Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 34

Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Rósa Guðna- dóttir fæddist hinn 7. september 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suð- urnesja 7. maí síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðni Guðnason, f. 20. ágúst 1893, d. 9. ágúst 1982, for- maður og síðar hringjari við Stokkseyrarkirkju, og Sigurbjörg Guð- laugsdóttir, hús- móðir, f. 7. mars 1892, d. 19. júní 1974. Systkini: Theodóra, f. 16.4. 1917, d. 19.3. 1937, Ingveldur, f. 31.10. 1919, d. 17.1. 1995, Agnes, f. 18.11. 1927, d. 21.3. 1986, og Alfreð, f. 15.1. 1934, d. 9.10. 1983. Rósa giftist Guðbirni Guð- mundssyni rafvirkjameistara, f. 25.6. 1919. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðbjörns- son skipsljóri og Guðrún Ás- björnsdóttir húsmóðir. Börn Rósu og Guðbjörns eru: 1) Guðný, f. 25.5. 1949, gift Gísla Pálssyni. Börn þeirra eru Páll Óskar, f. 2.3. 1976, og Rósa Signý, f. 11.5. 1983. Tengdamóðir mín, Rósa Guðna- dóttir, verður jarðsungin í dag. Hún átti því láni að fagna að vera heilsu- hraust nánast allt sitt líf. Varla varð henni misdægurt þau sjötíu og níu ár sem hún lifði. Undanfarin misseri sótti ellin hins vegar að henni með vaxandi þunga og síð- ustu dagana varð hún fyrir áföllum sem riðu henni að fullu. En kveðju- stundin var stutt og friðsæl og það var hennar stíll. Yfirleitt gekk hún beint til verks en þó án fyrirgangs, þolinmóð, hjartahlý og skilningsrík. Rósa ólst upp í Varmadal á Stokkseyri ásamt fjórum systkinum sínum, þeim Theódóru, Ingveldi, Agnesi og Alfreð. Á unglingsárun- um aðstoðaði hún við búskap for- eldra sinna, auk þess sem hún var um skeið í vist í Vestmannaeyjum og víðar. Eftir að hún flutti úr for- eldrahúsum starfaði hún í nokkur ár við verslunarstörf í Reykjavík og á Elliheimilinu Grund, að ógleymdum síldarstörfum á Siglu- firði. Hún hugði á ferðalög til út- landa, en umrót stríðsáranna komu í veg fyrir að þau áform hennar rættust. Hún giftist Guðbirni Guð- 2) Guðmundur Bjarni, f. 27.11. 1952, kvæntur Guð- veigu Sigurðar- dóttur. Börn þeirra eru Guðbjörn Karl, f. 3.11. 1971, kvæntur Hansínu Guðmundsdóttur, barn þeirra er Sara Líf, f. 11.6. 1994, Inga rósa, f. 15.4. 1975, unnusti henn- ar er Jóhann Ingi Kristjánsson, Davíð Már, f. 30.1. 1982, og Bjarni Reyr, f. 27.3. 1991. 3) Björn Herbert, f. 20.1. 1955, kvæntur Ingunni Ósk Ingvarsdóttur. Börn þeirra eru Ingvar, f. 15.10. 1987, Sindri, f. 21.9. 1990, og María Ósk, f. 13.3. 1995. Dóttir Björns frá fyrra hjónabandi er Ellen Mörk, f. 26.8.1973, sonur hennar er Daníel Ingi, f. 22.8. 1994. 4) Róbert Þór, kvæntur Guðbjörgu Irmý Jónsdóttur. Börn þeirra eru Tryggvi Þór, f. 1.3. 1978, Guðni Freyr, f. 23.3. 1984, og Irmý Ósk, f. 23.8. 1987. Útför Rósu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundssyni rafvirkjameistara árið 1950 og lengst af bjuggu þau hjón- in á Sóltúni 2 í Keflavík, þar sem þau reistu sér rúmgott hús og fal- legt heimili og ólu upp börn sín fjögur, Guðnýju, háskólakennara og alþingiskonu, Guðmund raf- magnstæknifræðing, Björn Her- bert rafmagnstæknifræðing og Róbert Þór rafvirkjameistara. Þau hjónin voru ágætlega stæð og sam- an veittu þau börnum sínum allt sem þau þurftu, veraldleg gæði, hóflegt aðhald og eindregna hvatn- ingu til stórra verka í námi og starfi. Rósa helgaði sig heimilinu árum saman og ávallt gátu börnin reitt sig á skilyrðislausan tilfinningaleg- an stuðning hennar. Eftir að börnin voru uppkomin vann hún í frysti- húsi í nokkur ár, yfirleitt í hluta- starfi þar sem hét „Stóra milljón“. Líf hennar, eins