingur og grínari, og við tókum
að sjálfsögðu fullan þátt í að ræða
þau mikilvægu málefni, sem hann
var að fást við hveiju sinni. „Það er
mikið að gera á skrifstofunni, það
verður fundur í nóttí" En oft var
minna umleikis hjá athafnamannin-
um, hann hafði ekki einu sinni nennt
á bæjarrölt, þó veðrið væri skaplegt.
„Mér finnst bara best að vera heima
og hafa það bara gott og ágætt!“
En Jóa tókst svo sannarlega að kom-
ast sjálfur í frægra manna tölu, hver
man ekki eftir Ola Einbúa í „Bíódög-
um“, Old Man í „Cold Fever" og
Póstinum í „Djöflaeyjunni"? Þá gát-
um við félagarnir sagt með stolti: „Ég
þekki hann!“
Jói var áhugasamur um mína hagi
og minnar fjölskyldu. „Ertu einn
heima? Hvar eru bömin? Og konan?“
og undanfarin ár hafa þau Heiða átt
mörg samtöl í gegnum símann og
hún gat glatt Jóa með upptalningum
á öllum frægu leikurunum, sem voru
að sjálfsögðu sífellt að spyija ,um
„Jóa sinn“. Það var ekki eins auð-
velt fyrir börnin að skilja Jóa, því
hann var ekki mjög skýrmæltur, en
hann sönglaði stundum skemmtilega
í símann, og svo þótti þeim gaman
í fimmtugsafmælinu hans, sem við
héldum uppá í Perlunni, með kaffi-
sopa og fínni tertusneið, og ég held
að Jói hafí líka verið glaður að hafa
bömin í kringum sig á afmælinu,
Steindór og Margréti og svo strákana
hans Egils. Heiða og bömin biðja
fyrir hinstu kveðju til Grínarans.
Það verður víst undarleg tilfmning
að fara ekki til Jóa upp úr hádeginu
á aðfangadag, með eitthvert góðgæti
og pakka, en svona er lífíð, og ég
vona bara að Jói vinur minn eigi
gleðileg jól og góða daga þar sem
hann dvelur nú og hafi það bara
„gott og ágætt“.
Jón Þórísson.
__________MINIMINGAR
BJÖRN JÓNSSON
+ Björn Jónsson
var fæddur á
Einarsstöðum,
Reykjadal, 12. apríl
1928. Hann lést á
gjörgæsludeild FSA
20. apríl síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Þóru
Sigfúsdóttur og
Jóns Haraldssonar
og var áttundi í röð-
inni af ellefu börn-
um þeirra hjóna.
Björn kvæntist
12. apríl 1958 Sig-
ríði Ingu Ingólfs-
dóttur, f. 5. desem-
ber 1934, frá Dal, Grýtubakka-
hreppi. Þau eignuðust þrjú börn
og búa þau öll í Reykjadal: 1)
Björn Jónsson var fæddur á Ein-
arsstöðum í Reykjadal, sonur hjón-
anna Þóru Sigfúsdóttur og Jóns
Haraidssonar, og ólst þar upp í stór-
um systkinahópi. í dag verður hann
kvaddur og borinn til moldar fáein-
um metmm þar frá sem hann kom
í heiminn. Ævisaga hans verður hér
ekki sögð heldur aðeins reynt að
binda í orð dálítinn sveig af þakk-
læti til að leggja við leiði hans.
Minna má það ekki vera, því að vissu
leyti hefur hann fylgt mér og fylgst
með mér næstum því jafn lengi og
minni mitt nær. Inn í litla veröld
bernsku minnar kom hann með ilm
af 'hinum stóra og ókunna heimi
tækninýjunga og kunni að sigra
erfíðleika sem taldir voru óvinn-
andi. Hann kom ekki bara akandi í
hlað, hann kom líka akandi í hlað
þegar var ófært. Það voru svo sem
ekki margir bílar þekktir í þann tið,
en þeir sem hann ók áttu engan
sinn líka. (Og enginn gat fengið
barnið til að trúa því að „Bjössi á
mjólkurbílnum“, hans Hauks Mort-
hens, væri einhver annar. Svo merk-
ur var þessi mágur okkar að hans
var getið í dægurlagi á allra vörum.)
