Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vilhjálmur Egilsson um áhrif evrósins á íslenzk fyrirtæki
Leita í auknum mæli á evr-
ópskan fjármagnsmarkað
Morgunblaðið/Þorkell
JOSEF Kuligovszky og Vilhjálmur Egilsson, frummælendur á fundi
Verzlunarráðs um áhrif evrósins á fyrirtæki.
Ný tækifæri skapast
á fj ámiagnsmarkaði
með tilkomu sam-
eiginlegrar Evrópu-
myntar. Á fundi
Verzlunarráðs um
áhrif evrósins á fyr-
irtæki kom fram að
líklegt væri að
vaxtamunur milli Is-
lands og evró-svæð-
isins ykist og fyrir-
tæki leituðu því á
evrópskan fjár-
magnsmarkað frem-
ur en íslenzkan.
ILHJÁLMUR Egilsson,
framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs íslands,
segir að tilkoma sam-
eiginlegs Evrópugjaldmiðils geti
haft þau áhrif að vextir á íslandi
hækki miðað við evró-svæðið. Við-
brögð íslenzkra fyrirtækja verði
þau að nýta frelsi í fjármagns-
hreyfingum til að sækja fé á evr-
ópska fjármagnsmarkaðinn og
þetta sé umhugsunarefni fyrir ís-
íenzk fjármálafyi'irtæki. Þetta
kom fram í máli Vilhjálms á fundi
VÍ um áhrif evrós á fyrirtæki, sem
haldinn var á Hótel Sögu í gær-
morgun.
Vilhjálmur sagði að þegar sam-
eiginlegur Evrópugjaldmiðill yrði
tekinn upp myndu íslenzk fyrir-
tæki skipta við stærra gjaldmiðils-
svæði en áður. Gengisáhætta yrði
því minni og fyrirtæki gætu átt
von á betri aðgangi að fjármagni
á lægri vöxtum. Jafnframt mætti
búast við að kostnaður vegna
gjaldmiðlaskipta yrði lægri, en ís-
lenzk fyrirtæki, sem stunduðu ut-
anríkisverzlun, hefðu löngum
kvartað undan háum skiptikostn-
aði.
Veikari króna og meiri
vaxtamunur
Vilhjálmur sagði að önnur
EFTA-ríki hefðu verið að meta
stöðu sína gagnvart Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU).
Bæði Norðmenn og Svisslendingar
hefðu áhyggjur af að
gjaldmiðlar þeirra kynnu
að verða of sterkir með
tilkomu evrósins, sem
myndi skaða útflutning,
en jafnframt væri líklegt
að vextir lækkuðu. „Þetta eru hins
vegar alþjóðlega viðurkenndir
gjaldmiðlar. Við sjáum ekki mikla
erlenda fjárfestingu í íslenzkum
krónum, þannig að við eigum ekki
við þetta vandamál að etja,“ sagði
Vilhjálmur.
Hann sagði að evróið kynni hins
vegar að hafa þveröfug áhrif á
íslenzku krónuna. „Við getum
reiknað með að evróið verði sterk-
ari gjaldmiðill en gjaldmiðlar aðild-
arríkjanna hver um sig,“ sagði
Vilhjálmur. „Ég held að við höfum
ástæðu til að óttast að krónan
verði veikari við hlið evrósins en
hún er á meðal hinna sjálfstæðu
gjaldmiðla. Gjaldmiðilssvæði okk-
ar er svo lítið að vandamál okkar
verður gagnstætt vanda norsku
krónunnar og svissneska frank-
ans. Það er ástæða til að ætla að
tilkoma evrósins þrýsti gengi
krónunnar niður á við en vöxtum
upp á við.“
Vilhjálmur sagði að búazt mætti
við að vaxtamunur á milli skuld-
bindinga í íslenzkum krónum og
í evró myndi aukast. „Það er verð-
ið, sem við greiðum í raun fyrir
að halda krónunni. Peningalegar
eignir á íslandi eru nú á milli 600
og 700 milljarðar íslenzkra króna.
Sérhvert prósentustig í hækkun
vaxta þýðir því sex til sjö milljarða
króna viðbótarvaxtakostnað fyrir
efnahagslífið í heild. Þetta er það,
sem krónan kostar. Við þurfum
síðan að gera upp við okkur hvort
við teljum verðið of lágt eða of
hátt. Éf við teljum það of hátt,
verðum við að skoða hvað á að
gera í málinu. Ef menn vilja gera
eitthvað í þessu er leiðin sú að
ganga í Evrópusambandið og ger-
ast þar með aðilar að sameiginleg-
um gjaldmiðli, sé á annað borð
litið á það sem valkost."
