Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 18

Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir ogFN atryja ÁFRÝJAÐ hefur verið til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála skilyrðum sem samkeppnisráð setti vegna samruna Flugfélags Norðurlands og innanlandsflugs Flugleiða. Forráðamenn Flugleiða og FN ákváðu fyrir nokkru að áfrýja mál- inu enda una þeir ekki ýmsum skil- yrðum sem samkeppnisráð setti fyrir samrunanum og rekstri Flug- félags íslands. Voru það einkum skilyrði um stjórnarsetu og breyt- ingar á áætlunum sem þeim þóttu erfið. Undirbúningur hefur staðið frá því fljótlega eftir að skilyrðin voru birt félögunum fyrir mánuði. Áfrýj- unarnefndin hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Ráðgert er að Flugfélag íslands hefji starfsemi 1. júní. Morgunblaðið/Þorkell FJOLMENNI var á innkauparáðstefnu Ríkiskaupa og stjórnar opinberra innkaupa á Hótel Loftleiðum í gær. Innkauparáðstefna Ríkiskaupa og stjórnar opinberra innkaupa Opinber innkaup námu 45,5 milljörðum 1996 Á RÚMLEGA tuttugu ára tímabili, eða frá olíu- kreppuárinu 1973 til ársins 1996, jókst lands- framleiðsla á íslandi á föstu verðlagi um 95% en opinber starfsemi um 178%. Engin önnur atvinnustarfsemi jókst viðlíka á þessu tímabili nema umsvif oginberra veitustofnana sem juk- ust um 190%. „Á sama tímabili jókst byggingar- starfsemi um 4%, iðnaðarframleiðsla um 63% og fiskiðnaður um 72%. Það skiptir okkur öll miklu máli að opinber rekstur sé sem hagkvæm- astur. Við getum haft á því mismunandi skoðan- ir hvort þróun síðasta áratugar sé heppileg og hvort við værum ekki betur sett í dag ef iðnaðar- framleiðslan til dæmis hefði aukist um 180% en opinber starfsemi um 60% en ekki öfugt. Það er nefnilega þannig að verðmætasköpunin í fyrir- tækjunum ræður mestu um það hversu mikið við höfum til skiptanna." Þetta kom fram í erindi Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á inn- kauparáðstefnu Ríkiskaupa og stjórnar opin- berra innkaupa í gær á Hótel Loftleiðum. Að sögn Sveins námu heildarinnkaup opin- berra aðila hér á landi á vöru og þjónustu á síðasta ári 45,5 milljörðum. Hlutur ríkisins var þá 23,6 milljat'ðar eða tæp 48%. Hlutur sveitarfé- laga var um 15,5 milijarðar en aðrir opinberir aðilar keyptu inn fyrir u.þ.b. 9,6 milljarða. „Landsframleiðslan á síðasta ári var um 486 milljarðar þannig að opinber innkaup hafa þá numið 10,2% af landsframleiðslu." Innlendir framleiðendur oft útilokaðir Sveinn segir að oft hafi hagsmunir innlendra framleiðenda ekki verið ofarlega á blaði við ' undirbúning og ákvarðanir um opinber innkaup. Hann segir að oft hafi útboðsskilmálar, útboðs- frestir og aðrir skilmálar, að þarflausu, oft útilok- að innlenda framleiðendur frá því að bjóða sína vöru og þjónustu. Nefndi Sveinn dæmi af útboð- um Vegagerðar ríkisins á lagningu vega sem að hans sögn er yfirleitt boðin út að vori og þá mörg verk á stuttum tíma sem á að vera lokið að hausti í stað þess að bjóða verkin fyrr út. Auk þess tók Sveinn sem dæmi aðfangadeild ÁTVR sem hefur umsjón með innkaupum á bjór. „Ég fullyrði að þetta er best rekna heildsala á landinu. Því hún þarf ekki nema 1,4% álagn- ingu. Þessi heildsala