Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSENDAR GREINAR
Lúta hljóðbækur sér-
stöku lengdarlögmáli?
Tvær geitur voru á öskuhaugunum að bryðja
vídeóspólur, þegar önnur spurði: Hvernig finnst
þér svo myndin? Hin gretti sig og svaraði: Æ,
mér fannst nú bókin betri. Hefði svarið orðið það
sama, spyr Kjartan Arnason, ef hljóðsnældur frá
erlendri útgáfu hefðu verið á matseðli geitanna?
SÍVAXANDI vinsældir hljóðbóka í
veröldinni hafa fært ritað mál til æ
stærri hóps. En krafan um að stytta
mál sitt nær jafnt til hljóðbóka sem
annars talaðs efnis í löndum þarsem
hljóðbækur hafa fest rætur.
Breska hljóðbókaútgáfan Naxos
er að kynna útgáfur sínar hér á landi
um þessar mundir. Efnisskrá foriags-
ins er hin forvitniiegasta: sígildar
bókmenntir frá Hómer og Dante,
Cervantes, Tolstoj, Dickens og
Dostojevskí, til Proust, Fitzgerald,
Joyce og Woolf á þessari öld. Þar er
einnig barnaefni með sögum Marks
Twain, ævintýrum H.C. Andersens
og Grimms-bræðra; fræg bréf, ræður
og leikrit, hið fjölbreyttasta efni,
kryddað viðeigandi tónbrotum úr sí-
gildum verkum. Efnið er í vönduðum
flutningi úrvals ieikara, en vitanlega
allt á ensku.
Hér eru vel unnar útgáfur á ferð,
um það bera verkin sem ég lagði
hlustir við ágætt vitni. Þarna er hið
klassíska söguljóð Miltons, Paradís-
armissir frá 1667, sem Jón frá Bæg-
isá íslenskaði á sínum tíma, og segir
frá sköpun mannsins, falli og end-
urlausn; þar er veiklynda parið Adam
og Eva, fallnir englar og sjálfur Sat-
an, fullur illsku hefndarþorsta. Verk-
ið er á 3 diskum, tæpir ijórir tímar
í lestri leikarans Antons Lesser.
Einnig komst í mínar hendur
úi"val kvæða fyrir stálpuð börn eftir
ýmsa höfunda, þ.á.m. Shakespeare
og Robert Louis Stevenson, einskon-
ar „Vísnabók“ með tveggja tíma
fjörlegum kveðskap; lesarar eru
margir og hver öðrum betri. Sama
er að segja um frábæran flutning á
sakamálasögu Wilkies Collins, sam-
tímamanns Dickens, sögu sem T.S.
Eliot lýsti sem „fyrstu, lengstu og
bestu þeynilögreglusögu enskrar
tungu.“ Ógetið er sögu Jacks London
um úlfinn Hvíta Fang, sem sögð er
útfrá sjónarhorni dýrsins, og lesin,
einsog vera ber, með norðuramerísk-
um hreim.
Stytting og aðlögun
Hjá mörgum erlendum hljóðbóka-
útgáfum er sjaldgæft að rekast á bók
sem er lengri en fimm til sex klst. í
upplestri, fjórir diskar eða snældur.
Verk sem ekki rúmast innan þessa
ramma eru stytt. Hér grípa eflaust
einhveijir andann á lofti og reyna
að sjá fyrir sér útgáfu á Heimsljósi
eða Sjálfstæðu fólki á ijórum snæld-
um, bækur sem eru 25-30 klst. í
upplestri. Sem dæmi um styttingu
má nefna að Vesalingarnir eftir Vict-
or Hugo eru á 4 snældum/diskum í
útgáfu Naxos, en sama bók er 27
snældur hjá Blindrabókasafninu -
tæplega sjöfaldur niðurskurður.
Reyndar má umrætt verk við tals-
verðri styttingu ánþess það bitni á
sögunni sem heild, en sjöföld stytting
virðist að óheyrðu djarfleg fram-
ganga við snyrtingu og pökkun.
Leikarinn Josh Sessions, sem fæst
við innlestur hljóðbóka, var í tímarit-
inu Grammophone nýlega inntur álits
á styttingu bókmenntaverka fyrir
útgáfu hljóðbóka. „Ef Shakespeare
væri uppi í dag,“ sagði hann,„hefði
hann áreiðanlega ekki á móti því að
beita rauða pennanum hér og hvar
á verk sín“. Colin Dexter, höfundur
bókanna um Morse lögregluforingja,
er að vonum jákvæður í garð stytt-
inga, svo sjóaður sem hann er í að
sjá verk sín klippt og skorin eftir
þörfum annarra miðla en bókarinnar.
