Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ANNA Líndal „Ódauðleg fegurð". „Hluti úr lífi“ MYNPLIST Gallerí Ingólfsstræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI Anna Líndal. Opið fimmtudaga- sunndaga kl. 14-18, aðgangur ókeypis. Til 25. maí. SÝNING Önnu Líndal saman- stendur af tveimur verkum. Annars vegar af stækkaðri ljósmynd af henni að taka mittismál sitt og hefur titilinn „28 tommur“. Hins vegar er samsett ljósmyndaverk sem nefnist „ódauðleg fegurð“. Þar notar Anna ljósmyndamiðilinn til að skrásetja þá þjónustu sem hún kaupir sér á snyrtistofum, í húð- hreinsun, hand- og fótsnyrtingu, vaxmeðferð, hársnyrtingu, förðun og þar til hún er komin í íburðar- mikinn kjól. Myndefnið er sett fram með raunsæisblæ og eru hvít bród- eruð handklæði báðum megin við verkið til að leggja áherslu á það. Hin kvenlega ímynd hefur verið áberandi í menningu vestræns þjóð- félags. Kvenleiki og kvenlegt innsæi hafa verið í hávegum haft og sagt til um hvemig konur eigi að líta út og koma fram. Markaðssetningu tískunnar er einnig að finna hvar- vetna og er þannig reynt að við- halda fyrirmyndinni. Anna undirstrikar í verki sínu hvers krafist hefur verið af konum hvað fullkomnun á útliti þeirra varð- ar og er ádeila á þá hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi og kallar sífellt upp yfirborðslega mynd af konum. Síðustu áratugi hafa mynd- listarkonur í auknum mæli fjallað um málefni kvenna með ýmsu móti og meðal þeirra hafa bandarísku lis- takonumar Cindy Sherman og Bar- bara Kruger notað ljósmyndamiðil- inn á ólíkan hátt í verkum sínum. Verk Önnu fjalla um hversdags- lega hluti á áþreifanlegan og oft skondinn hátt og ættu því að vekja umræður um þá staðreynd að í nútímaþjóðfélagi er ekki lengur þörf á hinni fastmótuðu kvenímynd. Hulda Agústsdóttir USTAKOKKAR li Jjf OG DÁSAMIEGUR MATUR I (TILEFN115 ÁRA AFMÆLIS OKKAR: Kvöld og helgar- tilboð allan maímánuð Hefurdu boðið fjölskyldunni út að borða nýlega? Viö erum á besta staö í bænum. POTTURINN OG PflNI Góö aðstaöa í bama- horninu. BRflUTfiRHOLTI 22 SÍMI 551-1690 Ástin og fordómarnir KVIKMYNPIR Stjörnubíó EINNAR NÆTUR GAM- AN„FOOLSRUSH IN“ ★ ★ Vi Aðalhlutverk: Matthew Perry, Salma Hayek. Jill Clayburgh. TriStar. 1996. RÓMANTÍSKA gamanmyndin Einnar nætur gaman tekst að koma nokkuð á óvart með hófstilltri og lúnkinni lýsingu á ungu pari af ólík- um uppruna, sem ruglar saman reytunum í gleðiborginni Las Veg- as. í Hollywood er löng hefð fyrir rómantískum gamanmyndum. Blómatími þeirra stóð um miðja öldina en þær hafa orðið mjög áber- andi hin síðari ár enda markaður fyrir þær breiður og mikill meðal X kynslóðarinnar, sem oftar en ekki leikur aðalhlutverkin í þeim. Einnar nætur gaman sker sig úr að því leyti að hún fjallar af nokkurri al- vöru um par af ólíkum kynþáttum og vandamálin sem því fylgja. Hún er ekki eins formleg og „Guess Who’s Coming to Dinner?“ en vandamálin eru merkilegt nokk mörg hin sömu. Góðhjartað uppakríli af austur- ströndinni bamar mexíkanska feg- urðardis eftir einnar nætur gaman og þremur mánuðum seinna bankar hún uppá hjá honum með gleðifrétt- irnar. Hann gerir það sem allir heið- arlegir menn mundu gera, fríkar út, en þegar hann hefur jafnað sig kynnist hann stórfjölskyldu hennar og fýrr en varir er hann orðinn kvæntur maður mjög gegn vilja föður stúlkunnar. Uppinn er leikinn af viðkunnan- legum leikara að nafni Matthew Perry og gerir hann margt gott með sinn afslappaða húmor. Eink- anlega eru viðskipti hans við fimm bræður stúlkunnar og fyrrum kær- asta velheppnuð kómedía. Perry gætir þess að áhorfendur treysti alla tíð almennri skynsemi persón- unnar og vinnur þá á sitt band með sinni hæglátu framkomu. Og af því hann er næstum því dauðyfli passar Salma Hayek ágætlega við hann sem blóðheit og ögrandi mexíkósk kona, þótt hún eigi það til að of- leika. Margt snjallt er að finna í handrit- inu þegar kemur að deilumálum eins og kaþólsku og mótmælendatrú, gagnkvæmum kynþáttafordómum milli hvítra Bandaríkjamanna og Mexíkana og ýmislegu öðru varð- andi ólíkan bakgrunn aðalpersón- anna tveggja. Ekkert af því er veru- lega djúphugsað en handritið kemur boðskapnum til skila á einfaldan og gamansaman hátt. Og út á það ganga rómantísku gamanmyndim- ar, einfeldni og gamansemi. Arnaldur Indriðason RÚRÍ. Fjórir metrar, tuttugu metrar. Afstæða MYNPLIST Tuttugu fermetrar, Vesturgata 1Oa kjallari INNSETNING, BLÖNDUÐ TÆKNI RÚRI Opið miðvikudaga - sunnudaga kl.15- 18 til 18. maí. Aðgangur ókeypis VERK Rúríar „Afstæða" er röð rúmfræðiforma í fjórum hlutum. Tónleikar í Nýja tónlistar- skólanum TÓNLEIKAR hjóðfæranemenda í 4.