Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 35
JÓN GEIR
LÚTHERSSON
+ Jón Geir Lút-
hersson fæddist
að Vatnsleysu í
Fnjóskadal 8. júlí
1914. Hann lést á
heimili sínu 7. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Lúther Olgeirsson,
f. 17. ág. 1889, d.
14. maí 1922, og
Þórunn Pálsdóttir,
f. 24. apr. 1892, d.
6. jan. 1978. Jón
Geir var elstur
barna Lúthers og
Þórunnar en næst-
ur honum kom Olgeir, Vatns-
leysu, f. 26. okt. 1915, d. 22.
jún. 1996; þá Margrét, Ak-
ureyri, f. 3. des. 1917 og Lúlley
Esther, Akureyri, f. 24. feb.
1922. Hálfbróðir Jóns, sonur
Þórunnar og seinni manns
hennar, Ingimars Kristjánsson-
ar, er Ingi Þór Ingimarsson á
Neðri-Dálksstöðum, f. 23. des.
1925.
Fyrri kona Jóns var Bergljót
Indriðadóttir frá Skógum, f. 9.
feb. 1920, d. 9. júlí 1943. Þeim
varð ekki barna auðið.
17. júní 1945 kvæntist Jón
Ásdísi Stefánsdóttur frá Hall-
gilsstöðum, f. 28. ág. 1923. Þau
stofnuðu nýbýlið Sólvang úr
landi Hallgilsstaða árið 1946.
Börn Jóns og Ásdisar eru: 1)
Bergsveinn, Sólvangi, f. 7. okt.
1945. 2) Ingvar, Sól-
vangi, f. 3. nóv.
1946. 3) Þórdís
Hólmfríður, Akur-
eyri, f. 9. maí 1949,
maður hennar er
Birgir Jónasson,
dætur þeirra Ásdís
og Björg, barn Ás-
dísar Arna Bald-
vinsdóttir. 4) Ing-
unn, Kópavogi, f.
30. des. 1950, mað-
ur hennar Magnús
Skúlason, synir
þeirra Hlynur og
Skúli. 5) Sigrún,
Akureyri, f. 27. okt. 1953, mað-
ur hennar Olafur Haukur Bald-
vinsson, dætur þeirra Sólrún
María, Hafdís og Dagný. 6)
Aðalheiður Erla, Akureyri, f.
17. maí 1957, maður hennar
Óskar Helgi Albertsson, börn
þeirra Kári Páll, Björk og Ás-
dís Helga. 7) Þórunn, Sólvangi,
f. 1. nóv. 1961, maður hennar
Rúnar Jóakimsson, börn þeirra
Arnar Geir, Hrönn, Silja og
Líney. 8) Sólveig, Grenivík, f.
25. mars 1964, maður hennar
Friðbjörn Axel Pétursson, börn
þeirra Erla, Jón Geir og Berg-
sveinn Ingvar. 9) Steinunn
Harpa, Akureyri, f. 24. apr.
1969.
Utför Jóns Geirs fer fram frá
Hálskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Að ljósum perluskeljum
á lífsins prusandi
sér leika bömin fagran æskudag.
Og dularfull er gátan
sem draumur þeirra geymir
en dýrðlegt þeirra bjarta sólskinslag.
Svo stækka böm og þroskast
er straumur tímans niðar
og stærri leikir hrífa bijóstsins þel.
Og tigin djúpsins alda
sig teygir inn á sandinn
og týnir þeirra hvítu perluskel.
En gullintónar vaka
og glaðir bemskuleikir
ei gleymast langan, þungan ævidag.
Og tigin lyftist aldan
með tregaljóð í fangi
sem texta við hið bjarta sólskinslag.
(Guðfinna Jónsdóttir frá Hömram.)
Elsku pabbi og afi, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við erum rík af
minningum um „besta pabba og afa
í heimi“.
Þórunn, Rúnar, Arnar Geir,
Hrönn, Silja og Líney.
Jón Geir Lúthersson, bóndi á
Sólvangi í Fnjóskadal, sem lést hinn
7. maí sl., verður til moldar borinn
í dag frá Hálskirkju í Fnjóskadal.