Merkust allra bifreiða var þó
trukkur með stórum krana og
skóflu. Með honum mátti leysa ótrú-
legar þrautir. Líklega hafði honum
verið ætlað að þjóna bölvun stríðsins
en var stýrt til farsælli þarfa og
veitti kannski þess vegna ennþá
meiri blessun í sínum friðsamlega
tilgangi. Við frumstæðar aðstæður
og vegakerfi sem börnin okkar skilja
alls ekki, komst hann alltaf þangað
að lokum sem honum var ætlað að
fara. Trúfastur þjónn og staðfastur.
Hraðar og óvæntar vendingar áttu
ekki við hann, og hægt fór hann
gjama, en happadijúgur skilaði
hann löngu dagsverki um síðir í
öðmm sveitum og er það önnur
saga. En hún minnir á tvennt.
Einir Viðar, f. 2.
september 1956,
kvæntur Guðfinnu
Sverrisdóttur og
eiga þau fjögur
börn og eitt barna-
barn, búsett á Ein-
arsstöðum. 2) Jón
Ingi, f. 4. júní 1961,
kvæntur Þórhildi
Gunnarsdóttur og
eiga þau þrjá syni,
búa á Hólavegi 6.
3) Þóra Fríður, f.
22. nóvember 1963,
gift Sigfúsi Haraldi
Bóassyni og eiga
þau fjögur börn,
búsett í Pálmholti.
Útför Björns fór fram frá
Einarsstaðakirkju 26. apríl.
Annað er nauðsyn þess að koma
upp minjasafni hinna fomu tækni-
undra, ekki bara til að eignast
tækniminjasafn, sem væri næg
ástæða, heldur til að minnast þeirra
manna sem stýrðu þessum furðu-
tækjum á bernskuárum nýrrar sam-
göngualdar og -tækni og kunnu að
beita þeim til farsældar. Hitt sem í
hug kemur, er táknið um trúfasta
þjónustu bíls og bílstjóra, sem gef-
ast aldrei upp. Það er ramminn um
þá mynd sem ég geymi um Björn
Jónsson.
í bamsminni þeysir Bjössi á fer-
fættum gæðingi, en síðan er vart
hægt að hugsa sér hann öðmvísi
en akandi og yfirleitt í þjónustu
samfélagsins eða náungans. Að
flytja fólk milli staða, að flytja vam-
ing í sveitina, bændum áburð heim
að vori og sláturfé burt að hausti,
eða að taka þátt í umbótum á vega-
kerfinu. Þannig var lífsstarf hans.
Kjami lífs hans og kjölfesta var þó
fjölskyldan og jörðin sem hann ól.
Þegar þau hjónin rugluðu saman
reytum sínum komu þau sér upp
heimili í túnfætinum á Einarsstöð-
um. Það þurfti að fara víða til að
fmna jafn mikla gleði í jafn litlu
húsi. Þar virtist alltaf vera pláss
eins og annars staðar þar sem stærð
hússins er reiknuð eftir hjartarými.
Nýju húsi þar sem vítt sér um velli,
fylgdi andinn úr litla húsinu.
I nafni okkar allra sem kenndum
okkur við Dal og jafnvel Gjáarmel,
skrifa ég nú þökk fyrir allar þær
ljúfu stundir sem við höfum notið
hjá Bjössa og Diddu í hartnær hálfa
öld.
Kynni okkar Bjössa urðu önnur
og dýpri árin 1986-1992 er ég þjón-
aði heimakirkju hans á Einarsstöð-
um sem sóknarprestur Grenjað-
arstaðarprestakalls. Auðvitað var
samband okkar vegna vensla með
óvenjulegum hætti, en það samstarf
ARNÓR SIGURÐSSON
+ Arnór Sigurðs-
son fæddist á
Hlíðarenda í
Bárðardal 21. nóv-
ember 1919. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 27. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Þor-
steinsson, f. 24.12.
