Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Sigurgeir
KAP VE 4, sem áður hét Hersir ÁR, fékk „andlitslyftingu" í flot-
kvínni í Hafnarfirði áður en það sigldi til heimahafnar í Eyjum.
Kap er nú á síidveiðum ásamt fjölda annarra nótaveiðiskipa.
Vinnslustöðin kaupir Hersi af Ljósavík
Loðnukvótinn
fylgdi með í skipt-
um fyrir rækju
VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur
keypt fjölveiðiskipið Hersi ÁR af
Ljósavík hf. í Þorlákshöfn og
hyggst gera það út á síld- og
loðnuveiðar, en jafnframt er
möguleiki á að útbúa það á troll-
veiðar. Loðnukvóti Ljósavíkur, um
1,98% af heildarloðnukvótanum
eða um fjórtán þúsund tonn, fylgdi
með í kaupunum, en á móti fékk
Ljósavík rækjukvóta frá Vinnslu-
stöðinni, um 600 tonn.
Skipið, sem nú hefur hlotið
r.ýtt nafn, Kap VE 4, var byggt
sem fjölveiðiskip í Póllandi árið
1987 og er þar af leiðandi eitt
nýjasta nótaveiðiskip flotans. Það
var á fyrstu árunum gert út á nót
og hét þá Jón Finnsson RE og
keypti Ljósavík skipið af Gfsla
Jóhannessyni, sem lét smíða það
á sínum tíma fyrir sig. Ljósavík
hefur hinsvegar alfarið gert skipið
út á rækjuveiðar.
Allt er falt ef
rétt er boðið
„Það hefur gengið alveg ein-
staklega vel á þetta skip. Við höf-
um alltaf gert það út á rækju og
í þessi tvö ár og þrjá mánuði sem
við höfum gert það út hefur skip-
ið fiskað fyrir litlar 855 milljónir
króna. Það hefur gengið afspyrnu
vel miðað við mannfjölda um
borð,“ sagði Steingrímur Erlings-
son, útgerðarstjóri Ljósavíkur hf.
í Þorlákshöfn, í samtali við Verið.
Inntur eftir því hvers vegna skipið
hafi verið til sölu í ljósi velgengn-
innar, svaraði Steingrímur: „Skip-
ið var í reynd ekki til sölu, en
þegar rétt er boðið, er allt falt.
Er það ekki?“ Að öðru leyti vildi
hann ekki gefa upp söluverð skips-
ins.
„Nú er svo mikil uppsveifla í
uppsjávarfiski að það er verið að
koma öllum þeim skipum, sem
hafa þann búnað að geta verið á
nót, á nót. Vinnslustöðin bauð
rétt og fékk skipið þó fleiri hafi
borið víurnar í það. Margir vildu
fá, en færri komust að.“
Bætum örugglega
við rækjutogara
Að sögn Steingríms er Ljósavík
nú að leita að öðru skipi til kaups
í stað Hersis, en fyrir er fyrirtæk-
ið með tvö önnur rækjufrystiskip
í rekstri, Gissur ÁR 2 og Gissur
ÁR 6. „Það verður örugglega bætt
við þriðja skipinu í staðinn fyrir
Hersi. Við erum að leita að rækju-
togara, álíka stórum og Hersir
var, en hann bar um 800 tonn.
Við höfum enn ekki fundið rétta
skipið þó segja megi að ýmislegt
sé í deiglunni, bæði hérlendis og
erlendis."
Uppistaða kvótans
er bundin í rælyu
Skip Ljósavíkur fóru til úthafs-
veiða á Flæmska hattinn í fyrra,
en Steingrímur á ekki von á að
af því verði í ár. „Við hefðum
eflaust getað fengið aukakvóta á
Flæmingjagrunni, en Ljósavík er
hinsvegar mjög sterkt fyrirtæki í
kvóta hér heima og Dhornbankinn
sýnist mér vera að stefna í mjög
gott ár. Ég held að einungis Sam-
herji eigi meiri rækjukvóta en við,
en Ljósavík er með um fjögur þús-
und tonna þorskígildiskvóta, þar
af er 80-85% rækja,“ segir Stein-
grímur. Mest af iðnaðarrækjunni
hefur verið seld til Básafells á
ísafirði og önnur frystirækja hefur
verið seld beint á markaði erlendis
í gegnum íspóla hf.