Frelsí á fjármagnsmarkaði
opnar glugga
Vilhjálmur sagði að búast mætti
við að með tilkomu evr-
ósins yrði hagstæðara
fyrir íslenzk fyrirtæki
að skipta við ríki Evr-
ópusambandsins en nú.
„Eftirspurn eftir ís-
lenzkum vörum myndi aukast og
við fengjum vörur og þjónustu frá
sambandinu á fleiri sviðum en
ella,“ sagði hann.
„Hvað geta íslenzk fyrirtæki
gert ef þau sjá fram á að vaxta-
munur milli íslands og evró-svæð-
isins eykst?“ spurði Vilhjálmur.
„Að sjálfsögðu er svarið einfalt;
að nota það frelsi, sem hefur verið
innleitt á fjármagnsmarkaðnum.
Fyrirtækin verða að tengja sig
betur við evrópskan fjármagns-
markað. Þar eru auknir möguleik-
ar, ekki sízt ef vextir verða lægri
með tilkomu evrósins en þeir eru
nú. Þetta ætti að vekja margar
spurningar og hugsanir í huga
fólks hjá fjármagnsfyrirtækjum
hér. Með frelsi á fjármagnsmark-
aði hefur opnazt gluggi fyrir ís-
lenzk fyrirtæki, sem vilja taka lán
eða fá fjármagn með öðrum
hætti.“
Vilhjálmur sagði að ekki færi á
milli mála að evróið yrði innleitt
innan skamms. „Þetta mun þrýsta
á islenzk fyrirtæki að vera meira
vakandi fyrir möguleikum á evr-
ópskum fjármagnsmarkaði en þau
eru í dag,“ sagði hann.
Nýir fjárfestingarmöguleikar
fyrir stofnanafjárfesta
Josef Kuligovszky, einn af for-
stjórum líftryggingafélagsins All-
ianz Leben AG í Þýzkalandi, var
annar framsögumaður á fund-
inum. í máli hans kom fram að
með sameiginlegri Evrópumynt
myndi draga úr gengisáhættu.
Þetta væri hagfellt fyrir þýzka
hagkerfið, þar sem mikil áherzla
væri lögð á útflutning. „Það sama
á við um líftryggingafélög, einkum
stóra stofnanafjárfesta á borð við
Allianz Leben. Myndun evrópsks
fjármagnsmarkaðar, sem er laus
við gengisáhættu, er einkar
áhugaverð fyrir okkur. Hún mun
opna fjárfestingarmöguleika, sem
ekki er hægt að nýta sem stendur
vegna gengisáhættu,"
sagði Kuiigovszky.
Hann sagði að búast
mætti við að sex til áttá
riki yrðu í EMU í upp-
hafi. Ríki með veika
gjaldmiðla, til dæmis Spánn og
Italía, yrðu væntanlega ekki í
hópnum til að byija með. „Skilyrði
fyrir stöðugt evró eru því hagfelld.
Áðeins ríki, sem hafa náð veruleg-
um stöðugleika, eiga að geta upp-
fyllt skilyrði fyrir þátttöku í mynt-
bandalaginu. Krafan um stöðug-
leika er ekki miðuð við meðaltal
aðildarríkja ESB, heldur við
frammistöðu þeirra beztu. Þetta
er mikilvæg forsenda, sem tryggir
að myntbandalagið verður ekki
samfélag meðalmennsku, heldur
samfélag þeirra beztu,“ sagði Kul-
igovszky.
Hann sagði að sérfræðingar
Allianz-Leben mætu það svo að
tækifærin, sem fælust í EMU,
vægju langtum þyngra en hugsan-
leg áhætta. Breytingin yfir í sam-
eiginlegan gjaldmiðli fæli ekki í
sér hættu fyrir viðskiptavini líf-
tryggingafyrirtækja.
I umræðum á fundinum bætti
Kuligovszky því við að jafnvel
þótt evróið yrði fyrst um sinn veik-
ara en þýzka markið er nú, væru
kostir sameiginlegs gjaldmiðils
ótvíræðir. „Tækifærin eru stærri
og munu koma fram á lengri tíma.
Áhættan sem felst i upptöku evró
á aðeins við um skemmra tíma-
bil,“ sagði hann.