„Höfundum er vissulega sárt um orð
sín, en þegar um er að ræða mismun-
andi þarfír ólíkra miðla, tel ég að
okkur sé hollt að hlusta þegar við
fáum uppástungur um aðlögun bók-
anna að öðrum þörfurn."
Umræða um styttingar hefur auð-
vitað líka farið fram meðal fagfólks
hér á landi, en menn hafa ekki viljað
stíga skrefið til fulls. Undantekning
FALLINN engill. Úr
fyrstu myndskreyttu út-
gáfunni af Paradísarmissi
Miltons, 1688. Nú er bókin
fáanleg á hljóðdiski.
er íslenskur aðall sem út kom í vel-
heppnaðri styttingu hjá Hjóðbóka-
klúbbnum á síðasta ári. Ýmsar bæk-
ur myndu þola niðurskurð, slíkt yrði
jafnvel til bóta; dæmi er Góði dátinn
Svejk, sem út kom hjá klúbbnum á
tólf snældum 1995. Annað dæmi
gæti verið Njála.
Hve langt á að ganga?
En hve langt á að ganga? Eru
hljóðbækur undantekningarlaust
betri söluvara ef þær eru stuttar?
Er innlestrarkostnaður svona hár?
Áðurnefndur Sessions gat hugsað
sér betra kaup fyrir starfið. Kostnað-
ur við útgáfu á diski/snældu er varla
nema brot af kostnaði við pappír,
prentun og bókband. Líklega þurfa
útgefendur hljóðbóka hérlendis ein-
faldlega að taka af skarið með stytt-
ingar þarsem það á við, og hlusta
síðan grannt eftir hveijar viðtökur
verða. íslenskan aðal er gott að
hafa til hliðsjónar.
Maður er líktog geitin alltaf viss
um að „bókin sé betri“. Hljóðbók er
sama verk og prentuð bók, en flest-
ir eru sammála um að áhrif hljóðbók-
ar séu frábrugðin sem nemur rödd-
inni og túikun textans, áhrif sem
njóta sín best í hnitmiðuðum texta.
Úr þeim bókum sem ég hlustaði
á frá Naxos saknaði ég einskis, þótt
styttar séu. Ég þekkti þær heldur
ekki gjörla fyrir - e.t.v. gerir einmitt
það gæfumuninn.
Jónasarlög Atla Heimis
TONLIST
III j ó m p 1 ö t u r
JÓNASARLÖG
Lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar. Flytjendun
Signý Sæmundsdóttir, söngur, Sigur-
laug Eðvaldsdóttir, fiðla, Anna
Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sig-
urður Ingvi Snorrason, klarinetta,
Hávarður Tryggvason, kontrabassi.
Hljóðritað af tæknideild Ríkisút-
varpsins í Víðidalskirkju í október
1996. Tæknimenn: Hreinn Valdi-
marsson og Georg Magnússon. Tón-
meistari: Bjarni Rúnar Bjamason,
Mál og menning, 1997 MM-005.
ÞAÐ verður að segjast einsog er
áð undirritaður nýtur ljóðlistar best
af blöðum bóka, enda þykist hann
hafa misgóða reynslu af sönglögum
við fallega texta, svo ekki sé minnst
á flutning þeirra. Málið vandast
verulega þegar tónskáldin ætla sér
þá dul að túlka tæra og afar við-
kvæma lýrik eins og hún væri gerð
fyrir „móasöng" í ágúst að áliðnum
slætti, með tilheyrandi belgingi, rok-
um og væmni. Eða þá þau setja sig
í „þrestlegar" stellingar og tóna
kvæðið (seinni tíma aðferð). Hitt er
annað mál að mörg kvæði eru svo-
sem einsog hönnuð fyrir söng og
njóta sín hvað best í búningi vinsam-
legs lags - og þetta var Jónasi
Hallgrímssyni ljóst þegar hann sendi
Dalvísuna til vina sinna í Kaup-
mannahöfn. „Ég ætl’ að biðj ukkur
að láta búa til fallegt lag, ekki of
dýrt, við vísuna mína.“ Og ennfrem-
ur - og á þá bæði við Dalvísu og
Sláttuvísu: „Það er annars ógjörn-
ingur að eiga sér ekki lög til að
kveða þess konar vísur undir; svona
komast þær aldrei inn hjá alþýðu"
(leturbr. undirr.). Þjóðlagið hefur oft
reynst alþýðlegum og fallegum
kveðskap vel, og mörgu tónskáldinu
hefur tekist að klæða góða texta í
snjallan búning sem höfðar til fólks-
ins. Sum lögin engu minni gersemar
en sjálft ljóðið. En það er einkenni-
lega stutt á milli hins góða og þess
afleita þegar Qallað er um Ijóð - á
tónmáli. Einnig þar kemur flutning-
urinn inn í.