Tvö skip á söluskrá
Kap, sem verið hefur í eigu
Vinnslustöðvarinnar, heitir nú Kap
II, en tvö skip í hennar eigu, Jón
yídalín og Sindri, eru á söluskrá.
Olafur Einarsson verður skipstjóri
á hinum nýja Kap, en sá sem var
skipstjóri á skipinu á meðan það
var í eigu Ljósavíkur er Gissur
Baldursson.
Netarallið
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir þær athuganir,
sem gerðar eru í netaralli Hafrann-
sóknastofnunar það nýjar af nálinni
að þær séu ekki enn orðnar stór
hluti af gagnagrunni stofnunarinn-
ar og því verði ekki tekið verulegt
tillit til þeirra í stofnstærðarmati.
Hafrannsóknastofnun mun þann
26. maí nk. kynna tillögur sínar
fyrir næsta fiskveiðiár.
er of ungt
Ráðherra segir að eftir því sem
netarallið verði framkvæmt oftar
vegi það þyngra í heildarmatinu.
Netarallið fór fram í fyrsta skipti
í fyrra og varð heildarafli netaralls-
ins í ár um 20% meiri en á síðasta
ári. Afli jókst á öllum svæðum að
undanskilinni Meðallandsbugt, en
aflaleysið þar er rakið til jökulfram-
burðar úr Skeiðará.
Sáttasemjarinn Dennis Ross hittir fulltrúa ísraels og PLO
Israelar ánægðir en
fulltrúar PLO ekki
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELAR voru ánægðir með síð-
ustu heimsókn bandaríska sátta-
semjarans Dennis Ross til Mið-
austurlanda en fulltrúar Palestínu-
manna (PLO) sögðu hana hafa
verið mislukkaða með öllu.
Ross hélt í fyrrakvöld þriggja
stunda fund með Saeb Erekat, sem
fer með sveitarstjórnarmál í sjálf-
stjórn Palestínumanna, Nabil
Shaath, skipulagsmálaráðherra
PLO, Yitzhak Mordechai, yfir-
manni ísraelskra landvarna og
Yitzhak Molcho, nánum ráðgjafa
Benjamins Netanyahu forsætis-
ráðherra. Fundurinn fór fram á
heimili bandaríska sendiherrans í
ísrael. Ross átti fund með Net-
anyahu í gær og ráð var fyrir
gert að hann hitti Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, í dag.
Miðað við yfirlýsingar beggja
aðila að fundi loknum var eins og
fulltrúar PLO og ísraels hefðu
ekki komið af sama fundi.
„Þessi sendiför Dennis Ross var
misheppnuð. Bandaríkjamenn
verða að skuldbinda ísraela til að
standa við það sem þeir hafa skrif-
að undir,“ sagði Erekat. „Ég held
að á þessum fundi hafi verið lagð-
ur grundvöllur að frekari viðræð-
um.
Samningar aðila hefjast auðvit-
að á ný, það er beggja hagur,“
sagði Netanyahu. Arafat var ekki
sömu skoðunar. „Því miður varð
lítill árangur af þessum fundi,
engar ákvarðanir teknar, eini ár-
angurinn var að fundurinn skyldi
haldinn,“ sagði hann.
PLO hefur krafist þess að ísra-
elar hætti byggingarframkvæmd-
um í austurhluta Jerúsalem áður
en þeir setjast aftur niður með
ísraelum. Utanríkisráðherra ísra-
ela, David Levy, mun í dag eiga
fund í Washington með Madeleine
Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, um deilumál ísra-
ela og PLO.
Með vistir
og vara-
hluti til Mír
Canaveralhöfða. Reuter.
GEIMFERJUNNI Atlantis var
skotið á braut um jörðu í gær til
níu daga leiðangurs. Tilgangur
ferðarinnar er einkum að fara
með vistir og varahluti til rúss-
nesku geimstöðvarinnar Mír.
