Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 35 AÐSENDAR GREIIMAR Slys á Kvíslar- veituvatni „Skoðum björgunarvestin“ slysavarnaátak SVFÍ, Gæslunnar og Pósts og síma UM NOKKURRA ára skeið höfum við þrír vin- ir farið til veiða inn á hálendið á haustin. Sá sem einu sinni verður snortinn ,af öræfakyrrð og fegurð óbyggðanna leitar þangað aftur og aftur. Haustið 1996 höfðum við vinirnir ákveðið að fara til neta- veiða á Kvíslarveitu- vatn. Brottfarardagur- inn rann upp þokufullur og þungbúinn, sem sagt hið ákjósanlegasta veiðiveður. En þótt loft væri þungbúið ríkti eng- inn drungi hjá okkur félögunum, við sungum við raust og nokkrar stökur flugu milli manna bæði í gamni og alvöru. Já, það var sannarlega veiði- glampi í augum og veiðihugur í mönnum. Þegar á leiðarenda var komið og menn höfðu tekið sér ból- festu í veiðihúsinu var komið að stóru stundinni; nú skyldi haldið til veiða. Ekki virtist fiskurinn vaða í torfum í vatninu, skolgráu og kulda- legu, en við hófum að leggja netið Hugur minn snerist um fjölskyldu mína og lífshlaup mitt, segir Björgúlfur Þorvarð- arson, og ég bað heitt og innilega til Guðs. og vonuðum hið besta. En skjótt skipast veður í lofti - og slysin gera ekki boð á undan sér. Enn í dag geri ég mér ekki grein fyrir því hvað raunverulega gerðist - hitt veit ég að skyndilega hvolfdi bátnum og ég fann ískalt vatnið umlykja mig. Ég saup hveljur og fann hvernig jökulvatnið fyllti vit mín. Sjálfsbjargarhvötin er manninum í blóð borin svo að ég tók að fálma út í loftið og busla, en það var erf- itt þar eð föt mín gegnblotnuðu og stígvélin fylltust af vatni. Ég var kiæddur í „föðurland", lopapeysu, með ullarlambhúshettu á höfði, í hlífðarfötum, frá 66° norður og utan yfir þeim var ég í björgunarvesti. Á fótunum hafði ég stígvél. Ég buslaði þarna og fálmaði að því er mér fannst í óratíma, þó það hafi senni- lega ekki verið nema 1-2 mínútur. Allt í einu rak ég höndina í eitthvað áþreifanlegt og þegar ég áttaði mig betur sá ég að þetta var önnur árin. Ég man að ég greip hana eins og drukknandi maður hálmstrá - sem mátti nú til sanns vegar færa. Fljótlega hvarf mér allt tímaskyn og hugur minn snerist um ljölskyldu mína og lífshlaup mitt og ég bað heitt og innilega til Guðs um styrk í þessari raun. Það sem næst gerðist hef ég eftir félögum mínum, því sjálfur var ég meðvitundarlaus. Eftir um hálfrar stundar volk í jökulvatninu, bar mig að landi í vík einni. Þar lá ég á bakinu með háls og höfuð í vatns- borðinu og ískalt vatn- ið gutlaði um höfuðið. Þá kom lambhúshettan úr íslensku ullinni til bjargar, því að hún hélt hita að höfðinu og varnaði frekari kæl- ingu. Sá okkar félag- anna, sem ekki fór út á bátnum hafði verið við veiðar á öðrum stað, en þegar hann tók að lengja eftir okkur hinum og fór að athuga málið, sá hann hvar báturinn maraði á hvolfi úti á vatn- inu, en okkur sá hann hvergi. Hann hringdi þá strax í bróður sinn, sem hafði verið formaður björgunarsveitar til fleirþára. Sá brá við skjótt, hringdi í SVFÍ og bað um að þyrlan yrði send inn að Kvíslar- veituvatni, því að þar hefði orðið slys. Síðan gerðist allt hratt og án minnar vitundar. Félagar mínir fundu mig og þyrlan kom aðvífandi og flutti mig á sjúkrahús í Reykja- vík. Þegar þangað kom var líkams- hiti minn kominn niður fyrir 29° á C. Þegar ég nú lít til baka og hugsa um þennan atburð sem nær hafði kostað mig lífið áttaði ég mig á nauðsyn þess að klæðast í föt