Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 11

Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 11 FRÉTTIR Frumvarp undirbúið um breytingu á lögum frá 1928 um friðun Þingvalla Afsláttur Gísla Einarssyni oddvita Bisk- upstungnahrepps fínnst tillaga Þing- vallanefndar ótímabær og á skakk og skjön við aðra vinnu. „Skipulags- tillögu um miðhálendi Islands er ein- mitt verið að leggja fram og í henni er gert ráð fyrir vatnsverndarsvæði sunnan og vestan í Langjökli," segir Gísli. „Það var eins og Þingvallanefnd- armenn vissu ekki um vinnuna á bak við skipulag miðhálendisins og því kom tillaga þeirra um að leggja veru- legan hluta Þingvallasveitar, Gríms- nesshrepps, Laugadalshrepps og Biskupstungna undir Þingvallanefnd verulega á óvart. Það fellur ekki í góðan jarðveg. Tillögurnar um stjórnsýslu á há- lendinu og skipulag miðhálendis gera ráð fyrir að sveitarfélögin fari með stjórnsýsluna, eins og bygg- ingamálefni og leyfisveitingar. Málið yrði því flóknara ef eitt stjórnsýslu- stigið enn, sem væri Þingvalianefnd, bættist við,“ segir Gísli sem á sæti í hálendisnefndinni. Efni fundarins, sem haldinn var 7. apríl, kom flatt upp á marga, að sögn Gísla, en niðurstaðan var að staldra við og bíða eftir frumvarpinu um skipulag miðhálendisins. Sátt var um að fara sér hægt. Böðvar Pálsson oddviti Gríms- nesshrepps segir að margar spurn- ingar vakni vegna friðlýsingar vatnasviðs Þingvallavatns, ef það svæði falli að mestu leyti undir þjóð- garðinn e.t.v. frá Grafningi og norð- ur, meðal annars um réttinn til bygg- inga og framkvæmda, en einnig um landareign, þótt ríkið eigi flestar jarðirnar. Grímsnesingar hafa undir höndum 101 árs gamalt konungsbréf um yfir- ráð sín yfir Skjaldbreiði, en þeir létu Kaldárhöfða í skiptum fyrir hana. „Mér finnst að Þingvallanefnd ætti að hafa íjárráð og taka lönd eign- Sátt um frið- un en áhöld um stjórn Friðlýsing vatnasviðs Þingvallavatns upp á Langjökul snertir stjórnsýslu í fjórum sveitar- félögum. Gunnar Hersveinn ræddi við fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar og oddvita hreppanna um friðunartillöguna. ÞINGVALLANEFND hefur kynnt hreppsnefnd Þingvallahrepps, og oddvitum Grímsness-, Laugardals-, Biskupstungna- og Grafningshrepps drög að reglum um verndun vatna- sviðs Þingvallavatns. Sigurður Odds- son framkvæmdastjóri nefndarinnar segir að ætlunin sé að ræða áfram hvar línurnar verði dregnar og stærð þjóðgarðsins við heimamenn. „Tillagan er að friða svæðið frá suðurhluta Þingvallavatns, og þaðan til norðurs og upp í Langjökul," seg- ir Sigurður Oddsson. „En nýjar bor- anir austan Kálfstinda sem gerðar voru á síðasta ári sýndu að vatna- svið Þingvallavatns nær lengra aust- ur en áður var talið.“ Tryggva Gunnarssyni lögfræðingi hefur verið falið af Þingvallanefnd að semja frumvarp um breytingu á lögum frá 1928 um friðun Þingvalla. I vor eru fyrirhugaðar boranir á Langjökli til að kanna frekar streymi grunnvatns frá jöklinum niður í Þingvallavatn. Beðið verður eftir þeim niðurstöð- um og lína vatnasviðsins svo dregin frá Hlöðufelli í samræmi við það norður upp í jökulinn. „Þegar laga- textinn verður tilbúinn mun Þing- vallanefnd kynna málið nánar," seg- ir Sigurður. Ótímabær tillaga vegna frumvarps um miðhálendið arnárni," segir