Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 15
Tónleikar Klaka-
kvintettsins
KLAKAKVINTETTINN heldur tón-
leika í Listasafninu á Akureyri kl. 21.
í kvöld, föstudagskvöldið 16. maí og
í Safnahúsinu á Húsavík kl. 17 á laug-
ardag, 17. maí.
Hljóðfæraleikarar eru þau Anton
Fournier, þverflauta, Jacqueline
FitzGibbon, óbó, Pála Barna Szabo,
fagott, og Laszló Czenek, franskt
horn. Öll leika þau í Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands.
Á efnisskrá verða verk eftir Ha-
ydn, Pagan og Arnold skrifuð sérstak-
lega fyrir tréblásarakvintett. Eftir hlé
spilar Klakakvintettinn skemmtilegar
útsetningar á léttri tónlist.
Miðaverð er 1000 kónur en ókeyp-
is fyrir skólabörn.
------»■ ■♦-----
Minjasafnið
opið um
hvítasunnu
MINJASAFNIÐ á Akureyri verður
opið á hvítasunnudag og annan í
hvítasunnu frá kl. 14 til 16.
Þar eru varðveittir munir og ljós-
myndir sem tengjast lifnaðarháttum
fyrri tíma á Akureyri og við Eyja-
fjörð. Á safninu era m.a. sýningarnar
Ákureyri í ljósmyndum, Sitt af hvoru
tagi, Prentverk á Akureyri og Hér
stóð bær. Einnig era sýndir textílar,
útskurðargripir, þjóðbúningar og
kvenskart, borðbúnaður og búsáhöld
frá fyrri tímum.
------♦---------
Norskar myndir
STUTTAR norskar myndir fyrir böm
verða sýndar á Bjargi við Bugðusíðu
á morgun, laugardaginn 17. maí kl.
11, á þjóðhátíðardegi Norðmanna.
Dagskráin stendur yfir í um það
bil klukkustund en þarna gefst kjörið
tækifæri fyrir þau börn sem kynnst
hafa norskunni að viðhalda henni um
leið og haidið er upp á daginn.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Minningarreitur
um týnda
VIRÐIAUNAAFHENDING
í SAMKEPPNI UM
FYRSTA skóflustunga að minn-
ingarreit um týnda var tekin síð-
astliðinn sunnudag.
Samhygð, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð á Akureyri og
nágrenni hafa lengi haft það á
stefnuskrá sinni að gera slíkan
reit, en fólk í samtökunum hefur
fundið fyrir mikilli þörf fólks
fyrir stað þar sem ættingjar geta
komið og kveikt á kei-ti og lagt
blóm að minnisvarða um hina
látnn. Þeir sem eiga ættingja sem
hvíla annars staðar hafa einnig
nefnt að stað hafi vantað til að
minnast látins ástvinar.
Samhygð var úthlutað stað við
austurhlið kirkjugarðsins á Ak-
ureyri og hefur Helga Aðalgeirs-
dóttir landslagsarkitekt gert
teikningar af svæðinu. Þar er
gert ráð fyrir minnisvarða úr
stórum steini í miðju reitsins og
28 minni steinum þar sem hægt
verður að setja skilti með nöfnum
hinna látnu.
Við athöfn í nýrri kapellu við
kirkjugarðinn, Höfða, var minnst
þeirra sem týnst hafa. Ólöf Anan-
íasdóttir tók að henni lokinni
ÓLÖF Ananíasdóttir tók fyrstu
skóflustunguna að nýjum minn-
ingarreit um týnda í kirkjugarði
Akureyrar.
fyrstu skóflustungu að minning-
arreitnum.
Vegna þessa framtaks hefur
Samhygð opnað sérstakan reikn-
ing í Sparisjóði Glæsibæjar-
hrepps, nr. 401995 en hann er í
umsjá sr. Svavars A. Jónssonar.
Aukasýningar
á Vefaranum
SNEISAFULLT hús var á Þær verða nú á laugardaginn
tveimur sýningum Leikfélags 17. maí og helgina, 24. og 25.
Akureyrar á Vefaranum mikla maí
frá Kasmír um liðna helgi, en Vefarinn hefur ekki verið
þær sýningar áttu að vera þær settur á svið áður og því nokkur
síðustu. Vegna fjölda fyrir- tímamót að Leikfélag Akureyrar
spurna verður efnt til þriggja ráðist í þetta stórvirki. Sýningin
aukasýninga á leikgerð þessa á Vefaranum er á Renniverk-
æskuverks Halldórs Laxness. stæðinu, við Strandgötu 49.
MERKI KRISTNIHÁTÍÐAR
ÁBIÐ2000
Föstudaginn 16. maí kl. 17:00 fer fram
verðiaunaafhending í samkeppni um
merki fyrir Kristnihátíð árið 2000 í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Öllum sem þátt
tóku í keppninni er boðið að vera við
verðlaunaafhendinguna og um leið
verður opnuð sýning á innsendum
tillögum.
SÝNINGIN EROPIN
ALMENNINGI í
RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
Á EFTIRFARANDITÍMUM:
17. maí kl. 12:00 til 18:00.
Hvítasunnudag: Lokað
19. maí kl. 12:00 til 18:00
20. maí kl. 8:00 til 19:00
21. maí kl. 8:00 tii 19:00
KRISTN IHÁTÍÐARN EFND
Ef við settum enn eina f jarstýringu
í Renault Mégane Berline gætir þú
sent hann einan út í búð.
Renault Mégane 5 dyra. Ríkulega búinn og einstaklega
öruggur. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með
strekkjara og höggdeyfi. Rafdrifnar rúður, fjarstýrð samlaesing á
hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu,
snúningshraðamælir, þokuljós o.m.fl.
Verö frá 1.338.000 kr
i & ÓRKIN /SÍA BL294