Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 25 MEGINHUGMYND tillögu Arkitektar, Ögmundur Skarphéðins- son byggir á fráhvarfi frá hefðbundnu sýningarrými; gestir ferðast frá aðalinngangi að sýningarsvæðum um skábraut sem tengir saman efri og neðri hæðir hússins, líkt og landgangur tengir saman bryggju og bát. og vinnustofur Grafíkfélagsins eru á jarðhæð, í norðurálmu Hafnar- hússins. Að lokum segir í lýsingu Studio Granda: „Sérstaða Hafnarhússins er ekki fólgin í fögrum húshliðum, né góðum hlutföllum, heldur í hversdagslegu og hrjúfu yfirbragði, sem nær mestum styrk í portinu. Reynt er að varðveita þessa eigin- leika Hafnarhússins og leyfa anda vinnuumhverfisins, sem áður ríkti í húsinu að lifa áfram í samneyti við nýjan kjarna Listasafns Reykja- víkur. Þessi kjarni eða holrúm byggir á minningu úr fortíðinni, en vísar veginn inn í framtíðina. í út- færslu hússins er gætt hógværðar, í formi og ímynd, jarnt sem í efni og litum, svo umgjörð hússins verði kyrrlátur bakgrunnur fyrir vett- vang listarinnar." Tengsl við miðbæinn Tillaga Teiknistofunnar Skóla- vörðustíg 28 sf. lagði rnikla áherslu á tengingu safnsins við miðbæinn. Reynt er að tengja umferðarsvæði miðbæjarins, torgin og gönguleið- irnar í miðbænum saman að safninu og þar með einnig hafnarsvæðinu. Lögð er áhersla á að mynda sam- fellt vistlegt umhverfi milli miðbæj- arins og hafnarsvæðisins um Lista- (safns)torgið, eins og segir í lýs- ingu, en torg þetta er aððkomutorg safnsins á milli Hafnarhússins og Tollstöðvarinnar. Þetta samhengi er undirstrikað í hönnun og frá- gangi gatna og torga þar sem umferð gangandi er gert hærra undir höfði en annars. Svæði þessi myndu verða hellulögð, áhersla lögð á gróður og rólegt og aðlaðandi yfirbragð. Veitingastaðir með borð utandyra á góðum dögum og þar sem aðstæður leyfa, listaverk sem vekja athygli og leiða menn að markinu. Fjölnota miðgarður Tillaga Teiknistofunnar Tröð gerir ráð fyrir tveimur jafnréttháum aðkomuleiðum um núverandi port- hlið á austur- og vesturgafli húss- ins. Aðalinngangar safnsins eru inn í miðgarð Hafnarhússins. Miðgarð- urinn hefur tvíþættan tilgang, ann- ars vegai' er hann forstofa safnsins og hins vegar er hann innirými sem er hluti gönguleiðar miðborgarinn- ar. Miðgarður er fjölnotarými sem hefur margþætta notkunarmögu- leika, til dæmis má nýta hann fyrir óformlegar uppákomur og sýningar og þar er gott rými fyrir fjölmennar opnanir. Gert er ráð fyrir að þak verði byggt milli annarrar og þriðju hæð- ar. Sporöskjulagaðir þakgluggar veita dagsbiitu niður í miðrýmið. Þegar dagsbirtunnar nýtur ekki kemur birtan frá útilömpum sem eru staðsettir ofan á þakinu. Frá þriðju hæð er gengið út á þakið. Lagt er til að látlaust og kröft- ugt yfirbragð Hafnarhússins verði varðveitt. Nú tegund sýningaraðstöðu í tillögu Arkitektar, Ögmundur Skarphéðinsson er Ieitast við að þróa nýja tegund sýningaraðstöðu, til mótvægis við þá einhæfu tegund sýninganýmis sem byggð hefur verið upp í borginni á undanförnum árum. Leitað er fyrirmynda í nán- asta umhverfi Hafnarhússins, til hafnarinnar þar sem frjölbreytnin ræður ríkjum og heillandi snertiflet- ir hins þekkta og þess ókunna blasa daglega við augum, eins og segir í lýsingu. Rík áhersla er lögð á mögu- leika hússins til að þróast í takt við breytta tíma og bent á mikilvægi þess að ekki verði litið á hönnun þess nú sem endanlega lausn; heini- sókn í safnið á að vera upplifun laus við allan hátíðleika. Lagt er til að aðalinngangurinn verði á suðurhlið hússins. Megin- hugmynd tillögunnar byggir á frá- hvarfi frá hefðbundnu sýningar- rými; gestir ferðast frá aðalinn- gangi að sýningarsvæðum um ská- braut sem tengir saman efri og neðri hæðir hússins, líkt og land- gangur tengir saman bryggju og bát. Skábrautin er jafnframt hugs- uð sem sýningarrými en af henni opnast möguleikar til að upplifa list frá ólíku sjónarhorni, sjá hana rísa eða hníga eftir atvikum, eins og segir í lýsingu. Ekki eru gerðar