Morgunblaðið - 07.05.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 45
FRETT8R
Alþjóðadagur Rauða krossins 8. maí
Fimmtíu milljónir á fiótta
TALIÐ er að um 50 milljónir séu
á flótta. Þar af hafa um 27 milljón-
ir yfirgefið heimaland sitt en um
23 milljónir manna eru á vergangi
í eigin landi. Konur og börn eru
mikill meirihiuti flóttafólksins.
Fjöldi flóttafólks samsvarar því að
einn af hveijum 115 íbúum jarðar
sé á flótta. Helstu ástæður þess
að fólk neyðist til að yfirgefa heim-
kynni sín eru vopnuð átök, náttúru-
hamfarir og fátækt, segir í frétta-
tilkynningu frá Rauða krossinum.
„Einungis fimm prósent allra
flóttamanna hafa fengið griðastað
á Vesturlöndum á síðustu árum.
Islendingar hafa alls veitt 234
flóttamönnum griðastað á undan-
förnum fjörutíu árum eða um sex
manns á ári.
Rauði kross íslands vekur sér-
staka athygli á málefnum fólks á
flótta í tengslum við alþjóðadag
Rauða krossins 8. maí. Dagurinn
er fæðingardagur Svisslendingsins
Henrys Dunants sem var frumkvöð-
ull að stofnun Rauða krossins árið
1863. Nokkrum árum áður hafði
Dunant orðið vitni að hörmungum
vígvallarins og gerði sér ljóst mikil-
vægi þess að stofnaðar yrðu hlut-
lausar sveitir sjálfboðaliða til þess
að lina þjáningar stríðssæðra,“ seg-
ir ennfremur.
26 sendifulltrúar störfuðu fyrir
Rauða krossins á síðasta ári og
hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur
Rauði kross íslands aðstoðað flótta-
menn sem komið hafa hingað til
lands og hefur félagið notið mikillar
aðstoðar fjölda sjálfboðaliða í því
starfi.
Sýning í Kringlunni
Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for-
maður Rauða kross íslands, opnaði
sýningu til upplýsingar um málefni
flóttafólks á 2. hæð Kringlunnar
laugardaginn 3. maí. Sýningin stend-
ur til 1. maí. Sendifulltrúar Rauða
kross íslands verða á sýningunni síð-
degis alla dagana til þess að veita
upplýsingar og segja frá reynslu sinni
af hjálparstörfum erlendis.
Ráðstefna í Norræna húsinu
Hans Thoolen, forstöðumaður
UNHCR í Stokkhólmi, Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra, Sigrún
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Rauða kross íslands, og Zeljka
Popovic frá ísafirði halda erindi á
ráðstefnu Rauða kross íslands um
málefni fólks á flótta 8. maí. Ráð-
stefnan verður haldin í Norræna
húsinu kl. 14-17. Þá skýra þing-
mennirnir Bryndís Hlöðversdóttir,
Einar K. Guðfinnsson, Kristín Ást-
geirsdóttir, Páll Pétursson og Rann-
veig Guðmundsdóttir viðhorf stjórn-
málaflokkanna til málefna fólks á
flótta í pallboyðsumræðum undir
stjórn Boga Ágústssonar frétta-
stjóra. Ráðstefnustjóri verður Bjöm
Friðfinnsson.
Áður en ráðstefnan hefst afhend-
ir forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, styrki úr Minningarsjóði
Sveins Björnssonar, fyrsta forseta
lýðveldisins og fyrsta formanns
Rauða kross íslands. Ólafur Ragnar
Grímsson hefur orðið við ósk Rauða
kross íslands um að taka að sér
að vera verndari félagsins eins og
forveri hans í embætti forseta Is-
iands, Vigdís Finnbogadóttir.
Minningarsjóður Sveins Björns-
sonar var stofnaður í þeim tilgangi
að styrkja rannsóknir á mannrétt-
inda- og mannúðarsamningum og
framkvæmd þeirra sem og rann-
sóknir og starfsemi sem stuðla að
þekkingu og þróun á mannréttinda-
og mannúðarmálum. Úthlutað var
úr sjóðnum í fyrsta sinn á alþjóða-
degi Rauða krossins í fyrra.
