Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 14.05.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 45 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell KRAKKARNIR í 7-R í Grandaskóla. Söfnuðu skóladóti fyrir börn í Bosníu NEMENDUR 7-R í Grandaskóla hafa nú lokið við söfnun á skóla- dóti fyrir börn í Bosníu sem þeir hófu í febrúar sl. í samvinnu við Mæðrastyrksnefnd Rauða kross- ins. Verkefni þetta var unnið í sjálfboðavinnu í tengslum við námsefnið Tilveran (Lion’s Qu- est). Fólk brást vel við óskum nemenda og safnaðist töluvert af skóladóti sem nemendur af- hentu Mæðrastyrksnefnd 7. maí sl. AFRAKSTUR söfnunarinnar var afhentur Mæðrastyrksnefnd Rauða krossins. Raðganga fráSel- tjarnarnesi í Heiðmörk MEÐAL margra gönguferðamögu- leika á afmælisári Ferðafélags ís- lands í ár er raðganga í 'ö áföngum er farin er um útivistarsvæði höfuðborgarinnar m.a. um göngu- stíga er liggja frá Selljarnarnesi upp í Ferðafélagsreitinn í Heið- mörk. Annar áfangi raðgöngunnar verður farinn í kvöld, miðvikudags- kvöldið 14. maí, kl. 20 oger brott- för frá Mörkinni 6 og BSÍ, austan- megin, og er einnig hægt að mæta í gönguna við Suðurnes á Seltjarn- arnesi. Kvöldgangan er farin með- fram Skerjafirði út í Nauthólsvík m.a. framhjá gömlu vörunum, Sveinsstaða-, Grímsstaða- og Austurvör. Fuglalíf er mikið á þessum tíma. Öllum er velkomið að vera með. FRÁ Gullsmíðaverkstæði Hansíuu á Laugavegi 20b. Ný verslun með skartgripi NÝLEGA opnaði Hansína Jensdótt- ir, gullsmiður, sitt eigið verkstæði og verslun á Laugavegi 20b, Klapp- arstígsmegin. Hún selur eingöngu sína eigin hönnun og er þekkt fyrir sérstakan stíl í skartgripagerð, segir í fréttatilkynningu. Í Listahorni verslunarinnar eru Magnús Kjartansson, Jón Axel og Valgarður Gunnarsson með myndir til sölu. Verslunin er opin virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Gengið á milli fjarða HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 14. maí, í gönguferð frá Kollafirði yfir gamla Seltjarnarnesið suður í Skeijafjörð. Gengin verður fornleið og ný leið til baka. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20. Gangan hefst við Bólvirkið bak við Gamla bryggjuhúsið og þaðan verð- ur farið yfir Skildinganesmela suð- ur að Austui-vör í Skeijafirði. Þar verður val um að fara með SVR til baka eða ganga með Strand- stígnum og um Háskólahverfið og með Tjörninni niður á höfn. Allir velkomnir. Skólaslit í Félagsbíói TÓNLISTARSKÓLANUM í Kefla- vík verður slitið fimmtudaginn 22. maí kl. 17.00 í Félagsbíói. Athöfnin verður með venjubundnum hætti, tónleikar og afhending prófskír- teina. Allir nemendur skólans eru hvattir til þess að mæta. Styrkir úr Þróunarsjóði leikskóla ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum til þróunarverkefna í leikskólum úr Þróunarsjóði leikskóla fyrir árið 1997. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Alls bárust 17 umsóknir um styrki úr sjóðnum samtals að fjárhæð 11.600.000 kr. Samtals var út- hlutað nú 2.550.000 kr. til 7 þró- unarverkefna. Eftirtalin verkefni hafa fengið styrk úr Þróunarsjóði leikskóla 1997: Leikskólarnir Krógaból, Akureyri og Bjarnahús, Húsavík, 500 þúsund kr. til verkefnisins Foreldrasamstarf á aðlögunar- tíma. Leikskólinn Norðurberg, Hafnarfirði, 500 þúsund kr. til verkefnisins Endurvinnsla - End- urnýting. Leikskólinn Tjarnarsel, Keflavík, 500 þúsund kr. til verk- efnisins Vettvangsferðir um nán- asta umhverfi skólans. Leikskól- arnir Óskaland og Undraland, Hveragerði, 400 þúsund kr. til verkefnisins Tónlist í leikskóla. Leikskólinn Mánabrekka, Sel- tjarnarnesi, 300 þúsund kr. í verk- efnið Aðlögun barna, tölvuforrit. Leikskólinn Sketjakot, Reykjavík, 200 þúsund kr. til verkefnisins Leikskóli til framtíðar og Leik- skólinn Kjarrið i Garðabæ fékk úthlutað 150 þúsund kr. til að vinna handrit að bók um landa- fræðiverkefnið Ferðalag Palla. Hjólabretta- svæði í Hafnar- firði HJÓLABRETTASVÆÐI verður opnað við Haukahúsið i Hafnar- firði miðvikudaginn 14. maí. Af þessu tilefni stendur Æskulýðsráð Hafnarfjarðar fyrir grillveislu, úti- tónleikum og hjólabrettakeppni. Hátíðin hefst kl. 17 og verður bytjað á því að grilla pylsur. Hljómsveitin Nuance kynnir nýj- asta frumsamda lagið og spilar eldri lög, einnig leikur EST 7000. Hjólabrettakeppni verður haldin og fær sigurvegarinn verðlaun. Aðgangur og þátttaka er öllum heirnil og svæðið verður opið fyrir almenning í allt sumar. 