-8. stigi verða á morgun, laugar- dag kl. 14. Þar leikur Ingólfur Jó- hannesson á píanó. Próftónleikar verða þriðjudaginn 20. maí kl. 20. Þá syngja Asthildur E. Bemharðdóttir og Ólafur Sveins- son. Miðvikudaginn 21. maí kl. 18 verða hljómsveitar- og próftónleikar. Þar koma fram Dagný Tryggvadótt- ir og Elísabet Þórðardóttir. Einnig koma fram tveir einleikarar með hljómveitinni. Tveir ferningar, sem mynda par; ferhyrningur; þríhyrningur og hringbogi eru gerðir úr mælieining- um sem mynda formgerð þeirra. Mælieiningar sem fara í gerð ytri sniða segja til um lengd þeirra. Samtals er sýningin sextíu og fjórir metrar. Afstaða milli grunnformanna eru borin saman innbyrðis. Jafn- framt hefur verið tekið mið af grunnflatarmáli rýmisins við gerð þeirra. í sýningarskrá er tiltekin ná- kvæm metralengd hvers forms. í henni er einnig gefín hugmynd um hvernig túlka má sýninguna út frá ljóðrænni mælivídd: „Afstæða Fjærstæða Hliðstæða Samstæða Andstæða." Hér er byggt á stefnu póststrúktúralisma. Mótsagnir sem felast í sundurliðun lesháttar valda því að áhorfandinn á erfitt með skilja merkingu verksins. Mælingar sem byggðar eru á staðreyndum virðast nú afstæðar. Tölur þeirra segja til um hlutfallslega nákvæma niðurstöðu en ekki endanlega niður- stöðu. Inntak verksins felst í því að láta áhorfandann skynja hvar mörkin milli efnislega og ljóðræna þáttarins liggja. Þar með minnir Rúrí á með sýningu sinni að ekkert er algilt. Hulda Ágústsdóttir Sparistell- ið tekið niður NÝSTÁRLEG samsýning tólf listamanna, postulín, var opnuð í Hafnarborg laugardaginn 19. apríl. Þeir sem taka þátt í sýn- ingunni eru Elínrós Eyjólfs- dóttir, Guðjón Bjamason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Há- kon, Jón Óskar Hafsteinsson, Kristján Guðmundsson, Ólöf Norðdal, Ragnheiður Ragnars- dóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon og Vignir Jóhannsson. Sýningunni lýkur mánudag- inn 19. maí. I Sverrissal er sýning á verkum úr eigu safns- ins. „Börnin sýna“ LISTSÝNINGU leikskóla- barna á Akranesi sem verið hefur í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, lýkur sunnu- daginn 18. maí. Á sýningunni eru margs- konar listaverk sem er afrakst- ur vetrarstarfs barna á leik- skólunum á Akranesi. Börnin em á aldrinum 2-6 ára og stunda list sína á leikskólunum Bakkaseli, Vallarseli, Akra- seli, Garðaseli og Heiðarborg á Akranesi. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg TÓNSKÓLI Eddu Borg heldur vortónleika í Seljakirkju á morgun, laugardag kl. 13, 14.30 og 16, þar sem nemend- ur skólans koma fram. Fram koma m.a. forskólanemendur sem leika á blokkflautur og syngja, lúðrasveit skólans, strengjasamspil, harmoníku- hópur og ein- og samleikur. Skólaslit fara fram í Selja- kirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 18. DYRFJÖLL verða ni.a. á sýningu Birgis Schioth í Hafnarfirði. Birgir Sehioth opnar mynd- listarsýningu BIRGIR Schioth opnar sýn- ingu á verkum sínum á morg- un, laugardag, í Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði. Flest verk Birgis í Fjarðar- nesti eru pastelmyndir. Skartgripir - sýningarlok SÝNING Elísabetar Ásberg í galleríi Handverks & hönnun- ar, Amtmannsstíg 1 lýkur nú um helgina. Elísabet Ásberg hefur verið með sýningu á skartgripum gerðum úr silf- urvír, steinum, fjörugleri o.fl. Galleríið er opið á laugardag frá kl. 12-20 og annan í hvíta- sunnu frá kl. 14-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.