Vorhátíð við
Rimaskóla
HALDIN verður vorhátíð á vegum
foreldrafélags Rimaskóla á skóla-
lóðinni fimmtudaginn 8. maí kl.
14-16.
Dagskráin hefst kl. 14 með því
að Lúðrasveit Grafarvogs leikur
nokkur lög. Skólakór Rimaskóla
syngur og verðlaunaatriði ungl-
inga í fijálsum dansi verða sýnd.
Magnús Scheving skemmtir og
hitar upp fyrir hlaup sem hefst kl.
15. Hljómsveit spilar nokkur lög.
Körfubolti nemenda og kennara.
Kl. 15.45 verður verðlaunaafhend-
ing fyrir skólahlaup. Viðurkenn-
ingar verða veittar fyrir 1. sæti í
ræðukeppni grunnskólanema sem
lið úr Rimaskóla vann nýlega.
Dagur aldr-
aðra í Grafar-
vogskirkju
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA
verður í Grafarvogskirkju á upp-
stigningardag.
Þar mun Sigurbjörn Einarsson
biskup predika. Kirkjukórinn syng-
ur við guðsþjónustuna undir stjórn
Harðar Bragasonar organista, sem
og unglingakór kirkjunnar sem
stjórnað er af Áslaugu Bergsteins-
dóttur. Báðir kórarnir syngja í
kaffisamsæti sem sóknarnefnd og
safnaðarfélagið bjóða til.
Eldri borgarar sýna handavinnu
sem unnin hefur verið undir stjórn
Unnar Malmquist á liðnum vetri.
Yfir sumartímann munu guðs-
þjónustur vera kl. 11 hvern sunnu-
dag.
Gengið á Keili
og slóðir
hverafugla
ÚTIVIST stendur fyrir tveimur
gönguferðum á sama svæði
fimmtudaginn 8. maí á uppstign-
ingardag.
Val verður um að ganga frá
Höskuldarvöllum á Keili eða að
Hvernum eina sem nú er útkulnað-
ur suður undir Selsvöllum.
Um þetta leyti hefur Útivist
gengið árlega á Keili til að minna
á að fyrsta gönguferð félagsins var
farin á Keili. Hverinn eini var eins
og Keilir áberandi kennileiti á
árum áður og þekktur fyrir það
að á honum sáust synda fuglar,
svonefndir hverafuglar. Einnig var
talið að útilegumenn hefðust við í
nágrenni hans. Um þetta verður
fjallað í ferðinni.
Brottför er frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 10.30 og komið við á
Kópavogshálsi, Bitabæ og Sjó-
minjasafninu í Hafnarfirði.
Hátíð
harmonikunnar
í Glæsibæ
ÁRLEG hátíð harmonikunnar
verður laugardaginn 10. maí nk. í
Danshúsinu Glæsibæ.
Dagskráin hefst kl. 20 á barna-
tónleikum, þá taka við hátíðartón-
leikar og að lokum verður harmon-
ikudansleikur.
Á hátíðartónleikunum, sem
standa frá 20.30 til 22.30, koma
m.a. fram Reynir Jónasson, Jóna
Guðmundsdóttur, Sveinn Rúnar
Björnsson, Garðar Olgeirsson og
Karl Jónatansson. Einnig kemur
fram hinn 15 ára gamli Mattías
Þormóðsson, sem leika mun verkið
Nola eftir Frossíni. Stórhljómsveit
Harmonikufélags Reykjavíkur
mun einnig leika nokkur valin lög.
Gömludansahljómsveit Garðars
Olgeirssonar, Karl Jónatansson og
hljómsveitin Neistar, Tríó Ulrich
Falkner og Léttsveit HR leika á
dansleiknum.
Verð á tónleika og dansleik er
kr. 1.500 en ókeypis er á barna-
tónleikana fyrir börn 12 ára og
yngri.
