Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slysavarnaátak Slysavarnafélags Islands, Landhelgisgæslunnar og Pósts og síma Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Almarsson, yfirleiðbeinandi í Slysavarnaskóla sjó- manna, sýnir réttu handtökin við að klæða sig í björgunarvestið. Allir í björg- unar- vestin! ÞAÐ er lífsnauðsynlegt að nota björgunarvesti þegar farið er út á bát - og það er ekki síður líf- snauðsynlegt að þau séu í góðu lagi og fólk noti þau rétt. Al- menningi gefst kostur á að koma með björgunarvesti sín til skoð- unar i 29 sundlaugum víða um land í kvöld milli kl. 18 og 21, þar sem björgunarsveitamenn og slysavarnafólk frá Slysavarnafé- lagi íslands munu gefa góð ráð og leiðbeina um rétta notkun vestanna. Einnig verður fólki boðið að prófa vestin í sundlaug- unum og sérstakir sundjakkar fyrir börn verða kynntir. Ókeyp- is er í sundlaugarnar á þessum tíma fyrir þá sem koma með björgunarvesti til skoðunar. Á fréttamannafundi sem hald- inn var um borð í skólaskipinu Sæbjörgu í gær kynntu kennarar Slysavarnaskóla sjómanna rétta notkun björgunarvesta og for- svarsmenn Slysavarnafélags Is- lands sögðu frá átakinu „Skoðum björgunarvestin", sem er sameig- inlegt slysavarnaátak SVFI, Landhelgisgæslunnar og Pósts og síma, en yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu og við strend- ur landsins er í höndum þeirra. Tilgangur átaksins er að sögn Gunnars Tómassonar, forseta Slysavarnafélags Islands, að vekja athygli almennings á mikil- vægi björgunarvesta og réttri notkun þeirra, auk þess að minna á að reglulega þarf að kanna hvort flot vestanna virkar eins og til er ætlast. Reglan er ein- föld; hver sá sem fer út á sjó eða vatn á að vera í björgunarvesti og hann á að nota það rétt. Sama hversu gott veðrið er þegar farið er af stað, þá ber undantekning- arlaust að virða þessa reglu, því að aðstæður geta breyst fyrr en varir og slysin gera ekki boð á undan sér. Björgunarvestin seldust upp Þetta er í annað sinn sem átak á borð við þetta er gert. Það fór af stað sem tilraunaverkefni á fimm stöðum á landinu í júlí á síðasta sumri. Viðtökurnar voru að sögn Gunnars svo góðar að öll björgunarvesti í landinu seld- ust upp í kjölfarið. Kvaðst hann gera ráð fyrir að seljendur væru við öllu búnir nú og hefðu birgt, sig vel upp af vestum. Að mörgu er að hyggja þegar farið er í björgunarvesti. Á því eru oftast nær margar ólar og smellur sem festa þarf eftir kúnstarinnar reglum. Halldór Almarsson, yfirleiðbeinandi í Slysavarnaskóla sjómanna, sýndi fréttamönnum réttu handtökin og brýndi fyrir þeim að rennilás- ar yrðu að vera í lagi, ólar óslitn- ar og saumar heilir. Þá þyrftu vesti að hæfa stærð notenda en þau fást í ýmsum stærðum. Vest- unum verður að halda hreinum en sem dæmi má nefna að oliu- blettir eyðileggja efnið í þeim og floteiginleika þeirra. Halldór sagði mikilvægt að allar ólar væru spenntar, þar með talin svokölluð klofól, sem á að koma í veg fyrir að maður detti niður úr vestinu, t.d. við hátt fall niður í sjó. Björgunarvesti jafnsjálfsagt öryggistæki og bílbelti Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, sagði að í raun ætti það að vera jafnsjálf- sagður hlutur að klæða sig í björgunarvesti og að spenna á sig bílbelti. Hún benti á að mörg- um hefði þótt bílbeltin óþægileg í fyrstu en nú þætti flestum sjálf- sagt að nota þau. Einnig kom fram á fundinum að viða um land hefðu slysa- varnadeildir komið fyrir björg- unarvestum við bryggjur og væri það mikið öryggisatriði fyrir börn sem gjarnan una sér löng- um stundum á bryggjunni og dorga. Ókeypis í sund fyrir þá sem koma með vesti Boðið verður upp á skoðun á björgunarvestum í sundlaugum