Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 43 4_ FRETTIR i ú Kirkjuráð með fund á Hólum KIRKJURÁÐ Þjóðkirkjunnar heid- ur fund á Hólum 5.-6. maí í boði Bolla Gústafssonar, vígslubiskups Hólastiftis. Á dagskrá ráðsins er afgreiðsla reikninga og úthlutun úr jöfnunarsjóði sókna auk annarra mála. I framhaldi af fundinum verður síðan efnt til námskeiðs fyrir presta. Það eru þau Ragnhildur Benedikts- dóttir, lögfraðingur biskupsemb- ættisins, og séra Baldur Kristjáns- son, biskupsritari, sem efna til þessa námskeiðs. Verður námskeið þetta haldið á Hólum miðvikudag- inn 7. maí kl. 10 og á Staðarflöt við Staðarskála föstudaginn 9. maí kl. 11. Efnið sem fjallað verður um er annars vegar stjórnsýslulögin og upplýsingalögin og hins vegar mannanafnalögin og starfsskýrslur og embættisfærslur presta. Þessi námskeið hafa verið haldin á Isafirði, Akureyri og Húsavík og eru áformuð um land allt. Biskupshjónin munu halda frá Hólum austur á Fáskrúðsfjörð og þar mun biskupinn prédika við guðsþjónustu á uppstigningardag, 8. maí, og funda með fermingar- börnum og öðrum þeim sem hafa áhuga á því að ræða við biskup, segir í fréttatilkynningu. -----» ♦ -♦-- Þekktur mat- reiðslumaður á Grillinu MATREIÐSLUMEISTARINN Se- an Flanagan frá Mosimann’s í London mun starfa í Grillinu, Hótel Sögu, frá 7.-13. maí, þar sem hann kemur til með að matreiða þá rétti sem í boði eru á matseðli Mosi- manns í dag. Anton Mosimann fæddist í Sviss og stundaði þar nám í matargerð fyrst um sinn en hélt svo til Kanada, Frakklands, Japan og Ítalíu enda gætir sterkra áhrifa frá þessum löndum í allri hans matargerð. Fyr- ir um 20 árum tók Mosimann við stöðu yfirmatreiðslumanns á Dorc- hester hótelinu í London. Hann starfaði þar í 13 ár og hlaut á þeim tíma fjölmargar viðurkenningar í matargerð, þar á meðal var veit- ingastaður Dorchester hótelsins sæmdur 2 Michelin stjörnum, en slíkt mun vera ein eftirsóttasta við- urkenning sem veitingastaðir hljóta. Mosimann hefur gefið út bækur um matargerð. ♦ ♦ » ÓSKAR H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf. og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Iþróttasambands fatlaðra, undirrita styrktarsamninginn. Með þeim á myndinni er Ólafur Magnús- son, framkvæmdasljóri Iþróttasambands fatlaðra. Styðja starfsemi íþrótta- sambands fatlaðra Hafnarfjarðarkirkja • • Oldruðum boðið til kirkju ÖLDRUÐUM er boðið til guðsþjón- ustu í Hafnarfjarðarkirkju á upp- stigningardag, fimmtudaginn 8. maí, og hefst hún kl. 14. Eftir messu er kaffisamsæti í Veitinga- húsinu Gaflinum. Rútan kemur að Hrafnistu kl. 13.15, Höfn kl. 13.25, Sólvangi um kl. 13.30 og Sólvangshúsunum um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Einkabílar verða líka í förum. Þeir sem óska eftir bílferð geta haft samband við kirkjuþjóna í kirkjunni eða safnaðarheimilinu. Þeir taka við pöntunum þar frá kl. 10-12 þennan dag. Prestur í Sjðsþjónustu verður sr. Þórhildur lafs og hún verður líka veislu- stjóri í samkvæminu í Gaflinum ásamt Sveini Guðbjartssyni, for- stjóra. Natalía Chow, sópran, syngur einsöng við undirleik Helga Péturssonar. OSTA- og smjörsalan sf. og Iþróttasamband fatlaðra (IF) hafa gert með sér samning um stuðning Osta- og smjörsölunnar sf. við IF vegna undirbúnings og þátttöku fatlaðs íþróttafólks í Olympíuleik- unum í Sydney árið 2000. Árangur íslensku keppendanna á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta 1996 var afrakstur markvissrar vinnu þar sem allt var gert til þess að búa þá 10 keppendur er þátt tóku sem best undir mótið. Eftir Ólympíumót fatlaðra í Barc- elona 1992 var mörkuð stefna, landsliðsþjálfarar voru ráðnir og í samráði við þá undirbúningshóp- Dagur aldraðra í Dómkirkjunni UPPSTIGNINGARDAGUR er á morgun og jafnframt dagur aldr- aðra. Þá verður messa i Dómkirkj- unni og hefst hún kl. 14. Þar predikar sr. Tómas Guð- mundsson, fyrrum sóknarprestur í Hveragerði. Sr. Hjalti Guðmunds- son þjónar fýrir altari. Einsöng syngur Signý Sæmunsdóttir óperu- söngkona og einnig syngur Dóm- kórinn. Organleikari verður Bjarni Jónatansson. Eftir messu er kirkjugestum boð- ið til kaffidrykkju á Hótel Borg þar sem Signý Sæmundsdóttir mun syngja fyrir gesti við undirleik Bjarna Jónatanssonar. -----»■ ♦ ♦---- Fundur um sjálfstæði Háskólans HOLLVINASAMTÖK Háskóla ís- lands í samvinnu við Háskóla ís- lands og Stúdentaráð Háskóla ís- lands boða til opins fundar um sjálf- stæði Háskólans. