Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 1
72 SÍÐUR B/C /08TBL.85.ÁRG. FÖSTUDAGUR16. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulag Rússlands við NATO Rennir stoðum undir stöðug- leika og frið Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að hið nýja samkomulag um samstarf Rússlands við Atlants- hafsbandalagið (NATO), sem náðist eftir langar og strangar samninga- viðræður í Moskvu í fyrradag, myndi renna styrkari stoðum undir stöðug- leika í heiminum, en varnarmáiaráð- herrann í rússnesku ríkisstjórninni, Igor Rodionov, lét hafa eftir sér að samkomulagið skildi mikilvæga þætti útundan. Innihald samkomu- lagsins í smáatriðum verður ekki gert opinbert fyrr en í dag, en í gær birti Reuters-fréttastofan útdrátt úr því. Það kveður meðal annars á um stofnun sameiginlegs fastaráðs Rússlands og NATO, þar sem varn- ar- og utanríkismálaráðherrar Rúss- lands og NATO-ríkjanna munu koma saman tvisvar á ári. Ekki neitunarvald Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, viðurkenndi í gær, að Rússland myndi ekki öðlast neit- unarvald varðandi ákvarðanir NATO í sambandi við áform banda- lagsins um stækkun til austurs. A miðvikudagskvöld hafði Jeltsín for- seti sagt í sjónvarpsræðu að sam- komulagið fæli í sér að Rússar gætu hindrað framgang slíkra ákvarðana. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi sam- komulagið vera „mjög mikilvægt og sögulegt". Hann mælir fyrir samkomulaginu á ríkisstjórnar- fundi í dag, og er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin samþykki málið fyrir íslands hönd. Óll 16 aðild- arríki NATO verða að samþykkja það áður en það verður formlega innsiglað á fundi leiðtoga NATO- ríkjanna og Rússiands í París hinn 27. þessa mánaðar. „Hér hafa náðst samningar milli Rússlands og NATO sem gera ráð fyrir náinni samvinnu milli aðila,“ sagði Halldór, og bætti við að ásamt stækkunarferlinu væri afar mikil- vægt að ná samkomulagi við Rússa, „því við verðum að hafa í huga heildaröryggishagsmuni álfunnar". Eystrasaltsríkjum í hag Aðspurður hvaða þýðingu sam- komulagið hefði fyrir Eystrasalts- löndin með tilliti til óska þeirra um að verða aðilar að NATO sagði Halldór það vera þessum ríkjum í hag eins og öðrum ríkjum í Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson, al- þingismaður og fyrrverandi utanrík- isráðherra, segir samkomulagið „vonandi tryggja Eystrasaltsríkjun- um grið og auðveldi baráttuna fyrir inngöngu þeirra í NATO síðar meir“. ■ Fastaráði ætlað/21 Reuter JIANG Zemin, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, leiðir Jacques Chirac Frakk- landsforseta framhjá heiðursverði hermanna við komu Chiracs til Peking í gær. Chirac vill efla tenffslin við Kína kine. Reuter. Peking. Reuter. JACQUES Chirac Frakklandsforseti hóf í gær fyrstu opinberu heimsókn sína til Kína með yfirlýsingu um að Kína ætti að verða meðal stærstu viðskiptalanda Frakklands á næstu öld. Á fyrsta degi heimsóknarinnar í Peking gengu kaupsýslumenn úr 60 manna fylgdarliði forsetans frá sölusamningum á 30 Airbus-flugvélum til Kína að verðmæti um 107 milljarðar króna. Jiang Zemin, forseti Kína, brosti breitt er hann tók á móti hinum franska starfsbróður sínum, sem hann lofaði sérstaklega fyrir að hafa gengið fram fyrir skjöldu í að gera sem minnst úr viðleitni á Vest- urlöndum til að fordæma fram- göngu kínverskra stjórnvalda í mannréttindamálum. Auk þess að deila ánægju með röð stórra viðskiptasamninga fundu leiðtogarnir tveir samnefnara í af- stöðu sinni til fleiri mála en er varða mannréttindi í Kína. Chirac tók undir gagnrýni Kínverja á drottnun- arstöðu Bandaríkjanna í heimsmál- unum. Hörð