Honum og konu hans, Ásdísi Stef-
ánsdóttur, tengdaforeldrum mínum,
á ég sem slíkum mikla skuld að
gjalda og því langar mig til að reisa
honum svolítinn bautastein, þó ekki
væri nema öriitla þústu, úr máli og
letri. Sumarið kalda 1979 kom ég
í fyrsta sinni á Sólvang þar sem Jón
Geir og Ásdís bjuggu þá félagsbúi
með sonum sínum, þeim Bergsveini
og Ingvari. í Fnjóskadalinn hafði
ég aldrei komið fyrr og því voru
viðbrigðin mikil, einkum vegna þess
að mér fannst skrítið að hafa ekki
sjóinn daglega fyrir augum eins og
ég var vanur og svo óx stærðin á
búinu mér verulega í augum. Sem
strákur var ég nokkur sumur í sveit
hjá góðu fólki á litlum bæ, í lítilli
sveit vestur á Ströndum en aldrei
áður hafði ég haft kynni af stórbú-
skap líkum þeim sem rekinn var á
Sólvangi, og er enn. Þama var, í
mínum augum, auðvitað, sem ekki
er Þingeyingur, allt stórt í sniðum
enda um að ræða bú sem komst
iðulega í tölu tíu afurðamestu búa
landsins; stór túnflæmi, mikill véla-
kostur, stór áhöfn og ekki síst stór
og samhent fjölskylda. Var engu
líkara en maður væri staddur á stóru
samyrkjubúi þar austur frá þegar
allir voru að verki við heyskapinn,
unnu af kappi og gengu bræður og
systur í öll útiverkin.
Ætla mætti að svo stórt bú væri
verk nokkurra kynslóða en svo var
nú aldeilis ekki. Þegar mig bar að
garði vom rétt um þijátíu og fimm
ár liðin frá því Jón Geir og Ásdís
reistu nýbýlið Sólvang úr landi
Hallgilsstaða og má því ljóst vera
að því fólki er ekki fisjað saman sem
á tiltölulega fáum ámm breytir beit-
armóum í eina af afurðamestu bú-
jörðum landsins. Til þess þarf marga
kosti umfram dugnað og áræði; það
þarf líka mikinn viljastyrk, útsjónar-
semi og sátt á milli móður náttúru
og þeirra sem eiga sitt undir duttl-
ungum hennar. Þetta var líka á
þeim árum þegar bændur voru
hvattir til þess að framleiða sem
mest og best. Þeim Sólvangsbænd-
um búnaðist líka vel og átti Jón
Geir í fóram sínum nokkur við-
urkenningarskjöl sem honum hlotn-
uðust fyrir góðan árangur í sauðfj-
árrækt. Hann var líka orðlagður
fyrir það hversu laginn hann var
við dýr og var oft til hans leitað um
aðstoð, t.a.m. þegar kýr eða kindur
áttu í erfiðleikum við burð.
Strax við fyrstu kynni okkar af-
sannaði Jón Geir það orðspor sem
af Þingeyingum fer þegar hann
hálft í hvoru afsakaði búskaparlag-
ið, ekki af neinu uppgerðar lítillæti,
heldur vegna þess honum fannst að
það mætti alltaf gera meira og bet-
ur til þess að renna styrkari stoðum
undir búreksturinn og kröfumar
sem hann gerði til sjálfs sín og til
sinna vom eftir því. Þetta viðhorf
finnst mér öðru fremur vera til
marks um jákvæðan metnað en
einnig ríka ábyrgðartilfinningu, sem
Jón Geir varð kornungur að tileinka
sér eftir sviplegt fráfall föður síns.
Mér fannst alltaf eins og Jón Geir
væri ávallt reiðubúinn að bregðast
við stóra og smáu sem kynni að
fara úrskeiðis í rekstrinum og að í
rúnum ristu andliti hans væru stöð-
ugir áhyggjudrættir, nema þegar
hann hampaði litlu afabarni en þá
var eins og allar áhyggjur hyrfu á
braut. Það fór enda ekki hjá því að
honum væri falin enn meiri ábyrgð
því árum saman sat hann í hrepps-
nefnd Hálshrepps. Tvívegis var
hann í framboði til alþingis; af fullri
einurð í fyrra sinnið en í hið síðara
yar honum boðið sæti í virðingar-
skyni sökum aldurs og sem fulltrúa
stéttar sinnar. Hann varð sannur
herstöðvaandstæðingur og snemma
róttækur og varð að eigin sögn þeim
mun róttækari eftir því sem áranum
fjölgaði og hefði þess vegna getað
setið ofar á framboðslista.
Þótt búið væri stórt var íbúðar-
húsið lágreist og lítið að sjá utan
frá en þó rúmar það á góðum stund-
um fjölskylduna alla; börnin níu,
sístækkandi hóp barnabarna, barna-
barnabarn - og svo tengdasynina
sem stundum láta lítið fyrir sér fara
í fjölmenninu - en við áttum alltaf
vísan skilning hjá tengdaföðurnum!
