Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síðasta meginsending íslenskra handrita kom með Vædderen í gær_v
r u_____n 7r==^J/ »
ÞAÐ ætlar bara ekkert lát að verða á g-óðærinu hjá okkur, Dóra mín. Það verður ekki
amalegt að eiga þetta til að japla á ef einhvern tímann harðnar á dalnum . . .
__ Úrvali-
Útsýn bann-
að að nota
efsta stig
SAMKEPPNISRÁÐ hefur með vís-
an til 21. greinar samkeppnislaga
bannað ferðaskrifstofunni Úrvali-
Útsýn að auglýsa með lýsingarorði
í efsta stigi nema ferðaskrifstofan
geti með fullnægjandi og óyggjandi
hætti sannað fullyrðinguna. Bannið
tók gildi í gær og í úrskurði sam-
keppnisráðs segir að verði því ekki
fylgt muni viðurlögum samkeppnis-
laga verða beitt.
Úrskurður samkeppnisráðs er í
kjölfar erindis sem barst frá Sam-
vinnuferðum-Landsýn 3. mars síð-
astliðinn þar sem kvartað var yfir
sjónvarpsauglýsingu Úrvals-Útsýn-
ar þar sem m.a. segir: „Bestir í
Portúgal."
Samkeppnisráð telur ljóst að
ferðaskrifstofan hafi ítrekað birt
auglýsingar þar sem efsta stig lýs-
ingarorða er notað án fullnægjandi
sannana. Af þeim sökum telur sam-
keppnisráð nauðsynlegt að banna
Úrvali-Útsýn að nota lýsingarorð í
efsta stigi í auglýsingum séu ekki
fullnægjandi og óyggjandi sannanir
fyrir hendi.
Forsætisráð-
herra fer til
Svíþjóðar
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, heldur í þriggja daga
opinbera heimsókn til Svíþjóð-
ar í boði Göran Persson, for-
sætisráðherra, mánudaginn
19._ maí nk.
í för með forsætisráðherra
og eiginkonu hans, frú Ástríði
Thorarensen, verða Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri,
Hörður H. Bjarnason, sendi-
herra og frú Áróra Sigurgeirs-
dóttir, Snjólaug Ólafsdóttir,
skrifstofustjóri, Albert Jóns-
son, deildarstjóri og Bjarni
Vestmann, sendiráðsritari.
Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum
um misnotkun barna
Miklar líkur á
ítrekuðum brotum
sömu einstaklinga
GUÐRÚN Jónsdóttir, félagsráð-
gjafi hjá Stígamótum, segir að
miklar líkur séu á því að karlmenn
sem einu sinni hafi misnotað börn
kynferðislega geri það aftur og
vitað sé um að mörg börn hafi
orðið fyrir barðinu á sama einstakl-
ingi.
I grein sem birtist í Morgunblað-
inu í gær eftir Elínu Hjaltadóttur,
sem starfað hefur í Bretlandi sem
barna- og unglingasálfræðingur
og sérhæft sig í málum sem tengj-
ast kynferðislegri misnotkun, kem-
ur m.a. fram að rannsóknir sýni
að ef karlmenn sem misnota börn
séu ekki stöðvaðir, megi búast við
að þeir misnoti allt að 300 börn á
ævinni.
Guðrún Jónsdóttir sagðist ekki
hafa heyrt þá tölu nefnda sem
Elín nefnir í grein sinni og engan
heyrt geta sér til um fjölda í þessu
sambandi. Hún sagðist því ekki
viija nefna neina ákveðna tölu um
hvernig þessu væri háttað hér á
landi, en sagði það hins vegar hafa
komið greinilega fram í frásögnum
fólks að sami maður misnotaði
ekki aðeins eitt barn í fjölskyldu
heldur fleiri.
„Ég held að það sé enginn í
vafa um það að þegar einhver er
búinn að fara yfir þessi mörk einu
sinni eru mjög miklar líkur á að
það sé endurtekið. Það er ekki hár
aldur sem stöðvar það eða neitt
slíkt,“ sagði Guðrún.