Böðvar. „í hugum manna eru afréttimir hluti af sveitar- félaginu, þótt við þurfum ekki að nýta þá til beitar, og margir óttast því að við töpum landinu." Böðvar segir að ekki megi veikja byggðina og leggur til að bændur í kringum Þingvallavatn verði gerðir að land- vörðum í kjölfar friðunarinnar. Ragnar Jónsson oddviti Þingvalla- hrepps segir að friðlýsing vatnasviðs Þingvalla hefði átt að vera á svæðis- skipulagi hreppana frá 1996 en sam- komulag ekki náðst um hana. Mestallur Þingvallahreppur er á vatnasviði Þmgvallavatns, og segir Ragnar að sveitarstjórnin yrði eins og óþörf ef sækja þyrfti um leyfi til Þingvallanefndar fyrir öllum fram- aldraðra í flugií uppnámi ÓLAFUR Jónsson, formaður Lands- sambands aldraðra, segir að Flugleið- ir séu hættar að framkvæma samning við sambandið sem meðal annars fól í sér 20% afslátt til félagsmanna af flugferðum til borga í Evrópu þar sem Flugleiðir hafa áætlanir auk 10% afsláttar af flugi til Bandaríkjanna. Ólafur segir að láðst hafí að ganga eftir því að endurnýja samninginn við Flugleiðir, sem rann út 1. maí sl., en sér hefði þótt skemmtilegra að vita að til stæði að slíta samningnum. Nærri 13.000 manns eru í 45 fé- lögum aldraðra innan Landssam- bandsins. „Við munum leita eftir því að samningurinn verði tekinn upp á ný. Eg fæ líklega viðtal við yfirmenn hjá Flugíeiðum í næstu viku um þetta mál. Við erum með landsfund um næstu mánaðamót og ég hef verið í miklum önnum undanfarið að und- irbúa hann. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef vanrækt að ganga eftir því að samningurinn við Flug- leiðir yrði endurnýjaður,“ sagði Ólaf- ur. Hann segir að félagsmenn hafi notfært sér þennan afslátt með flugi Flugleiða. „Einkum verð ég var við að eldra fólk sem á afkomendur í námi í Evrópu hefur nýtt sér afslátt- inn þegar það heimsækir sitt fólk. Okkur hefur þótt mjög gott að hafa þennan afslátt," sagði Ólafur. í tilefni 5 ára afmælis Hyundai á íslandi, höfum við undanfarið selt Hyundai Elantra með ||verulegum afmælisafslætti. Hafið samband sem fyrst og tryggiö ykkur fallegan bíl á góðu verði. Það eru örfáir bílar eftir. Elantra Wagon, skutbíllinn í Hyundai fjölskyldunni. ÆJbzMldt>ZjúL Vél: • 1.6 lítra rúmmál • 16 ventla • tölvustýrð innspýting • 116hestöfl Ríkulegur staðalbúnaður ÁRMÚLA 13, REYKJAVÍK, SÍMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236 <@> HYUnDRI til framtíðar Tillaga að vatnavernd við Þingvallavatn LANGJÖKULL Botnsheiði Hv«l£örSur KjÖlur Botnssúlur g r-» , i Búrfell \ r>* Reyðarvatn / / iTr/. fKvícindis- / reil / SUIUJ j Skjaldbreiður Árraanns- fell HlöðufeU f/ /* | / Haga- vatn Miðdals TILLAGA Þingvallanefndar um friðlýsingu vatnasviðs. Þjóð- garðurinn gæti byrjað við Grafning og þaðan norður. kvæmdum. „Það kom ekki skýrt fram hjá nefndinni," sagði Ragnar, ,hvern- ig hlutverk hennar yrði skilgreint í nýjum lögum, hversu víðtækt það yrði eða hvort það myndi ef til vill stangast á við sveitarstjórnarlögin." Þórir Þorgeirsson oddviti Laug- ardalshrepps reiknar með að skiptar skoðanir verði meðal heimamanna um tillögu Þingvallanefndar. „Hins- vegar líst mér persónulega vel á hana,“ segir hann, „ég tel að svæðið verði í öruggum höndum Þingvalla- nefndar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.