í lögum Atla Heimis við kvæði
Jónasar gætir hvorki belgings né
væmni, og þau eru yfirleitt í ágæt-
um takti við textann, í eðli sínu
látlaus, hlý og alþýðleg, stundum
svolítið gamansöm eða kímin, sum
jafnvel full af hressilegri „alþýð-
legri“ glettni; stundum tregabland-
in og blíð - og stundum einföld og
djúp, jafnvel snilldin uppmáluð
(Söknuður, Alsnjóa, Á gömlu leiði
- í ætt við húsgang, og ekki síst
Ferðalok). Vissulega er eitthvað
„leikhúslegt" við lögin eins og þau
birtast í þessum skemmtilegu og
líflegu útsetningum, í senn „gamal-
dags“ („vínerísk") og nýmóðins,
eitthvað í ætt við stofutónlist
og/eða elskulegan kabarett (ef
hægt er að hugsa sér slíkt). Þetta
fer Jónasi vel, og þá er engin þörf
að kvarta. Atli Heimir kemur flestu
mjög vel til skila, jafnt í laglínum
(verða þeim mun áleitnari sem þær
verða einfaldari og í ætt við þjóðvís-
una, síður þegar hann „dettur í
smáretórik“) sem í fínum útsetning-
um fyrir vel valin hljóðfærin. Hefur
líka þann stóra kost að villast ekki
í eltingaleik við orð textans, „sér
skóginn fyrir tijánum". Með öðrum
orðum fyrst og fremst melódískur,
sem er guðsþakkarvert.
Söngur Signýjar Sæmundsdóttur
er fallegur og innilegur, og flytjend-
ur, Sigurlaug, Anna Guðný, Sigurð-
ur Ingvi og Hávarður, mynda fínan
„Vínartónlistarhóp". Nema hvað!
Tónmeistarinn, Bjarni Rúnar
Bjarnason, hefur ásamt ágætum
tæknimönnum séð um lifandi og
frísklega hljóðritun. Einkar aðlað-
andi fyrir eyrað.
Oddur Björnsson
Nýtt upplýsinga
kerfi hjá Reykja
víkurborg
Á UNDANFÖRNUM mánuðum
iiefur verið unnið að endurskipu-
lagningu á upplýsingakerfi Reykja-
víkurborgar. Meðal annars er verið
að endurnýja bókhaldskerfi borgar-
innar sem að stofni til er aldarfjórð-
ungs gamalt og þunglamalegt að
sama skapi. Það voru
möt'kuð tímamót í
þessari vinnu þegar
undirritaðir voru
samningar nýverið um
kaup borgarinnar og
Rafmagnsveitu
Reykjavíkur við Skýrr
hf. á nýju upplýsinga-
kerfi, Agresso, sem
nýtast mun stjórnend-
um hjá Reykjavíkur-
borg sem öflugt
stjórntæki til nota í
daglegum rekstri.
Reykjavíkurborg og
Rafmagnsveita
Reykjavíkur eru fyrstu
kaupendur að Agresso
á Islandi, en hug-
búnaðurinn hefur haslað sér völl á
sveitarfélagamarkaði bæði í Noregi
og í Svíþjóð.
Aukið hagræði við
áætlanagerð
í júlí á síðasta ári skipaði borgar-
ráð verkefnisstjórn til að stjórna
vali á nýju upplýsingakerfí og hafa
eftirlit með uppsetningu þess. Að
undangengnu foi-vali í desember sl.
var fanð í lokað útboð meðal fimm
hugbúnaðarfyrirtækja. Borgarráð
samþykkti 8. apríl sl. að ganga til
samninga við Skýrr hf. um kaup á
viðskiptahugbúnaðinum Agresso
fyrir Reykjavíkurborg og Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur.
Við val á hugbúnaðinum var tek-
ið tillit til verðs, eiginleika kerfisins,
gæðaþátta, heildarstofnkostnaðar,
styrkleika fyrirtækjanna og þjón-
ustuaðila og útbreiðslu hugbúnaðar-
ins. Áætlaður heildarkostnaður við
að endurnýja upplýsingaket'ft
Reykjavíkurborgar er 100 millj. kr.
sem dreifíst á þrjú ár. Verkefnis-
stjómin hefur starfað undir forystu
Önnu Skúladóttur fjárreiðustjóra
Reykjavíkurborgar sem jafnframt
hefur borið hitann og þungann af
endurnýjun upplýsinga- og bókhald-
skerfis bot'garinnar.