Vélstjórar á kaupskipum semja
Allt að 20% hækk-
un við undirritun
UNDIRRITAÐUR var nýr kjara-
samningur vélstjóra á kaupskipum
og viðsemjenda þeirra sl. laugardag.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags Islands, segist vera þokkalega
ánægður með samninginn.
Samkomulag náðist m.a. um
grundvallarbreytingu á starfsald-
urs- og launakerfi vélstjóra. Er tek-
ið upp nýtt grunnlaunaþrep sem
hefur í för með sér að grunnlaun
hækka um allt að 20% við undirrit-
un samninga og verða rúmlega 100
þúsund kr. Þá er kveðið á um sömu
prósentuhækkanir á samningstím-
anum og í öðrum samningum sem
gerðir hafa verið á vinnumarkaði
en samningurinn gildir til 1. nóv-
ember árið 2000.
„í samningnum er ákvæði um að
í stað starfsaldurshækkana fari
fram mat einu sinni á ári á launum
vélstjóra. Þar á að taka tillit til
starfsaldurs, hæfni og ábyrgðar og
við trúum því og treystum að það
komi eitthvað út úr því. Svo er
ákvæði í samningnum um að taka
sérstaklega fyrir heilsufarsmál um
borð. Það er almennt viðurkennt
að vinnuumhverfi vélstjóra er
hættulegt og við erum að taka á
því,“ segir Helgi.
Félag háskólakvenna
Unnið að hags-
munum kvenna
út um allan heim
Geirlaug Þorvaldsdóttir
EGAR ég tók við
sem formaður í
félaginu fannst
mér spennandi að gera
eitthvað létt og skemmti-
legt á vorin. Við brugð-
um á það ráð að kynna
lönd sem eru í alþjóða-
samtökum háskóla-
kvenna," segir Geirlaug
Þorvaldsdóttir, formaður
Félags háskólakvenna,
sem í kvöld stendur fyrir
kvöldverðarfundi í Þing-
holti á Hótel Holti um
hið forna menningarland
Egyptaland.
„Við byijuðum á þessu
1995, þá var fyrirhuguð
alþjóðaráðstefna há-
skólakvenna í Japan. Þá
kynntum við Japan með
mörgum fyrirlestrum og
japönskum mat. í fyrra var það
Mexíkó. í kvöld verður svo íjallað
um Egyptaland.
- Hvers vegna Egyptaland?
„Við höfum lagt okkur fram
um að taka fyrir gömul menning-
arlönd. Það er gaman og eykur
víðsýni að kynnast því. Við verð-
um með nokkra fyrirlestra. Jó-
hanna Kristjónsdóttir talar hjá
okkur, Guðni í Sunnu kemur líka.
Auk þeirra tveggja talar raf-
magnsverkfræðingur sem var í
starfsþjálfun í Kaíró og íslenzk
kona sem hefur verið gift þar og
búsett.
Það hefur þegar verið ákveðið
hvaða iand við tökum næst fyrir.
Alþjóðaráðstefna háskólakvenna
verður í Austurríki á næsta ári
og því verður það land fyrir valinu.
Þessi alþjóðasamtök eru mjög
öflug. Það eru háskólakvennafé-
lög til út um allan heim, í 60 þjóð-
löndum."
- Hvenær var íslenzka félagið
stofnað?
„Það var stofnað hérlendis árið
1928. Það verður því 70 ára á
næsta ári. Upphafsmanneskja að
stofnuninni var kona sem hét
Björg C. Þorláksson Blöndal. Hún
varði um þetta leyti doktorsritgerð
í matvælafræði við Sorbonne-
háskóla í París. Hún kynntist há-
skólakvennafélögum í Evrópu,
meðal annars í Kaupmannahöfn
og París.
