Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síðasta meginsending íslenskra handrita kom með Vædderen í gær_v r u_____n 7r==^J/ » ÞAÐ ætlar bara ekkert lát að verða á g-óðærinu hjá okkur, Dóra mín. Það verður ekki amalegt að eiga þetta til að japla á ef einhvern tímann harðnar á dalnum . . . __ Úrvali- Útsýn bann- að að nota efsta stig SAMKEPPNISRÁÐ hefur með vís- an til 21. greinar samkeppnislaga bannað ferðaskrifstofunni Úrvali- Útsýn að auglýsa með lýsingarorði í efsta stigi nema ferðaskrifstofan geti með fullnægjandi og óyggjandi hætti sannað fullyrðinguna. Bannið tók gildi í gær og í úrskurði sam- keppnisráðs segir að verði því ekki fylgt muni viðurlögum samkeppnis- laga verða beitt. Úrskurður samkeppnisráðs er í kjölfar erindis sem barst frá Sam- vinnuferðum-Landsýn 3. mars síð- astliðinn þar sem kvartað var yfir sjónvarpsauglýsingu Úrvals-Útsýn- ar þar sem m.a. segir: „Bestir í Portúgal." Samkeppnisráð telur ljóst að ferðaskrifstofan hafi ítrekað birt auglýsingar þar sem efsta stig lýs- ingarorða er notað án fullnægjandi sannana. Af þeim sökum telur sam- keppnisráð nauðsynlegt að banna Úrvali-Útsýn að nota lýsingarorð í efsta stigi í auglýsingum séu ekki fullnægjandi og óyggjandi sannanir fyrir hendi. Forsætisráð- herra fer til Svíþjóðar DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, heldur í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóð- ar í boði Göran Persson, for- sætisráðherra, mánudaginn 19._ maí nk. í för með forsætisráðherra og eiginkonu hans, frú Ástríði Thorarensen, verða Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, Hörður H. Bjarnason, sendi- herra og frú Áróra Sigurgeirs- dóttir, Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri, Albert Jóns- son, deildarstjóri og Bjarni Vestmann, sendiráðsritari. Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum um misnotkun barna Miklar líkur á ítrekuðum brotum sömu einstaklinga GUÐRÚN Jónsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Stígamótum, segir að miklar líkur séu á því að karlmenn sem einu sinni hafi misnotað börn kynferðislega geri það aftur og vitað sé um að mörg börn hafi orðið fyrir barðinu á sama einstakl- ingi. I grein sem birtist í Morgunblað- inu í gær eftir Elínu Hjaltadóttur, sem starfað hefur í Bretlandi sem barna- og unglingasálfræðingur og sérhæft sig í málum sem tengj- ast kynferðislegri misnotkun, kem- ur m.a. fram að rannsóknir sýni að ef karlmenn sem misnota börn séu ekki stöðvaðir, megi búast við að þeir misnoti allt að 300 börn á ævinni. Guðrún Jónsdóttir sagðist ekki hafa heyrt þá tölu nefnda sem Elín nefnir í grein sinni og engan heyrt geta sér til um fjölda í þessu sambandi. Hún sagðist því ekki viija nefna neina ákveðna tölu um hvernig þessu væri háttað hér á landi, en sagði það hins vegar hafa komið greinilega fram í frásögnum fólks að sami maður misnotaði ekki aðeins eitt barn í fjölskyldu heldur fleiri. „Ég held að það sé enginn í vafa um það að þegar einhver er búinn að fara yfir þessi mörk einu sinni eru mjög miklar líkur á að það sé endurtekið. Það er ekki hár aldur sem stöðvar það eða neitt slíkt,“ sagði Guðrún. Vélstjórar á kaupskipum semja Allt að 20% hækk- un við undirritun UNDIRRITAÐUR var nýr kjara- samningur vélstjóra á kaupskipum og viðsemjenda þeirra sl. laugardag. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags Islands, segist vera þokkalega ánægður með samninginn. Samkomulag náðist m.a. um grundvallarbreytingu á starfsald- urs- og launakerfi vélstjóra. Er tek- ið upp nýtt grunnlaunaþrep sem hefur í för með sér að grunnlaun hækka um allt að 20% við undirrit- un samninga og verða rúmlega 100 þúsund kr. Þá er kveðið á um sömu prósentuhækkanir á samningstím- anum og í öðrum samningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði en samningurinn gildir til 1. nóv- ember árið 2000. „í samningnum er ákvæði um að í stað starfsaldurshækkana fari fram mat einu sinni á ári á launum vélstjóra. Þar á að taka tillit til starfsaldurs, hæfni og ábyrgðar og við trúum því og treystum að það komi eitthvað út úr því. Svo er ákvæði í samningnum um að taka sérstaklega fyrir heilsufarsmál um borð. Það er almennt viðurkennt að vinnuumhverfi vélstjóra er hættulegt og við erum að taka á því,“ segir Helgi. Félag háskólakvenna Unnið að hags- munum kvenna út um allan heim Geirlaug Þorvaldsdóttir EGAR ég tók við sem formaður í félaginu fannst mér spennandi að gera eitthvað létt og skemmti- legt á vorin. Við brugð- um á það ráð að kynna lönd sem eru í alþjóða- samtökum