Takmörkuð áhrif
EMU í upphafi
í umræðunum benti Ingimund-
ur Friðriksson, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, m.a. á að
færi svo að sex til átta ríki ættu
aðild að EMU í fyrstu, myndu það
að öllum iíkindum verða ríki, sem
íslendingar ættu við um þriðjung
af utanríkisverzlun sinni. „Áhrifin
verða ekkert sérstaklega afdrifa-
rík fyrir íslenzkt viðskiptalíf strax
í bytjun. Hins vegar verðum við
að gera ráð fyrir að önnur ESB-
ríki fylgi í kjölfarið," sagði Ingi-
mundur.
Hann sagði að margar kenning-
ar væru uppi um áhrif
tilkomu evrósins á vexti
í ríkjum á jaðri EMU.
„Ef fjölgar í EMU má
líka hugsa sér þann
möguleika að litlu gjald-
miðlarnir á jaðrinum yrðu jákvæð-
ur kostur fyrir fjárfesta.
Það má hugsa sér að við féllum
í þann flokk og kynnum að laða
til okkar erlendar fjárfestingar
vegna þess að gjaldmiðlum til að
fjárfesta í hefði fækkað,“ sagði
Ingimundur. Hann bætti við að
ein ástæða fyrir vaxtamuni á milli
fslands og ríkja ESB væri að ís-
land væri yfirleitt á öðrum stað í
hagsveiflunni en ríki Vestur-Evr-
ópu.
Kæra á Hrafn
Jökulsson
Ekki brot
á siða-
reglum
SIÐANEFND Blaðamannafé-
lagsins hefur fellt þann úr-
skurð að Hrafn Jökulsson, rit-
stjóri Mannlífs, hafi ekki brot-
ið siðareglur félagsins við birt-
ingu greinar í blaðinu um
Franklín Steiner.
Pálmi Jónasson blaðamaður
kærði Hrafn til siðanefndar-
innar vegna þess að hann taldi
að Hrafn hefði reynt að eigna
sér verk sem hann, Pálmi,
hefði unnið. Ágreiningurinn
snerist um hve stóran hlut
Pálmi hefði átt í grein um
Franklín Steiner sem birtist í
2. tbl. Mannlífs í mars 1997.
Pálmi sagði í kæru til siða-
nefndar að hann hefði verið
fenginn til að skrifa úttekt um
Franklín Steinar, en að hún
hefði átt að vera unnin í nánu
samstarfi við ritstjóra blaðs-
ins.
í greinargerð Hrafns er því
hafnað að Pálma hafi verið
falið að skrifa úttekt um
Franklín Steiner, hann hafi
einungis verið ráðinn til að
vera ritstjóra til aðstoðar um
gagnaöflun. í blaðinu var hlut-
ur Pálma í vinnunni kynntur
sem „gagnasöfnun".
Niðurstaða siðanefndar er
að „ekkert svo stórfelit sé við
kynningu úttektarinnar að at-
huga að talist geti brot á
ákvæðum siðareglna um
drengskap og sóma blaða-
rnanna." Ljóst sé þó að Hrafn
hafi ekki látið stjórnast af
neinu sérstöku örlyndi í garð
Pálma við frágang kynningar-
innar.
+
Arbæjarhverfi
Byggt
verði við
Arbæjar-
skóla
SIGRÚN Magnúsdóttir for-
maður fræðsluráðs segir að
verið sé að kanna möguleika
á að skipta Árbæjarskóla í tvo
sjálfstæða skóla, barnaskóla
og unglingaskóla, sem yrði
jafnframt safnskóli hverfisins.
Byggingarnefnd skóla og
leikskóla í Reykjavík, sem er
undirnefnd fræðsluráðs og
Dagvistar barna, samþykkti
fyrir skömmu að hefja hönnun
á nýjum safnskóla fyrir ungl-
inga, sem byggður yrði á milli
Bæjarháls og Hraunbæjar en
að sögn Sigrúnar var af-
greiðslu tillögunnar frestað í
fræðsluráði vegna mótmæla,
sem bárust og var þá ákveðið
að kanna á ný þá möguleika
sem eru fyrir hendi. I samráði
við skólastjórnendur og for-
eldrafélög í Árbæjarhverfi, var
ákveðið að kanna enn frekar
hugmyndir um viðbyggingu
við Árbæjarskóla.
„Menn sjá núna ýmsa kosti
við viðbyggingu ef hægt er að
framkvæma hana með að-
skilnaði og teygja barnadeild-
ina nær Élliðaárdalnum,"
sagði Sigrún.
Kostar millj-
arða að halda
krónunni
Hagstæð skil
yrði fyrir
stöðugt evró