á eftirtöldum stöðum í kvöld kl. 18 til 21: Borgarnesi, Húsafelli í Hálsahreppi, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þing- eyri, Flateyri, Bolungarvík, ísafirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Olafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Neskaup- stað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vestmannaeyjum, Selfossi, Reykholti í Biskupstungum, Grindavík, Sandgerði, Garði, Mosfellsbæ og Laugardalslaug- inni í Reykjavík. Allir þeir sem koma á ofantalda sundstaði í kvöld með björgunarvesti til skoðunar fá frítt í sund. Frysti- húsa- og- bygging- arvinna hættulítil FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis leggur til nokkrar breytingar á frum- varpi félagsmálaráðherra um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum en með frumvarpinu á að lögfesta tilskipun Evrópusambands- ins_ um vinnu barna og unglinga. í nefndaráliti félagsmálanefndar er tekið sérstaklega fram að ákvæði frumvarpsins, sem kveður á um að óheimilt sé að ráða ungmenni til vinnu sem stofnað geti heilsu þeirra í hættu vegna mikils kulda, hita, hávaða eða titrings, skuli skýrð svo að t.d. öll aimenn vinna ungmenna í frystihúsum og byggingarvinna geti ekki talist vinna sem felur í sér hættu fyrir heilsu ungmenna. Er lagt til að orðalagi ákvæðisins verði breytt þannig að óheimilt sé að ráða ungmenni til vinnu sem felur í sér hættu fyrir heilsu þeirra vegna óvenju mikils kulda, hita, hávaða eða titrings. Gerðu fyrirvara Sex af níu nefndarmönnum, úr stjórnarflokkunum og stjórnarand- stöðu, skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara. Við aðra umræðu um frumvarpið sl. mánudag kom fram að einn nefndarmanna, Magnús Stefánsson Framsóknarflokki, taldi hættu á að með Iögfestingu frum- varpsins yrðu lagðar of miklar höml- ur gegn nauðsynlegri atvinnuþátt- töku barna og ungmenna, sem væri þeim nauðsynleg. Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingflokki Alþýðubandalags og óháðra, og Rannveig Guðmunds- dóttir, þingflokki jafnaðarmanna, voru á öndverðri skoðun og gagn- rýndu m.a. þann fyrirvara í nefnd- arálitinu að almenn vinna í frystihús- um og byggingarvinna gætu ekki falið í sér hættu fyrir heilsu ung- menna og töldu þær þann fyrirvara ekki standast Aukavagnar til taks framvegis Skemmdir unnar á strætisvögnum eftir tónleika í Laugardalshöll UNGLINGAR fylltu vagna Strætisvagna Reykjavíkur að loknum tónleikum rokksveitar- innar Skunk Anansie í Laugar- dalshöll sl. laugardagskvöld. Nokkur skemmdarverk voru framin í vögnunum. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir að ekki hafi verið gripið til aukavagna þar sem láðst hafi að tilkynna SVR um tónleikana. Lilja sagðist skilja það að menn gleymdu að tilkynna SVR um tónleika sem þessa, en að hún myndi óska eftir að það yrði gert í framtíðinni. Laugar- dalshöll hafi verið þéttsetin ungu fólki og sumir nokkuð hátt stemmdir að tónleikunum lokn- um. „Þarna streyma allir út úr Laugardalshöll og allir vagnar sem aka um Suðurlandsbraut fyllastj" sagði hún. „Vagn sem fór í Ártúnsstöð og í Grafarvog fylltist alveg og þar var mikill gleðskapur, en það sem gerðist var að hann fór úr böndunum hjá hópnum og þau rifu upp loftl- úgu í þakinu án þess að vagn- stjórinn yrði var við að hún færi af. Þegar vagninn kom í Ártúns- stöð áttaði vagnstjórinn sig á þessu og hafði samband við lög- regluna. Einhveijir sem voru í vagninum sögðu að menn hefðu verið komnir upp á þakið á með- an vagninn var enn á ferð.