sér síðan um að flytja inn til landsins og dreifa bjór í samkeppni við inn- lenda framleiðendur. Sökum stærðarinnar er ÁTVR auðvitað með mun hagstæðari flutnings- gjöld en innlendir framleiðendur. Þetta er, að mínu mati að minnsta kosti, fráleit niðurrifsstarf- semi. Ríkið ætti vitaskuld að kaupa bjór af heild- sölum og innlendum framleiðendum á jafnréttis- grundvelli. Það er víðast hvar þannig að innlend- ir bjórframleiðendur eru allsráðandi á heima- markaði sínum og ég held að minnkandi mark- aðshlutdeild innlendra framleiðenda hér stafi örugglega ekki síst af því að ríkið heldur áfram þessari óþörfu starfsemi." Fram kom í máii Sveins að innkaup opinberra aðila séu dreifð og ósamræmd, þá sérstaklega hjá sveitarfélögum. Sem að hans sögn eru illu heilli á engan hátt bundin af útboðsstefnu ríkis- ins. „Almennt má segja að það vanti mikið á að fagmannlega sé staðið að innkaupum opin- berra aðila sem vonlegt er þegar þessi mál eru í höndum húsvarða, hreppstjóra og það sem verst er, þegar skólanefndirnar með hönnuði í broddi fylkingar standa fyrir innkaupum. Opinberum innkaupum hefur ekki að neinu ráði verið beitt í atvinnu- eða byggðastefnu. Inngrip stjórnmálamanna hafa oftast verið af því tagi að ákveða að taka skuli tilboði frá öðr- um en lægstbjóðanda án rökstuðnings eða semja um innkaup án útboðs. Slík inngrip hafa yfir- leitt ekki byggst á öðru en klíkuskap til sveit- unga, kjósenda, ættingja, vina eða samheija í pólitík. Auðvitað getur þetta allt farið saman og þá hefur sóðaskapurinn orðið umtalsverður. Þessi inngrip eiga hins vegar ekkert skylt við atvinnu- og byggðastefnu. Vinnubrögð af þessu tagi mega gjarna víkja fyrir almennum reglum til að tryggja eðlilega samkeppni," segir fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/Þorkell JÚLÍUS S. Olafsson, forstjóri Ríkiskaupa og Einar Gylfason, fram- kvæmdastjóri EG-skrifstofubúnaðar skrifuðu undir samninginn. Samið um skrifstofubúnað RÍKISKAUP og EG-skrifstofu- búnaður ehf. hafa undirritað rammasamning um kaup ríkis- fyrirtækja á skrifstofu- og fund- arhúsgögnum auk taflna. Ríkis- kaup gerði samningin fyrir hönd 300 ríkisfyrirtækja og gildir hann í tvö ár að því er segir í fréttatiikynningu frá EG-skrif- stofubúnaði. EG-skrifstofubúnaður er eins árs gamalt fyrirtæki sem leggur áherslu á að þjóna fyrirtækjum og stofnunum. Þjónustan felst í að aðstoða kaupandann við val á húsbúnaði, hann sé tilbúinn til notkunar og skili notandanum þægilegri vinnuaðstöðu, segir ennfremur í fréttatilkynning- unni. Fyrirtæki kynnt er- lendum fjárfestum Erlendir fyrirlesarar leiðbeina SEX íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru þátttakendur í samstarfsverk- efninu „Venture Market Iceland“ sem er ætlað til kynningar á ís- landi og íslenskum fyrirtækjum fyrir erlenda áhættufjárfesta. Að verkefninu standa Útflutn- ingsráð íslands, Fjárfestingar- skrifstofa íslands, Iðnþróunar- sjóður, Evrópusambandið OZ-Int- eractive og íslensk verðbréfafyrir- tæki. Að sögn Guðnýjar Káradótt- ur, markaðsstjóra hjá Útflutn- ingsráði og umsjónarmanns verk- efnisins, verður hugbúnaðarfyrir- tækjunum sex sem taka þátt, Gagnalind, Hugbúnaði, Hug, Hugviti, Margmiðlun og Netverki, veitt aðstoð við gerð viðskiptaá- ætlunar og fær hvert fyrirtæki ráðunaut frá innlendum verð- bréfafyrirtækjum sér til aðstoðar. „Haldnir verða fimm vinnu- fundir fram á haust þar sem er- lendir fyrirlesarar sem eru sér- fræðingar á sviði áhættufjár- mögnunar og við gerð viðskipta- áætlana fyrir hugbúnaðarfyrir- tæki munu koma og leiðbeina ís- lensku fyrirtækjunum. 