úr íslenskri ull, þegar farið er í hálend- isferðir. Einnig skildi ég nauðsyn þess að vera í björgunarvesti í vatna- ferðum og fara aldrei út í bát eða vatnsfall án þess að vera í slíku vesti ystu fata. Enginn vafi er í mínurn huga að þessi fatnaður sem ég nefndi hér á undan varð lífgjafi minn. Auk þess má ekki gleyma þætti trúarinnar og styrk bænarinn- ar. Það hjálpaði mér örugglega. Að lokum þetta: Gefðu ávallt í góðri trú gjafir, ei hugs’ um borgun. Lifðu alla tíð eins og þú ættir að deyja á morgun og: Fyrst skaltu klæðast í fótin hlý fmnst mér það kostur hinn besti. Lágmark að vera svo líka í löggiltu björgunarvesti. Höfundur er kennarí við Grunnskólann á Hellu ogbóndi á Hrafntóftum. Björgúlfur Þorvarðarson Til varnar sjóbirtingnum HAFBEITARLAX aftur í Hellisá er stór fyrirsögn í Morgun- blaðinu í dag, 15. apríl 1997. Sagt er að land- búnaðarráðuneytið hafi á nýjan leik gefið leyfi fyrir því að flytja hafbeitarlaxa til slepp- ingar í ánni. Hér er um stórfrétt að ræða og því ekki óeðlilegt að staldrað sé aðeins við og málin skoðuð nánar. Hellisá er á Síðu- mannaafrétti í Skaft- árhreppi. Hún er ekki laxgeng af þeim nátt- úrulegu ástæðum að neðan hennar eru ófiskgengir foss- ar. En jafnvel þótt jarðfræðileg skilyrði til laxagengdar væru fyrir hendi myndi eigi að síður af nátt- úrulegum ástæðum enginn lax ganga í Hellisá. Ástæða þess er val náttúrunnar á lífríki því sem þrifist fær á ákveðnum svæðum. Þetta val er okkur mönnum oft lítt skiljanlegt og því mikil ástæða að fara varlega sé á annað borð farið að grípa fram fyrir hendur náttúrunnar um valið. Lax hefur af einhveijum ástæðum ekki þrifist á vatnasvæði Skaftár. Aftur á móti hefur þar ágætlega þrifist urriðategund sem Skaftfell- ingar nefna sjóbirting. Sjóbirtingur- inn skaftfellski er um margt sér- stakur og getur vafalaust, rétt eins og urriðinn í Soginu, kallast sér- stakur stofn. Hann vex hægt og nær miklu hærri aldri en laxinn. Hann gengur oft til sjávar og byij- ar ekki hrygningu fyrr en nokkurra ára gam- all er. getur síðan gengið endurtekið í árnar árum saman til hrygningar. Það segir sig því sjálft að vegna hins langa vaxtar- og þroskatíma er sjóbirt- ingurinn viðkvæmari fyrir ofveiði en laxinn. Sjóbirtingurinn þykir afar góður matfiskur. Hann getur náð mikilli stærð en ekki er óal- gengt að hann nái 10-20 punda þyngd. í fyrrnefndri grein er einnig sagt frá svo- kallaðri vorveiði á sjóbirtingi en hún hefur verið afar umdeild. Þarna er Furðulegast af öllu, ef satt er, segir Haukur Valdimarsson, er að umhverfisráðherra skuli veita leyfi til svo hættu- legra tilrauna á náttúru íslands. verið að veiða sjóbirtinginn í þann mund sem hann er að búa sig til ferðar til sjávar þangað sem hann heldur til fæðuöflunar eftir vetrar- langa dvöl í ánni. í ána gengur hann síðan eftir mitt sumar og langt fram á haust til hrygningar og vetr- Haukur Valdimarsson ardvalar. Á þeim tíma er hann skemmtilegur að fást við af veiði- mönnum og hreinasta lostæti. Ekki hef ég trú á að veiði á hoplöxum á vorin þætti til frásagnar þótt þar * væri auðvitað um sambærilegan veiðiskap að ræða. Talið er að sjóbirtingurinn sé jafnvel enn viðkvæmari en laxinn fyrir pestum eins og kýlapest. Það var því ekki óeðlilegt að mikill ugg- ur gripi um sig fyrir 2 árum þegai- í ljós kom að hafbeitarlax sem flutt- ur hafði verið úr Kollafirði í Hellisá væri sýktur af kýlapest. Hellisá ef mjög ofarlega á vatnasvæði Skaftáf og