Jón Geir var ekki með hávaxnari
mönnum en þó var öllum ljóst að
þar fór enginn meðalmaður. Slíkur
var styrkur hans, svo sterk var
skaphöfnin að sjálfur taldi hann
ástæðu til þess vekja annað slagið
athygli á því að hann væri nú ekki
mjög hár í loftinu! Á sínum yngri
áram þótti hann einnig knár og eitt
sinn stóð honum til boða að stunda
fimleikanám í Skandinavíu en því
varð hann að hafna þar sem hann
þurfti að sjá fyrir búi með móður
sinni og yngri systkinum.
Þegar ég kynntist Jóni Geir hafði
hann dregið mikið úr líkamlegri
vinnu, einkum vegna bijóskeyðingar
í hnjám sem háði honum lengi. Lík-
aminn var farinn að gefa sig eftir
áratuga strit en til andans var eng-
an bilbug á honum að fínna. Vand-
fundinn fínnst mér sá maður sem
verið gæti viðræðubetri en Jón Geir;
hann sagði frábærlega vel og
skemmtilega frá, tungutakið gott
og hressilegt og því var hann verð-
ugur fulltrúi þeirrar akademíu al-
mennings í landinu sem Laxness
sagði að gerði formlega akademíu,
skreytta titlum og gráðum, með öllu
óþarfa og ef ekki beinlínis hjákát-
lega. Hann var gæddur ágætri skyn-
semi, tilsvör hans vora meitluð,
beinskeytt og hvöss en stundum
mátti kenna vissrar kaldhæðni í
orðum hans og dómhörku en aldrei
illkvittni.
Jón Geir var mjög músíkalskur
og hafði alla tíð yndi af söng og
hljóðfæraleik. Hann var virkur í
kórastarfi; söng í kirkjukór, karla-
kór og nú síðast rúmlega áttræður
í blandaða sönghópnum Sálubót,
sem honum fannst bera nafn með
rentu. Hann var sjálfmenntaður
harmonikkuleikari og skemmti sam-
ferðamönnum sínum við ýmis tæki-
færi í meira en hálfa öld, spilaði oft
fyrir dansi og gekk þá stundum á
milli sveita með hljóðfæri sitt á bak-
inu. Veiðiferðir með Jóni Geir út á
Flateyjardal og Flateyjardalsheiði
era mér minnisstæðar fyrir margt.
í þessum ferðum, sem því miður
urðu alltof fáar, naut hann sín vel
enda þekkti hann hvarvetna til á
þessum slóðum og með einstakri
frásagnargáfu sinni gæddi hann
landslagið mun meira lífi og lit en
ella. Mér stóð nákvæmlega á sama
um hvort ég veiddi einum fískinum
fleiri eða færri því þessar ferðir
vora svo skemmtilegar, umhverfið
fallegt og loftið heilnæmt og nær-
andi. Þessara ferða kem ég til með
að sakna, sem og mannsins vita-
skuld og nærveru hans, hollra ráða
og þess jákvæða og góða viðmóts
sem hann sýndi mér alla tíð.
Jón Geir vissi snemma í vetur að
hveiju dró og mætti þeim tíðindum
með stakri karlmennsku og æðra-
leysi sem hann sýndi til sinnar síð-
ustu stundar. Kirkjustaðurinn Háls
er fyrir miðjum dal; útsýni þaðan
er mikið og fagurt út Fnjóskadal,
til vesturs heim að Vatnsleysu, þar
sem Jón Geir fæddist, og til austurs
sér heim að Sólvangi, þar sem hann
lést. í upphafi þessa skrifs kvaðst
ég ætla að reisa honum lítinn bauta-
stein í orðum en ég hef þó ekki
gert annað en að benda á þann
minnisvarða sem hann reisti sjálfum
sér, það er arfleifð hans sem er stórt
bú og stór hópur afkomenda þar sem
sérhver getur staðið fyrir sínu, svo
notuð séu hans eigin orð. Ekki síst
hefur hann gefið okkur dýrmæta
minningu um góðan mann. Jón Geir
taldi sig vera gæfumann en þó vil
ég halda því fram að enginn geti
orðið slíkur gæfumaður sem hann
var nema leggja sitt af mörkum til
þess að svo geti orðið. Framlag Jóns
Geirs er með þeim hætti að á þessu
kalda vori finnst mér mega tileinka
honum sömu eftirmæli og annar
maður hlaut, sem ekki var síður
þarfur sinni þjóð, það er að ,...þó
að hríði í heila öld,/harðsporarnir
sjást í snjónum".
Oskar H. Albertsson.
Eitt líf kviknar þá annað deyr.