Um borð í Atlantis er sjö
manna áhöfn og hefur samsetn-
ing hennar aldrei verið jafn al-
þjóðleg. Auk Bandaríkjamanna
eru í áhöfninni rússnesk kona,
Frakki, Breti og Perúbúi auk
geimfara sem er af kínverskum
innflytjendum kominn. Annar
flugmanna ferjunnar er Eileen
Collins, sem árið 1985 varð fyrst
bandarískra kvenna til þess að
fljúga geimferju. Rússneska kon-
an, Elena Kondakova, dvaldist á
sínum tíma 169 daga um borð í
Mír á árunum 1994-95.
Það tekur Atlantis um tvo sól-
arhringa að komast til móts við
Mír.
Dönsk móðir fær barn sitt í hendur í New York
Málið sagt árekstur
tveggja menningarheima
New York. Reuter.
DANSKA leikkonan Annette Sor-
ensen fékk fjórtán mánaða dóttur
sína, Liv, í hendur á miðvikudag,
en þá hafði barnið verið í fóstri í
fjóra daga. Telja lögreglan og dóm-
stólar að hún hafi sýnt vítavert
gáleysi er hún skildi barnið eftir í
vagni fyrir utan veitingastað sem
hún sat á. Meðal þeirra sem hafa
blandast í málið eru borgarstjórinn
í New York og forsetafrúin en
málið þykir sígilt dæmi um árekst-
ur tveggja menningarheima.
Sorensen fékk barnið í hendur í
dönsku sjómannakirkjunni í Bro-
oklyn og munu móðir og barn dvelja
þar, þar til mál móðurinnar hafa
verið til lykta leidd fyrir dómstólum.
Sorensen kemur fyrir rétt nk.
mánudag, en hún og barnsfaðirinn
voru sökuð um óspektir á almanna-
færi er þau reyndu að koma í veg
fyrir að lögreglan tæki barnið. Þá
verður einnig tekið fyrir mál á
hendur þeim fyrir að stefna öryggi
barnsins í voða, og verður þá tekin
ákvörðun um forræði barnsins.
Málið hefur vakið mikla athygli
I Bandaríkjunum og þar voru á
miðvikudagskvöld sýndar myndir
Reuter
Annette Sorensen kyssir
dóttur sína, Liv.
af endurfundum mæðgnanna á öll-
um stærstu sjónvarpsstöðvunum,
auk þess sem fréttamenn frá
Spáni, Svíþjóð, Bretlandi og að
sjálfsögðu Danmörku voru á staðn-
um. Þá hafa verið sýnd myndbrot
af Hillary Clinton forsetafrú í
Kaupmannahöfn, þar sem hún vek-
ur athygli á því að Danir skilji
börn sín eftir í barnavögnum fyrir
utan verslanir og hefur orð á því
hversu gott það væri ef allir byggju
við svo mikið öryggi að geta þetta.
Bandarískir fjölmiðlar hafa
dregið upp þá mynd af móðurinni
að gjörðir hennar í stórborginni
hafi verið einfeldningslegar og
barnalegar. Þá hefur málið orðið
til að ýta undir þá mynd af Dönum
að þeir séu friðsöm þjóð þar sem
glæpir séu fátíðir og almenningur
óttist ekki náungann. Sér sendi-
herra Dana í Bandaríkjunum
ástæðu til að fagna því, í samtali
við Jyllands-Posten.
í lagi að vera „of varkár“
Talsmenn barnaverndareftirlits
benda á að barninu hafi verið kalt
og fleiri en einn vegfarandi hafi
bent foreldrunum á það. Foreldr-
arnir hafi hins vegar þverskallast
við að taka barnið úr vagninum
og inn á veitingastaðinn. Sorensen
hafi ekki getað séð vagninn úr
sæti sínu, hún hafi orðið að standa
upp til að sjá hann.
Þá hefur Robert Giuliani, borg-
arstjóri New York-borgar, blandað
sér í málið og varið gjörðir lögregl-
unnar. „Þeir gerðu það rétta í stöð-
unni. Það getur verið að þeir hafi
verið of varkárir en það er í lagi,“
sagði Giuliani.