gagnrýni Evrópuþingsins Evrópuþingið í Strassborg sam- þykkti í gær ályktun, þar sem ríkis- stjórn Chiracs er fordæmd fyrir að hafa beitt sér gegn samþykkt ákyktunar mannréttindaráðs Sam- einuðu þjóðanna um mannréttinda- ástandið í Kína, sem Danir höfðu haft forgöngu um að flytja. Hans van den Broek, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB), studdi ályktun þingsins. í ályktuninni, sem þingmenn allra flokka stóðu að, segir að Evrópu- þingið harmi að Evrópusambands- ríkin skyldu ekki hafa getað talað einni röddu og staðið sameiginlega að ályktun mannréttindaráðsins. „Þessi skortur á einingu tekur allan vind úr seglum okkar þegar að því kemur að fjalla um mannrétt- indi,“ sagði van den Broek er hann ávarpaði þingið, sem ræddi í gær samskiptin við Kína. í umræðunum var Jacques Chirac oftsinnis per- sónulega gagnrýndur. Úrslitatilraunir til að afstýra blóðbaði í Kinshasa Kabila ræðir við Mandela Höfðaborg, Kinshasa. Reuter. LAURENT Kabila, leiðtogi upp- reisnarmanna í Zaire, fór í gær til Höfðaborgar til fundar við Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, sem gerir nú lokatilraun til að af- stýra blóðsúthellingum í Kinshasa, höfuðborg Zaire. Mandela sendi þotu eftir Kabila, sem hafði neitað að ræða við Mob- utu Sese Seko, forseta Zaire, um borð í suður-afrísku skipi í Kongó og krafist þess á síðustu stundu að fundurinn yrði haldinn utan land- helginnar. Mandela ræddi einslega við Kab- ila í Höfðaborg og talsmaður hans sagði að forsetinn myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að af- stýra frekari blóðsúthellingum í Zaire. Mobutu fór til Kinshasa eftir að fundinum í Kongó var aflýst. Her- sveitir Kabila nálgast borgina og íbúar hennar óttast að blóðsúthell- ingar séu óhjákvæmilegar. Reuter ÁHYGGJUFULLUR á svip hlýðir Nelson Mandela á Laurent Kabila svara spurningum fréttamanna í Höfðaborg í gærkvöldi. Tugir skæruliða falla Habur. Reuter. TYRKNESKAR hersveitir lögðu í gær undir sig bæinn Zakho í írak og héldu áfram sókn sinni gegn kúrdískum skæruliðum, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda. Þotur tyrkneska flughersins gerðu árásir á búðir skæruliða úr Verka- mannaflokki Kúrdistans (PKK) í írak og Cobra-þyrlum, sem eru framleiddar í Bandaríkjunum, var einnig beitt í árásunum. Heimildarmenn í tyrkneska hern- um sögðu að 30 skæruliðar og fjórir hermenn hefðu fallið í innrásinni í Irak síðustu tvo daga. 87 skæruliðar til viðbótar féllu í bardögum í tveim- ur héruðum innan landamæra Tyrk- lands eftir að skæruliðamir flúðu þangað frá stöðvum sínum í Irak. 18 kúrdískir skæruliðar féllu einnig í Elazig-héraði í Tyrklandi og hermenn sátu þar um 50 skæruliða til viðbótar. Fílar fyr- ir hval NORÐMENN hafa boðið nokkrum Afríkuríkjum að styðja tillögu um að fílar verði teknir af svokölluðum CITES- lista yfír dýr í útrýmingar- hættu, styðji þau tillögu Norð- manna um að hrefnan hverfi af listanum, að því er segir í frétt NTB. CITES-samtökin hafa eftirlit með sölu á afurð- um dýra sem talin eru í útrým- ingarhættu. Káre Biyn, sem fer með hvalveiðimál fyrir norsk yfir- völd, er nýkominn heim úr ferð til Afríku, þar sem hann ræddi m.a. við stjómvöld í Suður-Afr- íku og Zimbabwe. Sagði hann þau hafa sýnt stefnu Norð- manna skilning og það sama sé uppi á teningnum í Noregi gagnvart fílaveiðum ríkjanna. Bryn tekur það hins vegar fram að ekki sé um skipti að ræða, Norðmenn telji það fullsannað að afríski fílastofn- inn þoli veiði, rétt eins og hrefnan. Raunar sé staðan víða sú að fílar séu til vand- ræða vegna fjöldans, en þeir eyðileggi uppskeru bænda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.