Enn einn veturinn er liðinn í aid-
anna skaut. Með vorkomunni lifnar
gróður jarðar, söngur fugianna
verður fegurri með hveijum degi
sem líður, börnin una sér við úti-
leiki og framtíðin virðist öll bjartari.
Það á þó ekki við um alla. Liðinn
vetur var þungbær fyrir Jón Geir
Lúthersson, bónda í Sólvangi í
Fnjóskadal. Þótt árferði hafí ekki
verið til að hafa áhyggjur af, þá var
heilsufari þessa aldraða höfðingja
þannig komið, að eftir því sem á
veturinn leið, þvarr heilsan. Aðeins
náði hann þó að finna angan vors-
ins. Örfáum dögum áður en hann
lést, sást til hans akandi um sveit-
ina, eins og hann gerði svo oft seinni
árin, til að fylgjast með snjóalögum
eða gróðurfari, fuglasöng og búfén-
aði og heilsa upp á sveitungana.
Jón Geir var tæplega 83 ára er
hann lést. Hann ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Vatnsleysu í Fnjóska-
dal, ásamt fjórum systkinum. Eins
og á svo mörgum sveitaheimilum í
þá tíð sóttu menn til sjávar til bú-
drýginda. Sjö ára gamall missti Jón
föður sinn, er bátur, sem hann var
á, fórst. Fjölskyldunni var þó haldið
saman og búskapi haldið áfram í
Vatnsleysu. Tápmikil og myndarleg
systkini uxu úr grasi og hjálpuðu
til við búskapinn.
íþróttir vora Jóni í blóð bomar.
Fremur lágvaxinn, grannur og kvik-
ur í hreyfíngum, þá var honum
ýmislegt til lista lagt á því sviði, og
ekki allt til eftirbreytni. Hann var
ungmennafélagsmaður og sótti flest
landsmót ungmennafélaganna í um
30 ár. Allt til æviloka vora íþróttir
eitt helsta áhugamál hans.
Jón kvæntist Ásdísi Stefánsdótt-
ur frá Hallgilsstöðum, handan
Fnjóskár, hinn 17. júní 1945. í landi
Hallgilsstaða reistu Jón og Ásdís
bú sitt á fímmta áratugnum og
nefndu Sólvang. Land var brotið til
ræktunar. Bústofninn óx jafnt og
þétt. Börnin urðu alls níu, fyrst tveir
synir, síðan sjö dætur. Þótt oft hafi
eflaust verið þröngt í búi, hafa böm-
in einnig gagnast vel við bústörfin,
þegar þau höfðu aldur og þroska
til. Synir Jóns og Ásdísar, Berg-
sveinn og Ingvar, stofnuðu félagsbú
í Sólvangi með foreldrum sínum er
þeir urðu fulltíða. Atorkumönnum
dugði ekki partur úr Hallgilsstaða-
landi. Keypt var eyðijörðin Garður
fyrir mynni Flateyjardalsheiðar.
Garður liggur að afrétti Hálshrepp-
inga, Flateyjardalsheiði. Hefur það
verið til mikilla þæginda fyrir Sól-
vangsmenn að geta sleppt fé í Garði
á vorin og leyfa því renna út á heiði
eftir því sem aðstæður leyfðu. Jón
og Ásdís drógu sig út úr félagsbúinu
fyrir nokkrum árum. Dóttir þeirra,
Þórann, og Rúnar Jóakimsson, eig-
inmaður hennar, gerðust þá aðilar
að félagsbúinu og reistu sér íbúðar-
hús í Sólvangi.
Þrátt fyrir annríki við bústörf gaf
Jón sér tíma til annarra hugðar-
efna. Fyrr á áram lék hann talsvert
á harmonikku á skemmtunum. Var
þá oft gengið með nikkuna á bakinu
í aðrar sveitir. Jón greip alltaf af
og til í nikkuna, síðustu árin þó
fyrst og fremst fyrir barnabörnin.
Hann söng á sínum tíma í Karla-
kórnum Goða og síðstu árin í kirkju-
kór og blönduðum kór. Tónlist og
söngur v_ar sameiginlegt áhugamál
Jóns og Ásdísar. Heimili þeirra hef-
ur alla tíð verið mjög gestkvæmt. Á
sumrin er algengt, að 10-15 bifreið-
ar sjáist á hlaðinu í Sólvangi um
helgar. Jón vildi fá börnin og fjöl-
skyldur þeirra í heimsókn og var
annt um, að veitingar væra ávallt
nægar.