1887, og Ólína
Jónsdóttir, f. 20.
nóvember 1880.
Systkini Arnórs
voru: Jón Sigurðsson, f. 8.
Sólu særinn skýlir,
síðust rönd er byrgð,
hýrt á öllu hvílir
heiðrik aftankyrrð.
Ský með skrúða ljósum
skreyta vesturátt,
glitra gulli og rósum,
glampar hafið blátt.
Stillt með ströndum öllum
stafar vog og sund,
friður er á fjöllum,
friður er á grund;
október 1914, sem
er einn eftirlifandi
af systkinunum;
Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir, f. 19. des-
ember 1916, og
Hannes Sigurðs-
son, f. 20. október
1922.
Arnór vann þjá
Vegagerðinni í tæp
fjörutíu ár.
Útför Arnórs fer
fram frá Glerár-
kirkju í dag og
hefst athöfnin
klukkan 14.
heyrist fuglkvak hinzta,
hljótt er allt og rótt,
hvíl nú hug minn innsta,
himnesk sumamótt!
(Steingr. Thorst.)
í minningu sólríkra sumra í brú-
arvinnu.
Margrét Jónsdóttir,
Ólöf Una Jónsdóttir,
Þórarinn Ólafsson.
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 39
um málefni kirkju og safnaðar sem
við áttum var hveijum presti gott.
Einarsstaðakirkja er hlýr og fagur
helgidómur og það var mikils virði
að mega vera þar nær þegar gerð
var á henni mikil viðgerð og fyrir
einstakan velvilja heimamanna
sköpuð aðstaða safnaðarins í Ein-
arsstaðahúsinu (og ógleymanlegir
dagar bamastarfs í Þinghúsinu
meðan á viðgerð stóð). Ekki veit ég
hvenær Bjössi byijaði að syngja í
kirkjukórnum, en hann var í bass-
anum þegar ég kom og þegar ég
fór, jafnoft og ég stóð við altarið,
og það er einstök blessun þegar
prestur hefur kirkjukór við höndina,
í bókstaflegum skilningi.
Þegar einhver samsveitungur féll
frá, var hann oftast nær kallaður
til að flytja kistuna til kirkju. Honum
þótti vænt um þetta hlutverk hinnar
hljóðlátu þjónustu við vegferðarlok,
og mér, prestinum, styrkur að því
þegar hann beið að lokinni kistu-
lagningu á Húsavík og við gátum
fylgst að til kirkju. Hann var sá sem
kenndi mér hvaða venjur ríktu á
hans kirkju, og það er mikilsvert
að eiga einhvern að til þess, því ein-
hveiju kann að skakka til milli bæja
í þessu sem öðru.
Fyrir utan að taka þátt í söng-
starfi var það Lionsklúbburinn
Náttfari sem hæst bar í félagsmál-
unum. Hann var sannarlega Lions-
maður af lífí og sál. Þess vegna
reyndist honum það þungbært að
horfa upp á hversu sól hinnar fomu
frægðar Lionsklúbbsins Náttfara
hné til viðar, vegna þess að ekki
varð sú endurnýjun sem þarf þegar
hinir öldnu kveðja, og aðrir flytja
burt.
Við sem nú dveljum fjarri heima-
landinu emm í mikilli þakkarskuld
við tryggan vin og mág, sem við
hefðum reyndar aldrei getað greitt;
ekki einu sinni hinu greiðanlega vildi
hann taka við. Við þekktum hann,
og hann okkur. Það var og er mik-
ils virði. Hann var alltaf ærlegur
og sagði meiningu sína umbúða-
laust. Það hefði vissulega stundum
verið betra að fá smá tíma til að
dunda við umbúðimar áður en að
innihaldinu kom. Ekki síst þegar
það var óvænt eða óþægilegt. En
það var ekki hans stíll. Mér fannst
hann því stundum gera sér erfiðara
fyrir en þurfti. Það var ekki mitt
að meta það né breyta því. Öllum
er andstreymi þungt. Enn þyngra
verður það þegar líkaminn fjötrar.