Námskeið um
skógrækt á
rýru landi
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í
samvinnu við Landgræðslu- og
skógrækt ríkisins stendur fyrir
tveimur námskeiðum á næstunni
um landgræðslu- og skógrækt á
rýru landi. Fyrra námskeiðið verð-
ur laugardaginn 10. maí í hús-
næði Landgræðslusjóðs, Suðurhlíð
38 í Reykjavík, og síðara nám-
skeiðið verður haldið í Garðyrkju-
skólanum laugardaginn 24. maí
nk. Bæði námskeiðin standa frá
kl. 10-17.
Námskeiðið er ætlað einstakl-
ingum, sumarbústaðafólki, starfs-
mannahópum, félagasamtökum og
verkstjórum/flokksstjórum í
vinnuskólum sem hafa áhuga á að
taka að sér verkefni á sviði land-
græðslu og skógræktar. Á nám-
skeiðunum verður m.a. ijallað um
ræktun á rýru landi, ræktunarað-
ferðir, notkun belgjurta og áburð-
ar.
Kennsla fer fram innanhúss og
á vettvangi þar sem sýndur verður
með dæmum mismunandi jarðveg-
ur, einnig plöntutegundir og rækt-
unaraðferðir. Leiðbeinendur verða
þrír, þeir Jón Guðmundsson,
plöntulífeðlisfræðingur hjá RALA,
Gunnar Freysteinsson, skógfræð-
ingur hjá Skógrækt ríkisins, og
Guðjón Magnússon, starfsmaður
Landgræðslu ríkisins. Nánari upp-
lýsingar og skráning fer fram á
skrifstofu Garðyrkjuskólans eða
hjá endurmenntunarstjóra.
LEIÐRÉTT
Myndin birtist
Þessi mynd frá sýningu Hallsteins
Sigurðssonar í Ásmundarsafni
birtist ekki með leiðréttingu í gær,
eins og til stóð.
Rangt nafn í
minningargrein
í formála minningargreina um
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu í
gær, þriðjudaginn 6. maí, var rang-
lega farið með nafn á maka eins
af barnabömum Steindórs,
Kristínar Gunnarsdóttur. Eigin-
maður hennar heitir Haukur Torfa-
son, f. 8. júlí 1953. Eru hlutaðeig-
andi innilega beðnir afsökunar á
mistökunum.
Stig Breta vantaði
í töflu sem birtist með frétt um
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva í gær vantaði 6 stig
sem Bretar greiddu íslenska lag-
inu, en það hlaut 18 stig en ekki
12, eins og stóð í töflunni.
HARRÝ Harrýsson með 7 punda urriða úr Stöðvarhylnum,
Góð urriðaveiði
1 Minnivallalæk
„ÞAÐ hafa ótrúlegir hlutir verið
að gerast í Minnivallalæk, fyrstu
fjóra dagana veiddust þar hvorki
fleiri né færri en 42 urriðar og alla
dagana hefði verið hægt að veiða
miklu meira, það var botnlaus taka,
en menn tóku það rólega og slepptu
flestum fiskanna aftur, aðeins sex
voru drepnir. Meðalþunginn er sem
fyrr mikill, rúm 4 pund sýnist mér,
en það er miklu meira af fiski held-
ur en við höfum séð í læknum áð-
ur,“ sagði Þröstur Elliðason, leigu-
taki Minnivallalækjar í Landsveit,
en þar er veiddur staðbundinn urriði
á tvær stangir á dag og er aðeins
leyft að nota flugu.
Þröstur sagði stærsta urriðann
hafa verið 12 punda sem Kristinn
Ögmundsson veiddi í svokölluðum
Stöðvarhyl, en hann liggur framan
við fiskeldisstöðina í Fellsmúla.
„Stöðvarhylurinn er langbesti stað-
urinn, en það veiðist samt víðar, t.d.
við Viðarhólmana og í Djúphyl. Það
er alveg teppalagt í Stöðvarhyl og
margir mjög stórir. Kristinn sagði
mér að glíman við þann stóra hefði
verið mögnuð og staðið í hálfa
klukkustund.
