Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 21
r MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 21 ERLEIMT Vildi koma af stað upp- þoti LYKILVITNIÐ í réttarhöldun- um yfir Timothy McVeigh, sem ákærður er fyrir mesta hryðju- verk sem unnið hefur verið í sögu Bandaríkjanna, greindi réttinum frá því í fyrradag að vinur hans fyrrverandi hefði ætlað sér að koma af stað alls- hetjaruppþoti með sprengjutil- ræðinu í Oklahoma, sem varð 168 manns að bana. Að sögn vitnisins, Michael Fortier, var það sannfæring McVeighs að allir embættismenn ríkisins ættu dauðann skilið. Sumir væru persónulega sekir en aðr- ir þátttakendur í almættiskerfi hins illa. Fortier hefur þegar játað að hafa þekkt tii áætlana um sprengjutilræðið og hafa þagað um þessa vitnesku sína. Getur Fortier átt von á allt að 23 ára fangelsisdómi fyrir. Vextir verða að hækka HÆKKA þarf vexti enn frekar til að halda verðbólgu í skefj- um, sagði í yfirlýsingu breska seðlabankans í gær. Eitt fyrsta verk Gordons Browns, fjár- málaráðherra í stjórn Verka- mannaflokksins, var að hækka vexti úr 6 í 6 74% og færa ákvarðanir í vaxtamálum til bankans. Hefja varnar- samstarf aftur SAMKOMULAG náðist á fundi Johns Shalikashvilis, yf- irmanns bandaríska herráðsins, og kínverskra yfirvalda að Bandaríkin og Kína hefji aftur samstarf á sviði varnarmála, sem legið hefur niðri frá því mótmæli kínverskra lýðræðis- sinna voru brotin á bak aftur í júní 1989. Shalikashvili er æðsti maður bandaríska her- aflans sem heimsækir Kína frá 1983. Bretar aftur í UNESCO BRESKA stjórnin hefur ákveð- ið að Bretland taki aftur sæti hjá Menningar, mennta- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) eftir 12 ára fjarveru. Sprengjutil- ræði í Peking HEIMAGERÐ sprengja sprakk í gær í Zhongsan-garði í vest- urhluta Forboðnu borgarinnar í Peking með þeim afleiðingum að einn maður a.m.k. beið bana. Er þetta þriðja tilræði sinnar tegundar í borginni á tveimur mánuðum sem fregnir fara af. Flugu of lágt INDVERSK yfirvöld sögðu flugmenn Iljúshínþotu frá Kaz- akstan bera ábyrgð á flug- árekstrinum við 747-þotu frá Saudi-Arabíu við Nýju Delhí 12. nóvember sl. er 349 manns biðu bana. Hefðu þeir farið langt niður fyrir leyfiiega flug- hæð. Einnig mætti kenna slæmum fjarskiptum við kaz- akhstönsku flugmennina. Hneykslismál í Suður-Kóreu Neyðist Kim til að fórna syninum? Seoul. Reuter. ALLT bendir nú til þess að Kim Young-sam, forseti Suður-Kóreu, neyðist til að fórna syni sínum til að bjarga eigin skinni í hneykslis- málum, sem hafa skekið landið undanfarna mánuði og æ fleiri fyrirtæki og stjórnmálamenn flækst í. Sonur Kims hefur verið sakaður um spillingu og á yfir höfði sér fangavist. „Krónprinsinn" Hafa stjórnmálaskýrendur á orði að reyni forsetinn að koma í veg fyrir handtöku sonarins, kunni það að reynast honum sjálfum verst. Reynt hefur verið að tengja forsetann spillingarmálunum og þrátt fyrir að hann neiti öllum sakargiftum, getur vel farið svo að hann hrökklist frá völdum, áður en kjörtímabil hans er á enda. Þegar Kim Young-sam tók við embætti forseta, sá hann sig til- neyddan að leggja eftirlætisiðju sína á hilluna, golf. Þá hefur hann hætt að skokka og sagt skilið við marga af gömlum og grónum vin- um, allt til að falla inn í hina aust- urlensku ímynd leiðtogans. Nú verður hann líklega að fórna syninum, sem átti einna stærstan hlut í kosningasigri föður síns árið 1992 og hlaut fljótlega viður- nefndið „krónprinsinn“. Kjörtíma- bil Kims rennur út í febrúar og kosningareglur kveða á um að hann geti ekki sóst eftir endur- kjöri. „Krónprinsinn“ Kim Hyun-chul, sem er 38 ára, hefur verið sakaður um að tengjast helsta hneykslis- málinu, sem er gífurlegar lánveit- ingar til stálframleiðanda sem varð gjaldþrota. Þá eru hann og faðir hans sakaðir um að hafa fjár- magnað kosningabaráttu Kims eldri með mútufé. Fórnarlamb spillingar Vindi hneykslis- og spillingar- málin enn frekar upp á sig en orðið er, kann svo að fara að for- setinn nái ekki einu sinni að sitja síðasta hálfa árið í embætti. Mað- urinn, sem komst til valda fyrir fimm árum, með því að heita að ráðast gegn spillingunni sem gegnsýrt hefur suður-kóreskt samfélag, verður ef til vill eitt fórnarlambanna. Ferdafatnadurinn i sumar Fullar búðir af spennandi sumarvörum! Hettupeysa kr. 5.985.' Bolur kr. 1.990.' verð frá kr. 3.450. Peysa kr. 5.990. Buxur kr. 4.950. <&>Columbia “ Sportswear Company* Sportswear Company* Kemurtil íslands í næstu viku! HREYSTI VERSIANIR Laugavegi 51,2 hæð - S. 551-7717 - Skeifunni 19 - S.568-1717 ‘^—sportvömtfiiís Fosshálsi 1 - Sfmi 577-5858 - Fax 577-5801

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.