Hann sagði oft, jafnvel af tilefnis-
lausu að mér fannst: „Þetta líður
hjá.“ Sálmur 73 segir frá því hvem-
ig andstreymið líður hjá og kyrrð
hið innra og ytra færist yfir. „Þegar
beiskja var í hjarta mínu og kvölin
nísti hug minn ..þá mundi ég
ekki að: „ ... ég er ætíð hjá þér,
þú heldur í hægri hönd mína, þú
munt leiða mig eftir ályktun þinni
og síðan muntu taka við mér í dýrð.“
Um inngönguhlið og útgönguhlið
þessa Jífs verðum við að ganga ein.
Eins og útrétt hönd ljósmóðurinnar
bíður til að taka á móti barninu sem
fæðist og jafnvel hjálpa því í heim-
inn, eins bíður útrétt hönd hinnar
fyrstu ljósmóður, sem er Guð, til
að taka á mótinu barninu sem deyr,
og jafnvel hjálpa því í himininn.
Aðeins úr fjarlægð höfum við
getað fylgst með því þungbæra
stríði sem Bjössi hefur þurft að
heyja nú um langa hríð. Hugurinn
var þó óbugaður og fús að setjast
við næsta tækifæri upp í Payloader
og aka til bústarfa fram á Seljadal
til vina sinna þar. En líkaminn hafði
skilað sinu dagsverki og hlýddi ekki
lengur.
011 þurfum við mannanna börn
að reyna það, þótt í misjöfnum
mæli sé að jarðneskur líkami er
forgengilegur. Heilög ritning segir:
„Eins og hinn jarðneski var (það
er Adam) þannig eru hinir jarðnesku
og eins og hinn himneski (það er
Kristur) þannig eru og hinir him-
nesku. Og eins og vér höfum borið
mynd hins jarðneska, munum vér
einnig bera mynd hins himneska.
(1. Kor. 15. 48-49.) Við fylgjum
góðum vini tili grafar í þeirri trú
sem við deilum með honum að: „Til
eru himneskir líkamir og jarðneskir
líkamir. Þannig er og um upprisu
dauðra ... Sáð er jarðneskum lík-
ama, en upp rís andlegur líkami."
(Úr 1. Kor. 15. 40-44.)
í þakklátri minningu biðjum við
Guð að styrkja og hugga Diddu,
börnin þrjú og fjölskyldur þeirra og
þau öll sem syrgja.
Benedikt, Bóas, Margrét og
Kristján Valur, Heidelberg.
Sérfræðingar
í blómaskrevtinjium
við öll tækitæri
I blómaverkstæði I
| JoiNNA,. |
Skóla\orðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9000
+
Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fær-
um við öllum, sem veitt hafa okkur stuðning
og styrk við andlát og útför sonar okkar,
bróður, barnabarns og frænda,
FANNARS ÞORLÁKS SVERRISSONAR,
áður Hltðarbyggð 16,
Garðabæ,
og heiðrað minningu hins látna með nærveru
sinni. Sérstakar þakkir til svifflugfélaga,
Gunnars Sigvaldasonar og séra Braga Friðrikssonar, fyrir einstakan hlý-
hug og hjálpsemi á erfiðri stund. Einnig til þeirra sem að björgun stóðu.
Sverrir Theodór Þorláksson, Kristjana Guðmundsdóttir,
Margrét Sverrisdóttir, Þórarinn Gunnar Sverrisson,
Dagný Karlsen,
Theodór Fannar og Kristjana Diljá.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LÁRA GUÐNADÓTTIR,
sem lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn
30. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju föstu-
daginn 9. maí og hefst athöfnin kl. 13.30.
Valgarður Stefánsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdís Sigurjónsdóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún H. Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson, Sesselja Ólafsdóttir,
Valgerður R. Valgarðsdóttir
og langömmubörn.