Fiskurinn sótti m.a. niður ána, en
þar liggur gaddavírsgirðing yfir
hana. Kristni leist ekki á blikuna er
urriðinn tók roku niður að gaddav-
írnum. En á síðustu stundu stökk
hann, en það hefði hann ekki átt
að gera, því fyrir vikið þeyttist hann
niður fyrir gaddavírinn. í staðinn
fyrir að slíta sig lausan í vírnum,
landaði Kristinn sínum físki skömmu
seinna ögn neðar á breiðunni. Kristni
gekk annars mjög vel, veiddi m.a.
einn 8 punda og tvo 6 punda urr-
iða,“ sagði Þröstur.
Sem fyrr segir er aðeins veitt á
flugu í Minnivallalæk og sagði Þröst-
ur að þessa fyrstu daga hefðu svart-
ur Nobbler, Black Ghost straum-
fluga og Montana púpur reynst
skæðustu flugurnar.
Gafst Kasparov upp
í jafnteflisstöðu?
SKÁK
______________________ 8
N c w Y o r k
SEX SKÁKA EINVÍGl
KASPAROVSOG DIMM-
BLÁRRAR
Teflt dagana 3.-11. maí. 3. einvígis- <
skákin var tefld í gærkveldi og
fjórða skákin verður tefld í dag
og hefst kl. 19 að íslenskum tima. i
SKÁKSKÝRENDUR spöruðu ’
ekki lofyrðin um taflmennsku
Dimmblárrar eftir að Kasparov 51. Kh2 - Df4+. Besta tilraunin
hafði gefist upp í annarri einvígis- virðist 47. h4 en svartur svarar
skákinni eftir rúmlega fjögurra með 47..h5! 48. Bf3 - Dcl+ 49.
tíma setu. Þegar tölvan lék hvíta Kf2 - Dd2+ 50. Be2 - Dd2+ 51.
hróknum til a6 í 45. leik og virt- Kgl - De3+ 52. Kh2 - Df4+ 53.
ist þvinga fram gjörunnið enda- Kh3 - Dxf5+ virðist jafnteflið
tafl hafði heimsmeistarinn fengið blasa við. Einnig breytir 46. Dd7+
nóg og eftir skamma umhugsun - Kg8 47. Dxd6 - Hf8 ekki niður-
stöðvaði hann skákklukkuna til stöðunni.
merkis um uppgjöf. Lokastaðan sýnir vel þá óend-
En hið ótrúlega virðist hafa anlegu möguleika sem skáklistin
gerst að uppgjöfin var fyllilega býður uppá. Tölva hefði að sjálf-
ótímabær því með tölvuútreikn- sögðu aldrei gefist upp í lokastöð-
ingum virðist hafa verið sýnt fram unni þar sem með útreikningum
á að Kasparov hafi ennþá áttjafn- er í raun hægt að tæma alla
teflismöguleika í lokastöðunni möguleika sem staðan býður
með því að fórna manni á hreint uppá. Þrátt fyrir snilligáfu sína
ótrúlegan hátt. stendur heimsmeistarinn Garrí
Staðan er gjörtöpuð í endatafl- Kasparov tölvum hvergi nærri í
inu eftir 45..Dxc6 46. dxc6. Svart- útreikningum. Ósigur er auðvitað
ur leikur hins vegar 45..De3! 46. nógu slæmur fyrir heimsmeistar-
Dxd6 - He8!. Þrátt fyrir að hvít- ann og það yrði til þess að setja
ur sé manni yfir virðist hann ekki salt í sárin ef það verður endan-
sleppa við þráskák án þess að lega sannað að lokastaðan í ann-
gefa lið. Þannig er 47. Bf3 svarað arri einvígisskákinni hafi verið
með 47..Dcl+ 48. Kf2 - Dd2+ jafntefli.
49. Be2 - Df4+ 50. Kgl - De3+ Karl Þorsteins. 1