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu miðviku- daginn 7. maí og hefst kl. 17. Frummælendur verða Sveinbjöm Björnsson, rektor Háskóla íslands, Kristrún Heimisdóttir, laganemi og Sturla Böðvarsson, þingmaður. Fundarstjóri verður Gestur Jónsson, lögmaður. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um háskóla sem mun valda verulegum breytingum á stjórnkerfi og þróun Háskóla Islands verði það að lögum. ur fyrir mótið í Atlanta 1996. Á sama tíma var unnið að því að afla tekna til þess að hópurinn gæti undirbúið sig sem best og náð hámarksárangri. í fréttatilkynningu kemur fram að Sveinn Áki Lúðvíksson, for- maður íþróttasambands fatlaðra, sem undirritaði samninginn fyrir hönd sambandsins, sagði við þetta tækifæri að undirbúningur vegna þátttöku íslands í Sydney árið 2000 væri þegar hafinn. Fyrir dyrum stæði þátttaka í mörgum stórum verkefnum á næstunni og því sé stuðningur Osta- og smjör- sölunnar sf. ómetanlegur við fatl- aða íþróttamenn sem með lang- tímamarkmiði búi sig undir þátt- töku í Ólympíumóti fatlaðra árið 2000. Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf., sagði eftir undirritun samningsins að árangur fatlaðra íþróttamanna á síðustu árum væri hvatning öllum landsmönnum því hann sýndi svo ekki yrði um villst hverju sterkur vilji og ástundun geti fengið áork- að. Samningur Osta- og smjörsöl- unnar sf. og Iþróttasambands fatl- aðra gildir fram yfir Ólympíumót fatlaðra í Sydney árið 2000. Gengið á milli áningarstaða HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengur á milli áningarstaða fornra og nýrra miðvikudagskvöldið 7. maí. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með Almenningsvögnum suður að Nesti í Fossvogi. Einnig er hægt að mæta þar kl. 20.30 en sjálf gangan hefst við Tjaldhól sem var nálægt vesturenda göngu- brúarinnar yfír Kringlumýrar- braut. Gengið verður eftir stofn- stígnum um Svartaskóg og inn Fossvogsdalinn og yfir á fornleið- ina yfir Elliðaárnar að Ártúni og upp Reiðskarð að Árbæ, gömlu áningastöðunum. Frá Árbæ verður farið kl. 21.30 yfir á stofnstíginn og upp Elliðaárdalinn og að nýja áningastaðnum við Helluvatn. Þar lýkur þessum áfanga. Sætaferðir verða til baka að Árbæ, Tjaldhóli og Hafnarhúsinu. Allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Fyrirlestur um handverk KRISTIN Boström, landsráðu- nautur í heimilisiðnaði fyrir börn í Svíþjóð, flytur í vikunni fyrir- lestra um uppeldislegt gildi hand- verks fyrir börn og unglinga. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Dyngheimum á Akureyri, mið- vikudaginn 7. maí kl. 20 og í Norræna húsinu í Reykjavík laug- ardaginn 10. maí kl. 14. Allir eru velkomnir á fundina. Kristin hefur starfað sem ráðu- nautur frá 1992 og stýrt mörgum námskeiðum, m.a. norrænu nám- skeiði fyrir unglinga. Hún hefur kynnt þjóðlegar hefðir í heimilis- iðnaði í Svíþjóð. VINNINGSHAFINN Elvar Orn Jónsson ásamt móður sinni Guðnýju Arnardóttur og Elíasi Þorvarðarsyni frá Lýsi hf. Tveggja ára ferðalangur DREGIÐ var í Frískamínleik Lýsis hf. 22. apríl sl. Allir þeir sem keyptu flösku af frískamíni á tímabilinu 25. febrúar til 10. apríl áttu þess kost að senda inn þátttökumiða. Vinningurinn var 100.000 kr. ferðaúttekt í leiguflugi að eigin vali hjá Úrval Útsýn. Vinninginn hreppti tæplega tveggja ára snáði, Elvar Örn Jónsson, til heimilis að Veghúsum 1. -----»--♦-♦-- Skagfirðinga- félagið býður til kaffisamsætis SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík og nágrenni býður öldn- um Skagfirðingum og mökum þeirra upp á kaffí og súkkulaði fímmtudag- inn 8. maí í félagsheimilinu Drang- ey, Stakkahlíð 17. Húsið opnað kl. 14.30. Söngur og gamanmál verða til skemmtunar. OUTPUT herrasandalar Tegund: 3265 Litir: Svartir/brúnir Stæröir: 40-46 Skák & mát Verð: 3.995,- SérUga þœgikg”' Ath: Mikið úrval afléttum skóm fyrir sumarið rp^tsendumsamdægurs Toppskórinn v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212 Fylgstu með einvíginu: http//www.nyherji.is K A S P A R 0 D I M M Vissir þ'U aá JOimm sem þjanar æ lleiri tý hín pv 1717.1 71S/SDd tejrlmhjmn n Í? ! Unix tnlva landi? NÝHERJI RS/6000 1 ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.