tillögur um nein- ar róttækar útlitsbreytingar á hús- inu og þung áhersla lögð á að um- ferðarflæði um poitið í miðju þess verði fijálst og óhindrað en því ekki lokað á nokkurn hátt. Lýst eftir frum- myndum í UNDIRBÚNINGI er sýning, sem verður í Norræna húsinu í sumar, á myndlýsingum sem íslenskir myndlistarmenn hafa unnið fyrir útgáfur íslendingasagna. Er sýningin unnin í samvinnu við Norræna húsið og Listasafn Is- lands. Meðal mynda, sem verða til sýnis, eru frumgerðar myndlýsingar þeirra Þorvalds Skúlasonar og Gunnlaugs Schevings við Brennu- Njáls sögu og Grettis sögu, sem Helgafell gaf út árið 1945 og 1946. I þessum útgáfum eru samtals rúm- lega hundrað myndir eftir þá Þor- vald og Gunnlaug auk Snorra Arin- bjarnar, en fáar frummyndanna hafa komið í leitirnar enn sem kom- ið er. Þar sem ætla má að eitthvert magn þessara mynda sé til í einka- eign, vilja aðstandendur sýningar- innar koma á framfæri ósk um að þeir, sem kunna að eiga umræddar frummyndir, hafi samband við Listasafn íslands. -----» ♦ ♦----- Gestakvöld Sólons FIMM ár eru nú síðan veitingahús- ið Sólon Islandus byrjaði að standa fyrir reglubundnum djasskvöldum og af því tilefni verður sú breyt- ing, að hefðbundin djasskvöld verða eftir sem áður fyrsta þriðju- dagskvöld hvers mánaðar, en á hverju miðvikudagskvöldi verður svokallað gestakvöld í Sölvasal Sólons. Sölvasalur er nýinnréttaður sal- ur á annarri hæð Sólons, sem starf- ræktur er í samvinnu við Islensku óperuna. í Sölvasal vet'ða á hvetju miðvikudgsk völdi dj asstónlistar- kvöld, þar sent Tríó Ólafs Stephen- sen leikur og sérstakur gestur kemur í heimsókn og leikur með eða án tríósins, eftir því sem hent- ar. Fyrsta gestakvöldið verður í kvöld, miðvikudag. Þá leikur Tríó Ólafs Stephensen, þeir Tómas R. Einarsson, bassaleikari, Guðmund- ur R. Einarsson, trommuleikari og Ólafur á píanó. Gestur kvöldsins verður Óskar Guðjónsson, saxa- fónleikari. Óskar, sem leikur með Mezzoforte, er _ nýútskrifaður úr tónlistarskóla FÍH. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og standa til miðnættis. KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. /sjp Einar Farestveit&Co.hf. | Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900 j VEIÐIHUS ZÆ í Borgarjtrði Borgarfjörður á sér merka og langa sögu tengda laxveiði. Laugardaginn 17. maí bjóða Borgfirðingar almenningi að skoða veiðihús við nokkrar helstu laxveiðiár í héraðinu. Húsin verða opin almenningi þann dag frá kl. 13:00 til 18:00 - leiðsögumenn verða í húsunum. Verið velkomin. Veiðihúsið Fossás stendur við Grímsá. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og þykir mjög sérstakt í Húsið er í Andakílshreppi, um 8 km norð- austur af Hvanneyri, beygt inn af vegi nr. 52. Veiðihúsið Lundur stendur við Hítará um 30 km vestan við Borgarnes. er Ólafsvíkurvegur (nr. 54). Húsið var upprunalega byggt af Jóhannesi Jósefssyni (Hótel Borg) upp úr 1940. í því er safn merkra muna. Veiðihúsið við Langá stendur við Ólafs- víkurveg (nr. 54) um 6 km vestan Borgarnes. Húsið er elsta veiðihús landsins, byggt 1884. Húsið var á fyrri hluta aldarinnar í eigu breskra auðmanna. Veiðihúsið við Norðurá er glæsi- legt hús og stendur þar sem útsýni er tilkomumikið. Beygt er til hægri af vegi nr. 1 um 3 km fyrir norðan Munaðarnes. f Veiðihúsið við Þverá 1 stendur á árbakkan- X | um þar sem útsýni 1 er mjög fallegt. Það | var byggt snemma á § tugnum og endurnýjað fyrir nokkrum árum. 2 Beygt er af þjóðvegi nr. 1 við verslunina Baulu, 1 inn á veg 50 (Stafholtstungur). Beygt þaðan t-í inn á veg 522 (Þverárhlíð). Ekið inn á veg 524 og fram hjá bænum Helgavatni. SÉRTILBOÐ Eftirtaldir aðilar veita sértilboð á gistingu um hvítasunnuhelgina: ■ Farfuglaheimilið Golfskálanum Hamri, s: 437 1040 ■ Ferðaþj. bænda, Bjargi, Borgarnesi, s: 437 1925 ■ Ferðaþj. bænda, Fljótstungu, Hvítársíðu, s: 4351198 ■ Mótel Venus, Hafnarskógi, s: 437 2345 Markaðsráð Borgarness

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.