5. september verður síðan hald- ið fjárfestingarþing hér á landi sem nefnist „Venture Market Ice- land“. Þangað koma erlendir áhættufjárfestar og íslenskum fyrirtækjum verður gefinn kostur á að kynna áætlanir sínar fyrir þeim.“ Guðný segir að í nóvember muni tvö til þrjú af fyrirtækjunum taka þátt í INFINITE’97, sem er fjár- festingarþing Evrópusambandsins, í Brussel í nóvember nk. „En mark- mið verkefnisins er að þijú fyrir- tæki fái fulla fjármögnun áforma sinna frá erlendum fjárfestum." Innherja- viðskipti Vulkan könnuð Frankfurt. Reuter. HAFIN er frumrannsókn eftirlitsnefndar verðbréfavið- skipta í Þýzkalandi, BAWe, á meintum innheijaviðskiptum með hlutabréf í hinni gjald- þrota skipasmíðastöð Bremer Vulkan AG. BAWe gerir lítið úr frétt blaðs um að nafngreindur maður sæti rannsókn. „Við getum ekki útilokað neitt á þessu stigi, en rannsóknin er á frumstigi," sagði talsmaður BAWe, Júrgen Oberfrank. „Of snemmt er að nefna nöfn.“ Borgin Bremen ábyrgðist flest lán Vulkans og hefur átt mestan þátt í tilraunum til að leysa vanda skipasmíða- stöðvarinnar. Nýr áhugivaknaði Oberfrank sagði að rann- sóknin tæki til tímabils fyrir 28. apríl þegar nokkur þýzk blöð sögðu að tvö stórfyrir- tæki - sem reyndust vera Veba AG og stálframleiðand- inn Thyssen AG - hefðu hug á að kaupa Vulkan. Fyrirtækin báru fréttina til baka og það vakti nýjan áhuga á hlutabréfum Vulk- ans, sem enn er verzlað með af því að fyrirtækið er ennþá opinberlega skráð. Gengi bréfa í Vulkan rúm- lega þrefaldaðist í apríllok og hækkaði úr 2,60 mörkum 23. apríl í 9,90 mörk 28. apríl. Nafnvirði hlutabréfanna er 50 mörk og þau seldust á 5,80 mörk 13. maí. BAWe kannar sem stendur skjöl um viðskipti í Bremer Vulkan í april og hefur ekki ákveðið hvort færa skuli rannsóknina á næsta stig að sögn Oberfranks. Þá yrði haft beint samband við Bre- mer Vulkan eða aðra ein- staklinga tengda málinu að hans sögn. Hann viðurkenndi að líklega mundi flækja rann- sóknina að í raun og veru er fyrirtækið ekki lengur til sem venjulegt fyrirtæki vegna þess að það varð gjaldþrota í maí 1996. Hlutabréf lækka um 1,6% HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í verði í gær og varð lækkun Þingvísitölu sú mesta á einum degi frá ára- mótum eða 1,6%. Mest lækk- un varð á hlutabréfum í Þor- móði ramma eða 9,6%, en jafnframt lækkuðu bréf í Síldarvinnslunni um 7% og Islandsbanka um 6,8%. Þessar verðhækkanir má rekja til aukins framboðs bréfa í kjölfar mikilla verð- hækkana undanfarið og minnkandi eftirspurnar. Samtals voru seld bréf fyr- ir um 85 milljónir á Verð- bréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnuin í gær. Mesl við- skipti urðu með bréf í íslands- banka og Jarðborana, 10 milljónir í hvoru félagi. peningamarkaður/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.