Morgunblaðið - 07.05.1997, Side 57

Morgunblaðið - 07.05.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 57 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP < Goldie Hawn leikstýrir ► KVIKMYNDALEIKARAR ganga greinilega margir með kvikmyndaleikstjóra í maganum. Goldie Hawn er nýjast Holly- wood-stjarnan sem hefur í hy&gju að setjast í leikstjórastól- inn. Hún ætlar að stýra sjón- varpsmyndinni „Hope“ fyrir TNT-sjónvarpsstöðina. Myndin fjallar um unglingsstelpu sem þarf að takast á við kynþáttahat- ur og hræsni og verður væntan- lega sýnd í október. Bonnie Hunt, sem lék síðast í „Jerry Maguire", er önnur leik- kona með leikstjóradrauma. Mynd Hunts ber titilinn „Con- venience" og segir frá mennta- skólanema sem vinnur eftir skóla í matvöruverslun en samstarfs- nienn hans eru fyrrverandi fang- ar og hættulegir menn. Mikíá úrval rf fðllegum rúmffltnaáí úði* SkólavöiíusHg 21 Simi SSI 4050 Reykiavik GOLDIE Hawn, sem sést hér í „The First Wives Club“ ásamt Diane Keaton og Bette Midler, ætlar að leikstýra sjónvarpsmynd- inni NYTT á IsEandi «MaÐQs°¥=[L(ö)(gDS* Hágæða lyklakerfi EINN LYKILL - endalausir möguleikar Öryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur um öryggi I kerfislæsingum. Skútuvogi 1 0E • Slmi 588-0600 MYNPBONP Brjóstaberar blóðsugur Voðalegt vændishús (Bordello ofBlood) I Hrollvekja ★ ★ Framleiðandi: Gilbert Adler. Leik- stjóri: Gilbert Adler. Handritshöf- undur: A L Kats og Gilbert Adler. Kvikmyndataka: Tom Priestley. Tónlist: Chris Boardman. Aðalhlut- verk: Dennis Miller, Erika Eleniak, Angie Everhart, Chris Saradon. 83 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 22.apríl. Mynd- in er bönnuð börnum innan 16 ára. ÞETTA er mynd úr flokki hroll- vekja sem kallast „Tales from the Crypt“, og er markmið þeirra að reyna að hræða og um leið kitla hláturtaugar áhorfenda, líkt og teiknimynda- sögurnar sem þær voru byggð- ar á. í fyrstu voru þetta sjálf- stæðar sjón- varpsmyndir og komu mörg kunn nöfn úr kvik- myndaheiminum nálægt gerð þeirra, m.a. leiksjórarnir Richard Donner (Lethal Weapon), og Ro- bert Zemeckis (Back to the Fut- ure), og leikarar eins og Tom Hanks, Whoopie Goldberg, og Mic- hael J. Fox. „Voðalegt vændishús“ er önnur kvikmyndin, sem hefur „Tales from the Crypt“ stimpilinn og höfðar hún eins og fyrirrennari hennar til unglingsstráka, sem vilja sjá blóð og berar stelpur. Sagan fjallar um Lilith, æva- forna illsku sem hefur legið í van- rækslu í þúsundir ára, en er vakin upp af sjónvarpspresti nokkrum, sem vill nota hana til þess að eyða öllum syndsamlegum hlutum úr heiminum, a.m.k holdlegum fýsn- um. Þegar Lilith hefur dustað af sér ryk fortíðarinnar, kemur í ljós að hún er forkunnarfagurt feigðar- kvendi, sem hefur óseðjandi blóð- þorsta. Hún hefur starfsemi sína fyrir prestinn, og tekur sér stöðu sem mellumamma í hóruhúsi, sem starfrækt er í skjóli útfararþjón- ustu. Eins og alla grunar lætur Lilith ekki vel að stjórn og loks þarf að kveða hana niður og allar þær blóðsugur sem hún hefur skapað. Eins og söguþráðurinn sýnir fram á er myndin alger vitleysa, og tekur hún sig sem betur fer aldrei alvarlega. Leikararnir eru furðulega góðir margir hverjir, þá sérstaklega Chris Saradon í hlut- verki prestsins og gamanleikarinn Dennis Miller sem hefur lúmskt gaman af því að vera hetja mynd- arinnar og beijast við kroppa- fagrar blóðsugur. Konurnar í myndinni eru frekar valdar fyrir útlitið en leikhæfileika sína. Ágæt- is afþreying fyrir þá sem vilja af- þreyingu af þessu tagi. Ottó Geir Borg Hinir dauðu snúa aftur ►endurútgáfur þekktra kvikmynda fara vax- andi. í kjölfar Stjörnustríðs- myndanna fylgdi fyrsta myndin um Guðföðurinn og mynd Johns Waters „Pink Flamingos“. Nú ætlar George Romero að endurvinna hryll- ingsklassíkina „Night of the Living Dead“. Uppvakningsmyndin verður þrítug á næsta ári og því þótti Romero tilvalið að end- urútgefa gripinn. Hann leik- stýrði, klippti, skrifaði hand- ritið (ásamt félaga sínum John Russo) og fór meira að segja með lítið hlutverk í „zombí“-myndinni sem hefur náð svokölluðum „cult status“ hjá aðdáendum hryllings- mynda. Romero hefur í hyggju að auka hryllinginn með því að taka aftur upp nokkur lykil- atriði og jafnvel bæta nokkr- um við. Jafnframt á að endur- vinna hljóðrásina. Hvort sama vinna verður lögð í framhalds- myndirnar tvær, „Dawn of the Dead“ og „Day of the Dead“, á eftir að koma í ljós. BLAÐAUKI BRUÐKAUP í blíðu & stríðu Vel skrpulagður ttndirhúningur er forsenda vel heppnaðs brúðkaups og ánægjulegra minninga, en um 2.500 einstaklingar ganga árlega í hjónaband hér á landi. í blaðaukaxmm BRÚÐKAUP í bliðu & stríðu verður |)allað um undirbúningiiin fjTir brúðlciu|jið (JgveMuna, svo sem boðskortin, hringavalið, brúöíuvendi og aðrar brúðlíarqjsskreytingar. Vikið verður að tísku í bniðiufitliutði og hítrgreiðslu- meistarar gefa línutta í brúðargreiðslum ársins. Birtar verða gimilegar tqqtskriftir að pirmamat, tertum og ýmsunt heitum réttum. Rætt. verður við verðandi brúðhjón og hjón semhaiá verið gifl til fjölda ánx, aukviðtala við fólk af landsbyggðinni og víðar. Pá verða brúðkaupsferðir skoðaðar, innanlands sent utan. Smiimdagiiin 18. maí Skilafresturaugtýsingapantanaertílld. 12.00 mánudagimi 12. maí. Allar nánarl upplýsingar vciía starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.