Agresso er norskur viðskipta-
hugbúnaður í Windows-umhverft,
sem þýðir að það er kunnuglegt
öllum þeim sem vanir eru að vinna
t.d. í Excel. Auðvelt er að flytja
gögn á milli kerfa t.d. Excel og
Agresso. Þannig er hægt að ná í
gögn í bókhaldið og flytja í Excel-
skrár, þar sem hægt er að vinna
með þau. Þetta er mikið hagræði
við alla áætlanagerð.
Ráðgert er að taka kerfið í notk-
un í þrem áföngum. í fyrsta áfanga,
1. janúar 1998, verður fjárhags-
bókhald, áætlana-, viðskipta-
manna-, lánardrottna-, innkaupa-
og sölukerfi tekið í notkun. í öðrum
áfanga, haustið 1998, er ráðgert
að taka í notkun birgða-, lána- og
eignakerfi. Þriðji áfangi er ótíma-
settur en hefur að geyma launa-
kerfi og verkbókhald.
Upplýsingar nýtast til
daglegrar stjórnunar
Allt bókhald borgarinnar hefur í
hinu gamla kerfi verið fært á einum
stað og uppfært einu sinni í viku.
Það kerft sem er að stofni til frá
1971 er barn síns tíma og reynst
hefur fyrirhafnarmikið að ná gagn-
legum upplýsingum úr því. Margar
stofnanir hafa því valið þann kost
að halda utan um kostnað til hliðar
við borgarbókhaldið, til að geta
fylgst með útgjöldum. Þunglama-
legt bókhald, sem uppfært er einu
sinni í viku, getur ekki nýst stjórn-
endum til daglegrar stjórnunar.
Með nýju upplýsingakerfi verður
skráningarstöðum fjölgað úr einum
í sjö. Þannig taka stærstu stofnan-
irnar að sér skráningu reikninga og
ábyrgð bókhalds. Þetta felur í sér
einhvem tilflutning á
starfsfólki úr borgar-
bókhaldi til stofnana.
Ávinningurinn er að
reikningar eru skráðir
fyrr í bókhaldið sem er
uppfært jafnóðum og
skráð er. Hægt er að
skrá reikninga strax
við komu í biðskrá.
Þannig er hægt að sjá
niðurstöðu rekstrar
með reikningum, sem
eftir er að samþykkja.
Upplýsingar liggja fyr-
ir frá degi til dags og
geta þannig nýst
stjórnanda til daglegr-
ar stjórnunar.
Að auki eru mögu-
leikat’ til skýrslugerðar og flokkunat'
upplýsinga miklu meiri, þar sem
Upplýsingakerfi eins
og það sem borgin er
nú að taka í notkun,
segir Kristín A.
— —
Arnadóttir, er nauð-
synlegt stjórntæki.
bókhaldslykillinn er byggður upp á
mörgum víddum.
Nauðsynlegt að geta
mælt árangur
Með endurnýjun upplýsingakerf-
isins verður bókhaldsíykillinn end-
urnýjaður m.t.t. upplýsingaþarfa.
Sú vinna er þegar byrjuð og heldur
áfram samhliða uppsetningu
kerfísins allt árið 1997. Þannig
getur skýrslugerð úr kerfinu tekið
mið af því sem mikilvægast er að
mæla í rekstri einstakra stofnana.
Til að geta ákveðið mælikvarða
verða markmið að vera vel skil-
greind. Tilgangurinn með þessari
vinnu er því meðal annars að
skerpa á markmiðum og ákveða
mælikvarða sem geta gefið vís-
bendingar um hvort verið sé að ná
þeim árangri sem að er stefnt.
Stöðugar árangursmælingar gera
stjórnendum kleift að greina t.d.
árangur frá mistökum. Á grund-
velli þess geta þeir síðan styrkt þá
verkþætti sem skila árangri en
breytt hinum.
Miklar breytingar voru gerðar á
vinnu við fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar um síðustu áramót.
Þessar breytingar lúta m.a. því
markmiði að styrkja stjórn borgar-
innar og auka ábyrgð og sjálfstæði
forstöðumanna borgarinnar. Upp-
lýsingakerfi eins og það sem borg-
in er nú að taka í notkun er nauð-
synlegt stjórntæki. Stjórnandi sem
ekki getur mælt árangur starfsins
getur ekki stjórnað.
Endurskipulagning upplýsinga-
kerfisins hófst á síðasta ári og er
í raun ferli. sem heldur stöðugt
áfram. Þær breytingar sem þegar
hafa litið dagsins ljós leiða m.a. til
þess að viðskiptavinir borgarinnar
geta nú fengið greiðslur frá borg-
inni lagðar inn á bankareikninga
sína auk þess sem öll upplýsinga-
gjöf til viðskiptavina verður betri
og hraðvirkari.
Höfundur er aðstoðarkona
borg-arstjóra.
Kristín A.
Árnadóttir