rennsli þaðan dreifist því á allt vatnasvæðið. Gerð var misheppnuð tilraun til að hreinsa fiskinn úf ■ ánni og síðan hafa menn beðið í ofvæni en sem betur fer fer ekki enn neinum sögum af kýlaveikum sjóbirtingum. Varla eru þó öll kurl komin til grafar enn. Það kemur því mjög á óvart að leyfi til flutninga á hafbeitarlaxi í Hellisá hafi verið gefið á nýjan leik. Þetta sýnist ótrúlega óskynsamleg ráðstöfun og fyrir þeirri fullyrðingu eru tvær ástæður eins og reynt er að færa rök fyrir hér að framan. í fyrsta lagi er óskynsamlegt að grípa þannig fram fyrir hendur náttúr- unnar með tegundaval á svæðinu. Nær væri að hlúa að þeim tegund- um sem fyrir eru og náttúran hefur sjálf valið og þróað á þúsundum ára. í öðru lagi sýnist það mikil ögrun við náttúruna að hafa ekki látið sér að kenningu verða slysið fyrir tveimur árum þegar alvarlegur fisksjúkdómur var beinlínis fluttur inn á svæðið. Og furðulegast af öllu, ef satt er, að sá maður sem gegnir nú stöðu umhverfisráðherra skuli veita leyfi til svo hættulegra tilrauna á náttúru íslands. Höfundur er læknir og áhugamaður um sjóbirtingsveiði ^ og náttúruvernd. TÖLVUHASKOLIVERZLUNARSKOLAISLANDS SYNING HUGBUNAÐARVERKF.FNA Dagana 15. og 16. maí kynna nemendur Iokaverkefni sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Sýningin fer fram í hátíðarsal Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Hún er öllum opin og gestum er frjálst að vera viðstaddir þær kynningar sem vekja áhuga. Hver kynning tekur um 50 mínútur. [ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 9.00 íslandsblik. Vefsíður sem gefa kost á leit í bókasafni Náttúrurfræðistofnunar ásamt aðgangi að ýmsum upplýsingum. Forrit fyrir viðhald á vefsíðunum og upplýsingakerfi fyrir starfsmenn NI á innraneti. 10.00 Hafspum. Fyrirspumir á vefnum urn mat á stofnstærðum og aflatölur fisktegunda. Upplýsingamar eru byggðar á samandregnum gögnum Hafrannsóknarstofnunar í vöruhúsi gagna. 11.00 Gægir. HTML-ritþór fyrir gagnatengdar vefsíður og sýniforrit sem gefur notendum kost á að skoða gögn á töfluformi eða í vefsjá. 13.00 Sparta. Upplýsingakerfi á vefnum um úrslit leikja, stöður í deildum og fleira byggt á gagnasafni íslenskra getrauna. Hægt að skoða getraunaseðil vikunnar, slá inn eigin seðil og fylgjast með úrslitum jafnóðum og mörk eru skoruð. 14.00 Bílalán. Vefsíður sem auðvelda samskipti bflasala og tryggingafélaga þegar viðskiptamaður tekur lán vegna bflaviðskipta. 15.00 Baukur. Klasakerfi í Java sem auðveldar forritumm að búa til þjónustuforrit sem vinna með lifandi gögn til birtingar á veraldarvef intemetsins. [ FOSTUDAGUR 16. MAI 1997 10.00 Laxnes. Pöntunarkerfi fyrir hestaferðir hjá hestaleigunni Laxnesi. Skrifað í Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. 11.00 Target. Gerð og samræming söluáætlana byggð á raungögnum um sölu fyrri tímabila. Skrifað í Borland C++ Builder fyrir Windows. 13.00 Servir. Þónustukerfi fyrir þjóna og kokka á stærri veitingahúsunr sem tengist kassakerfi frá Hugbúnaði hf. Skrifað í Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. 14.00 Marel. Kerfi sem geymir upplýsingar um menntun og þekkingu starfsmanna ásamt hópun þeirra í þekkingarlið. Skrifað í Lotus Notes. 15.00 Gaumur. Framsetning upplýsinga um umferð og ástand í símstöðvakerfum Pósts og síma. Hluti af eftirlitskerfi símstöðvadeildar. Skrifað í Powerbuilder 5.0 fyrir Windows.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.