og margra kyn- systra hennar af sömu kynslóð, ein- kenndist af áberandi spennu milli frelsis og háleitra drauma annars vegar og hins vegar þeirrar fórn- fýsi og skyldurækni sem samfélag- ið og eftirstríðsárin lögðu þeim á MINNINGAR herðar. Draumarnir urðu oft að víkja fyrir skyldunum við aðra, en þeir voru jafnan geymdir en ekki gleymdir. Eg kynntist Rósu fyrir tæpum þijátíu árum og mér eru í enn fersku minni atorkan við heimilisstörfin, hnallþórurnar á borðum hennar, fómfýsi hennar og styrkur. Hún bauð veröldinni birginn, hvað sem á gekk hjá lítilli þjóð og stórri fjöl- skyldu, eins og hún væri staðráðin í að láta ekki storma samtímans og sviftingarnar í lífi sinna nánustu taka völdin. Barnaböm hennar eru orðin þrettán og bamabarnabörnin tvö. Fjölskyldan naut ríkulega leið- sagnar hennar, hlýju og nærveru. Eftirminnileg eru bréfin sem hún sendi dóttur sinni, Guðnýju, þegar hún var við nám erlendis. Þykkur bréfabúnkinn er nú dýrmætur per- sónulegur íjársjóður. Ætíð var Rósa boðin og búin að annast aðra sem þurftu á aðhlynningu að halda. Síð- ustu tíu árin annaðist hún Guðbjörn eiginmann sinn eftir að heilsa hans tók að bresta. Hún skilaði svo sann- arlega sínu dagsverki. Mér varð þó fljótlega ljóst þegar ég kynntist Rósu nánar að skyldu- ræknin og dugnaðurinn sem ein- kenndu líf hennar voru ekki einu eðliskostir þessarar mætu konu. Hún var glaðvær, spaugsöm og for- dómalaus og felldi sjaldan harða dóma um samborgara sína, eins og það tæki því ekki að amast yfir smámunum. Rósa var einlægur sól- dýrkandi og hafði gaman að fjör- ugri danstónlist og ferðalögum, bæði innanlands og á fjarlægum slóðum. Nokkur sumur dvaldist Rósa með fjölskyldu sinni í sumar- bústað í Þrastarskógi, í nágrenni við systur sína Agnesi, í lengri eða skemmri tíma, og veitti það henni ómælda ánægju. Hún átti þess kost að ferðast erlendis með Guðbirni og samstarfsmönnum hans hjá Raf- magnsverktökum Keflavíkur og hún naut þess að hvílast með fjölskyld- unni á sólarströnd, síðast á Spáni á liðnu sumri. Stundum hafði hún orð á því að sá draumur sinn að kom- ast til vesturheims, einkum til Grænlands og Bandaríkjanna, ætti eftir að rætast. Síðustu dagana hafði hún þó sætt sig við að henni myndi ekki auðnast að sjá þennan draum rætast I þessu lífí. Rósa mætti ellinni og veikindum sínum síðustu dagana með aðdáun- arverðu æðruleysi. Hún kvaddi glöð og stolt, í trausti þess að hún hefði auðgað líf annarra og látið gott af sér leiða, enda þótt hún hefði vissu- lega áhyggjur af veikindum Guð- björns eiginmanns síns. Hún var trúuð kona og þóttist viss um að hún ætti ánægjulegt ferðalag fyrir höndum að lokinni þessari jarðvist. Blessuð sé minningin um góða konu. Megi hún hvíla í friði. Gísli Pálsson. „Þegar sálin kemst í návist við Guð, mun hún taka á sig það snið sem best hæfir ódauðleika hennar og er verðugt himnabústað hennar.“ (Bahá’uTláh). Elsku Rósa gat það sem ætlar að vefjast fyrir flestum okkar; hún gat ýtt sjálfinu til hliðar. Af lítil- læti, sjálfsleysi og stakri alúð stund- aði hún háleitasta starfið hér á jörð- unni, þjónustustarfíð. Af einskærri ást ræktaði hún garðinn sinn. Hún var hreinlynd og skapgerð hennar var göfug; aldrei styggðaryrði, ekk- ert baktal. Rósa eignaðist fjögur yndisleg börn með manninum sín- um, honum Bubba frænda, og eiga þau fríðan hóp afkomenda. Þó virð- ist ekki nema örstutt síðan Rósa og Bubbi, ung hjón, námu land í Kefla- vík. Það var alltaf gott að koma til Rósu. Með innilegri kveðju til góðrar konu og samúðarkveðju til elskulegs móðurbróður míns, barna, tengda- barna, barnabarna og barnabarna- barna. Kær kveðja einnig frá Sigr- únu, Frederic, Berglind Önnu og Tómasi í Þýskalandi. Erla Bjarnadóttir. Minningarnar bijótast fram í hugann, þegar ég skrifa nokkur orð til að kveðja ömmu mína elsku- legu. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar stundirnar með ömmu og afa þegar ég var yngri og þau bjuggu á Sóltúninu. Þangað var alltaf gott að koma og þaðan fór ég ætíð södd og ánægð. Það má segja að heimili þeirra hafi verið mitt annað heimili. Þar kom ég við eftir skóla, fékk mér mjólk og köku með ömmu, og hélt svo heim á leið. Eftjr þijúbíó á sunnudögum var hefð fyrir því að hlaupa heim til ömmu og afa og horfa á „Húsið á sléttunni" með ömmu og fótboltann með afa. Fyrir okkur frændsystkinin var heimili ömmu og afa á Sóltúni 2 ævintýraheimi líkast. Ótal felu- staði var þar að finna bæði innan húss sem utan. Það er með ólíkindum hversu umburðarlynd og þolinmóð hún amma gat verið við okkur barna- börnin sín. Ekki kippti hún sér upp við það þó að borðstofunni væri á augabragði breytt í bát eða bú. Því svo blíð og góð var hún amma Rósa alla tíð og vildi allt fyrir okk- ur gera. Góðar stundir átti ég með ömmu og afa í blíðviðrinu á Spáni sumar- ið 1991. Þar naut amma sín vel, því hún var mikill sóldýrkandi og var ævinlega fallega brún. Margs fleira er að minnast sem hér verður ekki tjáð með orðum, heldur geymist í minningunni sem dýrmætur fjársjóður. Elsku afi, pabbi, mamma, föður- systkin og fjölskyldur. Missirinn er mikill en minningin um góða og fallega konu verður vel geymd. Ég kveð ömmu mína með sökn- uði og verð ævinlega þakklát og stolt yfir að bera nafn hennar. Inga Rósa Guðmundsdóttir. Tímamót eru í lífi hvers og eins við missi ástvinar. Hinn 7. maí síð- astliðinn missti ég elskulega tengdamóður mína, sem ég kynnt- ist fyrir 26 árum. Við Rósa urðum strax mjög góðar vinkonur og jókst sá vinskapur með árunum. Hún hringdi til mín næstum daglega síðustu mánuðina og sagði: „Ert það þú sjálf?“ Og spjallaði síðan um daginn og veginn, hvort við ættum ekki að bregða okkur niður á spítala að heimsækja elsku Bubba sem dvelur þar. Sakna ég þess mjög mikið að heyra ekki rödd hennar lengur. Ég fæddi Rósu elsta barnabarn sitt, soninn Guðbjörn Karl Guð- mundsson, sem var mikill auga- steinn ömmu sinnar, eins og öll hennar barnaböm 13 að tölu eru. Hún passaði litla Bubba fyrir okk- ur Mumma fyrstu árin hans meðan við unnum úti, til þess að við gæt- um keypt okkur íbúð og ekki má ég gleyma hvað oft við vorum í kaffi og mat á Sóltúni 2 í Kefla- vík, því að þar á loftinu byijuðum við að búa. Elsku Rósa, ósk mína fékk ég ekki uppfyllta að þú og þinn elsk- aði Bubbi gætuð eytt síðustu árum ævi ykkar á elliheimili. Með þess- um orðum vil ég kveðja þig, kæra vina. Ég votta öllum ástvinum Rósu mína dýpstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Guðveig (Veiga). Elsku amma okkar, Rósa, með þessum orðum langar okkur til þess að kveðja þig. Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á. Þúsundfaldra þakka njóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. Hvíl í friði. Þínir Davíð Már og Bjarni Reyr Guðmundssynir. ROSA G UÐNADÓTTIR GUÐMAR STEFÁNSSON + Guðmar Stef- ánsson fæddist í Götu í Hruna- mannahreppi 1. ág- úst 1905. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 15. maí. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sár- in, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Þetta vers sem pabbi minn kenndi mér þegar ég var lítil, er gott að hafa í huga nú á sorgar- stundu. Ef til vill er ekki rétt að tala um sorgarstund, þegar maður á tíræðisaldri kveður gæfuríkt og gott líf. Hann ólst upp í landsins fegurstu og bestu sveit að eigin mati, Hrunamanna- hreppnum, þar sem hann vann öll venjuleg sveitastörf. Árin 1922-1924 var hann í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og tók þaðan gagnfræðapróf. Bjó hann að þeirri menntun alla tíð síðan auk góðra minninga þaðan. Upp úr tvítugu fór hann á vetrar- vertíðir suður með sjó. Árið 1929 hefur hann svo sérleyfisakstur, fyrst í Hrunamannahreppnum og síðan í Ölfusið og hélt því áfram til 1959 við góðan orðstír. I tvö ár vann pabbi sem forstöðu- maður á BSÍ en fór þá að vinna hjá Kristni vagnasmiði á Grettisgöt- unni. Þegar Ámagarður var í bygg- ingu hóf hann störf þar og endaði sinn starfsferil sem húsvörður þar 75 ára gamall árið 1980 (honum fannst vera kominn tími á sig, þar sem prófessorarnir urðu að hætta sjötugir). Pabbi var ljúfur, spaugsamur og skemmtilegur, hafði ákveðnar skoð- anir. Orðheldinn og ábyggilegur og svo var hann stundvís og ég þori að fullyrða að hann hafi aldrei mætt of seint nema veður og færð leyfðu ekki. Þegar ég man fyrst eftir gerðu margir sérleyfishafar út frá verslun Guðjóns Jónssonar á Hverfisgötu 50. Þar var samhent og skemmti- legt fólk, fjölskylda Guðjóns, starfs- fólk verslunarinnar og bílstjórarnir. Ég minnist jólaboða hjá Guðjóni og hans góðu konu, Sigríði, ferðalaga sem farin voru og fleiri samveru- stunda. Eitt sinn var gengið á Víf- ilsfell, ég lítil, og þreyttist fljótt. Þá taldi pabbi ekki eftir sér að bíða með mér í fallegri laut í miðjum hlíðum á meðan samferðafólkið gekk áfram. Tímann notaði hann til að kenna mér að þekkja blóm og fugla er flugu hjá. Enginn var betri ferðafélagi en pabbi; svo vel þekkti hann landið, kunni öll ömefni og sögur um þau og var fús að miðla fávísum krakka og öðrum sem fýsti að fræðast. Ekki man ég hvort það var í þess- ari Vífilsfellsferð sem hann sagði mér söguna af brytanum í Skál- holti, sem henti lyklum staðarins í Lyklafell á Sandskeiði og hljóp svo austur um allar sveitir og fannst svo dauður við Brytalæk í V-Skaftafells- sýslu eða söguna af hinum orðljóta Jósef í Jósefsdal, en margar sögur sagði hann mér á ferðum okkar, að ég tali nú ekki um vísumar sem hann kunni þau ógrynni af og hafði alltaf á reiðum höndum. Oft fórum við á skíði upp í Skála- fell með íþróttafélagi kvenna en hann var að segja má einkabílstjóri þeirra um áraraðir. Oft var líka farið á skíði inn á Ártúnsbrekkur. Það þurfti ekki að fara lengra. Löngu seinna fórum við Sigfús með pabba og Tótu í beijamó vestur á Snæfellsnes. Var það skemmtileg- asta beijaferð sem við höfum farið. Það eina sem skyggði á þá ferð, að dómi pabba, var að sennilega væri meira af beijum þar en í Hreppun- um. Nokkm síðar fómm við með þeim vestur í Bolungarvík, þar sem Árdís systir mín og hennar fyölskylda bjó. Sú ferð er ógleymanleg. Var jafn fróðlegt að fara með pabba um slóðir sem hann hafði sjaldan eða jafnvel ekki farið áður og nutum við öll þeirrar ferðar. Á leiðinni vestur var stór galli. Það þurfti sífellt að taka vinstri beygju, en vinstri stefna var ekki hans stefna, eins og kunn- ugir vita, en úr rættist á suðurleið þegar beygt var til hægri. Nú hefur pabbi minn farið í hinstu ferðina, kvatt þennan heim og farið í annan betri. Ég þakka Guði fyrir hana Tótu mína sem annaðist hann svo vel þegar hann þurfti mest á að halda, þó sjálf væri hún oft sárþjáð. Henni, börn- um þeirra og fjölskyldum sendum við úr Borgarnesi innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Guðmars Stefánssonar. „ . Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.