Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 17
)
■.
Í
i
%
9
I
>
'f
>
I
>
I
s
I
sa.
:
I
»
»
LANDIÐ
Sumar-
stemmning
í Eyjum
MIKIL veðurblíða hefur ríkt í
Vestmannaeyjum síðustu daga,
sól og hægviðri, og sumar-
stemmning í lofti. Eyjabúar létu
góðviðrið ekki framhjá sér fara
og nýttu það til ýmiss konar úti-
veru. Víða mátti sjá útigrillin
komin i notkun og grillangan var
við flestar götur bæjarins.
Þokkaiega hlýtt var á fólki á
gangi víðs vegar um Heimaey
og þótt sjórinn væri kaldur létu
margir sig hafa það að busla
aðeins i honum i sólskininu.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Froðlegir og hagnýtir bæklingar um
22 algenga kvilla.
Cb LYFJA
Lágmula 5
Slmi 533 2300
20 ára vígslu-
afmæli skólahúss-
ins í Búðardal
Búðardal - í vetur eru liðin 20
ár frá því að núverandi skólahús-
næði i Búðardal var tekið í notk-
un. Nýlega var afmæli skólans
haldið hátíðlegt í félagsheimilinu
Dalabúð, en þar var einmitt kennt
áður en flutt var í nýja skólann.
Þrúður Kristjánsdóttir skóla-
stjóri ávarpaði gesti og bauð vel-
komna. Þar næst tóku nemendur
virkan þátt í athöfninni og lásu
merka úrdrætti úr sögu og þróun
skólamála í byggðarlaginu. Nem-
endur í 9. bekk léku og sungu
atriði úr Tónaflóði, kór yngri nem-
enda söng og enn aðrir léku einir
á hljóðfæri og sungu.
í tengslum við afmælið var efnt
til ritgerðarsamkeppni undir heit-
inu „Skólinn minn“. Veitt voru
verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerð-
irnar, en allir sem tóku þátt fengu
viðurkenningarskjal.
Eftir dagskrána var gestum
boðið að ganga yfir í Grunnskól-
ann og skoða búnað og húsnæði
skólans, ásamt ljósmyndum frá
skólastarfi í áranna rás. Endað
var á glæsilegu veislukaffi í boði
skólans.
Jakkaföt, með vesti
þríhneppt eða fjórhneppt. Litir: svart, blótt, grótt
HAGKAUP
GRHÐSLU
KORTA
TlMABIL