Jón hafði ákveðnar skoðanir á
flestum málum. Vora umræður
gjaman fjörugar og heitar, þar sem
hann var annars vegar. Hann hafði
góða frásagnarhæfíleika og var
skemmtilegur í viðræðum. Stjóm-
mál og þjóðfélagsmál hvers konar
lét hann sig varða. Hann var á fram-
boðslistum fyrir Samtök fijálslyndra
og vinstrimanna og Alþýðubanda-
lagið í nokkrum alþingiskosningum.
Þá sat hann í hreppsnefnd Háls-
hrepps í mörg ár.
Eftir að Jón dró sig út úr hinum
daglega búrekstri fyrir allmörgum
árum átti hann því láni að fagna
að geta búið áfram á sínu heimili í
Sólvangi. Þannig gat hann fylgst
áfram með hinum daglegu störfum
og gefið góð ráð. Jón var stirður til
gangs mörg síðustu árin, en notaði
bílinn því meira til að fylgjast með
gangi mála. Margar ferðirnar voru
famar á hveiju sumri út á Flateyjar-
dalsheiði til að fylgjast með afréttar- <
fénu og renna fyrir físk.
í lok síðasta árs varð ljóst hvert
stefndi með heilsu Jóns Geirs. Hann
kaus að dvelja á heimili sínu meðan
hann fengi nokkra um það ráðið.
Þar naut hann umönnunar, ástúðar
og hlýju eiginkonu og barna til
hinstu stundar.
Með Jóni er genginn merkilegur
maður, sem ávallt var gaman að
hitta. Hans er nú sárt saknað af
fjölskyldu og vinum. Margt verður
öðruvísi í Sólvangi eftir fráfall Jóns,
en minningin um þennan góða mann
mun lifa.
Magnús Skúlason.
Það er svo margt. Heilt mynda-
albúm í huganum. Situr við endann
á eldhúsborðinu með pípuna. Ilmur
af Half and Half. Hann kallar á
okkur og við fáum að blása á eld-
spýtuna. Bíltúr á Voigunni með
rauða flauelsáklæðinu á heitum
sumardegi. Með nikkuna inni í Okk-
ar herbergi. Við stóra þunga skrif-
borðið að færa inn í ærbókina. Seg-
ir okkur fréttir af kindunum okkar.
Að segja sögur. Hlæjandi. Hreinskil-
inn og á stundum óvæginn í orðum.
Hjartahlýr.
Afi er stór maður í minningunni,
þótt ekki hafí hann verið hár í loft-
inu, og við dáðum hann. Einhvern
pata höfðum við af því að hann
hefði eitthvað unnið við vegagerð á
yngri áram og þar með þótti okkur
það ljóst að hann hlyti að háfa gert
veginn yfír Vaðlaheiði, svo til einn
og óstuddur, en það var leiðin sem
við þurftum að aka til að komast í
sveitina í þá tíð. Ekki nóg með það,
heldur var tilfinningin líka sú að
hann hlyti að hafa smíðað boga-
brúna við Vaglaskóg (þar sem
myndin framan á einni af hljóm-
plötu Karlakórsins Goða er tekin -
afí er fyrir miðju í ljósbrúnum föt-
um). Það hefði hins vegar orðið að
teljast hið merkilegasta afrek, þar
sem brúin er smíðuð árið 1907, sjö
árum áður en hann fæddist. En það
er seinni tíma vitneskja og er í raun-
inni algjört aukaatriði.
Afi var skemmtilegur sögumaður.
Við sáum hann til dæmis ljóslifandi
fyrir okkur þar sem hann ungur að
áram gerði sér ferð út á frosinn
bæjarhólinn til að æfa heljarstökk
aftur fyrir sig. Sú ferð endaði á
öfugum enda. í annan tíma kenndi
hann sjálfum sér að synda í isköld-
um polli við bæinn og lýsti hann
því jafnframt á mjög myndrænan
hátt.
Ef við lokum augunum fínnum
við þétt faðmlag og hlýjar hendur
sem taka um okkar. Heyram vin-
gjamlegu orðin sem alltaf fylgdu
okkur úr hlaði. í þetta sinn fylgjum
við þér. Elsku afi, þú ert ávallt með
okkur.
Þínar,
Ásdís og Björg.
„í hveiju orði sem við hugsum
heyrist ómur feðra og mæðra. Sag-
an segir hvemig þau nýttu landið,
skynjuðu það, sættust við það og
létu það móta sig. Við festum hér
dýpra yndi ef við þekkjum hugsanir
sem þau skildu eftir sig. Getum
spáð í hvemig þau tengdust þúfum,
himni og sól. Sjáum þau á hvaða
öld sem er og eigum með þeim sálu-
félag.“
(Þórann Valdimarsdóttir)
Steinunn Harpa.