Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnulaus maður fór á biðlista eftir hjartaaðgerð
Á rétt á bótum vegna
tímabundinnar örorku
Lundúnaferðir
Stöðvar 2
Búið að
selja 2.500
farseðla
UM 2.500 farseðlar til Lund-
úna með flugfélaginu Atlanta
hafa verið seldir áskrifendum
Stöðvar 2 á 9.900 kr. hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn. Ferð-
irnar standa til boða þeim
áskrifendum sem halda áfram
áskrift í sumar og þeim sem
kaupa nýja áskrift til a.m.k.
þriggja mánaða.
Að sögn Helga Jóhannsson-
ar forstjóra Samvinnuferða-
Landsýnar eru um 4.600 sæti
boðin áskrifendum Stöðvar 2
í 17 ferðum allt til loka sept-
ember. Sagði Helgi að eftir-
spurnin hefði verið það mikil
að erfitt hefði verið að anna
henni og allar símalínur hjá
ferðaskrifstofunni verið rauð-
glóandi. „Það er útlit fyrir að
flest sætin verði seld þegar
kemur undir lok vikunnar,"
sagði Helgi.
AÐSTOÐARMAÐUR heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra kveðst
draga í efa að dæmi það sem Ásta
R. Jóhannesdóttir nefndi í almenn-
um stjórnmálaumræðum á Alþingi
í fyrrakvöld, um atvinnulausan
mann sem veikist og fer þar með
á sjúkradagpeninga meðan hann
er á biðlista eftir hjartaaðgerð,
standist.
Sjúkradagpeningar eru 582 kr. á
dag eða 18.042 kr. á mánuði og
við þá upphæð bætast 158 kr. á
dag með hverju barni undir átján
ára aldri sem viðkomandi er með á
framfæri. í nefndu tilviki væri mað-
urinn, sem hefur eitt barn á fram-
færi, því með alls 22.940 kr., sé
miðað við 31 dag í mánuði.
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
ráðherra, segist í sjálfu sér ekki
geta borið á móti þessum útreikn-
ingi en telur að maðurinn eigi rétt
á greiðslum vegna svokallaðrar
tímabundinnar örorku meðan hann
bíður eftir aðgerðinni. Meðan á
læknismeðferð stendur ætti hann
að fá sjúkradagpeninga en þegar
að endurhæfingu eftir aðgerðina
kemur ætti hann að fá endurhæf-
ingarlífeyri.
Verktökum skylt að greiða í
lífeyrissjóð
Auk þess telur Þórir það nánast
útilokað að maðurinn þurfi að bíða
jafnlengi eftir hjartaaðgerðinni og
Ásta heldur fram. Þórir bendir á
að ástæðan fyrir því að hann fellur
út af atvinnuleysisbótum hljóti að
vera sú að hann er óvinnufær og
sé hann óvinnufær vegna veikinda
sinna hljóti meðferð hans að verða
hraðað. „Annars er erfitt að segja
til um þetta þar sem maður þekkir
ekki aðstæður þessa einstaklings,"
segir Þórir og kveðst því ekki geta
nefnt neinar upphæðir þeirra bóta
sem hann _ætti rétt á.
í máli Ástu kom fram að um-
ræddur einstaklingur hefði unnið
sem verktaki og ætti því ekki annan
rétt en í almannatryggingakerfinu,
en hefði hann verið launþegi hefði
hann haldið launum sínum í ein-
hvern tíma og getað leitað til
sjúkrasjóðs verkalýðsfélags síns.
Þórir bendir á að veikindi séu hluti
af því sem verktakar verði að taka
með í reikninginn og vekur athygli
á því að það sé lagaskylda á verk:
tökum að greiða í lífeyrissjóð. í
raun séu sjúkradagpeningarnir
hugsaðir sem viðbót við þann veik-
indarétt sem menn eiga hjá vinnu-
veitanda sínum samkvæmt kjara-
samningum og þann rétt sem þeir
ávinna sér með því að vera í stéttar-
féiögum.
Bein út-
sending
undirbúin
UNDIRBÚNINGUR útsending-
ar á þættinum Good Morning
America var í fullum gangi við
Bláa lónið þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins kom þar við í
gær en kl. 11 í dag hefst bein
útsending þaðan og frá Austur-
velli í Reykjavík til Bandaríkj-
anna, þar sem gert er ráð fyrir
að um 23 milljónir áhorfenda
sjái þáttinn.
Yfirvöld ferðamála áætla að
þetta sé eitt stærsta tækifæri
sem boðist hefur til kynningar
á Islandi, atvinnu, menningu
og útflutningsvörum í Banda-
ríkjunum. Þættinum er ætlað
að gefa fjölbreytta mynd af
landi og þjóð og meðal þess sem
sýnt verður er íslenski hestur-
inn, íslensk glíma, hönnun,
tíska og jarðsaga landsins.
Þátturinn verður sýndur
beint í Ríkissjónvarpinu og
hefst útsendingin kl. 11.
Menntamálaráðuneytið semur við RUM
Fimm ára verk-
samningur um
samræmd próf
UNNIÐ er að gerð fimm ára verk-
samnings milli menntamálaráðu-
neytis og Rannsóknarstofnunar
uppeldis- og menntamála um
framkvæmd samræmdra prófa.