Til íslands komin hvatti Björg
Önnu Bjarnadóttur, sem síðar
varð prófastsfrú í Reykholti og
enskukennari við Menntaskólann
í Reykjavík, tii að stofna Félag
háskólamenntaðra kvenna, eins
og félagið hét fyrst. Af því varð
árið 1928.
Alþjóðasamtökin voru stofnuð
1919, upp úr fyrri heimsstyrkjöld.
Þá fóru konur, aðallega í Banda-
ríkjunum, Kanada og Bretlandi,
að hugsa hvað þær gætu gert til
þess að sporna gegn
þeim ófögnuði sem
stríð er.
- Eins konar frið-
arhreyfing mennt-
aðra kvenna sem
sagt?
„Það má segja það. Síðan hafa
háskólakvennafélög orðið til í 60
löndum, það hafa stöðugt verið
fleiri lönd að bætast við. Megintil-
gangur allra þessara félaga var í
upphafi að hvetja konur til náms.
í mörgum löndum er þess ekki
þörf á okkar dögum, en það er
ennþá þörf til að hvetja konur
víða um heim.
Háskólakvennafélögin í hveiju
landi veita námsstyrki og snúast
um að styðja við bakið á konum.
Alþjóðasamtökin veita einnig
► Geirlaug Þorvaldsdóttir er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Hún nam latínu við
Háskóla Islands og lauk þaðan
BA-prófi í þeirri grein. Hún er
auk þess menntuð sem Ieikkona
frá leiklistarskóla Þjóðleik-
hússins þar sem hún starfaði í
nokkur ár en frá árinu 1972
hefur Geirlaug haft að aðal-
starfi að kenna þýzku og
frönsku við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Auk þess hefur hún
komið nálægt dagskrárgerð í
útvarpi og verið virk í félags-
málum.
Geirlaug er gift Erni Snorra-
syni lækni. Þau eiga tvö börn.
styrki til þess að hlúa að konum
í þróunarlöndunum. Það hefur
aukizt gífurlega á síðustu árum.
Að mennta konu jafngildir því að
mennta heila fjölskyldu. Konur í
þróunarlöndunum vilja læra og
verða sjálfstæðar til að geta séð
fyt'ir fjölskyldum sínum. Þær eru
oft ábyrgari en karlar."
- Ur hvaða sjóðum er að miðla?
„Ein tekjulindin er sú að aðild-
arfélög alþjóðasamtakanna greiða
þeim aðildargjöld. Ýmsar háskóla-
konur hafa stofnað sjálfstæða
sjóði sem koma starfseminni til
góða. Síðan standa félögin hvert
fyrir sig að íjáröflun af ýmsu tagi.
Við í íslenzka félaginu höfum far-
ið ýmsar nýjar leiðir í fjáröflpnar-
starfi. Við höfum skipulagt nám-
skeið. Þau hafa aðallega verið
tvenns konar; annars vegar til að
styrkja konur í starfi, til dæmis
með fræðslu um notkun alnetsins
og svipuð „praktísk" námskeið.
Hins vegar er um að ræða nám-
skeið sem má kalla menningarleg.
Núna síðast vorum við með nám-
skeið um konur á Grænlandi.
Með námskeiðahaldi félagsins
gefst konum tækifæri til símennt-
unar og til að ná sér í aukamennt-
un sem gefur þeim
aukin launaréttindi.
Fundir okkar og
námskeið eru annars
öllum opnir.“
- Hvað eru margar
konur í félaginu?
„Það eru hátt á fjórða hundrað
konur í félaginu. Félögum hefur
Ijölgað á síðustu árum. Félagið
veitir einn styrk á ári. Þótt hann
sé ekki hár er hann að minnsta
kosti verðmæt viðurkenning til
þess sem hann fellur í skaut.
Styrkur þessa árs verður aug-
lýstur í sumar og veittur á fyrsta
fundi félagsins í haust. Auk þess
hefur félagið milligöngu um ýmsa
erlenda styrki. Það eru ýmsir
styrkir sem eru eingöngu ætlaðir
konum.“
Félagið
styrkir konur
til náms