“ Að sögn Ingvars Þórðarsonar, eins tónleikahaldara, var sótt um leyfi fyrir tónleikana til lögreglu og voru þeir haldnir í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð. „Það má vera að einhverju megi vísa á okkur og að við hefðum átt að láta SVR vita en við gerð- um ekki ráð fyrir öðru en að þeir vissu um þessa tónleika jafn mikið og þeir voru auglýstir," sagði hann. Flestir til fyrirmyndar Benti Ingvar á að 99% ungl- inganna hefðu hagað sér mjög vel og að þau sem sóttu tónleik- ana í Laugardalshöll hafi hagað sér óaðfinnanlega. Beðið stillt í röð fyrir utan og að þrátt fyrir mikla leit hafi fundist óvenju lítið magn af áfengi. „Þau voru til fyrirmyndar í allri hegðun og gætu fullorðnir lært margt af framkomu þeirra," sagði Ing- var. Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli rædd á Alþingi Meira en hundrað störf eru í hættu GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, Þingflokki jafnaðarmanna, segir að 50 af 130 starfsmönnum Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar verði sagt upp störfum ef tillögur nefndar á vegum utanríkisráðherra um einkavæðingu hluta fríhafnarverslunarinnar ná fram að ganga. Einnig séu störf tollvarða í hættu ef vopnaleit verði færð til einkaaðila. Guðmundur gagnrýnir tillögur um að verslunarsvæði Islensks markað- ar verði minnkað um helming og segir að það verði til þess að erlend- ur varningur flæði yfir á kostnað hins íslenska. Af þessum ástæðum séu 50-60 störf í íslenskum iðnaði í hættu. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sakaði Guðmunda Árna um að þyrla upp moldviðri til að skapa óvissu meðal starfsfólks flugstöðvar- innar. Stefnt væri að því að auka umsvif verslunarinnar á Keflavíkur- flugvelli sem myndi fjölga störfum. Skuldir Flugstöðvarinnar næmu 4,3 milljörðum og hefðu aukist um 430 milljónir króna frá 1990. „Ef háttv- irtur þingmaður heldur að það muni tryggja störf til langframa að reka þessa starfsemi með bullandi tapi Pólitískt mold- viðri, segja stjórnarliðar og skuldasöfnun, þá er það mikill misskilningur." Hann líkti stefnu Guðmundar Árna við ríkisrekstrar- og þjóðnýtingarstefnu eins og hún var í stefnuskrá Alþýðuflokks fyrir 60 árum. Ráðherrann benti á að þeir sem tækju á leigu verslunarsvæði sem tekið yrði af Islenskum markaði væru skyldaðir til að hafa íslenskar vörur til helminga að minnsta kosti. Einnig væri gert ráð fyrir að auka úrval af íslenskum vörum, til dæmis sæl- gæti, í Fríhöfninni. Engin tekjuaukning við einkavæðingu Guðmundur Árni sagðist hafa litla trú á því að einkavæðing hluta frí- hafnarverslunar leiddi til tekjuaukn- ingar, enda hefði Fríhöfnin verið gullkista fyrir ríkissjóð og tekjur af henni vaxið ár frá ári. Fleiri stjórnar- andstöðuþingmenn úr Reykjanes- kjördæmi tóícu undir álit hans._ Kristín Halldórsdóttir, Kvenna- lista, gagnrýndi að ekki hefði verið hugað að afleiðingum breytinganna fyrir starfsmenn og að vakinn væri hjá þeim uggur með óljósum hug- myndum um breytingar. Ögmundur Jónasson, Þingflokki jafnaðarmanna, benti á að rekstur fríhafnarverslunar hefði skilað ríkis- sjóði miklum tekjum og einmitt af þessum sökum vildi ríkisstjórnir. einkavæða. „Af velgengni er pen- ingalykt. Verslunarráðið finnur hana og gerir þess vegna kröfu um að milliliðum í Fríhöfninni verði fjölgað svo það komist í gullkistuna." Berlínarmúrinn í Leifsstöð fallinn Olafur Örn Haraldsson, Fram- sóknarflokki, sagði að „Berlínarmúr- inn“ væri fallinn í Flugstöðinni og eðlilegu rekstrarumhverfi væri loks komið á. Hann sakaði Guðmund Árna um að reyna að koma pólitísku höggi á utanríkisráðherra sem væri að reyna að vinna tímamótaverk til að bjarga Flugstöðinni. Kristján Pálsson, Sjálfstæðis- flokki, gagnrýndi að starfsmönnum hefðu ekki verið kynntar hugmynd- irnar fyrr og haft við þá samráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.