7 umsækjendur um stöðu að- stoðarprests SJÖ umsóknir bárust um stöðu aðstoðarprests í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, en um- sóknarfrestui' rann út 7. maí sl. Utnsækjendur eru: Anna Sig- ríður Pálsdóttir, guðfræðingur, Bára Friðriksdóttir, guðfræðing- ur, sr. Bjarni Þór Bjarnason, Guð- munda Inga Gunnarsdóttir, guð- fræðingur, Jón Ármann Gíslason, guðfræðingur, Sigurður Grétar Helgason, guðfræðingur og Svein- björn R. Einarsson, guðfræðingur. Poppmessa í Hafnarfirði HALÐÍN verður poppmessa í* Hafnarljarðarkirkju fimmtudaginn 15. mai. Þetta er fyrsta poppmessa sumarsins en stefnt verður að einni slíkri mánaðarlega í surnar, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitina skipa hafnfirskir tónlistarmenn og Örn Arnarson leiðir hópinn eins og hann hefur gert á liðnum vetri. Eftir popp- messuna selur ÆSKÓ, æskulýðs- félag Hafnarfjarðarkirkju, kaffi- veitingar og kynnir starfsemi sína. Prestur er sr. Þórhallur Heimis- son. Fyrirlestur um beinþroska murtu og dvergbleikju GUÐNI Magnús Eiríksson MS- nemi flytur fyrirlestur á vegurn Líffræðistofnunar Háskólans föstudaginn 16. maí kl. 12.20 á Grensásvegi 12, stofu G6. Fyrir- lesturinn nefnir hann: Beinþroskun hjá afkvæntum murtu og dverg- bleikju. í fréttatilkynningu segir: „í Þingvailavatni er að finna fjögur mismunandi afbrigði bleikju, dvergbleikju, kuðungableikju, murtu og sílableikju. Þau er ólík bæði í útliti og lifnaðarháttum, lifa á ólíkri fæðu ntjög snemma í þrosk- un. Tilraun var framkvæmd þar sem gerðir voru hreinir og blandað- ir æxlunat'krossar rnilli murtu og dvergbleikju og útlitsþættir mældir á kviðpokastigi. Bein bytja að myndast fljótlega eftir klak og hefur beinþroskun afkvæmanna verið til sérstakrar skoðunar. Fyrstu niðurstöður úr tilrauninni verða kynntar." Fyrirlesturinn er öllum opinn og eftir framsögu verða umræður um efni hans. Kynning’ar- fundur um svif- drekaflug KYNNINGARFUNDUR vegna bytjendanámskeiðs í svifdrekaflugi verður haldinn að Grund, félags- heimili svifdrekamanna, föstu- dagskvöldið 16. maí kl. 20. ■ Á STJÓRNARFUNDI Geð- hjálpar 12. maí 1997 var sam- þykkt að taka undir kröfur sem fram hafa kornið í fjölmiðlum frá samtökum og einstaklingum þess efnis að fullar tryggingabætur öryrkja verði ekki lægri en lægstu laun, eða 70.000 kr. á samnings: tímabili almennra launþega. í fréttatilkynningu minnir Geð- hjálp á að margir veikjast áður en þeir hafa unnið sér inn rétt- indi í lífeyrissjóðum og verða því að lifa eingöngu á tryggingabót- um. LEIÐRÉTT Engihjalli ÞAU mistök urðu í myndatexta á bls. 2 í blaðinu í gær að tnyndin var sögð tekin í Engjaseli í Reykjavík. Hið rétta er að það voru íbúat' við Engihjalla í Kópa- vogi sem voru að gera sér daga- mun. Nafnabrengl í myndatexta MEÐ grein í sunnudagsblaði um kvikmyndir Vilhjálms og Ósvalds Knudsen er birt mynd úr einni af kvikmyndunum unt fólk. Á mynd- inni er Jón Stefánsson listmálari og ltans fólk, en ekki listmálarinn Ásgrímur Jónsson eins og sagt er í myndatexta. Er beðist velvirðing- ar á þesstim mistökum. Brehgluð vísa í VJÐTALJ við Jóhönnu Björns- dóttur á Y’trá-Fjalii sl. sunnudág brenglaðist vísa úr Gránuvísum Páls Ólafssonar. Rétt er vísan svona: Mylur svellin kraftakná, klaka gellur flísin, hvellir, smellir heyrast þá, er hófar skella á ísinn. Þá misritaðist fyrsta línan í vísu Ketils Indriðasonar í upphafi við- talsins en á að vera á þessa leið: Þó göngum við þröngan og grýttan stig Velvirðingar er beðist á mistök- unum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.