Samningurinn tekur til samn-
ingar prófanna, framkvæmdar og
úrvinnslu og er þar kveðið á um
ákveðið vinnuferli til að tryggja
áreiðanleika og réttmæti próf-
160 sækja um
ríkisborgararétt
RÚMLEGA 160 manns hafa sótt
um íslenskan ríkisborgararétt til
Alþingis og hefur allsheijarnefnd
samþykkt 97 umsóknir.
Umsækjendur sem uppfylla kröf-
ur nefndarinnar eru frá 33 löndum
og fimm heimsálfum. Pólveijar eru
flestir, eða tólf talsins, en Sovét-
menn og Filippseyingar einum
færri.
anna. Þetta kom fram í máli
Björns Bjarnasonar menntamála-
ráðherra við utandagskrárumræð-
ur á Alþingi um framkvæmd sam-
ræmdra prófa sem fram fóru í
gær.
Ráðherrann sagði að með þeim
áherslum sem lagðar yrðu í verk-
samningnum mætti komast hjá
þeim erfiðleikum sem orðið hefðu
á undanförnum árum í fram-
kvæmd samræmdra prófa.
Nokkrir þingmenn lýstu
áhyggjum sínum vegna þeirra
deilna og óánægju sem samræmt
stærðfræðipróf hefur valdið. Þeir
sögðu að þær breytingar á sam-
ræmdu prófunum sem gerðar
hefðu verið kölluðu á faglegri
vinnubrögð og vandaðra námsmat
en tíðkast hefði. Þeir bentu á að
áhersla á samræmdu greinarnar
hefði aukist á kostnað annarra
greina, til dæmis list- og verk-
greina og félagsgreina og vöruðu
við þeirri þróun.
Morgunblaðið/RAX
Bætur vegiia ijóns
á fiskí og sjókvíum
VATRYGGINGAFELAGI Islands
hefur verið gert að greiða Hafbeit-
arstöðinni Kleifum rúmar 23 millj-
ónir króna, auk vaxta frá 1992, í
bætur vegna stórfellds tjóns sem
varð á eldisfiski og sjókvíum. Mál-
ið fór fyrir dómstóla þar sem
ágreiningur var um hvort trygg-
ingar hefðu verið í gildi.
Hafbeitarstöðin keypti fiskinn
og kvíarnar á nauðungaruppboði,
en Fellalax var fyrri eigandi. Fella-
lax var með tryggingasamning við
Vátryggingafélagið Skandia, sem
VÍS keypti síðar. Töldu eigendur
Hafbeitarstöðvarinnar að með
kaupunum á eigum Fellalax hefðu
þeir gengið inn í öll réttindi félags-
ins, þar á meðal tryggingasamn-
inga.
Hæstiréttur var sammála þessu
tryggingafélagið hefði samþykkt
greiðslu frá Hafbeitarstöðinni
vegna skuldaskila Fellalax.
Samþykkti tryggingu í reynd
Hæstiréttur benti á, að þrátt
fyrir að vátryggingarskírteini hafi
verið útrunnið, þá hafi trygginga-
félaginu ekki getað dulist að Haf-
beitarstöðin liti svo á að trygging-
in væri í gildi, enda hafí aðilar
rætt um framtíðartryggingu.
Tryggingafélaginu hafi einnig
mátt vera ljóst að veðhafar stæðu
í þeirri trú. Þegar litið væri til
samskipta aðila og þeirra miklu
hagsmuna, sem'í húfi voru, hafi
tryggingafélagið orðið að láta það
skýrt í ljós við Hafbeitarstöðina,
vildi það ekki að tryggingin væri
í gildi, en það hafi tryggingafélag-
ið ekki gert. Beri að líta svo á að
tryggingafélagið hafi í reynd sam-
þykkt framlengingu fiskeldis-
tryggingar til áramóta og hún því
verið í gildi þegar tjónið varð 16.
desember 1992.
Andlát
RÍKHARÐ ÖRN
JÓNSSON
RÍKHARÐ Örn Jóns-
son, fyrrum skipstjóri
og síðar framkvæmda-
stjóri, Reykjabraut 4,
Þorlákshöfn, lést á
Landsspítalanum 15.
maí sl. á 73. aldursári.
Ríkharð lauk skip-
stjórnarprófi frá Stýri-
mannaskólanum 1951.
Hann starfaði lengi hjá
Sambandi íslenskra
samvinnufélaga, fyrst
sem stýrimaður og síð-
ast skipstjóri á Hamra-
fellinu. Hann hóf störf sem fram-
kvæmdastjóri Meitilsins hf. 1967-
1977 og tók þá við framkvæmda-
stjórn Kirkjusands hf.
og síðar hjá Útvegs-
mannafélagi sam-
vinnumanna og sat þar
í ýmsum stjórnum.
Ríkharð var fyrsti
forseti Kiwanisklúbbs-
ins Ölvers í Þorláks-
höfn og hefur starfað
mikið að kiwanisstörf-
um fyrir þann klúbb og
einnig kiwanishreyf-
inguna á íslandi.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Anja
Jónsson. Ríkharð átti sex dætur
og einn son.