Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 2
i 2 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Strákamir vekja hrifningu ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mætir Japönum í fyrsta leik heimsmeistaramóts- ins í Kumamoto í Japan í fyrra- málið. í gær heimsótti íslenska liðið Kita-háskólann í Kuma- moto, en nemendur skólans eru stuðningsmenn íslenska liðsins í keppninni. Þar tóku 1.600 nem- endur skólans, 103 kennarar og hljómsveit á móti liðinu og það þakkaði fyrir sig með því að krjúpa á sviði hátíðarsalar skól- ans og taka svokallaða bylgju og syngja Kátir voru karlar fyr- ir viðstadda. Julian Róbert Dur- anona vakti mikla athygli á meðal Japananna og vildi skóla- stjórinn gjarnan láta mynda sig með honum enda ekki á hveijum degi sem hann hittir mann sem er rúmlega hálfum metra hærri. Þegar þeir félagar voru sestir niður fyrir myndatökuna ásamt hluta liðsins og kennurum læddi skólastjórinn hendi sinni í lófa Duranona eins og sést. ■ HM í handknattleik/Cl-C3 Árásin á Vegas Sá fjórði í gæslu Rannsóknarlögreglan hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á lík- amsárás á skemmtistaðnum Vegas, sem leiddi til dauða 26 ára gamals manns. Þrír menn voru handteknir á þriðjudag og úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald, en rannsóknarlögreglan hafði farið fram á 44 daga varðhald. Rannsóknarlögreglan fór í gær fram á gæsluvarðhald yfir fjórða manninum, jafnlengi og hinir þrír sitja inni, eða til 4. júní og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það. Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn RLR, kvaðst ekki vilja tjá sig að svo stöddu um hvort mennirnir hefðu játað verknaðinn, en sagði að málin myndu skýrast betur við nánari yfirheyrslur og skýrslutöku af vitnum. Virkja á borholu í Bláfjöllum BLÁFJALLANEFND og Vatnsveita Reykjavíkur hafa komist að sam- komulagi um að Vatnsveitan hefji í sumar framkvæmdir við að virkja borholu í Bláfjallalandi. Úr henni verður köldu vatni veitt beint í skfða- skála Bláfjalla og þriggja íþróttafé- laga í BláQallalandi. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, sagði á fundi borgarstjórnar í gær að sérstök vatnsveita fyrir Bláfjallasvæðið muni gerbreyta aðstöðu í skíðaskál- unum þar. Minnti hann á að hingað til hafi þurft að aka vatni í tönkum í skálana. Segir hann að vatnsveitan verði ekki aðeins hagkvæm heldur muni brunavarnir enn fremur eflast. Framkvæmdir hefjast í júlí og hefur stjórn veitustofnana samþykkt að veita Bláfjallanefnd lán til að standa straum af kostnaði, um 8-10 millj. kr. Stefnt er að því að lánið verði endurgreitt á fimm árum. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Einar Falur Illa viðrar á kyndil- hlaup UMFÍ Enginn ræður við náttúru- öflin VEÐRIÐ hefur sett strik í reikning- inn hjá félögum í Ungmennafélagi íslands sem eru á hlaupum um land- ið með logandi kyndil í tilefni af Ólympíuleikum smáþjóða sem fram | fara hér á landi 3.-7. júní næstkom- , andi. Hlaupið hófst 1. maí í Reykja- vík og þaðan var hlaupið austur um 1 áleiðis hringinn í kringum landið en áætlað er að hlaupinu ljúki á sama stað 31. maí. Brynhildur Barðadóttir, verkefn- isstjóri kyndilhlaupsins, var stödd á Húsavík ásamt hlaupafólki með kyndilinn þegar Morgunblaðið náði sambandi við hana í gær en til stóð að halda hlaupinu áfram þaðan í ) morgun. „Við lentum í mjög slæmu j veðri á norðausturhorninu og það j voru nokkrar leiðir sem við þurftum ' hreinlega að sleppa, eins og til dæmis Melrakkasléttan en þar var blindbylur," sagði hún, en bætti við að nú væri komið fínt veður á Húsa- vík og hún vonaðist til að það héld- ist þannig áfram. Slokknar á kyndlinum vlð og við | „Mér skilst reyndar að það sé j ennþá mjög mikill snjór í kringum í Dalvík og Lágheiðin ófær en við vonum það besta og reynum að halda áætlun.