háskóla- kvenna," segir Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags háskólakvenna, sem í kvöld stendur fyrir kvöldverðarfundi í Þing- holti á Hótel Holti um hið forna menningarland Egyptaland. „Við byijuðum á þessu 1995, þá var fyrirhuguð alþjóðaráðstefna há- skólakvenna í Japan. Þá kynntum við Japan með mörgum fyrirlestrum og japönskum mat. í fyrra var það Mexíkó. í kvöld verður svo íjallað um Egyptaland. - Hvers vegna Egyptaland? „Við höfum lagt okkur fram um að taka fyrir gömul menning- arlönd. Það er gaman og eykur víðsýni að kynnast því. Við verð- um með nokkra fyrirlestra. Jó- hanna Kristjónsdóttir talar hjá okkur, Guðni í Sunnu kemur líka. Auk þeirra tveggja talar raf- magnsverkfræðingur sem var í starfsþjálfun í Kaíró og íslenzk kona sem hefur verið gift þar og búsett. Það hefur þegar verið ákveðið hvaða iand við tökum næst fyrir. Alþjóðaráðstefna háskólakvenna verður í Austurríki á næsta ári og því verður það land fyrir valinu. Þessi alþjóðasamtök eru mjög öflug. Það eru háskólakvennafé- lög til út um allan heim, í 60 þjóð- löndum." - Hvenær var íslenzka félagið stofnað? „Það var stofnað hérlendis árið 1928. Það verður því 70 ára á næsta ári. Upphafsmanneskja að stofnuninni var kona sem hét Björg C. Þorláksson Blöndal. Hún varði um þetta leyti doktorsritgerð í matvælafræði við Sorbonne- háskóla í París. Hún kynntist há- skólakvennafélögum í Evrópu, meðal annars í Kaupmannahöfn og París. Til íslands komin hvatti Björg Önnu Bjarnadóttur, sem síðar varð prófastsfrú í Reykholti og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, tii að stofna Félag háskólamenntaðra kvenna, eins og félagið hét fyrst. Af því varð árið 1928. Alþjóðasamtökin voru stofnuð 1919, upp úr fyrri heimsstyrkjöld. Þá fóru konur, aðallega í Banda- ríkjunum, Kanada og Bretlandi, að hugsa hvað þær gætu gert til þess að sporna gegn þeim ófögnuði sem stríð er. - Eins konar frið- arhreyfing mennt- aðra kvenna sem sagt? „Það má segja það. Síðan hafa háskólakvennafélög orðið til í 60 löndum, það hafa stöðugt verið fleiri lönd að bætast við. Megintil- gangur allra þessara félaga var í upphafi að hvetja konur til náms. í mörgum löndum er þess ekki þörf á okkar dögum, en það er ennþá þörf til að hvetja konur víða um heim. Háskólakvennafélögin í hveiju landi veita námsstyrki og snúast um að styðja við bakið á konum. Alþjóðasamtökin veita einnig ► Geirlaug Þorvaldsdóttir er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún nam latínu við Háskóla Islands og lauk þaðan BA-prófi í þeirri grein. Hún er auk þess menntuð sem Ieikkona frá leiklistarskóla Þjóðleik- hússins þar sem hún starfaði í nokkur ár en frá árinu 1972 hefur Geirlaug haft að aðal- starfi að kenna þýzku og frönsku við Menntaskólann við Hamrahlíð. Auk þess hefur hún komið nálægt dagskrárgerð í útvarpi og verið virk í félags- málum. Geirlaug er gift Erni Snorra- syni lækni. Þau eiga tvö börn. styrki til þess að hlúa að konum í þróunarlöndunum. Það hefur aukizt gífurlega á síðustu árum. Að mennta konu jafngildir því að mennta heila fjölskyldu. Konur í þróunarlöndunum vilja læra og verða sjálfstæðar til að geta séð fyt'ir fjölskyldum sínum. Þær eru oft ábyrgari en karlar." - Ur hvaða sjóðum er að miðla? „Ein tekjulindin er sú að aðild- arfélög alþjóðasamtakanna greiða þeim aðildargjöld. Ýmsar háskóla- konur hafa stofnað sjálfstæða sjóði sem koma starfseminni til góða. Síðan standa félögin hvert fyrir sig að íjáröflun af ýmsu tagi. Við í íslenzka félaginu höfum far- ið ýmsar nýjar leiðir í fjáröflpnar- starfi. Við höfum skipulagt nám- skeið. Þau hafa aðallega verið tvenns konar; annars vegar til að styrkja konur í starfi, til dæmis með fræðslu um notkun alnetsins og svipuð „praktísk" námskeið. Hins vegar er um að ræða nám- skeið sem má kalla menningarleg. Núna síðast vorum við með nám- skeið um konur á Grænlandi. Með námskeiðahaldi félagsins gefst konum tækifæri til símennt- unar og til að ná sér í aukamennt- un sem gefur þeim aukin launaréttindi. Fundir okkar og námskeið eru annars öllum opnir.“ - Hvað eru margar konur í félaginu? „Það eru hátt á fjórða hundrað konur í félaginu. Félögum hefur Ijölgað á síðustu árum. Félagið veitir einn styrk á ári. Þótt hann sé ekki hár er hann að minnsta kosti verðmæt viðurkenning til þess sem hann fellur í skaut. Styrkur þessa árs verður aug- lýstur í sumar og veittur á fyrsta fundi félagsins í haust. Auk þess hefur félagið milligöngu um ýmsa erlenda styrki. Það eru ýmsir styrkir sem eru eingöngu ætlaðir konum.“ Félagið styrkir konur til náms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.