“ Brynhildur sagði það vissulega vera leiðinlegt þegar slokknaði á kyndlinum en við því væri ekkert að gera, aðalatriðið væri að kyndillinn kæmi á staðina. Það væri alltaf slökkt á kyndlinum á nóttunni, þannig að þó að slokkn- L aði á honum við og við þá væri F ekki hundrað í hættunni. „Það ræð- 1 ur víst enginn við náttúruöflin," | sagði Brynhildur að lokum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun bóta almannatrygginga og sérstakar aðgerðir til að draga úr jaðaráhrifum Kaupmáttaraukning bóta-: þega 8-10% á þessu ári Morgunblaðið/Kristinn FIMM ráðherrar kynntu ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að bætur almannatrygginga hækki um 4% frá 1. mars síðastliðnum að telja, en bæturnar voru hækkaðar um 2% um síðustu áramót þótt þá lægju ekki fyrir ákvarðanir um hveijar yrðu lyktir kjarasamninga. Nemur hækkunin á þessu ári því 6% og er hún í takt við þær launahækkan- ir sem almennt hefur verið samið um í kjarasamningum, að sögn ráð- herra ríkisstjórnarinnár. Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveðið að bæturnar hækki um 4% 1. janúar á næsta ári og 3,65% 1. janúar 1999, eða jafnmikið og laun samkvæmt almennum kjarasamn- ingum. Atvinnuleysisbætur hækka að sama skapi um 13,8% á tímabil- inu. Aðgerðir til að draga úr jaðaráhrifum Jafnframt hefur ríkisstjómin ákveðið aðgerðir til að draga úr jaðaráhrifum innan almannatrygg- ingakerfisins og ná þær jafnt til ellilífeyrisþega og örorkulífeyris- þega. Þannig hækka viðmiðunar- mörk vegna frekari uppbótar á líf- eyri, svokallað frítekjumark, úr 80.000 krónum í 85.800 kr. á mán- uði. Heimilisuppbót hækkar úr 8.872 kr. á mánuði í 12.480 kr., eða um 3.608 kr., en hækkun heim- ilisuppbótarinnar kemur í stað nið- urfellingar afnotagjalds útvarps og fastagjalds síma. Jafnframt þessu mun Ríkisútvarpið veita öllum líf- eyrisþegum 20% afslátt á greiðslu afnotagjalds útvarps, og þannig munu um 14 þúsund lífeyrisþegar sem nú greiða full afnotagjöld fá 20% afslátt. Þá hefur verið ákveðið að félags- leg fjárhagsaðstoð frá sveitarfélög- um muni ekki skerða bætur al- mannatrygginga frá og með 1. sept- ember næstkomandi, en um 850 lífeyrisþegar njóta nú þessarar að- stoðar sveitarfélaga. Heildarkostnaður ríkisins 1.630 miiyónir á þessu ári Að sögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra mun kostnaður ríkis- sjóðs vegna hækkunar bóta al- mannatrygginga á þessu ári nema um 1.200 milljónum króna og heild- arkostnaður við að draga úr jaðar- áhrifum er áætlaður um 430 millj- ónir króna. Þannig mun heildar- |. kostnaður ríkissjóðs vegna þessara k aðgerða verða samtals um 1.630 ? milljónir króna á árinu. * Fram kom í máli forsætisráð- herra á fundi í gær, þar sem ríkis- stjórnin kynnti þessar ákvarðanir sínar, að Þjóðhagsstofnun hefði metið meðalhækkun launa 5,5-6% á þessu ári þegar allt væri talið. Sjálf grunnkaupshækkunin nemur 4,7%, hækkun lægstu launa jafn- . gildir um 0,4% og aðrir liðir saman- | lagt 0,3-0,4%. Með hliðsjón af | þessu hefði verið ákveðið að bætur almannatrygginga hækki um 4% * frá 1. mars síðastliðnum til viðbót- ar 2% hækkuninni um síðustu ára- mót. Sagði forsætisráðherra að ef verðbólga héldist um 2% á ári þýddu ofangreindar aðgerðir ríkisstjórnar- innar 8-10% kaupmáttaraukningu fyrir bótaþega. Hann sagði að ekki l yrði gripið til niðurskurðar í ríkisút- 9 gjöldum til að mæta þeim kostnaði p sem þessum aðgerðum fylgir heldur k kölluðu þær á enn frekara aðhald í ríkisfjármálum. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.